Tíminn - 17.12.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.12.1964, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 17. desember 1964 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson rtitstiórar: pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofui Eddu húsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti • Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar sknístofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 90.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Stórt óhappaverk Ríkisstjórnin hefur nú enn einu sinni sannað það, að e’ rt. er fjarri ætlun hennar en að draga úr dýrtíð og v : oólgu. Samningar þeir, sem náðust milli atvinnurek- enda og alþýðusamtakanna á síðastl. vori, sköpuðu veru- lega möguleika til að stöðva dýrtíðina eða draga úr mestu ferð hennar og koma þannig á jafnvægi í efnahags- málum þjóðarinnar. Þennan möguleika hefur ríkisstjórn- in eyðilagt með því að skella 45% hækkun söluskattsins ofan á hinar gífurlegu skattaálögur, sem hafa verið inn- heimtar síðari hluta þessa árs. Hin nýja söluskattshækk- un hleypir óðaverðbólgunni af stað að nýju. Hækkun skatta getur átt afsökun, þegar hægt er að færa framfærileg rök fyrir henni. Hér er slíku ekki til að dreifa. Stjórnin þarf enga skattahækkun til að mæta þeim útgjöldum, er hún ráðgerir á fjárlögum næsta árs. Núverandi skattar hefðu alveg nægt til að mæta þeim, og þó verið hægt að lækka tekjuskattinn. I þessum efn- um má ekki miða við tekjuáætlun stjórnarinnar sjálfrar, því að þar leikur stjórnin sama leikinn og á undanförn- um árum að áætla hana of lágt um 300—400 millj. kr. Það, sem veldur þessu seinasta óhappaverki ríkisstjórn- arinnar, er sú skoðun, að kaupgeta almennings sé of mikil og hana verði að skerða með því að hafa álögur ríkisins talsvert miklu hærri en útgjöld þess. Á næsta ári er þannig stefnt að því, að greiðsluafgangur ríkisins verði sem svarar nýja söluskattinum. Ríkisstjórnin getur bersýnilega ekkert lært af reynsl- unni- Það er þessi óhæfilega skattpíningarstefna, sem hefur verið meginorsök hraðvaxandi óðadýrtíðar á und- anförnum árum. Hinn nýi söluskattur mun nema 308 millj. króna eða um 10 þús. króna á hverja fjölskyldu í landinu. Slíkan bagga geta launastéttir og bændur ekki tekið á sig, til viðbótar öllu öðru. Það er mikil ógæfa að hafa ríkisstjórn sem ekki skilur það. Afleiðing af þessu seinasta óhappaverki ríkisstjórnar- innar verður aukin óðaverðbólga og harðnandi stéttar- átök. Fjárlögin og tillögur Framsóknarmanna Stjórnarblöðin eru enn einu sinni byrjuð að leggja saman tillögur þær, sem Framsóknarmenn hafa lagt fram um hækkun á útgjöldum fjárlaga. Heildarupphæð- in er fengin með allskonar tilfærslum og útursnúningum. Reynslan hefur orðið sú á undanförnum árum, að út- gjaldatillögur Framsóknarmanna hafa numið samanlagt miklu lægri upphæð en þeirri, sem ríkistek]urnar hafa farið fram úr áætlun. Bæði árin 1962 og 1963 hefði verið hægt að framfylgja hækkunartillögum Framsókn- armanna og lækka skattana, án þess að hallí hefði orðið hjá ríkinu. Hjá ríkisstjórninni hefur það fé, sem Framsóknar- menn ‘didu verja til framkvæmda, eða lækkunar á álög- um ýmist farið i sukk eða í frysungu hjá Seðlabankan- um. Hér sést glöggt munurinn á framfarastefnu Fram- sóknarflokksins og kjaraskerðingarstefnu stjórnarflokk- anna. TIMINN ERLENT YFIRLIT Kosygin lýsir stefnu sinni Útgjöld til hernaðar lækkuð og neyzluvörur auknar. FUNDAR Æðsta ráðs Sovét- ríkjanaa, — en það svarar til Alþingis hér, — sem boðaður hafði verið í byrjun þessa mán- aðar, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Orð- rómur