Tíminn - 16.12.1964, Side 9
MIBVIKUDAGUR 16. desember 1964
TÍEVIINN
21
53
var hár maður vexti, grannur, með kuldaleg, blá augu,
hvítar, stórbeinóttar hendur og fölur í andliti. Um leið og
skipið hafði lagzt við akkeri, kom hann til káetu sinnar, og
í fylgd með honum var liðsforingi, sem hét Parkin. Hann
settist við borðið og skipaði mér að koma fram fyrir sig.
Stundarkorn horfði hann á mig eins og ég væri eitt af
furðuverkum veraldarinnar. Þegar hann hafði rannsakað mig
frá hvirfli til ilja.horfði hannhvasst í augun á mér.
— Hvað heitið þér?
— Roger Byam.
— Þér voruð liðsforingjaefni á skipi Hans Hátignar, Boun-
ty?
— Já, skipstjóri.
— Hve margir af skipshöfninni á Bounty dvelja nú á Ta-
hiti?
— Þrír, að ég hygg, auk mín.
— Hverjir eru það?
Ég nefndi nöfn þeirra.
— Hvar er Fletcher Christian, og hvar er Bounty?
Ég skýrði honum frá því, að Christian hefði farið brott
ásamt átta uppreisnarmönnum. Enn fremur skýrði ég hon-
um frá viðburðum þeim, sem skeð hefði á Tahiti síðan. Ég
skýrði honum frá skonnortunni, sem Morrison hafði byggt,
og að Morrison hefði haft í hyggju að reyna að komast á
henni til Batavíu, en þar vonaðist hann eftir því að komast
um borð í Evrópuskip, sem færi til Englands.
— Mjög sennileg saga, sagði hann og glotti háðslega.
— Og hvers vegna fóruð þér svo ekki með honum?
— Vegna þess, að mér leizt ekki þannig á skonnortuna,
að hægt væri að sigla henni langar leiðir. Ég áleit, að
betra væri að bíða eftir ensku skipi.
— Sem þér áttuð víst ekki von á að sjá. Þér munuð
verða undrandi á þeirri frétt, að Bligh skipstjóri og menn-
irnir, sem hraktir voru frá skipinu ásamt honum, komust
til Englands.
— Það gleður mig mjög að heyra það, skipstjóri.
— 0 þér munuð sennilega líka undrast það, að nákvæm
skýrsla hefur verið gefin um uppreisnina og þar er getið
um þorparaskap yðar.
— Þorparaskap minn? Ég er jafnsaklaus af þátttöku í
þessari uppreisn og þér.
— Þorið þér að neita því, að þér hafið tekið þátt í ráða-
bruggi Christians um uppreisnina?
— í sannleika sagt, herra skipstjóri, þá hljótið þér að vita,
að nokkrir þeirra, sem urðu eftir á Bounty, voru eftir af
því að þeir voru neyddir til þess vegna þess, að ekki var
nóg rými í skipsbátnum. Við vorum níu um borð, sem
ekki tókum þátt í uppreisninni. Skipsbáturinn var orðinn
svo hlaðinn, að Bligh óskaði sjálfur eftir því, að ekki væru
fleiri settir í bátinn. Hann lofaði því, að láta okkur njóta
réttlætis, ef hann kæmi nokkru sinni til Englands aftur. Og
hvers vegna er þá farið með mig eins og ég sé sjóræn-
ingi? Ef Bligh skipstjóri væri hér . . .
Edward greip fram í fyrir mér.
— Þetta er nóg, sagði hann. — Þér munuð hitta Bligh
a smum tima, þegar þér komið til Englands til þess að
þola refsingu þá, sem þér verðskuldið. En viljið þér, eða
viljið þér ekki segja mér, hvar Bounty er?
— Ég hef sagt yður allt, sem ég veit, skipstjóri.
Ég mun áreiðanlega finna Bounty og alla, sem fóru með
skipinu, það megið þér vera viss um. Og yður er alveg
árangurslaust að reyna að hylma yfir með þeim.
Ég var svo reiður, að ég gat ekki svarað. Allan þann
tíma, sem liðinn var frá því uppreisnin var gerð hafði mér
ekki dottið í hug, að ég yrði álitinn einn af uppreisnarmönn-
um. Enda þótt ég hefði ekki haft færi á því að tala við
Bligh morguninn, sem uppreisnin var gerð, vissu bæði Nel-
son og fleiri af þeim, sem fóru 1 skipsbátinn, að ég var
ekki meðal uppreisnarmanna. Og ég hafði álitið sjálfsagt,
að Bligh væri þetta kunnugt, og mér var óskiljanlegt, hvern-
ig á því stóð, að ég hafði verið settur á svarta listann með-
al uppreisnarmanna. Mig langaði til þess að vita, hvernig
Bligh hefði gengið ferðalagið heim, og hversu margir hefðu
komizt með honum, en Edward vildi ekki leyfa mér að
spyrja.
— Það eruð þér, sem á að spyrja, en ekki ég, sagði hann.
