Alþýðublaðið - 12.11.1954, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.11.1954, Blaðsíða 5
(Föstudagur 12. wóvember 195? «> Jónas Jcnsson frá Hriflu: ja grein nrs maour vis IX. GUÐJÓN SAMÚELSSON Ihafði ráðgert. að menntaskól- Irm sunnlenzki fengi hátíðar- sal norðanvert við forhöllina, ®g myndaði sú bygging rétt horn við heimav.starhúsið. Þannig breiddu tvær álmur húsisins faðmlnn í austur og siuður í átt til mestu byggðar á fslandi. EbrhölLn var nokkru liærri en meginbyggingin og sneð fögru svipmóti. Þegar Guðjón Samúelsson teiknaði Akureyrarkirkju, mótaði hann turnana í samræmi við blágrýt Islögin í eyfirzkuni fjöllum. Hann lét forhöll sunnlenzka menntaskólans á sama hátt minna á Gullkisíuna, svip- rnesta fjallið í nánd við Laug- ardal. Hér var öil húsgerðin ^yggð á langri revnsiu húsa- meistarans. þekkingu á stað- foáttum og listrænum stórhug. Hins vegar var jafníramt gætt Siófsem: og hagsýni í allri fram kvæmdinni. Ef menntaskóli Suðuriands verður íullgerður eftir teikningum Guðjóns Sam úeissonar, mun sú bygging, þótt minni sé, standa um feg- 'uxð og stílhreinleik við hlið hinna frægu bygginga Landa- kotskirkju, Háskólans, Þjóð- leikíhússins, Arnarhvols og sjúkrahússins á Akureyri. X. Samkvæmt bráðabirgða- teikningu Gísla Halldórssonar gerbreytir hann hálfu húsinu, forhöllinni og hátíðasalnum. Hann minnkar forhöllina, tek- ur af ihenni hjálminn, sem var mesta prýði hússins, gerir gluggaskipun hversdagslega og lætur forhöllina vera í jafnri .næð við hina fullgerðu heima- vist, þannig að öll byggingín fær vöruskemimuúlLt. Síðan gerbreytir Gísli Halldórsson hinum tilvonandi hátíðasal. í stað þess að Guðjón Samúels- son lét hann mynda rétt horn við meginbygginguna og vera annan væng men.ntaskólahúss- i.ns alls, hyggst Gísli Halldórs- son gera salinn framhald af meg'nhúsinu og jafnhliða því. Við það verður öll byggingin óskipuleg og lágkúruleg lengja, sviplaust og andkanna- iegt strik, móti þjóðveginum og sunnlenzku byggðinni. P1 XI. Guðjón Samúelsson haíði gert ráð fyrir. að hátíðasalur- inn væri siálfstæð bygging, en að sjálfsögðu nokkuð lægri en aneginhúsið. Gísli Halldórsson lætur sér ekki nægja að láta þennan sal verða striklaga framlengingu skóiahússins, heldur gerir saiinn líkan flösku, sem llggur á hliðinni, með Lstútinn við forhöllina. Vegeir salsins bogna út, eins og hliðar á ítölskum vínflösk- m Þakið verður að sjálfsögðu öungumyndað í samræmi við *“ flöskustílinn, þannig að horft verður ofan á þak þessa sals úr heimavistarbyggi-ngunni. Hlvtur þessi hluti húss'ns að líkjast gömlu vel uppbornu hevi, sem stendaxr eitt sér, torf- þakið með hnausum á alla vegu. XII. Það er ekki hægt að skilja þessa nýstárlegu húsagerð Gísla Halldórssortar, nema með því að athuga listöfgar líð- and: stundar. Ungur mVnda- amiður, lítils megandi um frumleik og þekkingu, hefur látið svo um mælt, að það verði að ryðja öllum höggmyndum Einars Jónssonar ut úr safnl . hans og setja þar í staðinn hina nýju Vatnsberalist. Sömu fyr- irlitningar kennir í dómum ungra _ kiessumálara um m'ái- verk Ásgríms, Kjarvals, Jóns Stefáni-sonar og Blöndals. í húsagarðarLstinni er