Alþýðublaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIð Sunnudagur 23. janúar 1955 Útgefandi: Alþýðuflotyurinrt. Ritstjóri: Helgi Scemundsson, Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþnftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu 1,00. Kenningar og staðreyndir MORGUNBLAÐIÐ sann- ar á sjálft sig í gær ótrúlega fáfræði. Það þykist undrast þá niðurstöðu Alþýðublaðs- ins, að þjóðin bæti að sjálf sögðu ekki hag sinn á því einu saman að hækka allt kaupgjald um ákveðna hundraðstölu. því að hinar ýmsu stéttir taki þá kaup- hækkunina hver af annarri, menn fái fleiri krónur en verðmlnni. En þelta er eng in viðurkenning á kenn- ingum dr. Benjamíns Ei- ríkssonar eins og Morgun- blaðið gefur í skyn. Hér er um að ræða þá stefnu, sem verkalýðshreyfingin og Al- þýðuflokkurinn hafa barizt fyrir um langt skeið. Yerk- fallið haustið 1952 var háð á grundvelli hennar. Al- þýða landsins hefur löngu gert sér Ijóst, að kauphækk unarstefnan er út af fyrir sig neyðarúrræoi. Lausnin á að vera sú að sigrast á verðbólgunni og dýrtíðinni, gera krónurnar verðmeiri með verðlækkunum og auknum félagslegum um- bótum. En núverandi stjórn arvöld hafa ekk. viljað fall ast á þessa stefnu, og Morg unblaðið kann er.gin skil á henni. Þess vegna er verka lýðurinn til neyddur að krefjast hærri launa, svo að byrðarnar lendi ekki all- ar á honum. En vissulega færi hann aðra leið og far- sælli. ef Alþýðuflokkurinn réði stefnunni. Sú staðreynd, að kaup- gjaldíð (hefur hækkað um 60 % í tíð gengisiækkunar- ipnar bögglást heldur en ekkí fyrir brjóstinu á Morg unblaðinu í vörn þess fyrir dr. Benjanjín Eirík'sson. í því samband skal eftirfar- andi rifjað upp: Dr. Benjamín Eiríksson fullyrti áður en gengis- Iaekkunfhini vaa* skellt á, að „jafnvægi“ myndi hafa náðst í ágústbyi jun 1951. Kenning hans var sú, að verðhíækkainir 1 mundu verða litlar. En dómur reynslunnar varð sá, að í ágúst 1951, þegar hann taldi, að „jafnvægi“ ætti að hafa náðst, voru þær orðnar 44%. Kaupgjalds- vísitalan hafðii í júní— ágúst 1951 hækkað um33% eða næstum þrefalt meira en dr. Benjamín og Olaf- ur Björnsson höfðu gert ráð fyrir. Kaupgjaldsvísi- talan september— októ- ber 1951 var 139. Um það leyti, sem allt átti að vera komið í lag rneð litlum breytingum á verðlagi og kaupgjaldi, hafði kaupið m. ö. o. hækkað um nær 40% sem afleiðing verð- hækkana. Það er því ó- haggað að meginhluti þeirra kauphækkana, sem orðið hafa síðan 1950. varð strax á fyrstu þrem missir um gengislækkunarinnar ogsem afleiðing af henni. Grunnkaupshækkanir urðu ekki á þessu tímabili. Kauphækkanirnar urðu sjálfkrafa samkvæmf til- lögum dr. Benjamíns og Olafs prófessors, sem rík- isstjórnin gerði að sínum og Morgunblaðið virðist nú hálfskammast sín f.yrir með því að reyna áð af- neita þeim. Þjóðlnni er Ijóst, að geng islækkunin' hefur mistskizt og allar aðvaranir andstæð inga hennar komið á dag- inn. En Ólafur Thors og dr. Benjamín Eiríksson vilja ekki játa .