Tíminn - 10.01.1965, Side 5
SCNNUDAGUR 10. janúar 1965
TfMIWW
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Kitstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Heigason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Glslason. Ritstj.skrifstofur • Eddu-
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti ' Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar sknJstofur,
simi 18300 Askriftargjald kr 90,00 á mán mnanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Stærsta hagsmunamál
Vestfjarða
Þeir, sem fylgjast með fréttum útvarps og blaða,
munu minnast þess, að fátt hefur verið tíðara í fréttum
undanfarna mánuði en frásagnir af töku landhelgis-
brjóta úti fyrir Vestfjörðum. Á tiltölulega stuttum tíma
hafa ekki færri en tólf útlendir togarar verið teknir að
ólöglegum veiðum þar.
Það hefur því ekki þurft að kóma a óvart, þegar út-
varpið flutti þá frétt fyrir nokkrum kvöldum, að á sam-
eiginlegum fundi samninganefnda sjómanna og útvegs-
manna á Vestfjörðum hefði nýlega verið gerð svo-
þljóðandi ályktun:
„Undirritaðir samningamenn útvegsmannafélags Vest-
fjarða og samninganefndarmenn sjómannasamtakanna
innan Alþýðusambands Vestfjarða vilja hér með vekja
athygli ríkisvaldsins og fiskkaupenda á þeirri staðreynd,
að rekstursgrundvöllur línuveiðiútgerðarinnar á Vest-
fjörðum á nú við svo alvarJega örðuglejka að etja vegna
aflatregðu, stóraukins tillcostnaðar og of lágs aflaverðs
að gera þarf nú þegar raunhæfar aðgerðir útgerðinni til
stuðnings.
Þar sem hér er um að ræða grundvallaratvinnuveg
Vestfjarða sem er undirstaða fiskiðnaðarins mikinn hluta
íirsins verður ekki hjá því komizt að skapa honum örugg
starfsskilyrði. er tryggi þeim, sem við þessi störf vinna
lífvænlegri launakjör ”
Eins og kemur fram í þessari ályktun, er sjávarútveg-
urtnn grundvallaratvinnuvegur Vestf]arða. Ef hann
bilar, er útilokað að stöðva þann fólksflótta, sem hefur
verið þaðan seinustu árin. Framtíð Vestíiarða byggist
á því fremur öðru, að sjávarútveginum þar verði
tryggð sem öruggust afkoma.
Landgrunnið er óvíða meira hér við land en út af
Vestfjörðum. Ef landgrunnið þar fengist friðað fyrir
botnvörpuveiðunum, myndi skapast alveg gerbreytt að-
staða fyrir bátaútyeginn á Vestfjörðum. I
Um þetta mál þarf að hefjast handa sem allra fyrst.
Ótrúlegt er annað en tekið yrði á þessu máli með skiln-
ingi af þeim, sem um það þurfa að ræðast við samkvæmt
landhelgissamningnum frá 1961, þar sem framtíð heils
landshluta er hér í veði.
Merk uppgötvun
Það eru ánægjuleg tíðindi, að islenzkum vísindamönn-
um skuli hafa tekizt að finna orsakir mæðiveikinnar eða
veiru þá, sem veldur henni. Það er að vísu ekki nema á-
fangi að þvi marki að finna varnir gegn veikinni, en
mikilsverður áfangi eigi að síður.
Þessi árangur sýnir, að íslenzkir vísindamenn eru ekki
eftirbátar annarra, ef þeim eru búin viðunanleg starfs-
skilyrði. Hlutur vísindanna í starfi atvinnuveganna fer
tiú hvarvetna vaxandi. Þessvegna er fátt meira áríðandi
en að þióðin keppi að því að eignast sem flesta vísinda-
menn. er vinni í þjónustu atvinnuveganna, en undir
staða þess er að búa þeim sæmileg starfsskilyrði.
Ein af haekkunartillögum Framsóknarmanna við fjár-
lögin, er stjórnarblöðin ræða mest um, var um aukið
framlag til rannsóknarstöðvarinnar á Keldum. Það er
ekki víst, að stjórnarliðið hæli sér lengi af því að hafa
fellt hana.