tekið að gæta þvílíkrar hnignunar. Einn af forkólfum þeirrar húsa gerðar stendur fyrir byggingu Ne-kirkju í Reykjavík. Sú bygging er að mestu glugga- laus líkt og kvikmynda- skemma. Þakið er samsett úr tíu hliðsettum skúrþökum. I Enginn turn er á kirkjunni og ' engin aðstaða til að hafa kirkjuklukku nema í litlu skoti í þakbrúninni, sem minnir á vélbyssuhreiðúr. En þann húsa kost vill söfnuðurinn ekki nota og býst við að klukhum verði þar aldrei hringt til helgra tiða. Steinsteypukross er á Nes kirkju, en ihann er ekk: með hinu kirkjulega krosslagi, held ur líkist hann krossrellu, sem er stundum sett í óvönduð ganghlið með allar álmur jafn- ar. Þegar Neskirkjusöfnuður átt aði s'g á þessium fáránlegu vinnubrögðum við kirkjusmíð- ina, stöðvaðist verkið í tíu ár af því að fólkið íann að það iiaíði verið sivikið og blekkt af sínum trúnaðarmönnum. Enn- þá varð þó engu um þokað, Húsameistarinn sagðist hafa gert bindandi samning við sóknarnefndina. Söfnuðurinn gæti fengið sömu teikninguna og sömu smíðina', en ekkert annað. Enginn annar húsa- méistári þóttist geta léð söfn- uðinum lið og teiknað nýja kirkju í samræmi við kristnar erfðaveniur um smíði guðs- búsa. Slíkt framígrip taldi Húsameistarafélag íslands svik og skemmdarverk við stéttar- böndin. Að lokum gat sóknar- nefndin, sem á í stöðugu stríði við hinn önuglynda og sérvitra býggingafræðing, sem stendur fyrir verkinu, ekki meira að gert. Hann átelur söfnuðinn fyrir að vilja hafa klukkur til að hringja til messu. Ekki. vill hann heldur hafa steinkrossinn af kirkjulegri gerð. XIII. Gísli HalldÖrsson fylgir í húsagerð sömu stefnu og höf- undur Neskirkju, en þó hefur hann gengið öllu lengra í vatnsberaheimspekaini með ■ því að reisa hús á staurum við ' Kvisthaga að fyrirmynd naktra manna á steinöldinni. Var þó forsjón í þeim staura- húsum, því að þau voru byggð úti í stöðuvötnum til að hafa grið fyrir villidýrum. Hátíða- flaska sú, sem Gísli Halldórs- son hyggst að leggja á Laugar- vatnstúnið, getur, ef til fram- kvæmda kemur, gefið ófædd- um kynslóðum í næstu 1000 ár hugmynd um augnabliksástand íflenzkra húsagerðarbyrjenda á fyrstu árum hins endurreista lýðveldis, Hér ríða tilgerð og smekkleysi vlð sama einteym- ing. Þegar Guðjón Samúelsson og Sigurður Nordal undir- bjuggu háskólabygginguna, sögðu þeir að slík hús, sem eiga að standa margar aldir, verð: að fylgja hefðbundnum by gg i n g a r st í I þ r a u t r ey n dr a manna. en ekki vera mótuð af augnaibliksáhrifum hverfullar tízku. En þetta þarf ckki svo að fara. Enn er ekki búlð að gera ne:na ]:á framkvæmd í mennta skólamálum Laugarvatns, sem b ndur hendur menntamálaráð herra og byggingarforkólfa, þegar haíizt verðuf handa með framhaldi næsta vor. En í vet- ur eða vor verða ábyrgir menn að taka endanlega ákvörðun, mel ráðunautum sínum, um hvort fvVm skuli teikningum hírs látna húsame.stara eða Gísla Halldórsionar. XIV. Nú vaknar sú spurning: Hvaða rétt heíur Gísli Haíl- dórscon eða aðrir bygginga- fræðingar til að gera mennta- skólann á Laugarvatni að hús- skrípl? Þessi byggingaforkólf- ur hefur farið iéttilega yfir flest formsatriði, sem ber að fylgja. Hann