Tíminn - 23.12.1964, Síða 16

Tíminn - 23.12.1964, Síða 16
um marga glæsilega vinninga, m. a.: Opelbifreið, ískistur, Singer-saumavélar og rafmagnsritvélar. Verðmæti vinninga rúm fjögur hundruð húsund. í dag eru síðustu forvöð að ná í miða. Þeir fást í bílum í miðbænum og á skrifstof- unni, Tjarnargötu 26. Reynið heppnina. — Styrkið gott málefni. Happdrætti Framsóknarflokksins. UMFERÐA TAKMÖRKUNIN Miðvikudagur 23. desember 1964 283. tbl. 48 .árg. IÍR SILDIÁ AÐFANGADAG FB-Reykjavík, 22. des. Takmörkun sú, sem sett var á umferðina í Reykjavík vegna jólaannanna, fellur úr gildi á ENCIN UNDAN HEIMTU ÞÓTT SKATTAR FB—Reykjavík, 22. des. Borið hefur á nokkrum misskiln ingi hiá skattgreiðendum hér í Reykjavík varðandi frest Jiann, sem boðinn var í sumar á greiðsl um opinberra gjalda. Virðast sum ir telja, að frestinn sé jafnvel enn hægt að fá, en svo er ekki. Að- eins þeir sem sóttu um frest skrif lega til gjaldheimtunnar og var veittur liann mega geyma að greiða liluta af sköttum sínum fram yfir áramót, og koma gjöldin þrátt fyr ir það til frádráttar. Sanukvæmt upplýsingum frá for stöðumani gjaldheimtunnar, Guð mundi Vigni Jósepssyni eru gjald endur í Reykjavík á milli 36 og 37 þúsund. Af þeim höfðu um 18 þúsund rétt til þess að sækja um frest á greiðslum síum, en þeir einir, sem eru í fastri atvinnu, og greiða að jafnaði mánaðarlega af launum sínum til hins opinbera höfðu heimild til þess að sækja um frest. Notfærðu um 1500 manns sér þennan frest. Guðmundur sagði að líklegt væri að aðrir hefðu fremur ósk að að leggja eitthvað að sér við greiðslur á þessu ári og hafa svo frí frá þeim í janúar eins og venja er til, heldur enn að verða að greiða skatta þessa árs í janúar og svo síðustu greiðslu þeirra og fyrstu fyrirframgreiðslu næsta árs í ftebrúar. Hinn 19. deseimber í fyrra höfðu verið greidd 74.868% opinberra gjalda ársins, og er innheimta svip uð nú, eða 72,946%, þrátt fyrir það að skattahækkunin varð gífur- leg, enda hefur víða verið gengið hart eft.ir greiðslum, og margir V- IR kvartað yfir því að viku eftir viku eða mánuð eftir mánuð þar sem menn fá laun sín greidd mánaðalega, hafi launaumslögin verið lítið annað en kvittanir fyr ir opinberum gjöldum. í fyrra voru greidd fyrir áramót 85% gjalda ársins, og telst það góð nnheimta, að sögn Guðmundar Vignis. í mörgum tilfellum innheimta Framhald á bis 14 aðfangadag. Þá beinist umferð- in einkum að Miklatorgi og öðrum stærri umferðaræðum borgarinnar vegna ferða fólks milli hverfa. Lögreglan hyggst 'einnig gera sérstakar ráðstafan- ir vegna umferðar að Fossvogs kirkjugarði. Umferðalögreglan vill vekja athygli fólks sérstaklega á akstri um Miklatorg, en þar telur hún nauðsynlegt, að öku- menn noti sem bezt báðar ak- reinarnar til þess að nýting verði meiri. T. d. fari þeir öku- menn, sem koma Hringbraut að vestan og ætla inn Miklubraut í hvora akreinina sem er, en. þeir, sem koma Hringbraut að vestan og ætla Reykjanesbraut fari í hægri akrein. Þannig fari þeir bílstjórar, sem koma Reykjanesbraut og ætla vestur Hringbraut engu síður í vinstri akrein en þá hægri. Hins veg- ar fari þeir ökumenn, sem ætla niður Snorrabraut í hægri akrein (innri hringinn). Þó er sérstök ástæða til