Tíminn - 10.01.1965, Blaðsíða 6
Ingi Tryggvason, Kárhóli:
TÍMINN
SUNNUDAGUR 10. janúar 1965
Nokkur ori um skuttufrumtöl hændu
Á síðastliönum vetri urðu miki-
ar umræður bæði á opinberum
vettvangi og manna á milli um
samanburð þann, er Hagstofa ís-
lands gerði á tekjum hinna ýmsu
starfshópa í landinu árið 1962.
Vakti mikla eftirtekt, að í ljós
kom, að bændastéttin var tekju-
lægsta atvinnustétt landsins sam-
kvæmt skattframtölum. Bændun-
um sjálfum kom þetta þó ekki á
óvart, þar sem þeim hefur lengi
verið ljóst, að hlutur þeirra hef-
ur verið fyrir borð borinn við
skiptingu þjóðarteknanna.
Vart getur það kallazt nokkurt
leyndarmál, að skattskýrslur eru
ekki alltaf ábyggileg heimildarrit.
Svo er og um framtalsskýrslur
bændanna. Verður hér drepið á
nokkur atriði, sem lagfæra eða
breyta þyrfti, til þess að þessar
skýrslur gæfu gleggri upplýsing-
ar en þær gefa nú um hag bænda-
stéttarinnar og rekstrarafkomu
búanna.
Hver bóndi fær árlega afhent
eyðublað undir svokallaða land-
búnaðarframtalsskýrslu, sem hon-
um ber að útfylla og senda sem
fylgiskjal með einkaframtali sínu.
Þetta er nokkurs konar rekstrar-
reikningur búsins, en þó þannig
formaður, að útkoman getur ekki
sýnt raunverulega afkomu bú-
rekstrarins. Þetta stafar af því,
að mjög mikilvægum gjaldaliðum
er alveg sleppt á landbúnaðar-
framtalsskýrslunni, en þeir síðan
færðir á einkaframtal bóndans
eða sleppt að mestu leyti. Af þess-
um ástæðum verða „brúttó“ tekj-
ur bændanna óeðlilega háar og
meiri munur á ,,brúttó“ og „nettó“
tekjum bænda en flestra eða allra
annarra starfstétta. Þess vegna
voru bændur enn lakar settir með
tekjur 1962 miðað við aðrar at-
vinnustéttir heldur en áðurnefnd-
ur tekjusamanburður sýndi, en sá
samanburður var miðaður við
„brúttó" tekjur.
Þeir sem selja framleiðsluvör-
ur bændanna, eru skyldir að gefa
skattayfirvöldunum upp magn og
verð seldrar vöru frá hverju búi.
Auðvelt er að áætla allnákvæm-
lega verðmæti þeirra framleiðslu-
vara, sem bóndinn notar sjálfur
á heimili sínu. Virðist því allvel
fyrir því séð, að tekjur búsins
komi fram á landbúnaðarframtals-
skýrslunni.
Um gjöldin gegnir nokkru
öðru máli. Véra má, áð fram geti
komið tilhneiging hjá einstaka
manni til að telja keyptar rekstr-
arvörur meiri en þær raunveru-
lega eru. Hafi skattayfirvöldin
grun um slíkt, eiga þau auðvelt
með að krefja framteljanda um
sönnunargögn fyrir hinum ýmsu
kostnaðarliðum. Á það má benda,
að mjög mikla reglusemi og ná-
kvæmni þarf til þess, að allir
gjaldaliðir viðkomandi búrekstrin
um komi fram, og munu margir
bændur hafa oftalið tekjur sínar
vegna þess, hve miklu auðveldara
er að afla gagna um tekjurnar
en gjöldin. Bóndinn hefur allt of
nauman tíma til að sinna reikn-
ingshaldi fyrirtækis síns svo sem
þyrfti. Væri athugandi, hvort verzl
unarfélög bændanna gætu ekki
gert meira en nú er til að auð-
velda þeim þetta reikningshald.
