Tíminn - 17.12.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.12.1964, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. desember 1964 TÍMINN Minningar glímukappans eru ekki söguleg heimild Jóhannes á Borg, — minningar glímukappans, Stefán Jónsson, skráði, Ægisútgáfan 1964. Þá hafa lolks endurminningar Jó- hannesar glímukappa á Borg Jós- efssonar verið færðar í letur og er það vonuim seinna. Slíkur ljómi hefur leikið um nafn þessa manns undanfarna áratugi að tæplega hefur hans vérið minnst í sömu andrá og annarra manna. Er það að vonum. Ferill Jóhannesar er þekktur og frægur í tveim heims- álfum og mun vart í annan tíma íslendingur hafa verið kunnari af verkum sínum, að því að sagan segir. Af fádæma skapofsa, skaphörku og einbeitni samfara mikilli karl- mennsku tókst honum að hefja sig upp úr miðlungsskapnum. Hann verið frumkvöðull og foryztumað- ur í ungmennafél.hreyfingunni og einnig í íþróttum. Ljóst er af sögunni, að þangað hefur hugur hans staðið. Dregur Jóhannes enga dul á íþróttamennsku sína og er það eðlilegt enda ágæti hans þar. Þó er ákafi hans og metnaður slík- ur á stundum, að hann sést ekiki fyrir og mun venjulegu fól'ki jafnvel hrjósa hugur við slíku offorsi. En bókin er svo læsileg, að menn leggja hana ógjarnan frá sér fyrr en eftir, að hún hefur verið öll lesin. Þar er lýst á skemimtilegan hátt einstæðum ferli ævintýramanns, frægðarbraut, sem annar íslendingur getur naumast státað af, og garpskapurinn skin af hverri síðu. Bókin gæti að sumu leyti orðið lærdómskver ungra íþróttamanna og vík ég síðar að því. Þvf miður verður að segja, að bókin getur ekki talizt söguleg heimild margra þeirra atburða, sem hún fjallar um. Er það leitt, þar sem æskilegt hefði verið að geta leitað til endurminningabók ar svo frægs glímukappa varðandi suma þá hildi, er hann háði, sér- staklega í íslenzkri glímu At- burðarás endurminninganna stang ast svo á við staðfestar heimildir, t. d. um Konungsglímuna 1907, að ekki verður hjá komizt að gera nokkrar leiðréttingar. Um kapp- ■ glímu þeirra Jóhannesar Jósefs- ! sonar og Hallgríms Benediktsson ar eftir Konungsglímuna finnast fáar heimildir utan það sem í bókinni stendur. Má það teljast undarlegt um slíkan merkis-at- burð, að hans er ekki getið í sam- tíma frásögnum. Fjalla ég síðar f um þessa liði og fleiri sömu teg- . undar. Jóhannes Jósefsson skýrir allvel frá líkamsæfingum sínum og glímu j þjálfun. Er það vel, því mjög for ! vitnilegt er að kynnast æfingum 1 mikilla glímumanna og eftir- ; breytnivert fyrir unga íþrótta- ■ menn. Þar kemur fram. að Jó- . hannes nær sínum glæsilega árangri með þrotlausum æfing- um, áhuga og einbeitni við líkams- þjálfun. Staðfastur við æfingar! nær hann því að vera tvívegis j krýndur æðstá heiðri íslenzks j glímumanns, glímukappi íslands. ! ásamt Grettisbeltinu. Síðan legg ur hann land undir fót og heldur j til annarra landa. Þar vinnur hann fyrir sér með hreysti sinni og átaka-kunnáttu, glímir við helj armenni og tröll og hlýtur ávallt I sigur. Skapeigindi Jóhannesar I munu mikinn hlut hafa átt að j þessari niðurstöðu enda lét hon i um ekki að tapa. Þjálfun sinni og tækni nær Jó- hannes með sífelldum æfingum daglega og á stundum virðist af sögunni