hafði gengið um, að í sambandi við hann og miðstjórn arfund Kommúnistaflokksins, sem haldinn yrði um líkt leyti, myndu verða allmikil manna- skipti í stjórn Sovétríkjanna. M.a. hafði því verið spáð, að Malinoffski myndi láta af yfir- stjórn hersins. Þessum fundum er nú lokið fyrir nokkrum dögum og urðu ekki í sambandi við þá nein þau mannaskipti, er talað hafði verið um. Athygli vakti þó, að Malinoffski sat þá ekld. Þykir S það benda til, að hann muni brátt hætta. En þótt engin mannaskipti yrðu í sambandi við þessa fundi, vöktu þeir þó mikla at- hygli og þó einkum fundur Æðsta ráðsins. Tvennt vakti þó mesta athygli í sambandi við hann. Annað var það, að Kosy gin forsætisráðherra boðaði lækkun hernaðarútgjalda og mikla aukníngu neyzluvöruiðn- aðarins. Hitt var það, að um- ræður voru stórum frjálslegri á fundum Æðsta ráðsins en á'ð- ur hefur verið. Margir ræðu- menn gagnrýndu ýmsar stjórn- arframkvæmdir mjög ákveðið og lýstu sig jafnvel ósammála vissum atriðum í áætlunum stjórnarinnar. Slíkt hefur ekki verið gert áður. a.m.k. ekki eins áberandi. KOSYGIN forsætisráðherra hélt aðalræðuna á fundi Æðsta ráðsins, en hann lagði fyrir það fjárhagsáætlun næsta árs og fleiri áætlanir. Hann til- kynnti í henni, að hernaðarút- gjöld Sovétríkjanna myndu verða 500 millj (555 millj. doll ara) rúblna lægri 1965 en Kosygin heldu r ræðu á fundi æSsta ráðsins. 1964. Alls. myndu þau verða 12.8 billjóriir rúblna (14.2 billj. dollara). Lækkun þessa kvað Kosygin m.a. byggða á þvi, að Bandaríkin myndu einnig lækka hernaðarútgjöld sín. Hann taldi þetta geta orð- ið grundvöll frekari viðræðna milli ríkjanna um að draga úr vígbúnaði. Yfirleitt var ræðan vinsamleg í garð vestrænna ríkja. Kosygin lagði t.d. sér- staka áherzlu á, að verzlun við þau yrði aukin og yrðu Rúss- ar í framtíðinni að miða áætl- anir sínar við það, að svo gæti orðið, m.a. með því að auka framleiðslu vara, sem væru eft irsóttar á vestrænum markaði. Sama daginn og Kosygin hélt ræðu sína, ræddi Gromiko viS John- son forseta í Hvíta húsinu. Kosygin varð aðeins harð- orður um vesturveldin, þegar hann vék að hinum fyrirhug- aða karnorkuflota Nato. Komm únistaríkin yrðu nauðbeygð til að gera gagnráðstafanir, ef úr þeirri fyrirætlan yrði. MEGINKAFLl ræðu Kosy- gins fjallaði um efnahagsmálin og framleiðslumálin heirna fyr- ir. Hann hét því, að markvisst yrði stefnt að bættum lífskjör- um eða hækkun á kaupi, lækk- un vöruverðs og fjölbreyttari og aukinni framleiðslu neyzlu- vara. Alveg sérstaklega lofaði hanh"'"' aukinni framleiðslu neyzluvara og gerði grein fyrir áætlunum, sem snertu þær. Hann vék nokkuð að því, að framleiðsla neyzluvara yrði örf- uð og bætt með aukinni sam- keppni milli fyrirtækja um verð og gæði. Þannig yrði einn- ig skapað meira vöruval. Þessi ræða Ko-sygin, ásamt ýmsu, sem hin nýja stjórn hef- ur þegar gert, bendir til þess, að hún ætli að kappkosta að a- ’-a neyzluvöru iðnaðinn jafn- framt því, sem kaupmáttur al- mennings verði aukinn. Því er ekki að neita. að verulega hef- ur áunnizt í þessa átt seinustu árin í Sovétríkjunum, en því verki á nú bersýnilega að hraða meira en áður og taka upp nýjar starfsaðferðir, sem þykja væniegar til árangurs, eða eins konar samkeppni. Með al almennings fara kröfur um þessi efni líka ört vaxandi og til þess verða valdhafarnir að taka tillit í UMRÆÐUM þeim, sem urðu í Æðstá ráðinu eftir ræðu Kosygin, kom ekki aðeins fram ánægja yfir þeirri stefnu, sem þar var . mörkuð, heldur mikil gagnrýni á ástandinu, eins og það væri i dag. Nokkrir ræðu- M'orrínhi* » ois líi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.