Tíminn - 05.01.1965, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.01.1965, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 1965 ÍSLENDINGUR í HÖFN Framnald ai Lö síðu Sigurður Benediktsson, sem er 59 ára, varð fyrir bíl á laugardags- kvöldið. Leigubílstjóri, sem var rétt hjá kom strax og hjálpaði Sig- urði, en ökumaður bílsins, sem Sigurður varð fyrir, ók á brott frá slysstaðnum með miklum hraða. Maðurinn var fluttur í Kommune- hospitalet, þar sem hann liggur nú með heilahristing og einnig fór hann úr axlarliðnum. Sigurður hefur unnið í 20 ár á Pósthúsinu í Reykjavík, en ætlar nú að helga sig málaralistinni, og var nýkominn til Kaupmannahafn- ar til þess að stunda þar nám. ÓVENJULEGT FLUG i Framhaid aí Dis ib inni með jarðýtu. Baujuluktir og vasaljós voru sett á brautartak- mörkin, því að klukkan var um átta, þegar vélin kom. Eins var kveikt bál við brautina, svo að flugmaðurinn gæti áttað sig á vind áttinni. Þá lýstu fimm bílar upp brautina, til hægðarauka fyrir flug manninn. Veður var ekki upp á það bezta um þetta leyti, en samt gekk allt vel, og konan komst und- ir læknishendur hér í Reykjavík, og var líðan hennar eftir atvikum, þegar síðast fréttist. HANNIBAL í MINNIHLUTA Framöa! at 16 siðu um í Alþýðubandalaginu og sam starfsmenn þeirra eru aðeins band ingjar þeirra eða „í þurrabúðar- vist hjá Sósíalistafélagi Reykja- víkur“ eins og aðalritstjóri Þjóð- viljans hefur orðað það. Hjáseta tveggja Alþýðubanda- lagsmanna við bankaráðstoosning- arnar vekur vonir um að enn eigi þurrabúðarmenn eftir snefil af sjálfsvirðingu, og vonandi líður að því að þeir læsi sig hreinlega út úr hlekkjunum í stað þess að meiða sig við að hrista þá. Þeir hafa lykilinn.. Stöðvast fiskiflotinn? Framhald af 1. síðu. vestan og norðan, en verkfallið á Akureyri mun þó ekki ná til síld- veiðisjómanna. Yfirmenn á farskipaflotanum sögðu allir upp samningum á gaml- ársdag og hafa þeir því lausa samn inga frá og með 1. febrúar n. k. Nær þetta til allra yfirmanna á farskipaflotanum, þ. e. til .kip- stjóra, vélstjóra, stýrimanna, loft- skeytamanna og bryta, eða samtals um 350 manna, að því er blaðið fékk upplýst hjá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands í dag. Búast má við að viðræðufundir I hefjist þegar líða tekur á mánuð- inn, en yfirmenn á farskipaflotan- um undirbúa þessa dagana kröfur sínar. Munu þessir aðilar hafa samflot í samningaviðræðunum að einhverju leyti. ÓLAFUR THORS Framliald al Dis. ib andi forsætisráðherra, með djúpri sorg. ísland hefur hér misst einn sinn mesta atkvæðamann og þjóð- arpersónu. Nafn Ólafs Thors nýt- ur virðingar í Danmörku og marg- ir vina hans hér í landi munu fyll- ast söknuði við fráfall hans. Eng- inn gat honum betur fengið okk- ur til að hlusta í Norðurlandaráði, þegar magnþrungin rödd hans lét til sín heyra. Ræða hans var flutt af sannfæringu og ráðvendni. Þótt stundum hafi hann tekið hart til orða, gaf hreinskilið hugarþel hans orðunum sjaldan brodd, heldur hlýju og þunga. Ólafur Thors leit á það sem eitt af stjórnmálatak- mörkum sínum, að sambandsslitin milli Danmerkur og íslands ættu að finna sér samstæðu í nánu og traustu samstarfi allra Norður- landanna. Hugsun hans og gjörð hafa borið ávöxt. Við á Norður- löndum verðum að líta á það sem sameiginlega ábyrgð okkar að þessi samvinna haldi áfram að TIIMINN 15 þróast og nái þeim þrótti, sem Ólafur Thors sífellt stefndi að“ Eins og áður er sagt, fer útför- in fram í Dómkirkjunni á morgun. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, jarðsyngur. í kirkju verða tekin frá sæti fyrir ættingja, ríkisstjóm og alþingismenn, en að öðru leyti verður kirkjan opin almenningi. Athöfninni verður útvarpað, og þeir, sem ekki komast inn í kirkj- una, geta hlýtt á athöfnina í Sjálf stæðish., sem verður opið öllum. Stjórnarráðið verður lokað frá hádegi á morgun vegna útfararinn- ar, svo- og aðrar skrifstofur ríkis- ins, eftir því sem við verður kom- ið. ENN SNJÓAR Framhald af bls. 16 leyfði. Fróðárheiði og Kerling arskarð eru lobuð, en einnig stæði til að hjálpa stórum bíl um þar á rnorgun, ef veður leyfði. Fært er á stóruim bílum norður í Skagafjörð ef Svín- vetningabraut er farin, en veg urinn í Blönduhlíðinni er alger lega lokaður vegna flóða í Dals á, og Héraðsvötnin eru einnig farin að flæða yfir veginn. Strandavegur er lökaður og Skagastrandarvegur er lokaður utan við Blönduós. Norður í Eyjafirði mætti segja að allt væri ófært þótt stórir bílar væru að reyna að brjótast þar áfraim með aðstoð. Erlingur Davíðsson sagði blaðinu að tveir stórir bílar hefðu lagt af stað frá Atoiureyri kluktoan eitt í dag áleiðis aust- ur að Laugum með um 40 skólanemendur og fór trukkur með snjóplóg fyrir þeim. Um fimmleytið voru þeir ekki bomnir nema að Hálsi í Fnj óstoa árdal. í morgun lagði fjalla- bíll Norðurleiðar, R-4719 af stað frá Akureyri með tíu farþega áleiðis í Varmahlíð, en þaðan átti bíllinn svo_ að fara aftur til Akureyrar. Ýta fór fyrir bílnum, en klukikan 20 í kvöld voru þeir ekki komnir lengra en í Giljareitina og þá var ýtan orðin olíulítil og hjálp arleiðangur lagður af stað frá Blönduósi. Almenn herkvaðning Framhald af 16. siðu. nesía árásir sínar á landið, gæti orðið nauðsynlegt að leita aðstoð- ar S. Þ. og einnig gæti orðið nauð synlegt að hefja gagnárásir á Indo- nesíu. Svo segir m. a. í ræðu for- sætisráðherrans: — Ákvörðun Indónesíu um að segja sig úr S. Þ. fylgir í kjölfar aðgerða af hálfu Indónesíu, sem brotið hafa í bága við alheimsálit ið, heimsfriðinn og lög S. Þ. Óháð- um smáríkjum, eins og Malaysíu, er ógnað af nágrannalöndum sín- um í skjóli ágengrar og valdasjúkr ar stjórnmálastefnu. Með hliðsjön af þessari alvarlegu þróun hefur ríkisstjórnin tekið eftirfarandi ákvarðanir: a) Ríkisstjórnin biður alla stuðn ingsmenn sína að íhuga ástandið í Malaýsíu og senda þangað liðs- auka, ef nauðsyn krefur. b) Ríkisstjórnin mun skýra S. Þ. frá hótunum Indónesíu við Malay- síu og hinum stöðugu árásum Indónesa á landið og biðja S. Þ. um aðstoð, ef ástandið versnar. c) Landið sjálft mun styrkja varnir sínar með því að koma upp fleiri æfingastöðvum fyrir ný- liða í hernum. d) Loks mun landið undirbúa gagnárásir og vera við öllu búið. ef í nauðirnar rekur. Bretland hefur þegar sent liðs- styrk til