Tíminn - 16.12.1964, Side 7
TIMINN
MIÐYIKtlDAGIJR 16. desember 1964
drauminn, það er að segja tón-
ana, og skrifaði þá niður, og
síðan hefur þessi draumur ver-
ið leikinn fyrir almenning.
Mörg vandamál hafa verið
leyst í draumi, en hvernig slíkt
ber að vita menn ekki. Menn
vita, að draumar hafa komið
fram. Um það hafa dæmin gef-
izt nær óteljandi. Hins vegar
vita menn ekkert um það sem
kalla mætti mekanisma slíkra
drauma og heldur ekki af
hverju þeir stafa. Stundum
virtna siucir draumar um eitt-
bvað, sem er dreymandanum
með öllu óviðkomandi, en slíkt
heyrir þó fremur til undan-
tekninga. Hitt er algengast, að
draumurinn varði þann sem
dreymir, og boðar þá oft sjúk-
dóm, sem hefur búið um sig
í líkamanum án merkjanlegra
einkenna. Draumvitundin ein
verður hans vör.
Hér er eitt dæmi um sann-
dreymi: Fyrir nálega 40 árum
dreymdi spænska konu fátæka,
að hún sá sjö engla stíga nið-
ur til sín og hélt hver þeirra
á átta pálmagreinutn. Þessi
ikona keypti miða í happdrætti
tspænska ríkisins, eins og'flest-
ir Spánverjar, en háar vinn-
ingsupphæðir eru í þessu happ-
drætti. Konan markaði draum
sinn og margfaldaði tölu engl-
anna með tölu pálmagrein-
anna, og fékk út sextíu og
fjóra. Síðan sneri hún sér- til
1 happdrættisins og bað
númer 64. Þessi miði var þá
óseldur, en þar í landi eins
og víða annars staðar forðast
menn að kaupa happdrættis-
miða með lágu númeri, telja
þau hafa litla vinningsmögu-
leika. — En hvað skeður?
Aðalvinningurinn féll á núm-
er 64. Draumurinn gekk eftir.
En sjö sinnum átta eru fimm-
tíu og sex, ekki sextíu og fjór-
ir . . .
Draumar eru oft til varnað-
ar, sérstaklega endurteknir
draumar. Sjái maður vin sinn
eða einihvern nákominn í
draumi sem er erfiður eða ó-
bærileg martröð þá má gera
ráð fyrir, að viðkomandi hafi
eitthvað óhreint í pokahominu,
— en slíkur draumur verður
að endurtaka sig nokkrum
sinnum áður en vert er að
taka mark á honum.
Dæmi: Giftan mann dreymdi
að kona hans var í slag-
togi með öðrum karlmönnum
og hótaði að yfirgefa hann.
Þessi draumur endurtók sig,
lítið eitt breytilegur, mörgum
sinnum. Maðurinn fór þá að
njósna um konu sína, komst
að raun um, að hún var honum
ótrú og hafði raunar planlagt
að stinga af með öðrum manni.
Þennan draum verður að skýra
þannig, að manninn hafi raun-
verulega grunað hvað til stóð
hjá henni en ekki viljað leggja
trúnað á grunsemdirnar. Hann
þrýsti grunsemdunum niður í
„undirmeðvitundina", og það-
an komu þær upp í draumi.
— Þetta er aðeins ein „týpa“
þess sem kalla mætti varnað-
ardrauma, eri þeir eru mjög
fjölbreytilegir.
Að lokum skal minnzt á það
að dreyma fyrir andláti sínu.
Ernst Aeppli heitir maður,
sem rannsakar drauma, en
hann er mjög umdeildur á því
sviði. Aeppli hefur lagt sig eft-
ir þessari síðast nefndu teg-
und drauma sérstaklega,
og heldur því fram að draum
urinn leiði menn yfir i
ókunna tilveru. Staðhæfing-
ar sínar byggir hann á frá-
sögnum manna, sem hafa borg
ið lífi sínu á síðustu stundu.
Skal hér reynt að lýsa slík-
um draumi:
Undir meðvitundin ýfist
upp eins og haf í stormi um
langar stundir erfiðra draum-
fara. Myndir frá æskuárum
birtast og hverfa, menn heyra
fagra tónlist og sjá mikla
skapnaði koma og fara. Hið
liðna og framtíðin, að hyggju
dreymandans, rennur saman í
eitthvað unaðslegt og nýtt.
Allt virðist endanlegt. Stund-
um horfa mörg augu á dreym-
andann.
Oft sér hinn deyjandi mað-
ur óhagganlega veru standa
hjá sér. Stundum er það ridd-
ari í gullnum herklæðum,
stundum munkur, hvorki ung-
ur né gamall. Hann horfir á
dreymandann með augum, sem
þekkja hvorki tíma né rúm.
