Tíminn - 05.01.1965, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 1965
13
TÍMINN
MADE IN U.S.A.
„Camel stund
er ánægju stund!
Kveikið í einni Camel og njótið
ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu
og hreinræktuðu tóbaksbragði.
BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN.
Eigið
Camel stnod
»trax í dag!
HERAÐSSKOLI
Framhald af 8. síðu.
aðilum, hvatt til athafna og heit-
ið málinu fylgi og öllum stuðn-
ingi sem þau mega.
Fyrst og fremst verður ríkis-
valdið að gera sitt, þá geta hrepps
félög og fyrrnefnd félög, svo og
einstaklingar, lagt nokkuð fram af
mörkum, sem framlög og gjafir.
Ef allir þessir aðilar tækju hönd-
um saman, gæti hrollurinn horf-
ið úr þeim hrollgjörnu og mundi
þá málið vinnast auðveldlega með
byggingu Héraðsskóla Eyfirðinga.
MINNING
Framhaid ai 9. síðu
fyrst skyldi prentsmiðjan rara að
græða, er búið væri að
selja hana“.
Ávaltl var hressandi að eiga
orðræður við Ólaf. Þar gætti
óþrjótandi bjartsýnis, velvildar og
greiðvikni. Hann vildi alltaf gott
gera og treysti öðrum til hins
bezta. Honum sárnaði bví mjög,
ef menn misnotuðu hjálp hans og
stuðning. Hann var einn af þeim
elskulegustu mönnum, sem ég hef
kynnzt um ævina.
Vorið 1932 lá Ólafur um tíma
veikur. Meðan svo stóð, söfnuð
ust fyrir hlaðar af bréfum til
hans. Þegar hann tók að hress-
ast, fór hann að glugga í bréf
sín. Sagði hann mér síðar, að
meðal þeirra bréfa, sem hann
hefði tekið frá til að svara fljot-
lega, hefði verið bréf frá ungum
manni norðanlands. Hann hefði
þar farið þess á leit, að hann
veitti sér vinnu hjá Kveldúlfi, ef
hann kæml bráðlega til Reykja-
víkur, sem hann mjög fýsti. Hann
sagði, að bréfritarinn hefði haft
svo fallega rithönd, stíll bréfsins
verið svo lipur og prúðmannlegur,
að sig hefði langað til að geta
orðið honuin að liði Nú mun svo
komið, að sá hinn sami, er bréfið
ritaði Ólafi vorið 1932, mun nú
vera orðinn ein af sterkustu stoð-
um Sjálfstæðisflokksins og fram-
arlega á fjármálasviði flokksins.
En vitanlega var þessi ungi mað-
ur aðeins ein af þeim þúsund-
um, sem Ólafur mun um dagana
hafa rétt hjálparhönd og stutt
með ráðum og dáð til efnalegs
sjálfstæðis og bjartari lífsafkomu.
Enn eins atviks minnist
ég glögglega. Þegar ég hafði lok-
ið skiptum á Acta, kom dálítil
upphæð til skipta meðal hluthafa.
Þegar ég 'ætlaði að greiða Ólafi
Thors hlut þeirra bræðra, neitaði
hann að taka við honum. Sagði
hann mér, að ég ætti að hafa
þeirra hlut fyrir starf mitt við
skiptin. Sér nægði að vita, að mér
hefði tekizt að gera full skil við
alla, sem Acta skuldaði, er sala
fór fram. Ég býst við, að þeir
væru færri nú á síðustu tímum,
sem slægju hendi við arði af fyr-
irtæki, sem þeir hefðu verið hlut-
hafar í. Sumir hafa talið, að hann
væri harðsvíraður í viðskiptum.
Þetta atvik sýndi hið gagnstæða.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
goldið mikið afhroð við fráfall
fyrrverandi formanns flokksins.
Þess mun ef til vill vera langt
að bíða, að flokkurinn eignist aft-
ur annan eins „Fjögramaka.“
Þessa mikilhæfa og margslungna
stjórnmála- og drengskaparmanns
mun lengi verða minnst á sögu-
spjöldum þjóðarinnar.
Ég votta ekkju hans og öðrum
ástvinum hans innilega hlut-
tekningu við hið sviplega fráfall.
En bak við fortjald hérvistardag-
anna mun bjarma fyrir degi
ódauðleika lífsins.
Jón Þórðarson.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
Framhald ai o síðu
fljóta sofandi að feigðarósi. Og
þess vegna er nauðsynin enn
meiri að hafa taumhald á eyðsl
unni, að bráðnauðsynlegar fram
kvæmdir kalia að á þessum
sviðum og fjölmörgum fléirl.
