Alþýðublaðið - 13.01.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.01.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. janúar 1955 Útgefandi: Alþýðufloþþurinn. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma MöUer. Ritstjórnarshnar: 4901 og 4902. Auglýsingastmi: 4906. Afgreiðslustmi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Asþnftarverð 15,00 á .mánuði. í lausasölu ljOO. Tíminn og húsnœðismálin TÍMINN hefur reiðzt því, að Alþýðublaðið tekur und- ir gagnrýni Hannesar Páls- ssonar á Framsóknarflokk- inn fyrir afstöðu hans í hús næðisrrrálunum, og er svo fljótfaer og flaumósa, að blöskrunarvert er. Ritstjór- anum reynist til dæmis ó- gerlegt að fá rétta útkomu úr ekki stærra reiknings- dæmi en því að deila með 12 í 60, enda báðar tölurnar einkennilega til komnar. Hann segir, að Alþýðuflokk urinn hafi aflað 12 milljóna til íbúðabygginga í kaup- stöðum og kauptúnum 1944 —1949, en Framsóknar- flokkurinn 60 milljóna í sama skyni 1950—1954. Á- lýktunin er sú, að framtak Framsóknarflokksins sé sex falt á við Alþýðuflokksins! Þessi árangur Framsókn- arflokksins hefur ekki einu sinni nægt til þess að gera Hannes Pálsson ánægðan, hvað þá þúsundirnar í Reykjavík og öðrum kaup- stöðum landsins, sem eiga við húsnæðisvandræðin að stríða, Barátta Framsóknar flokkslns fyrir lausn hús- næðismálanna hofnr sem sé verið á pappírnum, en í verki hefur hann lotið for- ustu íhaldsins og látið hverja yfirsjónina af ann- arri henda slg. Þess vegna eru húsnæðismálin í ó- d'remdarástandi og Hannes Pálsson til neyddur að skrifa áminnzta grein sína. Gagnrýni Tímans á Al- þýðuflókklnn í sambandi við húsnæðismálin er ósann gjörn og óskyld málefninu, gem um ræðir. Framsóknar- 'flokkurinn átti sinn þátt í því, að stefna Alþýðuflokks ins í húsnæð'smálunum náði ekki fram að ganga 1944—1949. Nú þvkist Tím inn óánægður með þann ár- angur, sem þá vahnst að frumkvæði Alþýðuflokks- ins. En var það til að bæta úr framtaksleysi Alþýðu- flokkslns sem Framsóknar- flokkurinn tók höndum sam an við íhaldið um að af- nemS húsaleigvúögin í stað þess að fylgja þeim tillög- um, er Alþýðuílokkurinn bar fram og Hannes Pálsson gerir nú sumar hverjar að sínum? Þessi spurning er hæfilegt umhugsunarefni fyrir ritstjóra Tímans. Tíminn fer enn fremur með rangt mál, þegar hann reynir að koma vfir á Al- þýðuflokkinn ábyrgð þess, að byggðar eru í Reykjavík skrauthallir í staoinn fyrir íbúðir handa alþýðu manna. Satt að segja gegnir furðu, að blað, sem vill láta taka mark á sér, sku’.i leggjast svo lágt í málflutningi. AI- þýðublaðið getur. ef Tíminn vill, talið upp nokkra eig- endur skrauthallanna í Reykjavík og ættfært þá pólitískt..Óskar Tíminn eft- ir slíkri upptalningu? Myndin er frá réttarhöldunum í Edinborg 1919 eflir blóðbaðið, þegar lögreglan réðst á verkalýðinn. Yzt til vinstri eru Emanuel Shinwell (sem örin vísar á) og Gallacher. Shin. well var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, en Gallacher fékk þrjá mánuði. Endurminningar Emanuels Shinweils - I. BLOÐBADA 6ÖTU ÚTI Undrun Þjóðviljans ÞJÓÐVILJINN telur það kynlegt, að „stuðningsmenn Beria“ í fangabúðunum* í Vorkútka í Síbaríu hafi gert verkfall sumarið 1953. Fróðlegt værj að fá nán- ari skýringu á þessari undr- un Þjóðviljans. Finnst skrif finnum hans einkennilegt, að „stuðningsmenn Beria“ séu í fangabúðum? Áttu þeir kannski von á því, að búið væri að drepa þá alla? Eða finnst þeim fráleitt, að hægri hönd Stalins og e'nn af voldugustu mönnum Rúss lands í áratugi hafi átt ein- hverja „stuðningsmenn“? Svo mikið virð.st liggja i augum uppi. að „stuðnings- menn Beria“ eJgi ekki sjö dagana sæla í Rússland!. Fréttirnar af hreinsununvim tala sínu máli. En vissulega er ástæða til að ætla, að þeir, sem sitji í fangabúð- um, séu fleiri en hinir, sem drepnir hafi verið. að minnsta kosti enn sem kom- ið er. Þjóðviljinn æíti að gera frekari grein fyrir undrun sinni. íslendingar hafa þá einhverju að hlæja að þann daglnn. , . : Álþýðublaðið Fæst é flestum veitingastoðum bæjarina. JAFNÁÐARMANNALEIÐ- TOGINN Tom Manri sagði einu sinni við mig: „Ef jafnaðar- mannaforingi hefúr. ekkl setið •í fangelsi, hefur menntun hans verið