Tíminn - 10.01.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.01.1965, Blaðsíða 8
i 1 I 8 TÍMINN SUNNUDAGUR 10. janóar 1905 Það hefur löngum verið trú hér á landi ekki síður en ann- ars staðar, að samband sé milli veðurfars og heilsufars fólks, veðrabrigði hafi áhrif á heils- una og orsaki ýmsan hrank- leika, eða hver kannast ekki við gigtina í gamla fólk- inu á undan norðanátt? En samt er svonefnd læknisfræði- leg veðurfræði svo að segja ný fræðigrein, og enn sem kom- ið er stunduð í fáum löndum. Eitt þeirra fáu landa er Þýzkaland. Veðurstofa vestur- þýzka ríkisins rekur fimm rann sóknarstöðvar á þessu sviöi, og eru þær staðsettar í Bad Tölz, Tiibingen, Königstein (Taun- us) og Hamborg. Rannsóknir þessar eru þó enn á tilrauna- stigi, og er ýmsum aðferðum beitt. Kunnust er þó rann sóknastöðin í Bad Tölz íyrir tilgátur þær eða kenningar sem starfið þar er byggt á, þar sem gert er ráð fyrir sex mis- munandi veðurfarsbilum eða stigum, er einkum hafi áhrif á lieilsu manna. Haldnar eru skýrslur um veðurbreytingar og samtímis breytingar á líð- an sjúklinga, frammistöðu nem enda í lægri skólum og stúd- enta í háskólum, viðbragðstími fólks í ýmsum atvinnugrein um, slysum meðal starfsfólks í verksmiðjum, blóðþrýstingi, hjartsláttartíðni, krampatilvik- um, byrjun á fæðingarhríðum, hvernig dauða ber að hjá sjúkl ingum o.s.frv. Samkvæmt kenn ingu þeirra í Bad Tölz er veð urfarsstig nr. 2, svonefnt ótruf) andi veðurfarsstig, sem er svalt bjartviðri, ákjósanlegast fyrir heilsuna, en hið „truflandi-1 veðurfarsstig nr. 4, þegar í að- sigi eru breytingar til verra veðurs, valda því helzt, að heils unni hnignar. Þó er þetta ekki einhlítt, að áliti þessara fræði- manna flestra, heldur hafi veð urbreytingar mjög mismun- andi líffræðileg áhrif á menn. Sumir aðrir ætla, að sérstök loftfyrirbæri önnur, svo sem mikil rafmögnun andrúmslofts ins, séu líkleg til að draga dilk á eftir sér óheppilegan heil- brigði fólks, einnig snöggar breytingar á hitastigi og raka loftsins séu líkleg til að breyta bæði líkamlegri og andlegri líð an manna. Yfirleitt má segja, að þeir, sem helzt verði fyrir barðinu á veðurbreytingum. sé fólk. sem hefur miklar kyrrsetur og því minni mótstöðu, óharðn aðra en aðrir. Aftur á móti hafi veðrið sjaldnast nokkur veruleg áhrif á þá, sem harð- gerðir eru og hraustir fyrir. Þó vitum við, að margir fílhraust- ir eiga til að bráðna fyrir mikl um loftrakabreytingum og nægir að nefna mismunandi getu og árangur íþróttamanna er þeir fara úr einu landi í annað til að keppa og verða þá stundum skyndilega veikir, þegar loftið mettast skyndi- lega af miklum raka. Það er of mikið sagt, að sjúkdómar eins og andarteppa eða aðrir sjúkdómar í öndunarfærum, hjartaslag, nýrnasteinar. eða kýlasótt eigi fyrstu rót sína að rekja til veðrabrigða eða loftslags, en á hinu leikur ekki vafi, að þeir eru líklegir til að færast í aukana undir slík- um kringumstæðum. Veðra- breytingar verða iðulega of- raun sjúkum líffærum, bótt heilbrigðum verði ekki meint af. Mannalát eru víða tíðari um vor og haust en á hinum árs- tíðunum, ekki endilega af því að árstíðaskiptin sé frumorsök dauðsfallsins, heldur að þau flýti fyrir því. Líku máli gegnir um barns- fæðingar, snöggar raskanir á veðurfari koma iðulega fæðing arhríðum af stað fyrr en ella. Hvort tveggja, skyndilega fæðingu eða dauða má líka rekja til snöggra geðshræringa, sem geta sprottið af veðra- breytingu, en erfiðara er að sanna það með skýrslum, þar sem það er meira einstaklings- bundið. Enn er eitt, sem nefna má í sambandi við það, sem að ofan var sagt um voveiflega dauðdaga, en það eru umferða dauðaslys. Skýrslur sýna víðast að tíðastar orsakir umferða- slysa eru ofmergð og umferðar benda á vegum um helgar, áfengisneyzla, og skyndileg- ar veðrabreytingar. Yfirvof- andi óveður hefur sálræn áhrif á ökumenn, og lamar örygg- iskennd þeirra. Loks mætti nefna það, að íi sumum fyrrnefndum borgum Þýzkalands er samvinna milli veðurþjónustunnar og spítala- lækna. Veðurfræðingar gefa læknum aðvörun um óveður i aðsigi, einkum skurðlæknum, svo að þeir fresti uppskurðum, nema í nauðsynlegustu tilvik- um, því að fremur sé hætta á að það geti riðið sjúklingi að fullu, ef uppskurður er ekki framkvæmdur við hin ákjósan- legustu veðurskilyrði. , J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.