hefur látið sér koma til hugar að sLta þróun- ina í stórbyggingu, sem er í smiðum. Ef hann hefði skilið eðli málsins, mundi hann hafa þverneitað að spilla gerðu lista verki. Til er löggjöf, sem vernd ar listaverk gegn skemmdar- starfsemi, og félag íslenzkra húsameiistara afsagði með öllu að Levfa nokkrum féiagsmanni Framhöld á 7. síðu. Bréfa kassinn: EINS OG fólki er kunnugt urðu nokkrar skemmdir á hús- þökuiíi 8. nóvemiber hér í bæn- um og það á nýjum húsum, sem vel er gengið frá í alla staði, járnið neglt með góðum saum og eins mikið og frekast má. Menn spyrja því hvernig standi á þessum ósköpum, að í hvert skintá. sem stormur kem- ' ur hér í bænum, skul; járn- plötur fjúka eins og skæða- dríía um allar götur og stór- mild.ii að ekki hafa af hiotizt stórslys á mönnurn,. en fjár- hagstjónið skiptir íugum þús- unda. Jú, orsökin er fljótfundin. Hún er sú, að bygginganefnd og brUnamálástjóri hafa sett þau áOcvæði, að eigi megi hnykkja nagla í húsþökum hér í Reykjavík sökum þess, að brunaliðd bæjarins gangi verr að rifa járnið af, ef bruna ber að höndum (ekki er- nú gert mik'ð úr köppunum). Svo eru nú ekki viðurlögin smá, 10'þús und króna sekt og réttinda- missir. eí húsasmið.r breyta á móti þessari skipan. Ég man ekki eftir, að í þau 48 ár. sem ég hef verlð við húsbyggingar, hafi e:n einasta pða-ta fokið af húsi, sem ég hef ver.ið við, en þar hafa líka allir naglar verið hnykktir þversum á borðin að innan, en þannig verður að hnykkja þá, svo að naglarnir g3ngi ekki út, þegar hnykkt, er. Ég tel því, að allir húsasmiðir eigi að virða að vettugi svona fyr'rskipanir og láta heldur taka af sér réttlnd- in en stofna lí’fi borgaranna í hættu með s-læmum frásangi, en það tel ég vera geti, ef nagl ar eru ekkj hnykktir í þökum. í sambandi við skemmdir þær. sem urðu þann 8. þ. m. á dvalarheimiii aldraðra sjó- manna vil ég taka það fram, að ég fór bess á leit við smiðina, að þeir hnykktu a’lan saum í þaki d’''>1arh-9:’imilisins. Þelr tcldu sér ekki fært -að verða við þsirr: ósk sökum þess, að byggingafulltrúi bannaðl slíkt, Hefðiu þeir hlýtt minum ráð- um, þá væru járnplötur á þaki dvalarhejm'.lisins óhreyfðar og þær þúsundir hefcU sparazt, sem verða af þessu tióni. Ég tel því rétt, að Reykjavíkur- bær ætti að bera allan kostnað, sem hlot.izt hefur á þaki dval- arheimiLs aldr.aðra sjómanna vegna heimskulegra lilskipana, sem ekki fá staðizt. Ég vil taka það fram, svo að ekkl verði öðrum um kennt, að þegar veðrið. fór að rífa járnið af d.val arheimilinu, setti ég all an mann-skap, sem Lil var, í að hnykkja allan saum í þökun- um, og 'bjargaðist því það, sem eftlr er, vegna þess hve fljótt var brugðið við að hnykkja naglana. Það er því ég, sem á að missa réttinddn, ef bygginga fulltrúa þóknast, vegna að- gerða á þessu þaki. Reykjavík, 10. nóv. 1954. ' Páll Kristjánsson. Bœkur og höfundar: Guðmundur Gíslason Haga- lín: Hér er kominn Hoffinn. Sjálfsævisaga. Bókfellsút- gáfan. Prentsmiðian Oddi. Keykjavík 1954. NAUMAST verða skiptar skoðanir um, að Guðmundur ; Gíslason Hagalín hafi gerzt brautryðjandi í ævisagnaritun. Raunar byggði hann á gömlum og traustum grunni, en .reisti , eigi að síður nýtt og stærra hús. Þess vegna þótti tíðindum sæta, er hann hóf að rita sjálfs ævisögu sína. Nú eru komin út af henni fjögur, bindi, ogverður hið síðasta þeirra gert hé-r að umræðuefni. Það kom út fyrir nokkrum dögum og heitir „Hér er kominn Hoffinn“. Þetta nýja foindi sjálfsævi- sögunnar fjallar um fyrsta námsvetur Hagalíns í Reykja- vík og sumarvertíð vestur á fjörðum. Stíllinn er dálítið breyttur frá fyrri bindunum, enda frásagnarefnið að ýmsu leyti annað. Hér leggur Haga- lín megináherzki' á að bregða upp myndum einstakra manna og atburða, en áður var he:ld- arfrásögnin aðalatriðið. Hann gerir sér mikið far um að segja skemmtilega frá, og bókin er rík af þeirri fyndni og uppá- tekt, sem er sérkenni Hagalíns. „Hér er kominn Hoffinn" minnir um margt á beztu smá- sögur hans, einkennist af leiftr andi svipmyndum og íþrótta- legum hraða, en myndar þó samræmda og svipsterka heild að i- knum lestri. Og samt dylst 'kki, að höfundurinn er að undirbúa annað og meira en það, sem þegar er komið á dag inn. Hann ætlar að gera Reykjavíkurdvöl sína að kaíla í íslenzkri bókmenntasögu. Hér, eru fyrstu drög.n, og þau spá sannarlega góðu. Undirritaður er ódómbær á Guðm. Gíslason Ilagalín. þær psrsónulýsingar, sem Hagalín dregur upp í þessari bók sinni, en undrast reisn þeirra og snilli. Sjálfan slg ger ir hann ungæðislegan, enda mun Hagalín haifa verið eftir- minnilegur fjörkálfur á þessu aldursskeiði, svo ungur sem hann er og glaðiur enn í dag. Hann hikar ekki við að gera stundum að gamni sínu á kostn að sjálfs sín, en það þykir löng um í mikið ráðizt! Margar þær frásagnir verða manni ógleym- anlegar. Svo þarna Ijóð- rænir kaflar, þar sém slegið er á leynda strengd ástarkynna og annarra hughrifa, og þá skipt- ir landið um svip, blám spretta í sporum. elskhugans og ’hvers- dagsleikinn verður dýrlegt æv intýri. Allt er þetta gert af þeirri list og kunriáttu, sem lætur Hagalín öðrum betur, bsgar hann er í essinu sínu. Enn freriiur sýnir hann í fáum. en stónum myndurn kynni sín. ■"f þjóðkunnum mönnum eins og Slgurði GuSmundssyni kólameistara, Ólafi Björns- syni ritstjóra, Jakobi Jóh. Srnára og Bjarna frá Vogi. Einnig lýsir Hagalín ágætlega skólalbræðrum sínum í Reykja vík og félögunum á sumarver- tíðinni vestra, en þó sér í lagi Guðmundi gamla á Söndum. ■^að er einstök mannlýsing í bókmenntum okkar. At.burðirnir í bókinni geta varla talizt stórbrotnir, en hraðinn er svo miki.II og mynd irnar svo margar, að lesandinn er á valdi frásagnarinnar eins og hann berist með þungum ' straumi. Og að bókarlokum gremst manni það eitt, hversu langt er að bíða framhaldbins. Reykjavíkurkaflarnlr virðast enn aðeins inngangur þess, sem vafalaust verður að margra dómi aðalatriði sjálfs- ævisögunnar. Hagalín á eftir að segja frá mönnum, sem ' mjög hafa komið við sögu bók ímennta okkar og þjóðlífs und- anfarna áratugi, fulltrúum nýja tímans, mönnum, sem fæddust tll frelsis. og stórræða í íslenzku morgunsári. Þá þekk ir öll þjóðin af unnum verkum og bíður frásagnar skáldsins og ævisöguritarans af þessum Framhald á 7. stðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.