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Verða Bandaríkin að taka upp
nýja einangrunarstefnu?
Þau eiga að minnka afskiptin af Afríku og Asíu
UPP á siðkastiS hefur flest
snúizt á verra veg fyrir okk-
ur í hinum fjarlægari Austur
löndum og Afríku. Ekki svo að
skilja, að þar hafi vel gengið
áður. Horfur hafa til dæmis
aldrei verið bjartari í Suður-
3 Vietnam, nema í opinberum yf
irlýsingum og tilkynningum.
Og ástandið í Kongo hefur allt
af farið versnandi síðan Sam-
einuðu þjóðirnar urðu, vegna
fjárskorts, að hverfa á burt
með friðargæzlusveitir sínar.
1 sumar, meðan athygli okk-
ar flestra beindist einkum að
kosningaundirbúningnum, tók
að riða til falls í Saigon sú
ríkisstjórn, sem við vorum
knýttir sterkum og margvísleg
um böndum. Adoula-stjórnin
í Kongo féll, en við höfðum
veitt henni stuðning, og við
vorum allt í einu komnir í
bandalag við Moise Tshombe.
Að hampa honum framan i
aðra Afríkubúa en hvíta minni
hlutann, syðst í álfunni, hef-
ur svipuð áhrif og að veifa
rauðu klæði framan í mann-
ýgan tarf.
ÞESSAR tvær óheppilegu og
erfiðu flækjur eru aðal áhrifa-
valdar þeirrar andúðar á Banda
ríkjamönnum, sem geysar nú
eins og landfarsótt meðal hör-
undsdökkra manna hvarvetna
um heim. Aðalstöðvar banda-
rísku upplýsingaþjónustunnar
{ hafa verið rúðar og brenndar
| bæði í Egyptalandi og Indon-
'I esíu. Khanh hershöfðingi, sem
hefur verið dnkauppáhald okk
ar og aðaiskjólstæðingur í Vi-
etnam, hefur jafnvel talið sér
til ávinnings að gerast and-
hverfur Bandaríkjamönnum.
Hjá Sameinuðu þjóðunum
höfum við orðið fyrir hvass-
yrtari og heiftúðugri árásum
en dæmi eru til á friðartím-
um. Þegar ég er að skrifa þessa
grein er enn allt á huldu um.
hvort fyrir hendi sé á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna meirihluti, sem sé and-
hverfur Bandaríkjamönnum.
Okkur hefur að visu orðið
nokkuð ágengt í Evrópu og
Mið- og Suður-Ameriku En
allt hefur sigið á ógæfuhlið í
Afríku og þeim hluta Asíu,
sem bein eða óbein áhrif
kommúnistanna í Kína ná til.
HOLLT mun okkur vera að
skyggnast um og gera okkur
grein fyrir ástandi og horfum.
Bezt mun að byrja á því að
hverfa nokkuð aftur í tímann
og gera sér ljóst, að fyrir tutt
ugu of fimm árum, þegar síð-
ari heimsstyrjöldin hófst
grunaði engan bandarískan
hemaðar, eða stjórnmálasér
fræðing, að fyrir okkur ætti
að liggja að taka bátt í borg-
arastyrjöld í Kongó, eða gera
út heri i Kóreu eða Suð-aust-
ur Asíu.
Við vorum skuldbundnir Fil
ippseyingum, en fjær náði
ábyrgð okkar ekki. Nálega ali-
ir Bandaríkjamenn vonuðu og
hugðu gott til, að þegar búið
LYNDO(J B. JOHNSON
— er hann sammála
Lippmann?
væri að tryggja sjálfstæði Fil-
ippseyinga drægi að mun úr
hemaðarlegum skuldbinding-
um okkar. Nú stafa helztu erf
iðleikar okkar af ábyrgð, sem
við tókumst á hendur meða)
illa staddra þjóða eftir lok síð-
ari heimsstyrjaldarinnar. Þetta
er á þeim svæðum ; Asíu og
Afríku, þar sem gömlu ný
lendukerfin hafa hrunið cil
grunna, veldi Belga, Frakka,
Japana og Hollendinga, og
veldi Breta, sem heita má að
einnig sé hrunið. í Afríkuveldi
Portúgala rambar allt á helj-
arbarmi.
