Tíminn - 17.12.1964, Blaðsíða 1
i'1
bilaleiga
magnúsar
skipholt 21
simar: 21190-21185
ELEKTROLUX UMBOÐIO
LAUGAVEGI 69 *íml 21800
277. tbl. — Fimmtudagur 17. desember — 48. árg.
Olafur Jóhannesson, varaformaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á Alþingi í gær,
við 1. umr. um söluskattsfrumvarpið í efri deild, að sú ríkisstjórn, sem leggði hina al-
mennu skattborgara í einelti, en sýndi milljónamæringum sérstaka hlífð, hentaði ekki
á Islandi og myndi það eiga eftir að sýna sig. Almenningur hefði verið að vona í lengstu
lög, að ríkisstjórnin myndi standa við fyrirheitin um leiðréttingu á hinu herfilega rang-
læti í skattaálagningunni í sumar en í stað þess fengi almenningur þetta.
Hnefahögg í andlit almennings
Þetta er forsíðufyrirsögn Vís-
is, hins sérlega málgagns Gunn
ars Thoroddsens fjármálaráð-
herra um frumv. um hækkun
söluskattsins. Menn muna enn
skrif Vísis í sumar um skatta
málin, þegar mönnum var sagt
óhætt myndi að eyða 5—10
þús. „króna skatta lækkuninni'-
sem þeir myndu fá skv. skatta
lagabreytingunum, í utanferðir.
Svo kom skattskráin með hinar
óhugnanlegu tölur og þá var
forsíðufrétt Vísis: „Flestir á-
nægðir með skattana sína“.
Forsíðufregnin um nær 50%
hækkuTi söluskattsins er svo
nú: „3% almenn kauphækk-
un — Söluskatturinn hækkar
um 2.5%.“ Það hefir svo sem
ekki leynt sér undanfarin miss
eri, að það eru einfaldir menn
3% almenn kauphækkun
Sðluskatturlnn hsekknr um 2.5%
vegnu niðurgreiðslnu vðruverðs
Ar Ve£M þeirra niður-
i grelðslna á vflruvertJI. seq
stofl I
verlfl óhjákvæmllegt afl fuekka^
sflluskatdna i fJárlOgum ni
um 2.5%. Var hi
sflluskattshÆkkunlnnl. Hlnar
stflraukau niflurfrelflshtf vöni-
verflt lelfla af vtsllfllublndlnflu
kaopgjatds sera ákveflln var I
samnlngunum vifl verkalýflsffl-
l^únl sl.
yefllfl hefur clnnig ver-
TWgura tlr
á
er
ritstjórn Vísis, _Qg. mfllÉWð-
slíkum mönnum eðlilegast
að nota emfaldar reiknisaðferð
ir. Þegar söluskattur hækkar
úr 700 í 1000 milljónir þá er
það aðeins 2%% hækkun
með einföldu aðferðinni þ.e.
hækkun úr 5% af hundraði í
8 af hundraði er 2,5 % hækk-
un! Og þegar skattpíning ríkis
stjórnarinnar, skrúfar vísitöj-.
una í einu vetfangi upp urn
nær 5 stig og kaup verður að
hækka vegna vísitölutrygging
arinnar, sem verkalýðsfélögin
knúðu fram í vor, þá er fagn
aðarboðskapur Vísis, sem hefur
blaða mestan áhuga á stöðvun
verðbólgunnar: „3% almenn
kauphækkun"!
STOFNUN 38 NYBYLA
VAR LEYFÐ ÞETTA ÁR
FB-Reykjavík, 16. d'es. (
f ár var samþykkt að leyfa stofn-1
un 32 nýbýla á landinu og endur-
byggingu eins eyðibýlis, sam-
kvæmt uplýsingum Pálma Einrs-
sonar landnámsstjóra. Landnám
ríkisins hefur nú starfað í 17 ár og
á þeim tíma hafa borizt umsóknir
1200 fjölskyldna um heimild til að j
stofna nýbýli og endurbyggja eyði I
jarðir.
Nýbýlin rísa víðs vegar um
landið, en Landnámið reynir þó að
hafa áhrif á að nýbýli séu ekki
reist nema þar sem landrými er ;
nægilegt til þess að geta tekið við '
eðlilegri þróun í þá átt, að sveita
býli fari stækkandi. og þannig,
flyzt byggðin til staða, þar sem
skilyrði til búskapar eru bezt.