Skyndilega birtist stórbrot-
ið landslag. Ljós leiftrar deyj-
andinn reikar um skarð miili
himingnæfandi hamra. Gín-
,andi hengiflug opnast við stíg-
mn, fuglar fljúga upp. Hann
fer yfir vatnsfall, snýr baki í
strauminn og fetar sig fram
þögull og lotinn.
Hinum meginn tekur við ný,
hættuleg leið. Deyjandinn
klöngrast yfir eggjar, klungur
og gjár, reikar yfir eldgamlar
brýr, sem brotna að baki hon-
um, en svarrauð sól skín á um-
hverfið. Stundum birtast risa-
skapnaðir, sem stíga upp úr
jörðinni. Undarlegur gróð-
ur myndar gerði um deyjand-
ann, og úr gerðinu stara tján-
ingarlaus, annarlega dauð
augu á göngumanninn.
En leiðin verður auðfarn-
ari, og þó meira á fótinn. Fag-
urt landslag birtist langt und-
an, og þangað ber göngumann.
Nú sér hann fólk, sem er ungt
og fallegt, og veit það eru vin-
ir hans dánir. Foreldrar hans
og látnir ættingjar koma í
móti honum, og þeir eru í
blóma æsku sinnar. Hann finn
ur, að nú er hann líka ungur,
slíkur sem hann var á bezta
skeiði ævinnar. Nýir, framandi
litir birtast í gróðurríki þessa
staðar, og stillileg tónlist heyr-
ist. Tónlistin hækkar og verð-
ur fegurri en allt, sem hann
hefur áður heyrt. Hún færist í
aukana og verður eitt samfeilt
þrumandi hljóð, og göngumað-
ur verður gripinn annarlega ró
sömum tilfinningum. Hann lít-
ur við — og sér glampandi
kristalsvegg, sem hækkar og
rís nú himinhár, þar sem leið
hans lá áður. í þessu kristals-
fjalli eru dyr — og eitthvað
þvingar hann að ganga þar í
gegn. Hann vaknar af draumi
sínum, og honum er borgið.
Slíkum eða því líkum draumi
gleymir enginn.
Það virðist ekki óhugsandi,
að slíkir draumar leiði menn
þangað sem ekki verður aftur
snúið, og menn sem hefur
drej'mt slíka drauma, segja, að
þeir hafi alls ekki viljað snúa
við, en eithvað knúði þá til
þess.
f bókinni „Um dauðann'
segir danski læknirinn Oscar
Bloch, að dauðinn virðist sjald
an erfiður. Hann skýrir jafn-
vel svo frá, að margir hafi
sagt það hafa borgað sig að
lifa þessu erfiða lífi, bara til
að öðlast þá góðu tilfinningu
að fá að deyja. Má því vera,
að slíkur draumur, voldugast-
ur og fallegastur allra okkar
drauma, beri þangað sem und-
irvitund okkar rennur saman
við alheimsvitundina — ef eitt
hvað slíkt er til.
Dag Hemdal.
(Þýtt úr ELANTO)
Ung stúlka teiknaSi þessa mynd úr draumi sínum, slöngu sem
hringar sig á fljótandi ísjaka. Slangan var græn á litinn, sjór-
inn spegilsléttur. Drauminn má túlka á ýmsa vegu, en slangan er
aS margra hyggju tákn hins karllega kyns. (Samanber atferli slöngu-
dansmeyja).
19
„Kvæði og dans-
leikir" bdk AB
FB-Reykjavík, 14 desember.
Á laugardaginn kom út hjá
almenn bókafélaginu bókin Kvæði
og dansleikir eftir Jón Samson-
arson magister. Hér er um að
ræða mikið rit í tveimur bindum
eða alls á níunda hundrað blað-
síður. Þetta er fyrsta verkið í
safni íslenzkra þjóðfræða, sem
Jón Samsonarson
unnið hefur verið að á vegum
AB um alllangt skeið, og má
segja, að næstu bækumar í þess-
um flokki séu senn tilbúnar und-
ir prentun.
Að meginhluta taka kvæði og
dansleikir til fornkvæða, sem svo
hafa verið nefnd, vikivaka og við-
laga, en af öðrum efnisflokkum
má nefna stökur kviðlinga, af-
morskvæði, þulur og langlokur.
