Tíminn - 16.12.1964, Side 2

Tíminn - 16.12.1964, Side 2
14 TÉMINN MIÐVIKUDAGUR 16. desember 1964 verður að styðja atvinnubótasjóð til að sinna að nokkru þeim verk- efnum, sem jafnvægissjóði eru ætl uð. Ekki orkar það tvímælis, að mikið verkefni gæti jafnvægissjóð urinn leyst af hendi í einu af okkar stærstu þjóðfélagsvandamál um, jafnvægi i byggð landsins, ef það lagafrv. fengi náð fyrir aug- um meiri hluta alþingismanna. Flugvellir Við gerum nokkrar brtt. við 20. gr. fjárlagafrv. Eru þær þessar. Lagt er til að taka upp í fjár- lög tillögu deildarstjóra jarðeigna deildarinnar um, að fjárveiting til bygginga á jörðum ríkisins verði 4. millj. kr. Þörfin fyr- ir þessa fjárveitingu er alþingis- mönnum kunn og að allra vitorði mjög brýn. Gerð er tillaga um, að fjár- veiting til nýrra flugvalla hækki um 10 millj. kr. Mörg verkefni bíða úrlausnar, fjárins er sannar- lega þörf. Sama er að segja um lltla fjárlagahækkun vegna sjúkia flugvalla. Aður höfum við flutt tillögu um framlag til að byggja fiskirann- sóknaskip. Og hægt miðar þeirri nauðsynlegu framkvæmd áfram. Gerð er hér tilraun til að hraða henni lítið eitt. íþróttakennaraskóli íslands hefur starfað að Laugarvatni um langt árabil. Hann hefur leyst af hendi mikið og gott starf. Hefur honum tekizt vel fyrir starfsemi nemenda sinna og velunnara að líkamsrækt að hjálpa þjóðinni til að komast yfir þá erfiðleika sem voru því samfara að hverfa frá dreifbýli til þéttbýlis. Skóli þessi á ekki þak yfir höfuð sér nema að takmörkuðu leyti. Á yfirstand- andi ári fékk hann leyfi til að hefja byggingarframkvæmdir með lítilli fjárveitingu. Hér er tekið undir fjárbeiðni skólastjóra og skólanefndarformanns og að því stefnt með tillögunni að gera hús íþróttaskólans fokhelt á árinu ígefö. Einnig tökum við undir beiðni veðurstofustjóra um fjárveitingu til að hefja byggingu yfir stofn- unina, svo sem hann hefur sann- að með rökum að brýna þörf beri til. Atvinnudeild Þá gerum við tillögu um, að tekinn verði upp nýr liður: 8 millj. kr. verði varið til að halda áfram að byggja upp og greiða áfallnar skuldir á húsi búnaðar- deildar Atvinnudeildar háskólans í Keldnaholti. Þessar framkvæmd- ir munu kosta um 13 millj. kr. nú. Með öllu er óforsvaranlegt að láta slíka fjármuni ónotaða, og brýn nauðsyn knýr á að koma húsinu í þau not, sem að var stefnt, þeg- ar ákvörðun var tekin um að reisa byggingu þessa. Engu getur það breytt, þó að mönnum hafi sýnzt sitt hverjum um staðsetningu hússins í upp- hafi. Það mál var afráðið í eitt skipti fyrir öll, þegar verkið var hafið. Úr fjárþörf byggingarinnar verður að leysa, svo að verkinu STORKOSTLEG FRAMFOR í FRAMLEIÐSLU HRUKKUEYÐANDl SMYRSLA LA SALLE verksmiðjurnar í Bandaríkjunum setja á markaðinn La Salk lotion (HRUKKUEYÐANDI SMYRSL) lj Mun stærri glös 2) Mur. meira magn fyrir færri krónur 3) Slét.tar úr hrukkunum á 5 minútum 4) Algerlega skaðlaust fyrir húðina 5) Má nota eins oft og hver og einn óskar 6) Eitt glas endist mánuðum saman 7) AuSvelt í notkun. — Notkunarreglur á ís- lenzku fylgja hverju glasi. FÆST Í FLESTUM VERZLUNUM LANDSINS, SEM VERZLA MEÐ SNYRTIVÖRUR. HeildsölubirgSir: O. Johnson & Kaaber h.f. geti orðið haldið áfram. Allt ann- að er óforsvaranlegt. Félagsheimilasjóður Þá leggjum við til, að inn á 22. grein fjárlagafrv. verði teknir nokkrir nýir liðir. Lagt er til, að ríkisstjórninni sé heimilt að bæta úr fjárhags- erfiðleikum félagsheimilasjóðs, sem er fjárvana og á þar af leið- andi ógreiddar til félagsheimil- anna stórar fjárhæðir. Ekki þarf orðum að því að eyða, hvaða erf- iðleikum þetta veldur þeim, sem klífa þrítugan hamarinn við að reisa félagsheimili. Hér verður úr að bæta. Vegna þess er þessi til- laga flutt. Þá leggjum við til, að upp verði tekin ábyrgðarheimild vegna bygg inga og endurbóta á síldarverk- smiðjum, umhleðsjustöðvum og til síldarflutninga. Óþarft er að rök styðja