Alþýðublaðið - 23.01.1955, Page 5
Sunnudagur 23. janúar 1955
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
s
NÚ ER mjög rætt og ritað
um Skálholt og gætir þar
margra ihugmynda. Hefur mál-
ið fengið aukinn byr, síðan hin
mikla fornleifarannsókn fór
fram. Hún kemur til þess að
hafa almennt gildi í framtíð-
inni, því óvíða er það, sem
undirstöður jafnstórrar tré-
byggingar hafa fengið að hald
ast, enda hefur þetta atriði
einkum vakið eftirtekt erlend
is. Hér heima sameinuðust
hugirnir, er kista Páls biskups
kom fram í dagsblrtuna. Það
vakti hins vegar ekki eins
mikla eftirtekt eriendis. Þó er
vert að leggja á það ríka á-
herzlu, að menn geta varla
reist 50 m langt timburhús
með stöpli og stúkum, nema
að eiga kost a nægilega mörg-
um smiðum, og vel æfðum. Og
kistan er höggvin af manni,
sem haft hefur fullt vald á því,
sem hann hefur ver.ð að gjöra.
En þegar slíkur sannleikur
kemur í dagsbirtuna, þá kem-
ur hann mönnum tii að hugsa
enn gjör um það, að Skál-
holti verði einhver meiri sómi
sýndur en verið hefur. En hafa
verður hliðsjón af því, sem er
framkvæmanlegt og gjörlegt,
og miða við það.
NÍU ALDA AFMÆLI.
Hátíðarárið 1956 er óðum
að nálgast, og er það flestra
ósk, að þá sé búið að koma
Skálholti í viðunanlegt horf
eftir því, sem hægt er, og skal
mú skýrt frá, hvað hægt muni
vera að gjöra fyrir þann tíma,
samkvæmt þeirri áaitlun, sem
ríkisstjórnin hefur tii athug-
unar.
Sumarið 1956 er tún staðar-
ins orðið helmingi stærra en
nú. Það er nauðsyniegþ og rétt
lætanleg ráðstöfun. Á þann
hátt fær gestkomandi maður
séð, að staðurinn er lífrænn.
Á honum fer þá fram sú sjálf-
sagðasta starfsemi, sem getur
til sveita. Augu bæjarmanns-
íns fá þá hvíld við að horfa á
íðgrænt túngresið. En bæjar-
maðurinn kemur þá einnig
auga á ný og myndarleg
Magnús Már Lárusson prófessor:
TÍD SKÁLHOLTS
skepnuhús og ráösmannshús,
sem að vísu mættu vera stærri,
en vegna tilkosínaðarins í
heild hefur verið reynt að
finna færan meðalveg.
Þá verður þar öruggt vatns-
ból með sæmilegu iindarvatni.
Er þessa dagana verið að
starfa við þá framkvæmd á-
samt smíði ráðsmannshúss.
Vatn er ærið þýðingarmikið, og
urðu síðastliðið sumar miklir
erfiðleikar vegna vatnsskorts-
ins, þar eð óvenju margt fólk
dvaldist þá að staðaldri í Skál-
holti og unn'.ð að margháttuð-
um framk.væmdum, m. a. bygg
ingum. Gömlu vatnsbólin í
Skálholti eru öll á gamla bæj-
arsvæðinu og vatnið ónothæft,
þar eð það rennur allt undan
ræktuðu landi.
Til þess að prýða staðinn,
hefur skák, 2.8 ha að særð,
verið ætluð til skogræktar og
blasir hún við í norðvestri.
HEIMLEIÐ BREYTT.
Nú er eigi sama, hvernig
leiðin liggur heim ao staðnum.
Áður fyrr lágu traðir í suð-
austur ofan brekkuna í áttina
að Laugarási, og aðrar í suð-
vestur áttina að Brúará. Voru
þær aðal traðirnar og sér enn
greinilega fyrir þeim. Þriðju
traðirnar voru þær. sem enn
er heimreið. Hafa þær verið
eyðilagðar að nokkru og færzt
upp í sjálfan kirkjugarðinn.