Malaysíu. Fallhlífarher- sveit hefur verið send til Singa- pore og fótgönguliðasveit er á leið til Hong Kong. Sex brezk herskip eru nú á sveimi fyrir utan Singa- pore og stærsta flugvélamóðurskip Breta, Eaglé, er á léið til Malay- síu. Munið Opíð alla daga Síml — 20-600 OPIÐ I KVOLD Kvöldverður framreiddur frá ki i B0RG Borðapantanir i síma 11440. OPIÐ A HVKRJl, KVÖLDL T I L 5ÖIU: íbúðir, tvíbvlíshús, einbýlishús I REYKJAVIK, KOPAVOGI OG NAGRENNI ÍHÚSASSALftN Sími <6637 löetræðiskritsfotan iðnaðarbankahúsinu IV. hæð- I’ömas ArnasoD og Vilhjálmui Arnasou niM Siml 11544 FlyHu þig yfrum, elskan („Move over, Darling"). Bráðskemmtileg ný amerlsk Cinema-Scope litmynd. Doris Day, James Garner. Sýnd kL 5, 7 og 9. Bráðskemtileg dönsk söng- og gamanmynd Sýnd kl. 6.50 og 9, rr» KáRAWddsBI & Síml 41985 Hetjur á háskastund (Flight from Ashiya). Stórfengleg og afar spennandi, ný, amerlsk mynd 1 liturn og Panavision. Yul Brynner, George Chakiris, Richard Widmark. Sýnd kl. 5. 7 og 9. Bönnuð börnum. GAMLA BI0 Simi 11475 Jólamynd 1964. Börn Grants skip- stjóra Bráðskemmtileg og viðburða- rík ævintýramynd 1 litum, gerð af Walt Disney eftir stoáldsögu Jules Verne. Aðalhlutverkin leika: Hayley Mills Maurice Chevalier. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Simj 11384 Tónlistarmaðurinn (The musicman) Bráðskemmtileg ný amerísk k' stór mynd í litum og scinema- ? scope. g' íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, >g 9. ÍUM ÞJÓDLEIKHÚSIÐ StöSvið heiminn Sýning í kvöld kl. 20. Mjallhvít Sýning miðvibudag kl. 15. Kröfuhafar Sýning í Lindarbæ fimmtudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Sími 1-1200. ÍLEIKFÍ [REYKJAyÍKDg Ævintýri á gönguför Sýning í kvöld kl. 20.30. Uppselt Sýning miðvikudagskvöld kl. 20.30. Uppselt. Sýning föstudagskvöl'd kl. 20.30 Uppselt. Næsta sýning laugardagskvöld. Vanja frændi Sýning fimmtudagskvöld kl. 20.80. Saga úr dýragarðinum Sýning laugardag kl. 17. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. Sími 22140 Arabíu-Lawrence Stórkostlegasta mynd sem tek- in hefur verið 1 litum og Pana vision. 70 m.m. — 6 rása segul- tónn. Myndin hefur talotið 7 Oscars-verðlaun. Aðalhlutverk: Peter 0‘Toole, Alec Guiness Jack Hawkins Sýnd kl. 4 og 8. LAUGARAS Simar 32075 og 38150 Ævintýri í Róm Amerisk stórmynd 1 litum, með slenzkum texta. Sýnd kl. 5 og 9. Miðasala frá kl. 4. 18936 Frídagar í Japan Afar spennandi og bráðfyndin ný, amerísk stórmynd i litum og sinemascope, Glenn Ford. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íslenzkur texti. Simi 50184 Höilin Ný dönsk stórmynd í litum eftir skáldsögu Ib Henrik Cavlings. Sagan kom sem framhaldsaga í danska viku blaðinu „Hjemmet“ Malene Schawarts Paul Reichnarts Sýnd kl. 7 og 9. íil Siml 16444 Riddari drottning- arinnar Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kL o og 9. T ónabíó Siml 11182 Islenzkur textj. Dr. No. Heimsfræg, ný ensk sakamála mynd í litum, gerð eftir sögu lan Flemings. Sagan hefur verí ið framhaldsaga i Vikunni. ; Sean Connery °g .... Ursula Andress. Sýnd kl 5 og 9. Bönnuð rnnan 16 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.