Enginn bóndi rekur nú teljandi
búskap án þess að hafa byggt dýr
hus yfir hey, íénað, verkfæri o.íi.
Hús þessi eru flest gerð úr svo-
kölluðum varanlegum efnum. Svo
lítur út fyrir, sem skattayfirvöld-
in taki þetta nokkuð bókstaflega,
því að algengt er, að leyfð fyrn-
ing þessara húsa sé miðuð við,
að húsin standi 3-5 hundruð ár.
Þegar umrætt hús var byggt,
varð bóndinn að leggja fram til
byggingarinnar af eigin fé eða
fá sem víxillán kr. 50.000.-, eða
það sem á vantaði, að stofnlána-
deildarlánið nægýi fyrir bygging-
arkostnaðinum. Á 15 árum — láns
tíma fasta lánsins — afskrifast
húsið samtals um kr. 4500., það
er sú upphæð, sem búreksturinn
sjálfur má leggja til byggingar-
innar á 15 árum. Bóndinn verður
því samkvæmt þessu að leggja
fram af eigin fé á 15 árum kr.
125.500.- vegna þessarar einu
byggingar.
Svona óhóflegar kröfur þjóð-
félagsins á hendur bænda um
festingu eigin fjár í framkvæmd-
um valda sífelldum fjárskorti, sem
beint og óbeint fælir unga fólk-
ið frá landbúnaðinum og knýr
bændur til að leggja óhóflega
vinnu á sig og sína til að fleyta
rekstrinum áfram.
Eins og áður er sagt, ætti öll
fjárfesting búrekstrarins að koma
inn á landbúnaðarframtalsskýrsl-
una sjálfa og þar ættu líka all-
ar afskríftir að koma fram, þann-
ig að s!*'"slan sýni réttari rekstr-
arútkomu hverju sinni auk þess,
sem hún ætti einnig að sýna,
hve mikið fjármagn bóndinn hef-
ur bundið í búrekstri sínum. f
þessu sambandi er rétt að benda
á, að brýn nauðsyn er að sam-
ræma lengd lánstíma úr Stofn-
lánadeild og fyrningartíma mann-
virkisins, sem lánað er út á.
Allir vita, að vaxtagreiðslur eru
mörgum fyrirtækjum þung byrði,
og skuldavextir hljóta að teljast
eðlilegur kostnaðarliður í hverj-
um atvinnurekstri. Ekki fást þó
neinir vextir af stofnkostnaði eða
rekstrarkostnaði færðir á land
búnaðarframtalsskýrslu bóndans,
heldur koma allir skuldavextir á
einkaframtal hans. Eðlilegast virð
ist, að vextir séu reiknaðir af
því fjármagni, sem hverju sinni
er bundið í búinu, og færðir sem
kostnaðarliður á rekstrarreikn-
ingi. Bóndanum væru svo færð-
ir þessir vextir sem tekjur að
frádregnum skuldavöxtum. Með
þessu móti sæist betur, hvað bónd
inn bæri úr býtum fyrir vinnu
sína, hver hluti tekna hans væru
vinnulaun og hver vextir.
Börn og unglingar vinna mik-
ið að framleiðslustörfum Al-
gengast mun vera, að vinnu barna
bóndans, meðan þau eru undir
16 ára aldri, sé hvergi getið á
framtalsskýrslum. Sjálfsagt virð-
ist að reikna börnunum kaup á
rekstrarreikningi búsins í sam-
ræmi við vinnuframlag þeirra jg
skapa svo ákveðnar reglur um,
að hve miklu leyti þessar tekj-
ur koma inn á einkaframtöl föð-
urins. Sömu reglur eiga auðvitað
að gilda um framtal a vinnu-
tekjum barna í sveit og við sjó,
og réttmætt væri að taka tillit
til meiri námskostnaðar sveita-
barna en kaupstaðarbarna. Sömu-
leiðis verður að ætla eiginkonu
bóndans kaup á rekstrarreikn-
ingi fyrir þaö, sem nun vinnur
búinu, og færa þessar tekjur á
einkaframtal bóndans eftir sömu
reglum og launatekjum eigin-
kvenna í öðrum atvinnustéttum.