þessa aug- ljósu staðreynd. Þeir 'berja höfðinu við steininn. Og nú sér forsætisráðherrann ekk ert annað úrræði en nýja gengislækkun — áframhald andi ferðalag út í kviksvnd ið. Eitt atriði enn Morgun- blaðinu til lærdóms og dr. Benjamín tll fræðilegrar í- hugunar. Þetta sýnir hversu frá- leitt er að kenna kauphækk unum verkalýðsins um öng- þveitið, sem nú blasir við. Það færist á ábyrgðarreikn ing núverandi rík'sstjórnar. Tilkynning frá Skaftsfofu Reykjavíkur. k , Frestur til að skila skattframtali rennur út 31. janúar næstkomandi. Skattstofan er opin til klukkan 9 alla næstu viku og veitt aðstoð við framtöl. Skattstjóri. ^9 Endurminningar Emanueís Shinwells - VI. o r 11 i n n í a DEILUR innan Alþýðu- flokksins hafa, síðan 1951, dregið úr virðingu flokksins á þingi, og ef þeim heldur áfram gætu þær stefnt í voða horfum flokksins í kosningum. Afsagnir Aneurln Bevans og Harold Wilsons í apríl 1951 hafa e. t. v. ekki venð eina á- stæðan fyrir tapi okkar í októ ber sama ár, en þær stuðluðu að því. Á meðan Cripps var fjár- málaráðherra fékk hann jafn- margar skipanir. og ég (í mín um ráðuneytum) um að tak- marka þyrfti eyðslu. Cripps vildi setia hámark á kostnaðinn við almannatrygg- ingarnar. Bevan scóð ákaft gegn þessu. Er Gaitskell var orð'.nn fjár málaráðherra, héldu deilurnar áfram. — Fjáriagafrumvarp hans 1951 gerði ráð fyrir 30 milljón punda niðurskurði á almannatrygginguin á árinu. Deifa um sföðu. Margir félaga mmna voru í vafa um hve viturlegur þessi niðurskurður væri, en Gait- skell, sem var í erfiðri fjárhags aðstöðu, var ekki í skapi til samninga. Þá er Bevan heldur ekki að eðlisfari maður, sem lælur undan. Það hefur verið sagt, að af- sagnirnar hafi komið sem mót mæli gegn þeim 4700 milljón- um pdnda, sem verja skvldi til vígbúnaðar. Það er ekki rétt. Bæði Bevan og Wilson féll- ust á upphæðina, þótt þeir ef uðust um. eins og margir aðrir af okkur. hvort þjóðin gæti borið kostnaðinn eða hvort hægt væri að eyða upphæð- inni á tilskildum tíma. Það virtist búa eitthvað und ir þessum viðbrögðum gegn fjármálaráðherranum. Bevan var algerlega einlæg- ur í' þeirri ákvörðun sinni að viðhalda almannatryggingun- um. óbreyttum, en þetta var vafalaust einnig barátta um sæti í stjórninni. Bevan, sem vur búinn að vera ráðherra Iengur, hefur e. t. v. álitið, að honutn hæri frek ar staða f.iármálaráðherra held ur en Gaitskell. íSkoðun mín á þessum tíma var sú. að Morrison hefði átt að verða fiármálaráðherra. rrSnúið fil vinsfri Deilur innan verkalýðshreyf ingarinnar eru venjulegar. Það hafa alltaf verið deilur um stefnu og aðferðir í allri sögu hennar. Þetta er heilbrigt og lýðræð islegt. Hitt markmiðið, sem orsak- ast af löngun til mannafor- ráða, er hættulegra. En í einu skulu hvorki stuðn ingsmenn okkar né andstæð- ingar láta sér skjátlast: Þessar deilur munu ekki lengi hindra framgang flokksins. Almenningur þolir og lætur jafnvel hvetjast af skoðana- mun leiðtoganna. En hann mun ekki þola deyfð og at- hafnaleysi. Yfirleitt hefur ,,Snúið til vinstri“ leitt til beztu leið- anna. ú ; i^i...jilijJÍ!j Þetta er ósköp eðlilegt, því að heimurlnn vill ekki standa kyrr og saga framíaranna er óþolinmóð við hrædda og hæg fara leiðtoga. Baráifuhugurtnn sigrar. AUir þessir ,.erfiðle.kar“ síð an 1951 hafa snúizt um deilur út af utanríkismálum. Annars vegar eru þeir, sem vilja heldur hófsemi. en hins vegar þeir, sem neyðast til að fylgja ákveðnari og róttækari stefnu, að nokkru levti vegna þess að það er venjan, en einn ig í sumum tilfellum vegna þess, að þeir eru metnaðar- gjarnir vegna sjálfra sín. Næslum því nákvæmlega það sama er að finna í verka- lýðshreyfingunni. Munurinn á viðhcrfum fé- lags verkamanna í rafmagns iðnaðinum og almenna verka- mannafélagsins er t. d. meiri en munurinn á viðhorfum pót- entátanna í þingflokknum. Ekki er nokkur vafi á því hér,' frekar en á stjórnmálasvið inu, að