Tíminn - 05.01.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.01.1965, Blaðsíða 3
» t ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 1965 TÍMINN Er velgengni einhlýt til að gera menn hamingjusama? Ávarp forseta íslands á nýársdag Góðir íslendingar, nær og fjær! Eg óska yður öllum gleðiiegs nýárs, og þalkka innilega gamla árið, heillaóskir og samúðarkveðj- ur. Það eiga margir ástvina að sakna og í gær barst fregnin um and- lát Ólafs Thors, mikilhæfs stjórn- málamanns, góðs drengs og ágæts félaga. Eg votta frú Ingibjörgu og fjölskyldu hans dýpstu samúð. Á gamlársdag lítum vér aftur til liðins árs, en á nýársdag meir fram á ókominn tíma, og vonin og trúin glæðist og styrkist á þess um tímamiótum. Vér höfum þessa dagana séð tvenna tíma. Veður- blíðu og vetrardýrð um jóla- dagana, allt blátt og hvítt, himin, hauður og haf og skammdegisroð ann á heiðríkjunni í sólarátt. Það voru allt vorir íslenzku litir. En síðar glórulausa hríð, ógæftir og samgönguerfiðleika. íslenzka þjóð in hefir oft séð tvenna tímana, þjóðveldi, einveldi og lýðveldi, bjargálnir, fátækt og velgengni. | Það má segja, að hvert nýtt ár hafi, síðustu áratugina, skapað þjóðinni batnandi hag og þá von- andi betri líðan og vaxandi þroska. Og þó veðráttan sé umhleypinga- söm, þá er húsaskjól nú ólí'kt eða var í lokaþætti Fjalla-Eyvindar og skipastóll öruggari en smáfleyt- umar. Vér lifum á tímium tækninnar og síaukinnar verkaskiptingar í land búnaði, sjávarútvegi, iðnaði oig raunar öllum starfsgreinum. Tækn in hefir gert fátæka þjóð, sem áður vann með berum höndum, skóflu, orfi og árinni, farsæla. Með hverju ári sigrast betur á kulda og myrkri. ísland gefur góð an arð, þegar beitt er réttum tök- um. Vér vitum að nútímatækni mun fara sívaxandi á öllum svið um, og íheimtar aukna og breytta undirbúningsmenntun. Þetta er nú öllum ljóst, og má ekki telja eftir kostnaðaraukann. Eg óttast ekki þar fyrir um framtíð íslenzkrar menningar. Hún stendur enn jafn traustum fótum og um síðustu aldamót. Það er þrennt, sem er bæði gamalt og nýtt á íslandi: bókmenntir, Al- þinigi og íslenzk kirkja. Hitt eru menningarspjöll, þó að hverfi torf kofar, reiðingar og skinnsokkar. Bókimenntir eru vor mikli þjóð ararfur, að efni til jafngamlar ís- lands byggð. Hin fornu handrit eru hinn sýnilegi, sögulegi vottur, og ég trúi því, að vonir vorar og hin gefnu fyrirheit um afhending rætist. Það er ótrúlegt, hve mikil gróska er enn í íslenzkum bók- menntum, og engin tilviljun, að jafn fámenn þjóð á Nóbelskáld, auk margra annarra núlifandi rit höfunda, sem þjóðin á þökik að gjalda. Mér þykir ástæða til að geta þess í þessu sambandi, að hér. á Bessastöðuim hafa bæði erlendir og innlendir gestir, oft beðið um að fá að líta á bókasafn staðarins. Eg hefi mér til óþæginda orðið að geyma mínar bækur á fjórum stöðum, en staðarins bókasafn ebki fyrirfundist til þessa. Þing og stjórn hafa verið mér sammála um, að slíkt mœtti ekki lengur við gangast á Forsetasetri heimskunnr ar bókmenntaþjóðar, og er nú svo komið að húsakynnin eru tilbúin. mikil stofa byggð við hlið mót- iForsetaeiSur í fjórSa sinn. Hr. Ásgeir Ásgeirsson viS undirritunina í Alþingishúsinu 5. ágúst sl. tökusalsins, sem reistur var við hina gömlu Bessastaðastofu, sem nú nálgast óðum sitt tveggja alda afimæli. í Bókhlöðunni er bæði ofanljós og lofthitun, svo vegg- pláss verður drjúgt fyrir skápa. Þar hefir nú verið komið fyrir gömlum staðarhúsigögnum og hús gögnum þeim, sem hinn fyrsti heimastjórnarráðherra, Hannes Hafistein, beypti fyrir landið á sinni tíð. Þau eru nú helguð af sextíu ára sögu. Þá hefir og verið hengd upp forlátagjöf Grett is Eggertssonar, myndin af Al- bert Thorvaldsen. Og á eikargólf breidd sex teppi, lit- og formfög- ur, sem Dóra óf og hnýtti. Svo það er að koma mannaþefur í hellirinn, enda fór fram einskon ar vígsla í gær með