VIÐ höfðum látið sogast
inn í í hringiðu þessara valda-
sviptistrauma í tveimur heims
álfum. Og þetta gerðum við af
góðum og háleitum hvötum.
Við höfðum leyft hugsjónai
baráttunni í kalda stríðinu að
ná undirtökum á huga okkar og
látið eigin hagsmuni þoka Upp
reisnaröflin hafa geystst fram
meðal vanþróaðra þjóða hvar-
vetna um heim, en við höfð
um fórnað ærnu fé og lagt á
hættu áhrifavald okkar og líf
og limu fjölmargra Bandaríkja
manna til þess að aðstoða þær
ríkisstjórnir, sem reiðubúnar
voru að berjast gegn þessum
öflum.
Afleiðingarnar hafa svo orð
ið, að styrkur okkar dreifist
um of, einkum um þau
landsvæði, þar sem við eigum
ekki sérlega mikilvæga hags-
muni að rækja. Við höfum
drepið kröftum okkar svo á
dreif, að við veitum öllum
nokkurn styrk, en engum svo
að haldi komi.
Öllu verra er þó hitt, að við
eigum ekki aflögu tíma, fé e?a
afl til að gæta brýnustu hags-
muna okkar sjálfra í nálægð-
Með þéssari heimsumföðmun
og dreifingu orkunnar höfum
við valdið svo miklum von-
brigðum, að andúðaraldan i
garð Bandaríkjamanna ris
hvarvetna.
VERST er, að víð höfum van
rækt brýnustu hagsmuni okkar
sjálfra. Helztu og brýnustu
hagsmunir hverrar þjóðar
snerta öryggi hennar og vel- £
ferð. Öryggi okkar eða vel- 1
ferð velta ekki á framvindu I
mála í Suð-austur Asíu eða 1
Kóreu, og hafa aldrei gert. \
Helztu og brýnustu hagsmumr
verða hvorki verndaðir né
tryggðir með sjálfsmorðs-
tilraunum, heldur með því að
vega málin og meta af skyn-
semi.
Sé litið á málin frá þessum
sjónarhóli kemur í ljós, að allt
frá stríðslokum hafa skuldbind
ingar okkar ekki miðast við
brýnustu og helztu hagsmuni
okkar sjálfra, og auk þess tek-
ið langt út yfir það, sem hern- |
aðarorka okkar og stjórnmála- I
máttur hrekkur til.
Við erum þess umkomnir, að
koma málum Afríku og Asíu í
það horf, sem heitið getur
regla samkvæmt okkar skiln-
ingi á því orði. Vandræði okk
ar þar stafa af því, að við
höfum reist okkur hurðarás
um öxl og tekið að okkur verk
efni, sem okkur brestur þjálf-
aða og reynda menn til að
leysa. Ekki er fyrir hendi
neinn sannur þjóðarvilji til að
veita þennan stuðning og al-
menningur er með réttu ófús
að leggja örlög sín í hættu
hans vegna.
VERÐI sagt, að þetta sé ein
angrunarstefna, hlýt ég að fall
ast á, að sv^ kunni að vera.
Sé það einangrunarstefna að
meta mest i brýnustu hagsmuni
okkar sjálfra og gera okkur
ljósa grein fyrir takmörkum
valds okkar og afls, þá er þetta
einangrunarstefna. Það er að
minnsta kosti einangrunar-
stefna í samanburði við þann
hnattumfeðming, sem hafður
hefur verið í hávegum síðan
að síðari heimsstyrjöldinni
lauk.
Og hvað með það?
Okkur eru vel ljósir brýn-
ustu hagsmunir okkar ' Ev-
rópu og hér í Norður- og Suð-
ur-Ameríku. En að því er tek-
ur til eftirstríðsskuldbindinga
okkar lengst í burtu er fylli-
lega kominn tími til að gera
sér ljóst, að bar er næsta mik-
ið í húfi, og þar eigum við
ekki að láta heitar og ákafar
hugsjónir ráða gerðum okkar.
heldur skynsamlega könnun og
heilbrigt mat á hagsmunum
okkar eigin þjóðar.
J