Bifreiðir nútímans þurfa sitt
pláss. Traðir þessar eru að
húsabaki og er erfitt að láta
Skálholt njóta sín, þegar kom-
ið er þannig að staðnum. Verð
ur því gjörð ný heimreið af
svonefndum skólavegi heim á
staðinn og er. þá komið upp
fyrir framan kirkjugarðinn að
vestri. Á þann hátt vinnst það,
að staðurinn blasir allur við
h'.num gestkomandi manni. í
PRÓFESSOR MAGNÚS MÁR LÁRUSSON er einn s
þeirra nefndarmanna, sem ætlað er að hafa hönd í bagga S
með framtíðarskipulagi Skálholtsstaðar. f grein þessari, •
sem birtist í stúdentablaðinu 1. des. sl. og er tndurprent s
■ iA !>.... v.iii.\ 1...■ ('í Vv.ií'.v ...!..i. 1....... ...... :_f_.....--'_ l
uð hér nieð Ieyfi höfundar,, gerir hann grein fyrir persónu S
legu viðhorfi sínu gagnvart endurskipulagningu staðarins ^
og framtíð hans.
Magnús Már I.árusson.
framtíðinni væri æskilegt, að
þjóðvegurinn yrði í heild færð
ur til, ofan fyrlr og vestur fyr-
ir Skálholt. Kemst það von-
andi einhvern tíma til fram-
kvæmdar. Ég heí nefnt ofan-
greind atriði fyrst, af því að
þau eru komln til fram-
kvæmda og eru mikiLsverðir
liðir í því, að staðurinn fái
betri svip.
KIRKJAN.
En auðvitað þarf að reisa
kirkju í Skálholti og prestset-
ur er skyit að reisa, þar eð
lögin um skipulag prestakalla
gjöra ráð.fyrir því, að prestur
ínn, er nú sítur að Torfastöð-
Niutfu æviár í aldastrauminn
ÉG HAFÐI FRÉTT ÞAÐ, að
frú Gunnfríður Jónsdóttir
myndhöggvari væri í þann veg
ínn að Ijúka nýju verki, mynd,
sem tákna ætti fyrstu nafn-
kenndu landnámskonuna í
Húnaþingi, Þórdísi Ingimund-
ardóttur hins gamla. Afréð ég
því að heimsækja listakonuna
fyrir forvitnissakir, og fá að
líta á Þórdísi Ingimundardótt-
ur. Var það auðsótt, en lista-
konan kvað mýndina ekki
njóta sín sem bezt, þar eð hún
væri ekki enn kom:n á stall,
auk þess sem hinn litli vinnu-
salur er stórri höggmynd of
þröngt utnbverfi.
En sleppum Þórdísi, og
mætti þó margt um hana
segja. Og margt mætti segja
um hinn ævintýralega ævifer-
xl listakonunnar, sem lagði leið
sína út í lönd, snauð að fjár-
xnunum, en rík af þyí. sem er
meira virði, fágætum kjarki
og atorku, sem, ásamt, ríkri list
hneigð, gerði henni ekki að-
eins kleyft að lifa af iðn sinni.
heldur og að afla sér fé til ferða
laga víðs vegar um Evrópu,
gerðist síðan myndhöggvari á
fullorðinsaldri, og nam þar
land með hinni sömu dirfsku
og stórhug. Oft fer svo. þegar
maður kemur til þess að skoða
eitthvað sérstakt, að maður
Halldóra Einarsdóttir.
(Myndin tekin af henni átl-
ræðri).