tilraunir til að fara hægar hljóta að mistakast að lokum. Maður, ákafur og ákveðinn í skapi, hlýtur að komast til valda fyrr eða síðar. í framtíð inni mun verða meira um þessi einvígi innan flokksins. Þau eru ekki mikilvæg mið- að við niðurstöðuna af barátt unni gegn íhaldinu — baráttu, sem verður enn ákafari en áð- ur. Sféffaskipfing. Aðalbaráttan verður að bein ast að því að uppræta skipt- ingu milli stétta. Bætt afkoma verkamanna og dálítil skerðing á auðæfum nokkurs hluta auðstéttanna hafa ekki gert mikið til að draga úr stéttaskiptingunni. Eitt fyrsta verkefni sér- hverrar stjórnar Alþýðuflokks ins í framtíðinni verður að vera að koma á ókeypis menntun fyrir alla, án allra forréttinda nema vegna hæfi- leika og'starfs. Ég verð að viðurkenna. að það er nokkur þörf á því fyrir flokkinn að losa sig við flísina úr sínu eigin auga, áður en hann fer að fást við bjálkann í auga þjóðarinnar. Ýmislegt bendir jafnaðar- manni af minni kynslóð á, að hugsjónir gömlu brautryðjend anna séu í þelrri hættu að glevmast. Ég hef oft spurt sjálfan mig, hvort þeir meðlimir flokks- ins, sem vel eru stæðir, mundu vilja lifa við þau ytri skilyrði, sem hlytu að vera í því jafn- aðarmannaríki, sem þeir eru að berjast fyrir. Það er auðvelt að vera mælskur um jöfnuð, en erfið- ara að taka honum. LífsspursmáliÖ. Alþýðuflokkurinn verður að halda áfram sínum jafnaðar- t'llögum án tillits til mótmæla íhaldsmanna eða, ef út í það fer. hvatningu ýmissa leiðtoga Alþýðuflokksins um að flýta sér hægt. Miklu. meira þarf að gera til þess að mennta þá, sem ætla að leggja fyrir sig stjórnmál, er útheimta margvíslega hæfi leika. Mælska kann að vera dýr- mæt, en heiðarleiki takmarks ins er miklu mikiivægari. Það er lífsspursmál að trúa á gerðlr sínar og vara hrein- skilinn. jafnvel bóit það kosti að ganga gegn stefnu flokksins og maður verði gerður útlæg- ur í hin yztu myrkur stjórn- málanna. Gufföfd framfíðar. Flokkurinn er ekki lengur ungur og metur stærð verks síns af meira raunsæi eu fyrir fimmtíu árum. En hann má aldrei missa sjónar á hugsjón inni. Ég hef aldrei tvúað því, að gullöldin væri í fortíði'nni. Hún liggur í framtíðinni. Ef þetta land getur vísað veginn, mun heimurinn vafalaust fylgja á eftir. Þá hefur strifi félagslegra umbótamanna og áróðuts- manna. sem ég vildi gjarnast teljast til, ekki verið á glæ kastað. Alþýðuflokksfciag Rtykjavíkur. Hverfisstjórafundur verður haldinn annað kvöid kl. 8,30 í Iðnó (uppi). Fundarefni: Leitað eftir uppástungum í stjórn félagsins fyrir næsta kjörtímabil. Rætt um ' inn- heimtu félagsgjalda. Ennfrem- ur munu Haraldur Guðmunds son og Gylfi Þ. Gísiason segja frétítir frá stjórnmálav'iðhorf- inu um áramót. Félagsfundur í Alþýðuflokks- félagínu verður n. k. þriðju- dagskvöld í Alþýðuhúsinu við . Hverfisgötu, kl. 8.30. Á fund 'inum mun Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur flytja erindi um neytendasamtökin, starf þeirra og stefnu. Ennfremur mun Arngrímur Kristjánsson skóla stjóri sýna kvikmynd í upp- hafi fundarins. F.U.J. F élagsfundur verður hald- inn annað kvöld kl. 8,30 í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Rætt verður um varnarmálin. Frummælandi vevður Lúðvík Gissurarson stud. jur, Stjórnmálaskóli Alþýðu- flokksfélaganna í Rvík. Skólinn fellur niður annað kvöld vegna félagsfundar í F.U.J. og hverfisstjórafundar í Alþýðuflokksfélaginu. _ _ ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.