Tíminn - 05.01.1965, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 1965
TÍIVBBNN
AFUR
fyrrverandi forsætisráðherra
í dag verSur Ólafur Thors fyrr-
yerandi formaður Sjálfstæðis-
lokiksins og forsætisráðherra til
moldar borinn. Með ^honum er
mikill baráttumaður fallinn í val-
inn, og einn þeirra, sem mest
koma við sögu í þj'óðmálum lands-
ins síðustu áratugina.
Framsóknarmenn hafa haft mik-
ið saman við Ólaf Thors að sœlda
alla hans löngu starfsævi í stjórn-
málum. Höfum við átt við hann
að skipta sem andstæðing eins og
allir vita, en æði oft samt í nánu
samstarfi um þýðingarmestu mál-
efni landisins, þegar mest lá
við eða þannig stóð á. Má í því*
sambandi nefna þjóðstjórn stríðs-
áranna, stofnun lýðveldisins og að-
draganda hennar og samsteypu
stjómirnar eftir stríðið. Við höfð-
um því margvísleg kynni af Ólafi
Thors bæði í stríði og friði, sem
verða stundum ofarlega i huga,
því Ólafur hlaut að verða minnis-
stæður þeim, sem honum kynnt-
ust og þar að auki voru þessi sam-
skipti oft bundin við þýðingamikla
atburði. \
Ólafur Thors háði á langri starfs
ævi mikla baráttu fyrir sinn mál-
stað, með þeim krafti og fjöri, sem
honum var lagið. Tóikst honum
nærri ótrúlega vel að halda sam-
an stórum ílokki, og var vafa-
laust mjög ástsæll flokksforingi
og hjartfólginn sínum félögum. Við
fundum það líka andstæðingamir
stundum, að Ólafur Thors átti
mikið af hlýju, og að það átti vel
við hann að mega komast í sam-
starfsskap, þegar hann taldi sig
geta slíkt vegna þess málstaðar,
sem hann var kjörinn til að fylgja
fram.
Um Ólaf Thors stóð að sjálf-
sögðu jafnan mikill styrr, því hann
var fyrst og fremst flokksforingi
og harður baráttumaður, en hann
var einnig óvenju dugmikill og
laginn samningamaður. þegar
hann taldi þess þurfa.
Ólafur var manna reifastur á
hverju sem gekk. Kom þetta sér
oft vel, varð víst áreiðanlega aldrei
að tjóni honurn né öðmm, en setti
stundum léttari svip á þjóðmála-
baráttuna, samningavafstrið og
glímuna við erfið viðfangsefni, og
þó öllum til góðs.
Ólafur Thors var mikilhæfur
stjórnmálamaður og einn þeirra
manna sem setja mikinn svip á
umhverfi sitt. Mun hans verða
saknað bæði af samiherjum og
andstæðingum. En mestur verður
að sjálfsögðu söknuður aðstand-
enda hans, sam efcki fengu að
njóta hans lengur í friði, nú þeg-
ar hann hafði dregið sig nokkuð í
hlé úr hita bardagans. Og þessum
fáu kveðjuorðum vil ég því ljúka
með því að senda Ingibjörgu konu
hans, börnuiui þeirra og öðmm að
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
EYSTEINN JÓNSSON.
ÓLAFUR THORS var fæddur
í Borgarnesi 19. janúar 1892,
þar sem faðir hans, hinn lands-
kunni athafnamaður Thor Jensen.
rak þá verzlun samfara stórbúum
í Borgarfirði. Móðir Ólafs, kona
Thors Jensen, var Margrét
Þorbjörg Kristjánsdóttir , frá
Hraunhöfn i Staðarsveit. Ólafur
fluttist með foreldrum sínum til
Reykjavíkur um tíu ára aldur og
átti þar heima eftir það, nema á
fáum námsárum Ólafur tók stúd-
entspróf í Reykjavík 1912, en
sigldi síðan til náms í Kaupmanna-
höfn, varð cand. phil. 1913 og las
síðan lögfræði við Hafnarháskóla
næstu tvö ár, en hætti námi án
prófs. Á þessum ámm hafði Thor
Jensen stofnað togarafélagið Kveld
úlf ásamt sonum sínum, og varð
Ólafur einn af framkvæmdastjór-
um þess, er hann kom heim 1914
og lengi síðan. Gerði félagið út
allmarga togara og hafði mikla
fiskverkun og önnur umsvif.
Ólafur kvæntist 1915 Ingibjörgu
Indriðadóttur, Einarssonar, skálds,
og konu hans, Mörthu Maríu Guð-
johnsen. Frú Ingibjörg lifir mann
sinn og er viðurkennd mikil mann
kostakona, sem stóð með prýði
við hlið manns síns á löngum og
erfiðum stjórnmálaferli. Börn
þeirra, sem á lífi eru, eru fjögur.