mega ráða, að hann hafi vart annað gert, eða æft allt að 8 klukkustundum á dag. Æfingin skapar meistarann. Jóhannesi seg ist svo frá á mörgum stöðurn í bókinni að ráða má, að hann hafi dyggilega fylgt hinu gamla heil- ræði. Margir íþróttamenn mættu taka þetta til athugunar og íhuga að því aðeins næst góður árang ur, að stöðugt og af alvöru sé æft. Engin fæðist sem afretks- maður en allir geta orðið það, með mismiklu erfiði þó. Jóhannes Jósefsson lætur fylgja í bók sinni kafla er hann kallar Glímufræði með myndum. Minnir það á, að Jóhannes skrifaði árið 1908 bækling um íslenzka glímu á ens'ku og hét bæklingurinn: Ice landic Wrestling. Þórhallur Bjarnason á Akureyri, gaf verk ið út og mun JÓhannes hafa haft það með sér til London á Olympíu leikana, eins og samtíma heimild- ir bera með sér. Nú hefur þessi bæklingur verið þýddur og birtist í þessari bðk, með litlum viðauk- um hér og þar. Allar myndir, sem voru til skýringar enska textan- um fylgja einnig utan ein, hand- bragð (Fig. 37). Er akkur í þess- ari glímufræði Jóhannesar fyrir þá sem ekki áttu enska bækling- inn fyrir en hann hefur verið ill- fáanlegur í seinni íð. í glímufræðinni skýrir Jóhann es frá helztu glímubrögðunum og vörnutm við þeim, eins og tíðkað ist eftir síðustu aldamót. Hér er því um lýsingu að ræða á íslenzku glímunni áður fyrr en ekki í dag. Sum þeirra bragða og varna, sem hann lýsir tíðkast ekki í glímunni í dag enda hættuleg og því óleyfi- leg. Árið 1916 setti íþróttasam- band íslands fyrirmæli um ís- lenzka glírnu og hafði þá hreinsað úr glímunni mörg hættuleg brögð eða þrælatök, hvort heldur tii sókn ar eða varnar. Síðar var enn að gert af sama aðila og fóru þá fleiri brögð sama veg. Eg sé ekki ástæðu til að ræða sérstaklega um hvert einstakt glímubragð eða vörn. sem Jóhannes lýsir en læt nægja að skýra lauslega frá helztu ákvæðum um sóknir og varnir í íslenzkri glimu i dag. svo þeir. sem ekki þekkja gjörla til, geti borið saman við gHmufræði bókar innar Óleyfileg sókn er það, ef sókn- armaður heldur viðfangsmanni sínum á lofti lengi eða snýst meir en heilan hring með hann án þéss að leita bragðs; leitar bragðs með því að láta fallast á hönd eða hné; beitir handbrögðum: kreppir að fæti með fótum: beitir óleyfilegum brögðum eða hættu- legum eða öðru því. sem andstætt er eðli glímunnar; níðir. Óleyfi- leg vörn er það, ef varnaraðili hangir í sækjanda; beitir tök- um, sem valda sársauka; bolast, stendur stífur og þyngir sig nið- ur með beinum örmum og stífum eða stendur hokinn með saman- klemmd hné: stendur skakkur við glímunaut sínum milli bragða. sleppir tökum þrásinnis. Öll tök nema rétt glímutök eru óleyfileg. Rétt glímutök eru: hægri hönd ofan og aftan við vinstri hámjöðm, vinstri hönd neðanvert við hægri lærhnútu. Hægri hönd hefur undirtakið. Áður en ég skil við glímufræð- ina vil ég aðeins benda á, að bragð það, sem þar er nefnt rétt krækja mun öllu fremur kallast sjálfheldu-leggjarbragð enda lfk- ast leggjarbragði. Rétta krœkju kallar Jóhannes aftur á móti öf- uga. Vafin krækja, vafinn krókur, tábrgð, músarbragð, bakbragð, bolabragð, sikessubragð grikkur og handbrögð öll eru óleyfileg í glímu. Einnig velta sem tekin var með því að fallast á annað