Alþýðublaðið - 02.02.1955, Page 4

Alþýðublaðið - 02.02.1955, Page 4
4 alþYðublaðið Miðvikudagur 2. februar 1955 Utgefandi: Alþýðnflotyurlnn. Ritstjóri: Helgi Sœrrmndsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingasijóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskj-iftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölv 1J)0. Hvað meinti Ólafur? MORGUNBLAÐIÐ reyn- ir í gær að telja lesendum sínum trú um, að Ólafur Thors forsætisráðherra hafi meint allt annað en gengis Iækkun með hótununum í áramótaræðu sinni. Hins vegar veitist því ósköp erf- itt að útskýra kenningar húsbóndans. Þó verður varla til minna mælzc en Morgun blaðið tilgreini skýrt og skorinort, hvað fyrir Ólafi vakti, ef þjóðin hefur mis- skilið boðskap hans og sér fræðingurinn Benjamín Ei- ríksson kvatt sér Wjóðs áð- ur en hann átti að láta til sín heyra. Að öðru leyti er forustu- grein Morgunblaðsins ein- kennilegur barnaskapur. þar .segir, að það sé ekki í valdi forsætisráðherra að á- kveða gengi.s'ækkun. Vita- skuld er slík ákvörðun í verkahring alþingis, en for maður stærsta stiórnmála- flokksins og forsætisráð- herra landsins má sín öðr um meir í þeim sa’arkynn um og ber þyngstu ábyrgð ina á þeim verkum, sem þar eru unnin. Þessi skýring Morgunblaðsins er því ó- sköp misheppnuð. Og, hvaða vit er í því fyrir forsætis- ráðherra eða annan valda- mann að.dylgja um gengis lækkun í áheyrn þjóðarinn ar að ástæðulausu? Jafnvel Ólaf'. Thors er varla ætl- andi þvílík fljótfærni. Morgunblaðið varar mjög við launahækk\mum í for- ustugrein sinni í gær og er með alls konar ásakanlr í því sambandi. Að því gefna tFefni er rétt og skylt að kryfja málið til mergjar, en Morgunblaðið lætur það hjá líða. Verkalýðshreyfingin hefur mótað þá stefnu. að verð’.ag; sé haldið i skefj- um og dýrtíð lækkuð, því að þær ráðstaíanir reynist varanlegasta kjarabótin. Verkfallið haustið 1952 var háð þeirri stefnu til fram- dráítar. Nú fást stjórnar- völd'.n ekki til að feta þessa mörkuðu braut. Þess vfcna eiga alþýðustéttirnar ekki um annað að velja en taka á sig þyngdar byrðar eða grípa til neyðarúrræðis al mennrar kauphækkunar. Fyrri möguleik'.nn er ekki verður umhugsunar eða um ta’s. Vinnandi fólk lætur ekki hjóða sér kjaraskerð ingu á sama tíma og ævin týramenn, okrarar og brask arar raka saman óheyrileg um gróða. Það væri að ætl ast til of mikils af hinum mörgu og fátæku vegna hlífisemi við hina fáu og ríku. Ríkisstjórnin á um það að velja að ganga til móts við stefnu Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar um kjarabót lækkaðs verð lags og minnkaðrar dýrtíð ar eða að ný verkfallsalda skelli yfir land.ð. Henni þýð ir ekki að ímynda sér, að vandinn leysist með upp- gjöf af hálfu verkalýðssam takanna, eins og vottar fyr ir í ijorustugrein Morgun- b’aðsins í gær. Ríkisstjórn in verður að móta eða fall ast á stefnu, er leiði til lausnar. Hún er þegar fyrir hend: og nýtur stuðnings Alþýðuf okksins og verka- lýðsstéttanna. Sú stefna er lækkað verðlag og minnkuð dýrtíð. En_ því miður stend ur á ríkisstjórninni að hlíta þessu sjálfsagða úrræði. Þess vegna rís nú verkfalls aldan, sem Morgui-kjaðið fjölyrðlr um, en sér engin skynsamleg ráð til að forða. Hún er vissulega neyðarúr- ræði, en verkalýðurinn á ekki annað val, ef ríkis- stjórn'.n heldur áfram að berja höfðinu við steininn. Skrif Morgunblaðsins leysa ekki vandann . fremur en. gengislækkunarhótun Ó’afs Thors. Hér þarf raun hæfar ráðstafanir — og þær koma ekki af sjálfu sér. Og það kemur úr hórðustu átt, þegar Morgunblaðið er að sakai þennan og hinn um erfiðleikana, er við blasa, en gleymir þeirn aðilanum, sem ábyrgðina ber. Það er ríkisstjórnin, og orsök ó- farnaðarins er óheillastefna gsngislækkunarí nnar. AiþýSublaðið fæst á flestum veitingastofum bæjarins. Kaupiú Alþýðublaðið um Jeið og þér fáið yður kaffi. NEFNDIN, sem úthlular 1 listamannalaunum í ár„ skil- aði af sér í gær, og fer skráin yfir úthlutunina hér á eftir. Alþjngi varði allmikju hærri fjárhæð en fyrr í þessu skyni við afgreiðslu síðustu fjár- laga, og hafa li.staímanna. launin því hækkað nokkuð. Listamenn í