vanrækt". Ég hlaut þessa menntun — og jafnframt lengsía „nám- skeiðið" af öllum þeim, sem handteknir voru eftir uppþot- ið í Glasgow 1919, þegar lög- reglan réðist á marmfjöldann. Eftir stríðslok 1918 jókst at- vinnuleysið geigvænlega, og gagnstætt því sem var 1945 var ekki til nein áætlun um það, hvernig breytingin í efna hagsmálum frá striði til frið- ar skyldi frainkvlæmdiJ Varð ástandið að lokum slíkt, að allsherjarverkfall var undir- búið í Vestur-Skcilandi, og skyldi það hefjast 27. janúar 1919. Rússneska byltingm Var þá ekki nema 15 mánaða gömul. Margir álitu, að þessi hreyf- ing okkar væri bvrjunin á bylt.ngu í Bretlandi. Ég fór, ásamt ileirum. til þess að ganga fyrir borgarstjór ann í Glasgow og íá hann til að fara þess á leit við stjórn- ina, að hún skærist í leikinn og afstýrði verkfallinu. —• Það var ákveðið að við skyldum vitá um svarið um hádegl á föstudag 31. janúar. Um kl. 11 tók geysilegur mannfjöldi að safnast saman á George Square, úti fyrir ráð- húsinu. Sendinefnd okkar beið inni í ráðhúsinu ■eftir því að ganga á fund bo7garstjórans. er okkur var sagt, að uppþot hefði rotizt út. Ég þaut út til bess að reyna aS ró» mannfjöldann, en þeg menn og konur að dreifast ar ég kom í dyrnar, voru í allar áttir fyrir ofsafullri árás lögrcrlunnar, og tróðust magir undir. Ofsahræðsia. Hinum megin á götunrii ætl aði sporvagnsstjóri sér þá dul að aka gegnum mannhafið. Sporvagninn lokað; götunni, og ofsahrætt fólk’ið þaut inn á aða’»s'sthúsið, sem var eina und.ankamuleíiðin, er Ícgregl- an var á hælum þess Ríðandi lögregla. sem falin hafði verið í garð. ráðhússins, kom þegar æðandi og dreifði mannfjöldanum. Ég reyndi að hrópa til fólks ins að ganga rólega burt af torglnu til þess að komast hjá frekari meiðslum og blóðsút- hellingum. 5 mánaða fangelsi leggja öll skjöl, er við komu verkfallinu. ■ því að lögreglan snéri nú við lögreglustöðinni, þar sein ejkk og stefndi til okkar. Hún ert var rúm'lð. hafði nú fengið blóðbragð Og gekk berserksgang. Ráð mín voru gagnslaus, Ég skildi, að gagnslaust var Willie Gallacher (er síðar að gera nokkuð og fór því á , varð þingmaður fyrir kommún skrifstofur verkalýðsfélaganna. j ista) fékk 3 mánaoa fangels’is- þar sem við ákváðum að evði j dóm, en ég fékk 5 rnánuði. Ég ' vair settur í Calton-fangblsið í Ediriborg, rem ár!ð 1919 hafði með réttu það orð á sér, að það væri versta fangelsi í Skotlandi. Til morgunverðiar fékk ég stóra stein-krús næstum því fulla af gráleitum, þykkum vökva, sem ég bjóst við, að vær'l kallaður hairagrautur. Með þessu fékk ég dálítinn mjólkurbolla. Hún var súr. Ég gat ekki drukkið hana, og þótt ég reyndi við hafragraut- inn, vildi maginn ekki líta við honum. (Frh. á 7. síðu.) Handlakan. Ég fór he’m. Um miðnætti var barið að dvrum. eins og ég hafði búizt við. Leynilögreglumaðurinn, sem stóð við dyrnar, tjáðt mér, að ég væíi ákærður fyrir að hvetja til uppþots. — Er ég gekk niður, sá ég; að það voru hvorki meira né minna en 10 Jögr'eglumenn útj á götunrii. Ég var settur í fanga/jefa á II S s s s s s s s ! S ■ > n V s is; s s s s V s s I s s s s s s s s s s s s s s s s s Nýr grelnaflokkur með end- urminningum ShinweSEs ALÞÝÐUBLAÐIÐ birt.ir í dag og á næstunni kafla úr endurminningum brezka jafnaðarmannaforingjans Emanuels Shinwell, sem var hermálaráð- herra í stjórn Atttlees. Endumainningakaflar þessir eru þýddir, lítil- lega styttir, úr Daily Herald, aðalmálgangi brezka alpýðuflokksins, en endurminningar Shinwell koma út á þessu ári í bók sem á að heita „Conflict Withont Malice“. Shinwell er í hópi elztu og skelleggustu foringja brezka Alþýðu flokksins, og hefur margt á daga hans drif- ið um ævina. Hann kom mjög við sögu átakanna, þegar MacDonald klauf flokkinn, og er oft kallaður ýmist „villikötturinn frá Seaham“ eða „maðurinn, sem sigr- aði MacDonald“. Shinwell er óvenjulega kappsfullur og duglegur og jafnframt einn af slyngustu og áhrifamestu ræðumönnum Breía. Væntir Alþýðublaðið þess, að kafl arnir úr sjálfsævisögu hans þyki í senn fróðlegir og skemmtile^ir og rifji upp fyrir lesendunum ýmsa merki lega atburði liðinna áratuga. Emanuel Shinwell S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.