Þá má benda á, að óhjákvæmi-
leg tryggingagjöld og atvinnu-
rekstrar og áhættuiðgjöld ættu
að teljast til gjalda á landbún-
aðarskýrslu. Enn fremur ættu að
stöðugjöld að koma þar inn.
Fleira mætti telja, en hér verð-
ur staðar numið. Tilgangur þess-
ara lína er að benda á, að full
þörf er á því að gera landbúnað-
arframtalsskýrslueyðublöð þau,
sem bóndinn fær í hendur, þann-
ig úr garði, að á þau verði færð-
ur raunverulegur rekstrarreikn-
ingur búsins, og ekki verði bland-
að saman þeim reikningi og einka
framtali bóndans. Þá er það
bændastéttinni aðkallandi nauð-
syn að fá viðurkennda réttmæta
fyrningu á atvinnutækjum, og
gegnir furðu, hve tómlátir menn
hafa verið um þau mál. Kostn-
aður við húseignir er gífurlegur
liður í heildarkostnaði við fram-
ieiðslu búvara og engin ástæða
til, að bændum sé áfram ætlað
að greiða þann kostnað að mestu
af skattskyldu kaupi sínu og
sinna.
Ekki eru íeyfðar neinar afskrift-
ir húsa eða annarra mannvirkja
á landbúnaðarframtalsskýrslunni
sjálfri, heldur kemur fyrning allra
húsa í einu lagi inn á einkafram-
tal bóndans er er 4—6% af fast-
eignamatsverði, eftir því úr hvaða
efni byggingarnar eru gerðar.
Þetta er auðvitað fyrir neðan all-
ar hellur. Fyrnig útihúsa og ann-
I arra mannvirkja viðkomandi bú-
I rekstrinum ætti að koma inn á
rekstrarreikning búsins og vera
miðuð við sennilegan notkunar-
tíma mannvirkjanna. Enginn vafi
er á bví, að útihús þau, sem byggð
hafa verið undanfarið, lækka ört
í verði. Bæði verða þau úrelt
vegna breyttra viðhorfa og auk-
, innar tækni, og svo veit heldur
1 enginn, hve lengi þau standa.
: Það hefur oft heyrzt á undan-
| förnum árum, að íslenzkir bændur
Ifæru illa með verkfæri sín. Sjálf-
sagt væri, að hver bóndi ætti hús
yfir vélar og.verkfæri, annað væri
sóun á verðmætum og kæmi bónd
anum sjálfum í koll fjárhagjslega.
Get ég ekki stillt mig um að
segja frá dæmi, sem skýrir nokx-
uð aðstöðu bóndans til að koma
sér upp slíku húsi. Bóndi byggði
sér rúmgóða verkfærageymslu ár-
ið 1963, kostnaðarverð geymslunn
ar var kr. 130.000.-. Af því fékk
bóndinn lán að upphæð kr.
80.000,- hjá Stofnlánadeild land-
búnaðarins, og skyldi bað greið-
ast á 15 árum. Síðan er húsið
metið til fasteignaverðs á
kr. 5.000.. Enginn kostnaður við
húseignina fæst færður á rekstr-
arreikning búsins —landbúnaðar
framtalsskýrsluna — en leyfð fym
ing á einkaframtali bóndans er
6% af fasteignamatsverðinu eða
kr. 300.- á ári. Samkvæmt því á
verkfærageymslan að endast í 433
ár! Á’ 15 árum er bóndanum ætl-
að að greiða húsið að fullu. Bend-
ir það til þess, að lánveitanda
þyki óvíst, að húsið verði mikils
virði að þeim tíma liðnum. Ligg-
ur þá nærri að álykta sem svo,
að 6% ársfyrning ætti að miðast
við kostnaðarverð og húsið að af-
skrifast á 16-17 árum. Þá væri
ársfyrning þessarar byggingar kr.
