Tíminn - 10.01.1965, Side 12
\2
TÍMINN
SUVNUDAGUR lft.
!f
Friðrik Þorvaðdsson:
Hvalfjöröur - brú eða ferja
Dr. Benjamín Eiríksson skrif
aði grein í Morgunbl. um ferju
á Hvalfjörð. Af því tilefni rit-
aði ég í sama blað 5. des. smá-
grein, þar sem ég sýndi fram
á, að ferjur eni að verða úr
eltar. Ég benti á bað, að stór
brú hefði leyst af hólmi ferj-
umar milli New York og Stat
eneyjar, og ég sagði fré því,
að ferjukerfið á Chesapeake
firði hefði verið lagt niður, en
samstæða brúa og neðansjávar
brauta þvert yfir fjarðarmynn
ið komið í staðinn. Breidd
fjarðarins þarna er álíka og
fjarlægðin milli Reykjavíkui
og Akraness að viðbættum ca.
10 km.
Þessi tvö dæmi áttu að sýna,
hversu hið tafsama og rándýra
ferjukvotl var oltið um sjálft
sig, þar sem hagsýni og kröfur
tímans eiga samleið.
En við BE.. vorum ekki á
einmæli, því um sama leyti
fóru fram umræður á Alþingi
um ferjumálið, og fjárveiting
hefur verið gerð því til athug-
unar. Desember hefur því ver-
ið einskonar ferjumánuður, þvi
dr. Benjamín skrifaði aftur um
málið og Jón Helgason færði
síðan fram nýt rök gegn þessu
ráði.
Ég vil leggja áherzlu á það,
að ferjur eru orðnar millistig,
sem við eigum að hlaupa yfir,
en þar sem áhrifamenn hér
hafa á þeim trú, þá verður i
upphafi að fá úr því skorið,
hvort Akranes, Borgarnes og
Reykjavík telja sér hag í því
að fella núverandi sjóleið nið-
ur. Ég býst ekki við því, og
þá blasir við, ef ferjuhugmynd
in verður framkvæmd, að : am-
anlagður rekstrarkostnaður á
sjónum (2 ferjur og ;kip) yrði
verulega yfir 15 millj. kr. á
Ég vil þó ekki gera lítið ur
þeim sparnaði, sem á móti
kæmi í tíma og efni, en með
brú yrði hann þó miklu meiri.
Þar við bætist svo það, að brú
in er „sjálfvirk" svo að út-
gjöldin í ferjutilfellinu, sem
kæmust í nínd við 200 millj.
fyrstu 10 árin og kalla mætti
í þessum samanburði hinn
„dauða“ tilkostnað, félli að
mestu leyti niður. Enn yrði
það svo brúnni til framtírátt-
ar, að ca. 39 þús. farþegar á
núverandi sjóleið færðust yfir
á hana auk þeirrar viðbótar,
sem slíkur samgönguflýtir
byði heim.
Mér er það ráðgáta, hvers
vegna BE. aðhyllist ferjufyrir-
komulagið. Ég skil ekki held-
ur, hvers vegna hann telur að
það þurfi margra ára fræði-
lega athugun um örúargerð-
ina. Ýms mannvirkjafyrirtæki
hafa í höndum fjölbreytt gögn,
sem samhliða víðtækri reynslu-
þekkingu létta undir við skjót
ar ákvarðanir. Auk fyrirtækja
í Evrópu dettur mér í hug
Bandaríkin og Japan. En hvort
sem undirbúningurinn tekur
nokkur ár, hvort sem orúin
yrði lögð um Hnausasker,
Laufagrunn eða annars staðar
og hvort sem skipaleið erð-
ur undir henni eða ráðizt verð-
ur í þann aukakostnað að hafa
„tunnel“ á kafla, þá verður
fjárhagsmálið mikil streita,
sem ekki léttist við það út-
gjaldabákn, sem ferjur og skip
hafa valdið á undirbúningstím
anum, en svo vel vill til, að
B.E. álítur að framtíðarlausn-
in sé brú — aðeins ekki tíma-
bær eins og stendur. Það vill
líka svo vel til, að hann er vel
metinn hagfræðingur. Ég á því'
við hann nokkurt erindi um
fjáröflun til brúarinnar, hvort
sem hún yrði byggð strax eða
þegar honum og öðrum finnst
tími til kominn.