þess að öku- menn, sem eru í ytri hring á hringtorginu, sýni sérstaka varúð við öll tækifæri. Lög- reglan mun sjá um umferðar- stjórn á götum, sem liggja að torginu. Fjöldi fólks mun leggja leið sína í Fossvogskirkjugarð á að- fangadag, og vill lögreglan mæl ast til þess að bifreiðastæði verði notuð sem allra bezt við kirkjugarðinn. Myndin hér til hliðar er frá Miklatorgi. Jólagjafatollurinn óvinsæll KJ_-—Reykjavík 22. des. f dag fékk Tíminn bréf frá konu sem búsett er vestanhafs, og er hún gröm í garð tollyfirvaldanna hér á íslandi, vegna tolls, sem þurfi að borga af jólagjöfum, er dóttir hennar sendi hingað. Konan segist hafa verið búsett í Ameríku i 22 ár, og halda enn við þeim ljóta vana að senda smá jólagjafir til ættingja sinna fyrir hver jól. Nú sendi dóttir hennar, 12 ára gömul, ömmu sinni hanzka og tvo vasaklúta í jólagjöf, sem kostuðu samtals tvo dollara og fimimtíu sent. Umreiknað í ís- PÁfí FL YTUR JÓLABODSKAP NTB—Róm, 22. des. Páll páfi sjötti gerði í kvöld opinberan jólaboðskap sinn. Ifann óskaði eftir friði í heim inum og bræðralagi milli allra íbúa jarðarinnar. Hann for- dæmdi kynþáttamisrétti og Iét í Ijós áhyggjur sínar yfir öllum þeim fjölda af vopnum, sem smíðuð væru og stöðugt væru framleidd með meiri eyðilegg ingarmátt fyrir augum. Hann skoraði á allar viðkom andi ríkisstjórnir. að taka vit- urlegt og göfugmannlegt skref í afvopnunarmálunum. Hann endurtók áskorun þá, sem hann gerði opinbera í heimsókn sinni til Bombay nýlega, að notaður yrði að minnsta kosti hluti af hernaðarútgjöldunum til hjálp- ar hungruðu og fátæku fólki og til aðstoðar við vanþróuðu löndin. Hann sagði, að kynþáttahatr ið væri þrándur i götu friðsam legrar sambúðar þeirra höpa, sem mynda hina stóru fjöl- skyldu mannkynsins. Kynþátta hatrið hefði í för með sér, tor tryggni, sundrungu, misrétti og kúgun. Þannig væri eyðlögð sú gankvæma virðing, sem ein- kenna ætti hina einstöku hópa mannfélagsins og sameina þá. Páfinn minntist einnig á stéttaskiptinguna, sem hann taldi mjög algenga ástæðu fyrir beiskju í nútímaþjóðfélagi. Hann sagði, að mennirnir væru ekki hamingjusamir, af því að þeir lifðu ekki eins og bræður. Einnig minntist hann á hugtak ið trúfrelsi og sagði í því sam bandi, að ekiki væri leyfilegt að breyta tr ú annarra svo lengi sem hún stríddi ekki gegn almennri velferð. Ekki væri leyfilegt að þvinga fólk til að taka trú, sem það kærði sig ekki um að taka og því síður að ofsækja það af þeim ástæðum. Með trúfrelsi væri leitast við að upphefja allt það, sem væri satt og gott í hverri trú og í lífsskoðun hvers ein staklings. lenzka peninga eru þetta hundrað og fimm krónur. Þegar tollverðir voru búnir að fara höndum um þessa jólasendingu ákváðu þeir, að 140.00 krónur skyldu greiðast í toll, af þessum tveim vasaklútum og hönzkum. Að vonum varð konan gröm yfir því, þegar móðir hennar þurfti að greiða hærri upphæð í toll af jólagjöfinni, en sjálf gjöfin kost- aði í upphafi. Það virðist ekki úr vegi, að beina þeirri fyrirspurn til tollyf- irvaldanna, hvort ekki megi hliðra dálítið til með tollheimtu af svona smá jólagjöfum, sem fólk erlendis FramhaJd á 14. síðu DREGID KV0LD

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.