Telur AB sér mikið happ, að
hafa fengið Jón Samsonarson
magister til þess að búa útgáf-
una úr garði. Hefur hann unnið
að henni í nokkur ár, kannað f
því skyni sæg handrita í inn-
lendum og erlendum söfnum og
orðið æði margs vísari eins og
bert verður af hinni miklu og
ítarlegu inngangsritgerð hans,
en hún ein er um 240 bls. Þetta
er tvímælalaust á sínu sviði veg-
legasta safn þeirra kvæða, sem
orðið hafa til með þjóð vorri á
liðnum öldum, og hefur fæst af
þeim verið tiltætk fyrr en nú,
enda sitt hvað ekki áður komið
í leitirnar. Þarf því ekki að efa
að Kvæði og dansleikir, eignist
sæti meðal grwndvallarrita í þjóð-
legum bókmenntum íslendinga
og áreiðanlega er hér um að
ræða mikla námu fróðleiks og
skemmtunar.
GÖMUL MUNSTUR í NÝJUM BÚNINGI
ERU í „SJÓNABÓKINNI” NÝJU
Sjónabók, gömul munstur í nýjurn
búningi heitir munsturbók, sem
Elsa E. Guðjónsson gefur út. f
formála segir, að nokkur undan-
farin ár hafi birzt hannyrðaþættir
FÓSTURDÓTTIRIN
„Fósturdóttirin“ er spennandi
saga um ást og hatur. Marga er
trúlofuð, en vinkona hennar nær
manninum frá henni. Mara gift-
ist síðan bróður fyrrverandi unn-
usta síns. Hún eignast son en hin
hjónin dóttur, og svo deyja bræð-
urnir og svilkona Mörgu, og hún
er ein eftir með börnin og hatur
sitt á telpunni. Tíminn líður, en
að lokum fellur allt í ljúfa löð,
og telpan, sem orðin er fullorðin
stúlka uppsker laun umburðar-
lyndis síns og góðvildar. Höfund-
ur „Fósturdótturinnar" er Thea
Schröck-Beck, en útgefandi Ás-
rún. Bókin er 230 bls. og kostar
kr. 195.15.
Ný Jack London
bók komin út
Bækur Jacks London hafa kom-
ið út í margra milljóna eintaka
upplagi í flestum löndum heims.
Nú er komin út enn ein bókin
eftir hann á íslenzku, og heitir
hún „í langferð með Neistanum,"
útgefandi er ísafold. Nefnd bok-
fróðra manna valdi nýlega nokk-
ur hundruð bókatitla í einkabóka-
safn Bandaríkjaforseta og tók þar
með „Óbyggðirnar kalla“ og má
af því merkja. hve vinsæll höf-
undur Jack London er talinn, en
saga þessi er talin meðal beztu
unglingabóka heims. Tólf bækur
eru nú komnar út á íslenzku í
ritsafni Jack London. „f langferð
með Neistanum“ er 298 bls. og
kostar kr 198.35.
í tímariti Kvenfélagasambands ís-
lands, Húsfreyjunni, undir einu
nafni Sjónabók Húsfreyjunn-
ar. Þættirnir voru birtir í þeim
tilgangi að kynna gamlar íslenzk-
ar útsaumsgerðir og koma á fram-
færi einföldum íslenzkum útsaums
munstrum i nútímabúningi. Við
samningu þáttanna var að lang-
mestu leyti stuðzt við muni og
munstur, sem til eru í Þjóðminja-
safni íslands.
f Sjónabókinni eru mörg gömul
munstur og einnig sýndar aðferð-
ir við ýmiss saumaspor, og að
lokum má geta þess, að með mynd
um af munum úr Þjóðminjasafn-
ipu fylgja lýsingar og frásagnir
um það, hvaðan þeir eru upprunn
ir og annað eftir því. Gísli Gests-
son safnvörður tók myndir þær
sem f bókinni eru, en bær eru all
margar af munum úr safninu auk
þess sem þær sýna handavinnu,
sem lokið hefur verið við, og þar
sem notuð hafa verið gömul
munstur í nýjum búningi. Bókin
kostar kr. 132.00.
Sögur ökumannsins
„Sögur ökumannsins" er bók,
sem Ægisútgáfan gefur út. Höf-
undurinn er August Theodor Blan
che, fæddur í Stokkhólmi ár-
ið 1811. Hann lauk lögfræði-
prófi, vann svo ýmiss störf, en
seinni ár ævinnar fékkst hann ein
göngu við ritstörf. Hann var mjög
afkastamikill rithöfundur, skrifaði
fjölda leikrita, skáldsagna, og
smásagna. Naut margt rita hans
mikilla vinsælda í Svíþjóð og hef-
ur verið þýtt á mörg tungumál.
Bók sú er hér birtist kom fyrst
út í Illusteret Tidning, en síðan í
tveimur útgáfum 1864. Á íslenzku
hefur ekki birzt annað eftir Aug-
ust Blance en 2—3 smásögur. að
því er segir á bókarkápu. f bókinni
eru 33 smásögur, hún er 262 bls,
og kostar kr. 195.