ísland á nú nokkur hundr.
millj. kr. erlendis. Okkur er
sagt, að það sé nauðsynlegt ef
út af ber. Ekki er minnst á
það, að með svipuðum rökum
þyrftu hinar mannmörgu, mat
kaupandi þjóðir að eiga hér
fé fyrirliggjandi til að Kaupa
okkar aflaföng. Þær vita -ium-
ar, að í heiminum finnst varla
svo illa gerður hlutur, að ekki
sé hægt að býtta á horium og
ísl. bjargræði. Þótt ég vilji
ekki gera lítið úr nokkurri
gjaldeyriseign, einkum meðap
við erum að byggja upp inn-
lenda framleiðslu, þá er frá-
leitt að við megum staðna í
hreinni gjaldeyriskreddu.
Sannleikurinn er sá, að neim-
urinn hefur meira íil okkar
að sækja, en við gerum okkur
almennt ljóst, ekki sízt vegna
þess fjölmennis, sem nú orðið
hefur efni á því að losna við
sultinn. Og þótt ég viti, að
þeir menn sem hafa það hlut-
skipti að búa til vizkuna, hafi
í þessu efni fleira í huga en
viðskipti ein í þröngri merk-
ingu, þá er margt, sem
rennir stoðum undir það, að
ég fæ ekki skilið kjarnann í
þeim fræðum. að arðurinn af
svitadropum hins íslenzka
manns sé að verulegum parti
betur kominn í erlendu banka
hólfi en í lífi og starfi 'pjóð-
arinnar sjálfrar.
Og þá er þar til máls að
taka, hvort ekki sé unnt að
klípa nokkur hundr. millj. af
innstæðunni erlendis og rerja
þeim til brúargerðarinnar. Brú
in myndi spara árl. nokkrar
millj. í gjaldeyri, sem fylla
mætti í skarðið, ef svo sýndist.
auk þess sem hún myndi spara
12—15% venjulegs vinnudags „
margra manna og eitthvað af |
þeim tíma kæmi til -kila
í auknum afköstum. /
Ég get séð fyrirfram, hvern-
ig orðin þensla og ofþensla
fara að dansa fyrir vit-
um manns. Eitthvað ætti það
að geta dregið úr óttanum, að
fjárhæðin kæmi að litlu leyíi.
í umferð hér, vegna erlends
efnis og svo þess, að verktak-
arnir yrðu þvb miður að "era
útlendingar. En með þessu
hefði það gerzt, að fjárhæð-
in yrði varanleg og arðbær
stáltaug í önnum íslenzkra
starfsgreina i stað þess að kúra
í búri erlendrar fésýslu.
KONUR OG
LAXVEIÐAR
!• ramliala at 1. síðu
Óskar Teitsson í Víðidalstungu
varð fyrir svönjm um Víðidalsá,
og sagði okkur að ums.frest. rynni
ekki út fyrr en 20. janúar. Fyrr
verandi leiguhafar voru Sigfús
Bjarnason í Heklu annars vegar
og félag nokkurra manna hins veg
ar, og höfðu þessir aðilar haft
ána á leigu síðustu 15 árin. í veiði
félagi Víðidalsár eru 42 bændur.
Veiðin í ánni mátti heita góð síð-
asta sumar, enda þótt hún ryði
heldur minni en tvö undanfarin
ár. Veiddust pá á ellefta hundrað
laxar, og varð meðalþunginn á
níunda pund, sem mun vera með
hæsta meðalþunga þetta sumar.
Sex stengur eru leyfðar í Víðidals
ánni sjálfri en sú sjöunda er sjðan
í Hópinu, sem Víðidalsá rennur
í gegnum.