fyrsta Ríkis ráðsfundi, sem þar hefir verið haldinn. Bókaskápar eru enn í smíðum, en væntanlegir innan tíð ar. Bókhlaðan kallar svo á bæk- urnar, en þar er ætlazt til að safn ist allar sígildar íslenzkar bök- menntir, fomar og nýjar, en eng- in áherzla lögð á pésa eða fyrstu útgáfur sérstaklega. Mínar bækur rýma svo fyrir þeim jafnóðum. Eg skal þó geta þess, að þegar hafa borizt verðmætar gjafir í hundruð- um eintaka frá amerísbum bóka- útgefendum, dr. Richard Beck og frú Ásu Guðmundsdóttur Wright, sem lengi hefir búið í Vestur-Ind íum. Það er mitt hugboð, að með þessari framkvæmd sé um fyrir- sjáanlegan tíma liokið nýbygging- um á staðnum. Eg nefndi áðan Alþingi sem einn af hinum þrem vígðu þáttum ís- lenzks þjóðlífs. Á nýliðnu ári var haldið upp á tuttugu ára afmæli Lýðveldisins, og á þessu nýbyrj aða ári getum vér minnzt fimmtíu ára afmælis íslenzka fánans, sem þá var löggiltur sérfáni þjóðar innar. Einnig getum vér þá minnzt fimmtíu ára afmælis hins al menna kosningarréttar, þá var at- kvæðisréttur rýmkaður og þá unr tímann hafa verið ágreinings- arinnar, sem svo er stundum nefnd ur, kvenþjóðin. atkvæðisrétt. Vér undrumst nú, að þetta skuli nokk um tímann hafa verið ágreinings- mál, og var þó sú réttarbót gerð fyrr með vorri þjóð en flestum öðrum. Eg nefni þessi tvö atriði vegna þess, að eldri réttarbætur og stórir áfangar á lífsleið þjóðar innar vilja stundum gleymast í átöbum dœgurmálanna. En vér eigum vissulega margt að þakka og margs að minnast, sem þurfti að sigrast á, áður en komið var í þau spor, þar sem nú stöndum vér. Eg er nú kominn á þann aldur, að ég man þegar vér fengum ís- lenzikan ráðherra, búsettan í land inu, hundrað ára afmæli Jóns Sig urðssonar, Sambandslögin, Al- þingishátíðina og Lýðveldishátíð- ina. Þetta eru allt miklir áfangar í sögu vorrar tuttugustu aldar. Á síðasta ári voru fjörutíu ár lið in síðan ég settist fyrst á þing- bekk sem fulltrúi Vestur-ísfirð- inga. Það er að sjálfsögðu ekkert merkisafmæli, en sýnir það þó, að ég hefi haft aðstöðu til að kynn ast mönnum og málefnum á þessu mesta framfaratímabili íslendinga sögunnar, og gæti gert nokkurn samanburð á nútíð og þátíð. Slíkt er þó ógerlegt til noibkurrar hlítar í stuttu ávarpi. Svo margslungin er sú saga. En þess vil ég geta, að pólitísikur fjandskapur virðist mér nú minni en oft hefir áður verið, þó jafnan sé öldugangur á yfirborðinu. Viðfangeefnin hafa breytzt stórlega. Flestu er nú lokið um mannréttindamál og sjálfstæðisbaráttu, sem áður var allsráðandi um flobkaskipting. Nú eru það hagsmiunamál einstak- linga, stétta og héraða, sem setja svip sinn á viðureignina. Og það er fyrst á hinum síðari árum, sem menn hafa þorað að trúa þvi, að unnt sé að útrýma örbirgð, og búa öllum landslýð góð líf&kjör um afkomu og uppeldi. Það er ótrúlegur munur á fátækralöggjöf 19. aldar og tryggingalöggjöf vorra tíma, enda úr meiru að spila en á hallæristímum. Hugs- unarhátturinn er breyttur, and- rúmsloftið nýtt. Ef spurt væri um eina stofnun, sem átt hefur rík- astan þátt í viðreisn íslenzku þjóð arinnar, mundu allir svara einum rómi: Alþingi, og einn mann: Jón Sigurðsson. Vér höfum ástæðu til að vera þalbklát þjóð og bjartsýn á framtíðina. Jón Sigurðsson er fæddur og uppalinn á Rafnseyri við Arnar- fjörð. Eftir Lýðveldisstofnunina hófst undirbúningur nm að láta staðinn njóta síns mikla sonar með nokkrum hætti. Framkvæmd er ekki lokið, þó nú sjáist fyrir endann á þeim. Rafnseyri fer ekki í eyði. Þar búa nú ung og myndar leg kennarahjón og undirbúa að nokkru leyti framkvæmdir á þessu ári. Það var afráðið að geyma fjár veitingu síðasta árs og reyna að ljúika byggingu eftir teikningu á næsta sumri. Nægilegt fé er nú til ráðstöfunar, og er það mest ágóð inn af gullpening þeirn, s©m gef- inn var út á 150 ára afrmæli Jóns Sigurðssonar. Fjárlögum mun ekki verða íþyngt öllu