þessa tillögu. Síldarleitarskip Sömuleiðis leggjum við til, að lánsheimild verði veitt til kaupa tveggja síldarleitarskips. Kunnara er það en frá þurfi að segja hvað síldin er mikill þáttur í okk- ar atvinnulífi, og það er einníg kunnugt, að við eigum á að skipa hinum færustu vísindamönnum á þessu sviði. Það á að vera okkur metnaður að eignast hin full- komnustu tæki vegna vísindalegs stuðnings við þessa atvinnugrein. Þess vegna er tillaga þessi flutt. Síldarvinnsla og markaósleit Þá leggjum við til, að varið verði allt að 20 millj. kr. af greiðsluafgangi fyrri ára til að styrkja nýja síldarvinnslu og markaðsleit í því sambandi. Kapp eigum við að leggja á það að gera útflutningshráefni okkar sem verðmætúst með því að vinna úr þeim hér heima fyrir. Það getur kósiáð mikið fjármagn að koma á fót slíku fyrirtæki og koma vör- unni á markaðinn. Þessari tillögu er ætlað að létta þann róður. Þó að við gerum ekki tillögur , um meiri breytingar á fjárlagafrv. i er það ekki af því, að okkur sé I ekki ljós þörfin á þeim, svo sem að framlag til aflatryggingasjóðs E I N N T V E I R SM E L LIÐ A F rapid myndavélin * ER ODvrust * ER HENTUGUST * ER FALLEGUST Amerísk Rauð Delicious epli EINGÖNGU BEZTI GÆÐAFLOKKUR ,, E X T R A FANCY" NÝ SENDING MEÐ HVERRl FERÐ Eggert Kristjánsson & Co. hf. SÍMI 1-1400. verði hækkað, heldur af hinu, að við treystum því, að t.d. svo aug- ljós leiðrétting verði gerð af meiri hlutanum fyrir 3. umræðu. í nefndaráliti okkar hér að framan höfum við gert grein fyrir tillögum okkar og með rökum sýnt fram á réttmæti þeirra. Við flytjum ekki tillögur um lækk- un á útgjaldaliðum fjárlaga, telj- um, að stefnubreyting þurfi að eiga sér stað hjá meiri hluta al- þingismanna, svo að slíkar tillög- ur hafi hljómgrunn. Við höfum líka lýst lauslega, hvernig stjórn- arstefnan, Viðreisn. speglast í fjár lagafrv. Einkennin eru: verðbóla, skattpíning og eyðsla. Ekki verð- ur heldur sagt, að reisn sé yfir fjárlagaafgreiðslu. eins og hún er við 2. umræðu málsins, þar sem botninn fyrirfinnst enginn Enda þótt frá fjárlagafrumvarp ínu sé nú þannig gengið, að það sýni greiðsluhalla, er okkur Ijóst, að úr því verður bætt, og mögu- leikar til að brúa bilið eru fyrir hendi og verða að vera það. Að afgreiða fjárlög með greiðsluhalla kemur ekki til mála í slíku góð- æri sem nú er til lands og sjávar vegna metafla og hagstæðrar tíðar til landsins. Með þeirri skattastefnu, sem rikisstjórnin fylgir, er auðvelt að draga mikið fé í ríkissjóð. enda er það óspart gert, svo sem augljóst er. Hins veg ar verður það takmark ríkisstjórn arinnar sem fyrr að draga þang- að meira fé en þörf er á, þó að það leggi meiri álögur á þjóðina en gjaldgeta almennings leyfir. Að því mun ríkisstjómin keppa við lokaafgreiðslu fjárlaganna nú sem fyrr. Á þann hátt mun henni takast að tryggja vöxt verðbólg- unnar til hagsbóta fyrir þá, er fjármagnið hafa í sinni þjónustu. Þá virðist stjórnarstefnunni full- nægt. Alþingi, 12. des. 1964. Halldór E. Sigurðsson, frsm. Hall- dór Ásgrímsson, Ingvar Gíslason. MISVINDI „Misvindi" nefnir Snæbjörn Jónsson bók sína, sem nú er að koma út hjá ísafold. Það er ekbi neinn nýliði, sem hér kveður sér hljóðs, því að fyrsta blaðagrein Snæbjörns kom út um áramótin 1906-7, og síðan má segja, að hann hafi stöðugt skrifað í blöð, bæði íslenzk og erlend. „Misvindi“ er greinasafn eftir Snæbjörn og er að því leyti ólíkt áður útkomnu greinasafni hans. að því er hann segir sjálfur í formála, að nér koma nokkur dæmi deilu- greina. Snæbjorn segir rnnfrem- ur: „Um hinai endurprentuðu greinar í hvoru tveggja safninu er það að segja, að ; sumum er engu orði haggað, en aðrar eru með nýjum viðaukum og stundum nokkrum úrfellingum. í þessu greinasafni eru 25 greinar Bók- ina prýða allmargar myndir ug samtals er h'ún 248 orentsíður og kostar kr. 295.40

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.