Guðbrandur ísberg á Blönduósi
sagði okkur, að frestur til að
senda tilboð í Laxá á Ásum rynni
út 15. febrúar n.k. Ellefu menn
hafa . atkvæðisrétt í veiðifélagi
því, er stendur að ánni. Síðustu
árin hafa um 1300 laxar veiðzt í
Laxá á Ásum á tvær stengur á
sumri hverju, en laxarnir heldur
smærri en víða annars staðar,
eða tæp sjö pund. Einu sinni í
sumar sem leið fengust 83 laxar
á þessar tvær stangir á einum
degi. Síðustu níu árin hafa Páll
S. Pálson, Hjalti Þórarinsson og
Sigurður Sigurðsson landlæknir
haft ána á leigu.
Sveinn Jónsson á Egilsstöðum
sagði að Lagarfljótssvæðið hefði
verið auglýst til leigu fyrir ára
mót, en enginn ákveðinn frestur
hefði enn verið settur til þess að
skila tilboðum. Yfir 200 manns
standa að veiðifélagi því, sem hef
ur þetta svæði, og eru þeir í tíu
hreppum. Margar ár, eru á svæð
inu, sem gætu orðið afbragðs lax-
veiðiár. ef þær vrðu ræktaðar upp
og smálagfæringar gerðar, þar
sem þörf kann að vera á þeim,
og er meiningin að leigja svæðið
með þeim skiiyrðum, að þetta
verði að einhverju leyti gert.
Þorsteinn á Sandbrekku varð
fyrir svörum um Selfljót og leigu
þess. Um 40 manns eiga veiðirétt
inn j fljótinu, og hefur það aldrei
verið auglýst ii) leigu áður, heldur
hafa einstaka menn selt veifSlejrfl
fyrir stöng og stöng á sínu sraéíS
Þó nokkur silungsveiði er í Set
fljóti, sérstaklega á yztu jörðun
um, en re iknað er með, að fljót
ið verði ræktað upp sem laxveiðÞ
á, þar sem skilyrði munu vera
góð til slíks. Ekki hefur enn verið
gerð nein reglugerð fyrir Selfljót
ið og viði í því, og er því ekki
hægt að segja enn, hve margar
stangir verða leyfðar þar í fram-
tíðinni.
s.í.s.
Framnald af bls. I.
bandsfélaganna og hins vegar að
samræma undir einni fram-
kvæmdastjórn ýmsa þætti tækni-
legrar þjónustu á vegum Sam-
bandsins. Framkvæmdastjóri hinn
ar nýju deildar verður Helgi
Bergs, sem verið hefur fram-
kvæmdastjóri Iðnaðardeildar, en
við henni tekur nú aftur Harry
Frederiksen, sem veitt hefur for-
stöðu skrifstofu Sambandsins í
Hamborg um _3ja ára skeið.
Valgarð J. Ólafsson, sem síðan
árið 1958 hefur verið fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild-
ar, fór úr þjónustu Sdmbandsins
samkvæmt eigin ósk um áramótin.
Við störfum hans tekur Bjarni V.
Magnússon, sem undanfarið ár hef
ur verið framkvæmdastjóri freð-
fisksútflutningsins, en sú starf-
semi verður nú aftur sameinuð
Sjávarafurðadeild.
í framkvæmdastjóm Sambands-
ins eiga nú sæti: Erlendur Ein-
arsson forstjóri, formaður, Helgi
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Innflutningsdeildar, varafarm.,
Hjörtur Hjartar, framkvæmdastj.
Skipadeildar, ritari, Agnar
Tryggvason, framkvæmdastjóri
Búvörudeildar, Bjami V. Magnús-
son, framkvæmdastjóri Sjávaraf-
urðadeildar, Harry Frederiksen,
framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar,
Helgi Bergs, framkvæmdastjóri
Tæknideildar, Hjalti Pálsson,
framkvæmdastjóri Véladeildar.
Sigurður Markússon, sem veitt
hefur skrifstofunni í London for-
stöðu, stjórnar nú Hamborgarskrif
stofunni, en skrifstofunni í Lond-
on stýrir nú Guðjón B. Ólafsson,
sem áður var fulltrúi í Sjávaraf-
urðadeild“.