7.800.-. Samkvæmt því eru þá
tekjur umrædds bónda oftaldar
um kr. 7.500,- á ári vegna þess-
arar einu byggingar, þótt eitthvað
megi sjálfsagt lækka fymingar-
prósentuna, ef miðað verður við
kostnaðarverð húsanna, liggur í
augum uppi, að tekjur bænda era
oftaldar í stórum stíl, meðan ekki
eru leyfðar eðlilegar afskriftir af
framleiðslutækjum þeirra.
Konur og kraf taskáSd
Þeir Tómas Guðmundsson skáld
og Sverrir Kristjánsson sagnfræð-
ingur hafa skrifað bók, sem kom
út fyrir síðustu jól, og er furðu-
legasta bók, sem íslendingum hef
ur hingað til tekizt að skrifa. Það
er efamál hvað þessi bók á að
þýða. Það er vart hægt að hugsa
sér, að fyrir höfundunum vaki
annað en gera grín að þjóðinni,
j reyna að vita hvað þjóðin er fá-
fróð og vitlaus, og óðfús að hlaupa
á sig. Lætur sér duga, að þeir
svona miklir menn, skrifa bók, án
: þess að skeyta um staðreyndir, og
gerir sér þá lítið fyrir og hælir
: þessu upp í hástert.
Þetta virðíst höfundunum hafa
tekizt, sem síðar segir. Ég ætla
að segja fáein orð um þessa bók
og er það að vísu jafnhættulegt
að taka slíkt mark á henni, eins
og hinum hefur orðið, sem gert
hafa sig af fífli þannig fyrir al-
þjóð, að látast hér hafa himin
hönd um tekið. Bókin er um tvær
skáldkonur og Bólu-Hjálmar og
ritar Tómas um Látra-Björgu og
Rósu en Sverrir hitt. Nokkurn
mun má hér á gera og var þess
að vænta að sagnfræðingurinn
hefði einhverja glóru um heimild-
ir. Annars skrifa báðir höfundarn
ir eins og þeir væru hvor undan
öðrum og virðist það benda á sam-
eiginlegan, samanráðlíkingu, til-
gang bókarinnar að gera grín að
þjóðinni. Báðir höfundarnir hafa
tekið það ráð að skrifa upp gaml-
ar bækur, sem byggðar voru á
sagnslúðri, er samstundis kom i
ljós að ekki gat staðizt, og hefur
það ekki getað farið fram hjá höf-
undunum. Síðan er bókagerðin að
rósa þetta út með mælgi og lát-
ast vera skáld í stílbrögðum. Það
er eins langt og hægt er að kom-
ast frá eðli og gjörð ábyrgrar
sagnaritunar. Og verður í alla
staði ógeðslegt og er skemmst frá
því að segja, að ekki hef ég feng-
ið bók í hendur fyrr sem mér
hefur orðið illt af, og þoldi ég
þó nokkuð þegar ég var kinda-
hreinsunarmaður á Jökuldal!
Hvernig höfundurinn lætur uppi
eitt orð um vinnubrögð sín eða
annað heimildargildi 'rásagnar.
Segir það sína sögu um þessa
sagnritun og þá ekki síður um
lesendur, sem hér hafa tek-
ið gleypibein með ánægju. Tvennt
ber hér fyrst að skoða. Tómas
sagði á listaþinginu að geggjað-
ir menn skrifuðu bækur um geggj
að fólk. Sá getur djarft úr flokki
talað. Þessar konur, sem hann
skrifar um, hafa báðar haft and- i
legan heilsubrest að forlaganesti,
og sagnfræðin er svo geggjuð, að
einungis er eftir að vita hvort
þar fer saman karl og kýr.