kemur auga á annað. sem ekki
er ómerkilegra. Þannig fór fyr
ir mér í þetta skipti. Mér varð
litið af Þórdísi á tvær andlits-
myndir, mann og konu, er
stóðu nýsteyptar d palli. Konu
andlitið var furðu svipmikið,
minnti mest á rómverskar and
litsmyndir, hvað þrótt og
festu snerti samfara stóiskri ró
hins lífsreynda og skyggna
heimsborgara. Karlmannsand-
litið var mýkra í dráttum,
gáfulegur maður,' góðlátlegt
kímnisbros um varir. heið ró
yfir enni og augum. Ég innti
frú Gunnfríði eftir því hver
þau væru, þessi maður og
kona. i
„Foreldrar mínir, Halldóra
Einarsdóttir og Jón Jónsson.“
Ég hafði orð á því, .hve and-
lit konunnar væri svipmikið
og sterkt. Og þá komst ég að
því, að kona þessi verður ní-
ræð í dag. Ég spurði Gunnfríði
því nokkru nánar nm æviat-
riði hennar, og þannig atvik-
aðist það; að enda þótt ég væri
þeirra erinda komirm að líta á
myndina af Þórdísi, kynntist
ég, að vísu aðeins af frásögn,
núlifandi konu, merkilegri og
mikilhæfr,i, sem enn hefur
fulla ferlivist, þótt níræð sé,
prjónar af kappi alla daga og
fylgist af athygli og næmum
skilningi lífsreyndrar alþýðu-
konu með öllu því, sem við
ber. Og það er tií dæmis um
hve óskertum hún heldur öll-
jum sálarkröftum, að hún orkti
,þessa vísu fyrir nokkr.um dög-
j um.
jSést nú engin æska um brár,
'orkan góða brunnin,
(níutíu æfiár
í aldastrauminn runnin.
Halldóra er dóttir Einars
Framhald á 7. síðu.
um. verði fluttur í Skálholt og
Torfastaðir seldir upp í kostn-
aðinn við Skálholt.
Margar raddir hafa heyrzt
um það mál í heild. Kirkju er
óhjákvæmilegt að ’]-eisa, því
gamla kirkjan, sem enn stend
ur, er orðin mjög hrorleg, enda
þótt það tækist að færa hana
til síðastliðið sumar. Það er
augljóst mál. að hún má ekki
sjást sumarið 1956, enda kem
ur hún þá ekki neinum að liði
vegna smæðar. Hins vegar
gæti ný kirkja verið komin
það langt í smíði sinni, að not-
ast mætti við hana að ein-
hverju leyti. Þó verður hún í
öllu falli heldur lítil á hátíð-
inni sjálfri. Það hefur verið
gjört ráð fyrir, að hún rúrni
um 250 manns. Miðað við
fjöda sóknarmanna nú er það
allt of mikið rúm, því sóknin
er fámenn, rúml. 60 manns.
En úr því að jarðarfarir til
sveita eru oftast nær mjög
fjölmennar og einnig mætti
gjöra ráð fyrir, að samkomur
kirkjulegar væru haldnar í
Skálholti, þá þótfi ekki fært
að hafa hana öllu minni.
Tvær spurningar koma strax
fram. Önnur um gerð kirkj-
unnar og útlit, hin um stað-
setningu hennar.
Það er ómögulegt að smíða
einhverja eftirlíkingu að öllu
leyti af eldri kirkjum á staðn-
um, og það kemur varla til
greina að nota annað eða önn
ur efni eða aðferðir við' smíði
hennar en nútímans. Nútíminn
er hér að reisa sér minnis-
merki um leið og Skálholti er
sýndur verðugur sómi. Til
þess að hægt sé að nota kirkj-
una sem raunverulegt guðs-
þjónustuhús, þurfa fornar' venj
ur og ný tækni að haldast í
hendur. Verkefnið, sem húsa-
meistara ríkisins hefur verið
fengið til úrlausnar, er að mörgu
leyti alfrjálst, enda er það álit
þess sérfræðings, sem bezt
þekkir til hinna icrnu kirkna
í Skálholti, Hákons Christies,
að svo elgi að vera. . Oddboga-
stíll fer ekki vel í steinsteypu,
segja margir, gott og vel, þá
skal hann ekki notaður. Kross
kirkja gæti verið hentug lausn,
því óhjákvæmilegt er, að í
kirkjunni verði nokkurt safn
fornra muna. Þeim mætti
koma fyrir í stúkunum. I raun
og veru er aðeins um .eitt að-
alskilyrði að ræða, og það er,
að menn geti séð, að hér standi
kirkja. En sú kirkja verður að
vera að nokkru leyti í tengsl-
um við fortíðina. Hvernig ætti
annars að koma hinum gömlu
legsteinum fyrir í henni, svo
að ósamræmið verði ekki of
himinhrópandi? Yfi.rleitt á að
nota alla forna kirkjulega
muni úr Skálholti í hinni nýju
kirkju. Að því leyti verður að
sýna eldri tímanum virðingu,
og það er hin raunverulega tak
mörkun á verkefninu.