Framhaid at 6 síðu
rósamál Tómasar ógeðslegt eins
og fúlasta hundahreinsun og hefði
verið nær fyrir Tómas að yrkja
kvæði ' um „gapripils" ástir og
bara hvers sem vera skal. Ég skal
gefa honum tóninn. „Þama fram
með þjóðkirkjunni. Þar er Páll
að kyssa Rósu.
En ég hef ekki peninga til að
kveða meira, en Tómas hefur
nóga peninga og þarf ekki annars
að gæta, en það er fyrir sunnan
hj^^k’.rkjuna en ekki frfkirkjuna?
Svo þarf Tómas enga rökhyggju
i þetta.
Páll er búinn að draga Rósu á
tálar Samt ráðast foreldrar henn-
ar til forræðis á búi Páls á Ketils-
stöðum. ásamt þeim Jóni og Rósu,
börnum sínum og taka sig upp
frá búi norður í Hörgárdal og
sýknai þetta Pá! algert ai öll-
um „gapripils” gæg áf Rósu
í augum hans Svo nemm Ketils-
staðasagan Rósa ráðin ráðskona!
Nei, það var hún aldrei. Svo kem-
ur Páll að Rósu óvörum með
konuna í Ketilsstaði úns og þjóf-
ur á nóttu. gerir ekki vart við
sig og leggst niður h.iá frúnni.
Rósa einu sinni vaknar ekki. en
sér að sá mikli maður hefur kom-
ið um nóttina er hún opnar bæ-
inn. Rósa snarast i að hita kaff-
ið — reyndar ekki víst að til
hafi verið nokkuð kaffi á Ketils-
stöðum í þann tíð og hleypur
með það til Páls í rúmið „um
annað tala ég nú ekki“ agði
Grasa-Gudda. En Rósa ætlar að
missa bakkann með kaffinu og
tertunni! Þegar hún sér hvað er
fyrir ofan Pál í rúminu, og Páll
snarast í að segja henni að þarna
hafi nú henni verið einu sinni
ætlað að vera. Það er nefnilega
svoleiðis að konan sefur svo fast,
að það er enginn vandi að segja
þetta. Hér hefði Tómas átt að
yrkja rímu. og ég skal gefa hon-
um tóninn aftur.
Mikið sefur frúin fast
og fallega á bakið.
Hvorki orð né hurðakast
hana getur vakið!
En Tómasi dugar lýgin Páll
er kvæntur fyrir meira en hálfu
öðru ári og konan er komin
langt á leið að öðru rjónabands-
barni þeirra er þau koma að
Ketilsstöðum. Þeirra fyrsta oarn.
þar á Ketilsstöðum. er fætt bann
fyrsta sunnudag i aðventu 1817.
sama árið og þau koma j Ketils-
staði Páll kemur með stóra lest
í Ketilsstaði í júlí. Samt vaknar
ekki Rósa né neinn heimílismað-
ur. Hundarnir þegja, eins og á
Möðruvöllum í sögu Sverris, eng-
inn til að búa upp um þreytta,
vanfæra konuna. Til vistar á Ket-
ilsstöðum er líka komin bettn ár,
Ólafur Ásmundsson, sem verið
hafði samvistarmaður Rósu á
Hálsi í Fnjóskadai 1315-16, og
náttúrlega til þess eins kominn
að vitja einkamála við Rósu og
tókust þau í byrjun desember p.
á. 1817. Og enn lýgur Tómas,
öllu þessu lýgur t'ómas. sem hér
er frá sagt í bók hans.