Mikið hefur verið um nýbýli aust-
anfjalls, en nýbýli hafa einnig ris-
ið i Húnavatnssýslu, Þingeyjarsýsl-
um, .Norður-Múlasýslu og víðar.
Frá því Landnámið tók til starfa.
hafa eins og áður segir, borizt 1200
umsóknir um stofnun nýbýla og
endurbyggingu eyðijarða. Nýbýla-
umsóknimar eru samtals 1021
umsóknir um uppbyggingp eyði-
jarða eru 179. Settum skilyrðum
var ekki fullnægt í 166 tilfellum,
en nýbýlastjóm ríkisins samþykkti
1034 umsóknir. Nokkrir þeirra 166,
sem ekki höfðu upfyllt skilyrði,
fengu ábendingar um jarðir, sem
búhæfar gátu talizt, og þeir sett-
ust síðar á.
Alls hafa 899 þeirra 1034, sem
fullnægðu öllum settum skilyrð-
H'ramhaid á 14 sfðu
TK-Reykjavík, 16. des.
Frumvarpið um söluskattshækkunina var tekið til 1. umræðu í
efri deild Alþingis í dag. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra/
hafði framsögu fyrir frumvarpinu og sagði, að þessi skattahæklcun
væri í samræmi við samkomulag það, sem ríkisstiórnin hefði gert
við launþegasamtökin í iúní s. 1. og þessi tekjuöflun væri óhjákvæmi-
leg eins og þá hefði verið vitað. Ólafur Jóhannesson lýsti því yfir,
að þessi skattur væri óþarfur, óskynsamlegur og ranglátur og væri
sem hnefahögg í andlit almennings og myndi Framsóknarflokkurinn
beita sér gegn þessari skattahækkun.
færa hina ranglátu skattaálagn-
Þessi skattur væri með öllu ó-
þarfur sagði Ólafur Jóhannesson,
því að ljóst væri að tekjuafgangur
yrði hjá ríkissjóði á þessu ári.
Ekki væri ljóst hve hann yrði mik-
ill og gæti fjármálaráðherra ekki
upplýst það, en fjarstæða væri
að leggja á nýjan sikatt fyrr en það
lægi fyrir. Tekjuafgangur ríkis-
sjóðs hefði orðið 230 millj. á árinu
1962 og um 300 milljónir árið
1963. Ríkisstjórnin hefði haft þá
stefnu að áætla tekjur á fjárlaga-
frumvarpi langt of lágt og benti
allt til þess að tekjuafgangur yrði
ek:ki minni á þessu ári en und
anfarin tvö ár. Mikið góðæri hefði
verið þetta ár eins og tvö hin fyrri,
metafli hefði borizt á land og verð
lag á útflutningsafurðum hefði
verið hagstætt mjög og hækkandi.
Þá hefði tekjuskattur til ríkissjóðs
orðið miklu hærri en áætlað hefði
verið eins og launþegar hefðu
fundið óþyrmilega fyrir að und-
anförnu.
Almenningur hefði vonað í
lengstu lög, að ríkisstjórnin myndi
standa við fyrirheit um að lag-
Framhald á bis i.4
Þessi mynd er tekin við
gatnamót Bankastrætis og
Lækjargötu þar sem lögregl
an telur að umferð gang-
andi fólks sé einna mest
ábótavant. Á myndinni sést
hvar vegfarendur eru að
ganga yfir Lækjargötuna, og
bíllinn sem kemur niður
Bankastræti og ætlar suð-
ur Lækjargötu bíður eftir
að fólkið fer yfir, en það er
þetta sem vegfarendur, sum-
ir hverjir virðast alls ekki
átta sig á, að bíllinn stopp-
ar til þess að þeir geti geng
ið óhindrað yfir, og haldi
síðan áfram ferð sinni suð-
ur Lækjargötu.
Núna þegar jólaumferðin
er byrjuð — mesti umferð-
artími ársins er ekki úr
vegi að brýna fyrir öku-
mönnum og vegfarendum að
fara varlega — eftir um-
ferðarreglunum. (Tímam.
K.J.)