eða bæði hné, á hlið við viðfangsmann inn og bregða fætinum þeim meg in aftur fyrir báða fætur hans og hnykikja honum aftur á bak. Jöhannes Jósefs9on segir frá mörgum orrustum, sem hann háði heima og erlendis í grísk-róm- verskri glímu. Hann segir m. a. frá kappglíimu við Henry Nielsen, er hann gefur titilinn Danmerkur meistari. Segist Jóhannes hafa hlaðið Dananum tvisvar sinnum á þremur og hálfri mínútu. í sam- tíma frásögn í blaðinu Ingóifi, V. árg., 29. blaði, segir, að Kaup- mannahafnarblaðið Politiken hafi farið lofsamlegum orðum um Jó- hannes Jósefsson, kaupmann frá Akureyri, 22 ára íslending, sem bar fullan sigur úr býtum í við- ureign við Henri Nielsen, félags- glímukóng miðþungaflokks í ,.Hermond“. Jóhannes lagði Niel- sen tvisvar að velli, í fyrra skiptið eftir 7 mínútur, en í síðara skiptið eftir 4ra mínútna viðureign. I þessari umsögn kemur fram réttilega. að Jóhannes varð Her- mond-meistari í miðþungaflokki í grísk-rómverksri glímu en það tók hann samtals 11 mínútur að leggja Danann, ekki 3Vá mínptu, eins og segir í bókinni. Þessi tímaskekkja er ekki mjög alvgrleg enda getur slíkt sikolast til á styttri tíma en tæpum 60 árum. Þá vildi ég lítillega geta um tvær aðrar orrustur, sem skýrt er frá í bók Jóhannesar. Eru það bardagarnir við Japanina Diabutso, í London, og Otagawa. í New York Er skemmtilega frá þeini sagt og á lifandi hátt. Hefur það án efa verið mikið afrek af hálfu Jó- hannesar að sigra þessa kappa. Því miður finnast ekki nöfn þeirra meðal viðurkenndra judo- meistara, allt frá því fyrir alda- mót, en það breytir ekki sögunni. Aftur á móti nefnir Jóhannes Yukio Tani, Japana, sem hann seg ir að hafi verið um sama leyti í London og Diabútsó. Tani hafi sýnt í Englandi í tvö ár samfellt og a'drei iegið í japanskri glímu Er þetta vei skiljanlegt, því Yukio Tani var viðurkenndur meistari, einn af brautryðjendum judo í Vestur-Evrópu og náði meistaragráðunni 4. Dan 1924. Tveir aðrir viðurkenndir judo- meistarar eru einnig um sama leyti í Englandi, þeir Uyinishi og Gunji Koizumi, sem var þeirra fræg- astur enda 8. Dan, sem ^r mjög s.ialdgæf hæfnigráða. Koizúmi var stofnandi judo-skólans Budokwai í London, sem nokkrir íslendingar hafa sótt. Hann var brautryðjandi íþróttarinnar á Vesturlöndum. Koizumi er nú forseti Budokwai. aldraður maður en enginn veifi- skati. Eg get þessara judo-meist- ara hér, vegna þess að þeir eru allir í London um sama leyti og Jóhannes glímir við Diabútsó, en hann glímir ekki við meistarana s.iálfa. , Hvað viðvíkur bardaga Jóhann esar Jósefssonar og Otagawa, í New York, sem gétið er á bls. 254, þá koma þar ljóslega fram atvikatengsl þau, sem virðast þurfa að hafa verið til staðar, til Jóhannes Jósefsson þess að „berserksgangur" rynni á Jóhannes. Segist hann hafa glímt vlð Japanann japanska glímu og lagt hann í einni lotu. í blaða- úrklippunni amerísku, sem fylgir með í bókinni, má skiljg það svo, að eftir fyrstu lotu, sem Jóhann esi er dæmdur sigur í, hafi þeir tekið saman að nýju og verið bún- ir að takast nokkuð, þegar dóttir Jóhannesar, tæplega tveggja og hálfs árs gömul, hafi farið að gráta á áhorfendabekk. Hætti Jó- hannes þá að glíma, til að hugga barnið. Eftir það hafi íslending- urinn