meir. Jón Sigurðsson borgar fyrir sig, eða allur sá fjöldi manna, sem vill eiga mynd svo ágæts manns, greypta í gull, til skrauts eða gjafa. En nú spyrja rnenn: hvað á svo að gera við hina endurreistu Rafnseyri? Því er auðsvarað. Það var að vísu upphaflega gert ráð fyrir, að þar yrði héimavistarskóli fyrir sveitabörn báðum megin Arn arfjarðar. En í þeim sveitum hefir orðið mikil landauðn á síðari árum. Nú er hægurinn hjá að breyta þeirri áætlun í lítinn unglinga- skóla á vetrum, líkt og ýmsir ágæt ir prestar hafa rekið fyrr og síð- ar. Eins og öllum er kunnugt , er mikill hörgull á slíkri starfsemi og héraðsskólar yfirfullir. Á sumrum rekur kennari eða prestur svo bú- skap við sitt hæfi, og sinnir gesta komum. Þar fara nú um þúsundir manna á hverju sumri, og ekki við- hlítandi, að komið sé að köldum kofum á slíkum sögustað Jóns Sigurðssonar og Hrafns Svein- bjarnarsonar. Einnig mætti hafa þar sumarbúðir kirkju eða skáta. Rafnseyri er í engri hættu, og verður vel búið að þeim, sem tek- Framhald af bls. 13. ; Á víðavangi Hvað mikið hafa skuldirnar aukist? Stjórnarbiöðin eiga nú ekkl eftir nema eitt hálmstrá, er þau nota til að sanna það, að „viðreisnin“ hafi þrátt fyriir allt héppnast. Þetta hálmstrá er það, að gjaldeyrisstaða bankanna se nú stórum betrj en hún var í árslok 1958, þegar vinstri stjórnin fór frá. Það er rétt, að gjaldeyrisstaða bamkanna einna er betri nú á papipírunum en í árslok 1958, En það er ekki gjaldeyrisstaða bankanna einna, sem er hinn rétti mælikvarði í þessum efn um, heldur gjaldeyrisstaða þjóðarinnair allrar. Og sú staða er mun verri nú en í árslok 1*58. Fastaskuldir þjóðarinnar erdendis hafa hækkað meira á þessu tímabili heldur em nem ur hinni bættu gjaldeyris- stöðu bankanna. Ií þessu fellst þyngsti áfellis dómur um stjórnarstefnuna. Þrátt fyrir stórauknar gjald- eyrístekjur af völdum góðæris. Ins, hefur vtaða þjóðarinnar út á við versnað á þessum tíma vegna stórfelldira hækkana á lánum, sem tekin eru til langs I' tíma. Og þetta hefur gerzt, enda þótt ekki hafi verið ráðizt í neina stórframkvæmd á þess um tíma á borð við Áburðar- verksmiðjuna, Sementsverk- smiðjuna og Sogsvirkjunina. Hvað væri sagt um þann bónda, er safnaði skuldum í góðæri, án þess að hafa ráðizt í meiriháttar framkvæmdir? Ef stjórnarblöðin treysta sér til að andmæla þessu, er skor að á þau að birta tölur um skuldir þjóðarinnar í árslok 1958 og 1964. Einari þakkað Vísir birtir í gær forustu grein, þar sem Eirnari Olgeirs syni er þakkað fyrir hlýleg orð um einkafiramtakið. Það skyldi aldrei vera, að Gunnar og Bjarni séu komnir í kapp- hlaup um hylli Einars? Hingað til hefur Einar aðallega tjáð Bjarna vináttu sína, en andað heldur köldu að Gunnari. Vís ir vill reyna að bæta úr því. Afsökun Bjarna í áramótagrein sinni víkur Bjarni Benediktsson nokkrum orðum að peirri hjálp, sem hann veitti kommúnistum ný- lega við aefndarkosningar á Alþingi, en einn af þingmönn um Sjálfstæðisflokksins var þá gerður að 10. þingmanni kommúnista. Bjarni réttlætir þetta með því, að Framsóknar rnenn hafi haft samvinnu Við kommúnista á þingi Alþýðu- sambands tslands. En hér er vissulega ólíku saman að jafna. Framsóknarmenn lýstu yfir því fyriir I osningarnar til Al- þýðusambandsþings, að þeir stefndu að slíkri samvinnu, eins og ástatt væri. Þetta vissu allir, sem kusu þá. En hvað margir kjósendur Sjálfstæðis flokksins vissu það fyrir sein- ustu þingkosningar, að einn af þingmönnum flokksins yrði þannig lánaður kommúnistum? Foringjar Sjálfstæðisflokksins Íkepptust oa við að bannfæra hverskonar aðstoð eða sam- vinnu við kommúnista. Það er || þetta, sem gerir stuðning 1 þeirra við kommúnista nu al- varlegan atDurð, því að hann 4 sýnir, að urð og yfirlýsingar | uúv. foringja Sjálfstæðisflokks- ins er ekki neitt að marka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.