GAMLI GRUNNURINN
VARÐVEITTUR.
Mér er það ekki Ijúft að vita
til þess, að ný kirkja verði
reist á hinum gamla grunni,
en ég er þar víst í ákaflega
litlum minnihluta. Þó vil ég
nota tækifærið ti.I að gjöra
grein fyrir þeirri sérstöðu
minni.
Ég sé ekki, að helg: nýju
kirkjunnar verði vitund meiri,
þótt hún standi á h.num forna
grunni. Kirkja, sem er vígð og
helguð, er heilög jafnvel þótt
hún standi í Skálholti 30 m
norðan við hinn forna grunn.
Þá stæði hún í sömu hæð og
kirkjugarðurinn heíur. Nú er
kirkjugarðurinn þannig, að
hann er allur útgraf'nn, enda
að auki fullur af grjóti. Þá
gæfist ágætt tækifæri til þess
að taka nýjan garð í kringum
nýju klrkjuna, er stæði norðan
við heimreiðina, sem nú er, en
verður -af tekin. Auðvitað
verða hinar raunverulegu trað
arleifar varðveittar, eins og
aðrar sýnilegar fornmiinjar í
Skálholti.
Við þessa færslu kirkjunnar
ynnist það, að hægt yrði að
marka greinilega stærð binna
ýmsu kirkna greinilega með
upphleyptum steinaröðum. Á
þann hátt fengju eftirkomend
um vorir að taka við sýn'leg-
um arfi frá oss og forfeðrum
vorum.
Sama máli gegnir um prest-
setrið. Það ber enga nauðsyn
til að reisa það á bæjarstæð-
inu gamla. Af mörgum ástæð-
um gæti það verið hagkvæmt
að færa það norður á túninu,
norður fyrir kirkju. Á þann
hátt gæti bæjarstæðið fengið
að liggja ósnert eins og vér
höfum tekið við því. Fyrir
útlit staðarins skiptir það ekki
máli, hvort húsin standi nú í
hinu nýja Skálholti, eins og á
dögum Brynjólfs Sveinssonar.
Hið forna bæjarstæði var þarna
yzt á brekkubrúninm, þar sem
gott var t'.l varnar og stutt í
vatn; nú gilda eigi þær for-
sendur.
Nútíminn gjörir mjög að því
að eyða og umbreyta. Það væri
hægur vandi að setja jarðýtu
á allar rústirnar í Skálholti og
gjöra allt eggslétt og snoturt
og neflaust, svipað og gjört var
við Bessastaðakirkju, en það er
oss eigi leyfilegt.
Ég hef rætt þessar staðsetn-
ingar, a£ því að ég.hef viljað
benda á þann möguleika til úr
lausnar á málinu, sem tækni-
lega kann að verða nokkuð
erfitt, og úrlausn þessi gæti
orðið nokkuð ódýrari í fram-
kvæmd.
KEMUR EKKKI AFTUR . ..
Hið forna Skálholt er farið
og kemur ekki aftur. Framtíð-
in sker úr því, hvort Skálholt
hafi möguleika til þess að
verða annað en afbragðs bú-
jörð og merk fornleif.
Nú mega menn ekki skija
sem svo, að ég hafi ekki getað
komið sjónarmiði mínu gagn-
vart staðsetningu húsa á fram-
færi við rétta aðila. En það er
svo, að sú nefnd, sem ég á sæti
í, og fjallar einmitt um þessi
mál, vill á hverjum tírna koma
fram sem heill og óskiptur að-
ili, sem taka vill tiilit til sem
flestra. Því höfum vér fórnað
einhverju, þegar finna skyldi
leiðir, sem færar þættu, og
eigi hefur heldur skort á góð-
ráð annarra aðilja.
Það ber einnig að líta á það
að greiða verði allar fram-
kvæmdir í Skálhoi ti og er það
Framhald á 7. síðu.