óskað þess, að þeir glímdu án hinan japönsku glímustakka en Japaninn neitað. Var þá Jóhann- es lýstur sigurvegari bardagans án þess þó. að honum tækist að leggja andstæðinginn í annarri lotu. Á ljósimyndinni, sem er í grein úrklippunnar, er engu lík- ara en Otagawa sé að taka bragð ið Uchimata (á ensku inner thight) á Jóhannesi enda er sá skóaði ó lofti. Hvort heldur Jó- hannes hefur sigrað í einni lotu eða hætt að glíma í annarri lotu án þess að legg.ia Japanann. þá var bardaginn á sínum tíma og úr- slit hans talið slíkt hreystiverk. að nægði Jóhannesi til þess að ná föstum sessi í sirkusum Banda- rikjanna. eftir því sem segir í bókinni. í bókinni Jóhannes á Borg er sagt frá nokkrum glímukeppnum hér heima ó íslandi, bæði í ís- lenzkri glímu og grísk-rómverskri Meðal annarra, sem Jóhannes glímir við er Norðmaðurinn Oskav Flaaten, gríslo-rómverskur glírm' maður sem skrýddi sig með Nor egsmeistaratitli í þeirri grein. Jó- hanne3 segir, að Flaaten hafi gert það af heldur miklu frjálslyndi. þvi þá hafi Norbeck nokkur haft þann titil. Er skýrt svo frá við- skiptum þeirra, að í fyrsta sinni. sem þeir glíma. þá hafi Jóhannes hlift Flaaten og skildu þeir því jafnir. Gerðist það á Akureyri. Næst hitt.ast þeir í Reykjavík og skorar bá Flaaten á Jóhannes. Var þettr kærkomið tækifæri, segir Jóhannes, því efi hafi verið farinn að leita á uim, hvort ekki hafi verið misskilin göfugmennska að hlífa drjóla fyrir norðan. Segist hann þá hafa gengið hreint til verks enda stóð viðureignin ekki íengi. Hann lagði Flaaten þrlsvar á‘ herðarnar á nokkrum mínútum, Um þessi átök eru til nokkuð glöggar heimildir i Reykjavíkur* blöðunum ísafold og Ingólfi frá þessum tíma. ísafold segir í 31. tbl. 34. árg., 15. maí 1907, svo frá viðureigninni, að fyrra kvöld ið hafi þeir skilið jafnir, en i framhaldsglímunni seinna kvöldið vann Jóhannes fullan sigur. Bað þá Norðmaðurinn um að mega glíma aftur eftir nokkra hvíld og tókst þá að vinna á Jóhannesi. Þessi umisögn gefur þeirri hug- mynd byr undir vængi. að þeir Jóhannes og Flaaten hafi átzt við oftar en í bókinni getur, og frá sögn Ingólfs styður þá tllgátu. Birtist sú frásögn 19. maí 1907 í 20. tbl. V. árg. og segir þar m. a.: „Svo lauk þeirri glímu, að hvor ugur bar af öðrum, en hugur var þeim á að reyna til þrautar 01 sögðu það aiþjóð manna. — næsta fundi þeirra féll Flaaten i fyrstu glímu, en Jóhannes gerði honum að skapi að glíma aðra. Léði hann Austmanninum þá fang- úaðar á sér og féll að lokum. Var bví lagður hinn þriðji fundur með beim. Á þeim fundi glímdi Jón 'Pálsson) við Leonardi og lagði hann þrisvar að velli en Jóhann és felldi Flaaten tvisvar. Var nú ’ókið viðskiptum peirra." Leonardi þessi var fimleikamað 'r sem var í ferð með Flaaten. “áðar frásagnirnar virðast benda til þess, að Flaaten hafi verið fast- ari fyrir en bók Jóhannesar seg- ir Slíkt getur að sjálfsögðu bland a=t á færri árum en 57. Um Olympíuleikana 1908 væri ástæða til að skilfa langt mál en það verðúr ekki gert hér. Þó vil ég benda á, að vart má draga það öllu lengur að kanna öll málsatriði þar um, þvi frásögn um af þelrri merkilegu för ber engan vegin saman Stangast þar Framhald á 12. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.