Það er augljóst, að aðkall
andi viðfangsefni eru bæði
fleiri og stærri en svo, að við
getum hafizt handa um þau
öll í einu. Þá er það hygginna
manna háttur að leggja við-
fangsefnin niður fyrir sér,
meta þýðingu þeirra og fram
kvæma það fyrst, sem mest
liggur við að komist i fram-
kvæmd. Þannig verður þjóðar
heildin einnig að vinna. Það
áætlun, ekki af því tagi sem
gerð var fyrir kosningar i hitt
eðfyrra og enginn hefur síðan
litið á, heldur ítarlega og vand
aða áætlun, sem tryggt yrði
af ekibeitni að yrði fram-
kvæmd og sem léti nauðsynleg
ar framkvæmdir í þágu alþjóð
ar sitja i fyrirrúmi fyrir verðl
bólgufjárfestingu.
Við eigum svo margt ógert
og svo marga möguleika ónot-
aða. Við verðum að strita með
viti
Og hver veit nema þjóin
greiddi skatta sína með glað-
ara geði, ef hún vissi að þeim
yrði vel varið.
Gleðilegt nýár.
ÁVARP
Framh. af bls. 3.
ur staðinn að sér, bæði um húsa-
kynni og annað. Rafnseyri liggur
miðsveitis á Vestfjörðum og til-
valinn funda- og samkoimustaður,
bílvegir í allar áttir og náttúrufeg
urð. Þar ilmar enn úr grasi, og
Vestfirðir eiga þar sinn sögustað
líkt og Sunnlendingar Skálholt
og Norðlendingar Hóla. Eg hefi
leyft mér að gera þetta að umtals
efni, því allt sem snertir Jón Sig
urðsson er með nokkrum hætti
þjóðmál, eins og m. a. gullpenings
útgáfan sýnir.
Undir lokin vil ég geta þess, að
iis* ittiowiégbbomnuc t,
mép er kunugt.um, að i undirbún-
’íH^í!''érrsj6fíkto!l!húríí:til "býggingar
lcirkju á Rafnseyri, og mun nánar
gerð grein fyrir því innan tíðar.
Það á ekki að verða nein stór-
kirkja, heldur fögur og virðuleg
kapella, samboðin staðnum. Á
Rafnseyri stendur enn veggjarbrot
úr baðstofu, en þar undir var
rúm Þórdísar húsfreyju. Mætti e.
t. v. fella það inn í kirkjuvegg og
merkja nákvæmlega á gólfi fæð
ingarstað Jóns Sigurðssonar. Ef
ríkið leggði fram eina krónu á
móti hverri gjafakrónu. eins og
gert var um endurreist Bessastaða
kirkju, þá væri því máii borgið.
Viðgerð Bessastaðakirkju er nú
lokið að öðru leyti en þvi, að eftir
er að koma fyrir þungri, viða-
mikilli eikarhurð á sterkum járn-
um í ekkerisstíl, enda var kirkjan
helguð sjófara-dýrlingnum Nikul-
ási í kaþólskum sið. Hurðin er
gjöf frá Noregi, og nú komin til
landsins. Mér hefir nýlega borizt
tíu þúsund króna gjöf til kirkjunn
ar frá konu, sem ekki vill láta
nafns síns getið. Ríkið er nú laust
allra málaloka. Það er ómetanlegt
að hafa slíka staðarkirkju, og
minnir á þann vígða þátt, sem
kristin kirkja hefir átt í allri
sögu og menning þjóðarinnar.
Sú velgengni er góð, sem vér
nú njótum. En er hún einhlít til
að gera menn hamingjusama? Er
saddur maður ætíð sæll? Svo hefir
ekki alltaf reynzt. Það er eitthvað
til sem heitir sál, og hungrar og
| þyrstir eftir því réttlæti, sem ekki
j er tóm laun eða tryggingalöggjöf.
i Vér viljum sjá eitthvað fram á
j veginn og jafnvel gegnum dauðans
dyr, sem blasa við öllum. Á þessu
nýja ári hugsum vér til framtíð-
arinnar. Ef vér höfum einhvern til
gang og starf, sjáum vér að vísu
nokkuð fram á veginn, hvemig
eigi að stíga hin næstu fót-
mál. En hungur mannlegrar sálar
stendur dýpra, og stundum bregð
ur fyrir skærum geisla, Ijósi, sem
skín í myrkrunum, eins og frá
Jólastjörnu, Páskum og Hvíta-
sunnu. Þá birtu hefir kirkjan flutt
mörgum á öllum öldum, og ekki
sízt þeim sem eiga andstreymt. í
rauninni er jólaguðspjallið leiðar
stjama allra stjórn- og trúmála:
friður og velþóknun.
Gleðilegt nýtt ár!
TILKYNNING
Vér viljum hér með vekja athyglj heiðraðra
viðskiptavina vorra á því að vörur sem liggja í
vörugeymsluhúsum vorum, eru ekki tryggðar af
oss gegn bruna, frostum eða cðrum skemmdum
og liggja því á ábyrgð vörueigenda.
H. f. Eimskipafélag íslands.