— Þér neitið enn þá að segja mér, hvar Christian er?
— Ég veit ekki meira um það en þér, skipstjóri, svaraði
ég-
Hann sneri sér að liðsforingjanum.
— Herra Parkin, farið með þennan mann undir þiljur og
sjáið um það, að hann nái ekki sambandi við nokkurn
mann. Bíðið andartak. Biðjið herra Hayward að koma hing-
að inn.
Ég varð undrandi, þegar ég heyrði nafn Haywards nefnt.
Skömmu seinna var hurðin opnuð og Thomas Hayward,
fyrrum káetufélagi minn, kom inn. Ég gleymdi hlekkjun-
um og gekk fram til að heilsa honum, en hann horfði á
mig með hinni mestu fyrirlitningu og hélt höndunum fyrir
aftan bakið.
— Þekkjð þér þenpgn1náupga(IhjeKoa.iHayá«ar.d'?;;ll ad inj vj
“t— Já, skipstjóri. Það er Rogeií !BýSthý'Ifýt,rum1liðsforiri|jáii;
efni á Bounty.
— Þökk fyrir, sagði Edwards. Hayward horfði á mig
kuldalega og fór. Verðirnir fóru með mig inn í klefa, sem
bersýnilega var ætlaður föngum. Það var hræðileg hola og
megnasti óþefur þar inni. Nú fékk ég bönd bæði um hendur
og fætur, og tveir varðmenn stóðu við dyrnar. Um klukku-
tíma seinna var komið með Coleman og Skinner, og þeir
voru lagðir í bönd. Enginn fékk að koma til okkar, nema
varðmaðurinn sem færði okkur matinn, og honum var
stranglega bannað að tala við okkur og við máttum ekki
heldur tala hver við annan. Þarna lágum við allan daginn
og það leit svo út, sem hann ætlaði aldrei að líða. Og
líðan okkar var hin aumkunarverðasta.
NÝR HIMINN - NÝ JÖRD
EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ
63
upp úr vatninu. Höfuð hans var
ein blóðug kássa, og ekki þurfti
annað en líta snöggvast á hann
við kyndilbjarmann til að sjá, að
hér var um höfuðkúpubrot að j
ræða.Hann hafði farið í hár sam-
an við Justin Dufour út af veiði,
sem Ilercule taldi sig eiga. Og
Justin hafði gripið strokjárnið,
sem hann hafði til að brjóta skelj
ar með og ráðist á Hercule eins
og óður maður. Margir þeirra sem
viðstaddir voru, höfðu horft á
það sem fram fór.
Maðurinn varð að komast á
sjúkrahús, en klukkan var nærri
eitt, og hvorki um skipsferð né
lest að ræða til New Orleans fyrr
en með morgninum. Hægt var að
lina þjáningamar með ópíum,
þangað til Hercule yrði komið til
borgarinnar, en hætta var á drepi
þangað til og ýmsri aukasýkingu.
Aðgerð var óhjákvæmileg vegna
höfuðkúpubrotsins, og Viktor
myndi ekki til að hafa séð neina
kúpusög til þeirra nota meðlal
hinna úreltu áhalda Jolivets
gamla. Hann hikaði við og yfir-
vegaði aðstæður. Honum var um
og ó að leggja útí neitt sem hann
var ekki viss um að geta leyst af
hendi.
Nú höfðu einhverjir náð í föð-
ur piltsins, Alceste Moreau. Hann
stóð þar í ráðaleysi og horfði ým-
ist á son sinn meðvitundarlausan,
eða lækninn.
—Þér ætlið að iækna dreng-
inn minn? Þér getið það, er ekki
svo? Andlit hans var afmyndað af
angist. — Annars hefur lánið allt-
af leikið við mig. Eg hef eignast
ellefu sonu, eiginkonu, rúm . . . ég
þarf svo sem ekki að vera guði
i reiður fyrir neitt. Hercule var eft
| irlæti föður síns. Það væri hreinn
i harmleikur, ef Alceste gæfist nú
! á gamalsaldri ástæða til að slíta
í vináttu við guð sinn.
— Flytjið hann heim í hús yð-
ar, mælti læknirinn um síðir.
—Ég skal koma þangað undír
eins með þau áhöld sem ég þaif
að nota.
Það var mesta óráð að senda
Hercule heim til konu sinn-
ar, sem var komin langt á leið,
eins og hann hafði sagl. Auk þess
væru margar hendur á lofti heima
hjá Alceste föður hans, til að
halda á lömpum, sjóða vatn, sækja
og finna hverskonar hluti. En þó
yrði þar enginn til að stjóma
svæfingunni, meðan læknirinn
fengist við aðgerðina, engin hönd
sem hann gæti treyst til fulls. Allt
í einu sá hann Mirjam í hugan-
um, eins og hún hafði staðið við
rekkju frú Gaspardi . . En hann
ýtti þeirri mynd frá sér. Hann
vildi ekki sjá hana aftur. Hann
vildi ekki láta þennan atburð eyði
leggja þá hugarró, sem hann hafði
háð harða baráttu í marga daga
og nætur, til að öðlast. Öll fjöl-
skylda Moreaus var stiliingarfólk.