Ólafur Thors hóf snemma þátt-
töku í stjórnmálum og var brátt
kosinn til forystustarfa í flokki
sínum, Sjálfstæðisflokknum. Árið
1925 bauð hann sig fram til AI-
þingis í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, og átti hann sæti á þingi
fyrir það hérað óslitið til dauða-
dags, eða nærfellt fjóra tugi ára.
Hafði hann setið lengur á Alþinggi
en nokkur þeirra, er síðast áttu
þar sæti með honum á þessu þingi,
enda var hann aldursforseti þess.
Árið 1932 var Ólafur Thors
kjörinn formaður Sjálfstæðisflokks
ins, og tók við þeirri forystu af
Jóni Þorlákssyni. Þeirri for-
mennsiku gegndi hann síðan óslitið
allt til 1961, er hann sagði af
sér formennsku, og Bjami Bene-
diktsson tók við.
Ólafur Thors varð fyrst ráð-
herra í samsteypustjórn Ásgeirs
Ásgeirssonar árið 1932, og gegndi
þar störfum dómsmálaráðlherra
fyrir Magnús Guðmundsson um
* tíma. Næst gegndi hann embætti
atvinnumálaráðherra í þjóðstjóm-
inni undir forsæti Iíer-
manns Jónassonar frá 1939 til
1942, en þegar sú stjóm fór frá,
myndaði Ólafur Thors fyrstu
stjórn sína, hreina flobksstjóm, en
hann var þó aðeins forsætisráð-
herra til loka þess árs.
Lýðveldisárið 1944 var mynduð
svonefnd nýsköpunarstjórn ,og var
hún samsteypustjórn Sósíalista-
flokksins, Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins undir forsæti
Ólafs Thors. Sú stjóm var við völd
til ársbyrjunar 1947.
í árslok 1949 varð Ólafur for-
sætisráðherra í þriðja sinn, þá í
minnihlutastjórn Sjálfstæðismanna
sem sat aðeins fjópa mánuði. Þar
á eftir var mynduð samsteypu-
stjórn SjáLfstæðksflokksins og
Framsóknarflokksins undir forsæti
Steingríms Steinþórssonar. Sú
stjórn sat til 1953. en þá myndaði
Ólafur stjórn í fjórða sinn. og var
það einnig samstevpustiórn sömu
flokka. er var við völd ti) 1956.
en þá tók vinstri stjórnin svo-
nefnda við.
í fimmta og siðasta sinn mynd-
aði Ólafur Thörs ríkisstjórn seint
á ári 1959, og var hann forsætis-
, ráðherra hennar fram undir árslok
1963 , er hann sagði af sér af
heilsufarsástæðum. Hann átti þó
sæti á Alþingi með hvíldum allt
fram á þetta haust.
Ólafur Thors gegndi að sjálf-
sögðu margvíslegum öðrum trún-
aðar- og stjórnarstörfum á vegum
flokks síns á Alþingi. Hann átti
sæti í stjórn íhaldsflokksins frá
stofnun hans 1924, og síðan í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins frá
stofnun hans 1928. Hann var og
lengi í utanríkismálanefnd og átti
sæti í bankaráði Landsbankans.
Formaður í Félagi ísl. botnvörpu-
skipaeigenda var hann um nokkurt
árabil.
Eins og sjá má af þessu yfirliti
var Ólafúr Thors mjög áhrifa-
mikill stjórnmálaforingi i nær
fjóra áratugi hér á landi. Flokkur
hans var jafnan stór og átti oft
þátt í stjórn landsins undir stjórn
Ólafs. Ólaíur var umsvifarmikill
stjórnmálamaður, sem jafnan
i fylgdi gustur, og hann lét ætíð að
• sér kveða þar sem hann kom við
' mál. Sjálfstæðisflokkurinn naut
iengi sérstakrar lagni hans og
: samningakunnáttu við- að halda
: saman ólíkum öflum og sjónar
miðum í svo fjölmennum og sund-
urleitum tlokki. Var • það mál
manna, aö Ólafur ætti fáa sína
líka í þeim efnum.
Ólafur var glæsimenni mikið )
allri framgöngu, eftirminnilegur
j persónuleiki, skemmtinn og hnytt-
! inn oft og einatt, tilþriíamikill
ræðumaður og greindur vel.
Það lætur að líkum, að svo
! áhrifaríkur stjórnmálaleiðtogi sem
Ólafur Thórs, með sterkan flokk að
baki sér, hefur skilið eftir sig
margvísleg og mikil spor á bessum
t'iórum áratugum, sem eru um leið
mesta breytinga -og framfaraskeið
þjóðarinnar í þeirri baráttu. sem
háð hefur verið á stjórnmálasvið-
inu þessa áratugi, er hlutur Ólafs
Thórs mikill, og því er að honum
sjónarsviptir. 011 sú saga sýnir
greinilega, að hann var mikilhæf-
ur og á margan hátt óvenjulega
snjall foringi í flokki sínum og
ótvíræður leiðtogi hans.