í bókaþætti Vilhjálms Þ. Gísla-
sonar útvarpsstjóra sögðu 7 menn
frá því hvað þeir lásu um jólin í
nýjum bókum. Helmingur þeirra
gat um þessa bók, og frú ein
virtist ekki hafa lesið annað en
það, sem Tómas hafði skrifað um
„kerlingarnar“ og nú hafði hún
loksins fengið lesningu sem mark
var að. Fyrst og fremst var það
á sagnfræðigrein og lýsti hún því
yfir, að sér þætti Páll Melsteð
enn minni maður en áður, sem
sýnir það að hún hefur aldrei vit,-
aö neitt um hann.
Hef ég aldrei vitað jafnstóra
manneskju gera sig að jafnferlegu
fífli á jafn stuttum tíma, eins og
hér var raun á, og mikið hafa
þeir félagar mátt hlæja að þess-
um nýja skemmtiþætti í útvarp-
inu. Ég kenndi í brjóst um frúna,
mest fyrir það að kynsystur henn-
ar, Guðrún P. Helgadóttir skóla-
stjóri, hefur samið vandaðan þátt
um þessar skáldkonur, byggðan á
fyrstu sögulegum rannsóknum, og
fallega unnum, og birtist þjóðinni
þetta í bók fyrir jólin 1963. Þar
deyr slúðursagnfræði Tómasar
svartadauða, og löngu áður hafði
ég tekið upp sannindi þessarar
sögu og birt í jólablaði „Austur-
lands“ þá þagði frúin er bók Guð
rúnar kom út. Þá var ekkert gam-
an að lesa um Skáld-Rósu. Það
var nefnilega satt og við það virt-
ist frúin ekki hafa ráðið sér til
sálubótar á frelsarans hátíð. Þeg-
ar þetta er athugað sést fólska
Tómasar að gerast höfundur að
gömlu sagnaslúðri, sem búið er
að hnekkja, og sýna fyllilega að
sögur um ástamál Páls Melsteð
og Rósu rakalausar lygar, en
nú birtast þær í því, að einni mik-
illi frú í Reykjavík lýst ekki á
Pál Melsteð, og biður guð að forða
sér frá því, að vera Skáld-Rósa!
Tómas drýgir þó nokkuð mjaðar-
skömmina, því þeir sem áður skrif
uðu þetta slúður hirtu ekki um
tímasetningu atburðanna þar sem
aldur Rósu þó kom við sögu. Tóm-
as verður að láta Pál fara að
glíngra við Rósu þegar hún ér
hálfs 15. árs, því annar tími er
upptekinn fyrir Páli. Þetta bend-
ir á það að Tómas viti betur, sem
vænta má, og þess vegna verður
nú að fara að rósa þetta út. Páll
er á 20 ári, stúdent og bíður auð-
vitað eftir prestsembætti, eins og
aðrir stúdentar í þann tíð. Ekkert
þurfa slíkir menn að hræðast og
forðast eins og kvenfólk, þvf em-
bættið og allt er í .veði, ef ávext-
ir af slíku fara að spretta. Árið
1811 tánast Rósa upp eftir 16.
árinu og hún er fædd í árslok,
23. des. 1795, á Ásgerðarstöðum,
samkv. löglegri kirkjubók. 'En þá
er Páll bara kominn í týgi við
amtmannsdótturina og verður
þeirra ávöxtur eftir áramótin 1811
—12. En nú rausar Tómas heil
ósköp um samband þeirra Páls og
Rósu meðan Páll er í þessu bund-
in, og þarf ekki að efast um það
að slíkt er með öllu heimildar-
laus lýgi, og stórum mannskemm-
andi fyrir Pál Er allt þetta rit
Framhaid á 12. siðu