Hafði það orð fyrir að bregða sér
ekki við hvaða sársauka sem fynr
það kom. Krókódílsbit, þó hár
beittur fiskflökunarhnífur rynni
út af beini og stingist gegn um
lófann — slíkt fannst því ekki
meira en títuprjónsstunga.
Þegar menn lyptu Hercule upp
á einn vöruvagninn, heyrði lækn
irinn að hann stundi. Þetta var
ekki nein hnífsstunga. Ég get ekki
gert þetta. Ég get það ekki.
Hann varð að fá aðstoð, hverj-
ar svo sem afleiðingarnar yrðu.
— Sep . . . Ilann krotaði nokk-
ur orð aftan á lyfseðil. — Farðu
með þetta út að Fagranesi . . . Þú
hlýtur að geta fengið einhvern dl
að aka þér. En hraðaðu þéir!
Klukkan var fjögur, þegar þau
komu út úr húsi Alceste Moreaus,
sem var snoturt og hvítkalkað,
með skrúðgarði og trjám í kring.
Aðgerðin á Hercule hafði verið
erfið og seinleg, því læknirinn
hafði orðið að fjarlægja beinbút
til að létta af þrýstingi af viðkvæm
um hluta heilans. Það var ebki
meira en læknirinn
hafði gert ráð lyrir, og meðal
áhalda Jolivets fyrir fannst ekkert
sem komið gat í staðinn fyrir tæki
það er með þurfti, til slíkra fram-
kvæmda. Hann varð að gera sér
það að góðu, sem gamli læknirinn
gat í té látið. En hann var ánægð
ur með það sem honum hafði tek-
ist. Hercule hafði hann bjargað og
Alceste gat haldið áfram að vera
í vinfengi við sinn guð.
Colin Menard stóð við garðshlið
ið ásamt hópi forvitinna manna.
— Haldið þér að Hercule deyi?
spurði Colin. Auðheyrt var að
hann vonaðist eftir morðfrétt til
að fylla hina mörgu fréttadálka
Ojallarhorns með.
— Allir eigum við að deyja,
svaraði læknirinn, — einhvern-
tíma. En það er þýðingarlaust að
búast við forsíðufrétt í blað yðar.
— En höfuð hans molaðist, var
ekki svo? hélt Colin ótrauður
áfram. — Og enginn maður getur
lifað með sundrað höfuð, eða
livað?
— Það gera margir, sagði
læknirinn og brosti kuldalega.
— Það er fólkið sem lifir með
þeiim, sem finnst það öllu erfið-
ara.
— Þér óskið bersýnilega ekki
að láta hafa neitt eftir yður? Coi-
in varð iililegur. — Hræddír við
að opna munnin, eða hvað?
— Já, anzaði læknirinn nú með
hæðnisbrosi. — Ég er skelíingu
lóstinn.
Æsifregnasnapararnir umhverf-
is hann tóku að drattast á brott.
j Það yrði nægilegt slúðurefni
fyrir Colin, ef hann sæi læknirinn
aka á brott í léttivagni sínum með
Mirjam við hlið sér. Fagranes var
nær mílufjórðungi utar með vatn
inu. Þar sem almenningur hér
taldi það nærri eins mikla svívirð
ingu af stúlku að aka ein
vagni með karlmanni , og ef
hún hefði sézt koma út úr
vændishúsi í fylgd með honum,
fannst lækninum rettast að fara
eangandi heim, með henni.
Þau tóku létt hjál um daginn
og veginn, tii að létta af sér
spennu hinna síðustu stunda.
Stjörnur voru teknar að fölna og
stilia og svali í döguninni.
— Þap er ekki hægt að treysta
i Narcisse iengur Vitið þér hvar
hann var á sunnudaginn í óveðr-
inu? Hann var að gifta sig! Gift-
ast Bíbí. Hún hló. — ^auvette seg
ir, að það sé fyrsta starfið, sem
Narcisse hafi unnið samkvæmt
eigin geðþótta, á ævi sinni.
— Svo þá er Bíbí komin til
ykkar aftur?
— Já, frú Vigée vildi ekki hafa
hana eyktarstund hjá sér, eftir að
hún fékk að vita þetta. Það var
eins og henni finndist eitthvað
ósiðlegt við það. að Bíbí skyldi
gifta sig.
Hann skildi það vel, að frú
Vigée, sem klæddi Apolló í buxur
og Vénus frá Míló i blússu, vildi
ekki hafa í sinni bjónustu stúlku
sem var kvænt manni er starfaði
hjá annarri eins konu óg Pal-
mýru Delamare. Það hlaut að vera'
fyrir neðan henar virðingu.
— Annars voru pau Narcisse
og Bíbí vígð saman á löglegan
hátt, hélt hún áfram. — Þau