Slík sagnaritun er engin smá
fólska við þjóðina og meinmgu
merkra manna, sem hér verða
fyrir. Ekki þarf Tómas að taka
mark á því, sem orðið hefur að
almennri upplýsingu um sum
sagnslúðraratriði í sögu Skáld-
Rósu, eins og bað að 'dsan ,Þo
að kali heitur hver“ er ekki eft-
ir hana, og n’ að storka allri
sögu ótlum sannleika ;r"ur
Tómas ritgjörr sina um Rósu bera
þessa vfirskrift og iætui stg ekki
muna um að telja að leita megi
í heimsbókmenntunum ti) að
finna slíkan skáldskap eftir 17
ára stúlku1 Sama máli gildir um
vísuna „Ég að öllum háska hlæ“
Báðar þessar visur finnast i frum-
heimildum skálda. sem báðir hafa
nafn til að standai undir slíkum
skáldskap. Allt sem Tómas segir
í sambandi við þessar vísur er
þvj bein endaleysa, flutt á algert
þekkingarleysi, vilja og getuleysi
til að vinna heiðarlega. Hefur
það ekki fyrr skeð, að maður
skrifi sagnfræðirit, sem ekkert
kann, ekki einu ;inni að leita
heimilda. Eins og ég sagði, þá
| er Sverrir orðinn undirvaningur
i Tómasar eða Tómas undirvaning-
; ur Sverris. Það sem Símon Dala-
skáld safnaði og Brynjólfur frá
Minna Núpi skráði af sagnslúðri
um Bólu-Hjálmar, hefur Sverrir
fyrir algert leiðarljós. Vönduð
vinnubrögð i sögu Bólu-Rjálm-
ars, hafa síðan farið fram, og
skilið þetta flest eftir í slúður-
körfunni, bæði um blæ og inni-
hald. Það varðar Sverri ekkert
um, og sízt þó að stundum hefur
hann veður af þessu en leggur
það frá frekast út í lognið, en
ekki gleymir hann hinu, sem mik
ið er, að hundarnir þegja á Möðru
völlum, líklega af því að þeir
finna að þeir eru ekki ]afn hag-
! inæítir og Bólu-Hjálmar! Og svo
I ætlaði nú Hjálmar einu sinni að
kála sér í Héraðsvötnum, en fyr-
ii þvi munu ekki finnast heim-
ildir Hvað varðar Sverri um það?
Kemur nú aftur að því, sem gerð-
ist á bókmenntakvöldi V.Þ.G., þar
kom fram Petur Benediktsson,
bankast.ióri og nu hafði hann
flett mörgum bókum um iólin,
en ekki gat hann farið að ltsa.
fyrr en kom að Sverrissögu.
Þá hafði Pétur fengið lestur
við sitt hæfi. og þótti mest um
vert. þegar Hjálmar kom með
Héraðsvötn í fötunum á Héraðs-
dal. Hann gat þó ekki orða bund-
izt um þá sagnfræði, sem ekki
byggði á neinum heimildum. Eft-
ir það ]ós Pétur lofinu yfir
Sverri fyrir alkunna ritsnilld
hans, og þurfti engum að egja
En álfarnir hlógu í hólnum og
héldu það, að ef nokkuð væri
satt um Pétur, þá væri það. að
aldrei hefði hann lesið orð eftir
Sverri áður. Höfundarnir hafa
skemmt sér!
Um Látra-Bjargar pátt ,ómas
ar er hið sama að segja, að i
engu er hann nokkurs virði, og
það þarf ekki að væna Tómas
um það, að hann reyni til að
kasta nokkru nýju fræðaljósi yf-
i* lif Bjargar. Frá ipphafi eru
það lausasögur einar, sem af
henni ganga. Guðrún P. Helga-
dóttir, áður áminnzt, ritaði geð-
felldan þátt af henm og Helgi
Jónsson frá Holti í Reykjadal,
heila bók, um hana og ættmenn
hennar og birti það sem til mun
vera af skáldskap hennar. Kom
bókin út hjá „Helgafelli” 1949,
92 bls. en Tómasi augar 20 bls.
um Björgu. Það er hans eina
heillaráð í þessum vísindum. að
hafa það ekki lengra. Það mega
allir kanrla það, að gáfaðir menn,
sem þjóðinni bykir vænt um,
skuli hafa gert sjálfsníðingar við
að hvekkja þjóðina í sínu stóra
máli, bókagjörðinni, jg blekkja
fólkið eins og frúin og Pétur
mega' sanna. Það er á borð við
það að stela messuvíninu úr
kirkju Páls ísólfssonar á jólun-
um.
Benedikt Gíslason frá HofteigL