Útför Ólafs Thórs fer fram kl.
13,30 frá Dómkirkjunni á vegum
ríkisins. —
MÉR finnst, að ekki eigi ilia
við, að Ólafs heit. Thors sé minnst
með fáeinum orðum í Tímanum,
þar eð það blað var um 16 ára
skeið prentað í þeirri prent-
smiðju, sem Ólafur átti meirihlut-
ann í, ásamt bróður sínum, Rich-
ard Thors. Ég var meðal fimm
prentara, sem réðust í að stofna
prentsmiðju laust fyrir 1920. Þá
stóðu yfir stríðstímar fyrri styrj-
aldarinnar. Verðlag á öllu, sem
þurfti til prentsmiðjukaupa, hækk
aði svo að segja daglega, enda
tók það hátt á annað ár að ná
til landsins þeim tækjum, sem
með þurfti til rekstursins, enda
gat prentsmiðjan ekki tekið til
starfa fyrr en 6. október 1920.
Þetta var fyrsta prentsmiðjan hér
á landi, sem dreif vélar sínar með
raforku frá eigin aflstöð þar til
bæjarrafmagnið kom frá Elliða-
ánum snemma á árinu 1921.
Okkur hafði tekizt að fá lán
til prentsmiðjukaupanna í Lands-
bankanum, enda höfðum við úr-
vals ábyrgðarmönnum á að skipa.
Til að byrja með voru þeir bræð-
ur aðeins ábyrgðarmenn, en vá-
lynd veður og ófriðarblikur gerð-
ust í þeim stjórnmálaflokki, sem
Olafur þá tilheyrði. Gekk það svo
langt, að hann var ákveðinn í að
gefa út sérstakt blað, í andstöðu
við blöð þess flokks, sem hann
þá tilheyrði, eða til að herða a
þeim áhugamálum, sem hann bar
fyrir brjósti. Gerðust þeir bræður
því meðhluthafar okkar í prent-
smiðjurekstrinum. Var þá bætt
við prentsmiðjutækin nýrri
setjaravél, sem ætlað var það
hlutverk, að á hana yrði sett hið
nýja blað, sem Ólafur hugðist
gefa út. En margt fer öðruvísi
en ætlað er. _ Ilinar pólitísku öld-
ur í flokki Ólafs lægði og sættir
tókust, sem Ólafur gat unað við.
Úr útgáfu blaðsins varð því ekki.
Blaðið Tíminn hafði hafið göngu
sína árið 1917. Það blað var hand-
sett í prentsmiðjunni Gutenberg.
Nú varð það úr, að Tíminn flutt-
ist1 til prentunar í Actaprent-
smiðju frá áramótum 1920. Var
hann síðan settur þar og prent-
aður í nærri 16 ár, eða þar ti)
í október 1936, er Framsóknar-
menn keyptu prentsmiðjuna. Var
þá skipt um nafn og prentsmiðj-
an eftir það nefnd Edda. Aðeins
prentáhöld og pappír var selt.
Eftir sátum við með forlags- og
umboðssölubækur Acta. Mér var
falin salan á prentsmiðjunni og
einnig að koma í verð bókalag-
ernum og umboðssölubókum. Því
verki tókst mér að lúka á 10 ár-
um.
Sem gefur að skilja hafði eg
allnáin kynni af Ólafi þau 26 ár,
sem við áttum skipti saman. Mér
eru mjög minnisstæðir fundir,
sem stjórn prentsmiðjunnar,
ásamt Ólafi, átti með stjórn Lands
bankans, ýmist viðvíkjandi af-
borgunum af lánum eða viðkom-
andi nýjum rekstrarlánum. Stjórn
bankans var all fastheldin r. fé
lánastofnunarinnar, en Ólafi tókst
þó oft með hraðmælsku sinni og
rökfimi að fá þar nokkuð úr bætt.
Ef um allt annað þraut, leitaði
hann til föður síns, orentsmiðj-
unni til styrktar. Þannig stóðu
því sakir, þegar prentsmiðjan var
seld, að skuld hennar við Thor
Jensen var 10 þúsund krónur. Þá
skuld tókst mér að minnka smátt
og smátt, unz hún var að fullu
greidd ásamt vöxtum. Sagði Ólaf-
ur síðar við mig, að aldrei hefði
Kveldúlfur greitt hærri vexti. Enn
fremur bætti hann við, „að sér
þætti það horngrýti hart, að þá
Framh&ia á bls. 13.