fyrsta flokki fá í ár 17 500 00 krónur, í öðrum fjokkj 10 500 00, í þriðja flokki 6 200 00, í Ijjórða flokki 4 000 00 og í fimmta flokki 3 600 00. Alls var út- hlutað til 113 skálda, rithöf- unda og annarra listamanna, en það er örlítið fleira en und- anfarið. í þremur efstu launaflokk- unum hafa orðið þær breytjngar, að Jóhann.es skájd úr Kötlum færist nú afíur upp í fyrsta flokk, en í öðrum flokki bætast við Giiðmundur Frímann skáld 'og Júlíaína Sveinsdóttir listmálará og 4 iþriðja flokki Guðrún Árnadóttir rjthöfundur og Þórarinn Jónsson tónskáld. í fjórða og fimmta flokki eru aþ- miklar breyfingar eih(s og venjulega og bætist þar við ,að þessu sinni margt ungra skálda, rithöfunda og myndlistarmanna, sem ekki hafa hloíið Iista- mannalaun áður. Nefndina skipuðu Þorsteinn Þorstejnsson sýslumaður, for- maður, Þorkell Jóhannesson prófessor, ritari, og Helgi Sæmundsson ritstjóri. Úthjutunin í ár er á þess'a j leið: 17.500 krónur: Ásgrímur Jónsson Davíð Stefánsson Guðm. G. Hagalín Halldór K. Laxness Jakob Thorarensen Jóhannes S. Kjarval Jóhannes úr Kötlum Jón Stefánsson Kristmann Guðmundsson Tómas Guðmundsson Þórbergur Þórðars'on 10.500 krónur: . . Ásmundur Sveinsson Elinborg Lárusdóttir Finnur Jónsson Guðmundur Böðvarsson Guðmundur Daníelsson Guðmundur Einarsson Guðmundur Frímann Gunnlaugur Blöndal Gunnjaugur Scheving Jón Björnsson Jón Engilberts Jón Þorleifsson Júlíana Sveinsdóttir Kristín Jóns'dóttir Magnús Ásgeirsson Olafur Jóh. Sigurðsson Ríkarður Jónsson Sigurjón Jónsson Sigurjón Ójafsson St.einn Steinarr Sveinn Þórarinsson Þorstejnn Jónsson 6.200 krónur: Eggert Guðmundss'on Friðrik Á. Brekkan Guðm. Ingi Kristjánsson ( Guðrún Árnadóttir frá Lundi Heiðrekur Guðmundsson Jóhann Briem Jón Leifs. Jón Nordal Karl O. Runólfsson Páll ísójfsson Sigurður Einarsson Sigurður Sigurðsson Sigurður Þórðarson Snorri Arinbjarnar Snorri Hjartarson St.efán Jónsson Svavar Guðnason Vilhj. S. Vilhjálmsson Þorvajdur Skúlason Þórarinn Jónsson Þórunn Elfa Magnúsdóttír 4.000 krónur: Agnar Þórðarson Árni Björnsson Árni Kristjánsson Björn Ólafsson Elías Mar Eyþór Stefánsson Halldór Sigurðsson (Gunn- ar Daj) Hallgrímur Helgason Helgi Pálsson Höskujdur Björnsson Jakob Jónsson Jón úr Vör Jón Þórarinsson Jórunn Viðar Karen Agnethe Þórarins- son Karl ísfeld Kristján Einarsson frá Djúpalæk Kristinn Pétursson 1 Magnús' Á. Árnason Framhald á 7. síðu. Enn fjölgar jarðarbúum jafnf og þéff HAGSKÝRSLUR, sem Al- þjóða heilbrigðismálastofnun- in (WHO) hefur nýlega birt og sem fjalla um fól.ksfjölgun í nokkrum löndum frá því um síðustu aldamót, benda tU þess, að barnsfæðingum hafi held ur fækkað, eflir að þær náðu hámarki skömmu eftir síðustu heimsstyrjöld, að meðalaldur manna fari síhækkandi og að mannfólkinu fari fjölg- andi jafnt og þétt. BARNSFÆÐINGAR Skýrslur WHO benda til þess. að í þ'eim löndum, er hag skýrslurnar ná yfir, hafi barns fæðingum farið fækkandi á fyrstu árum 20. aldarinnar og e.nn fremur síðustu árin fyrir h-eimsstyrjöldina slðari. Strax að styrjöldinni lokinni fjölg- aði barnsfæðingum tll muna, en nú er farið að bera á aftur kipp í þessum efnum á ný í ýmsum löndum. Þó eru undan- tekningar frá þessari reglu, t. d. er svo í Bandaríkjunum, þar sem barnsfæðiugum hefur ekki fækkað að neínu ráði frá því á fyrstu árunum eftir stríð, er þær náðu hámarki. Yfirleitt má segja, að barns fæðingatalan sé frekar há alls staðar þar sem skýrslurnar ná og lalsvert hærri en fyrir síð- ustu heimsstyrjöld. Yfirleitt virðist það vera svo, að það dregur úr barnsfæðingum á ó- róatímum, þegar menn ó.ttast að til ófriðar dragi, en fjölgar svo aftur þegar friðvænlega horfir. DAUÐSFÖLLIN í þeim 29 löndum, sem skýr.slur WHO ná yf'.r, hefur dauðsföllum fækkað til muna, allt að 50 af hundraði s.l. 50 ár... T. d. fækkaði dauðsfijlum í. Chila.á árunum 1911—13 til 1935 úr 31 dauðsfalli árlega á hverja 1000 íþúa í 13,2. — í Bandaríkjunum úr 14 af hverj um 1000 í 9,6. í Indlandi úr 30.3 í 15; í Japan úr 20,3 í 8,9; í Danmörku úr 13 í 9; í Frakk landi úr 18.2 í 12,8 og í Eng- landi og Wales úr 13,9 af hverjum 1000 íbúum áriega í 11,4. Tekið er fram í skýrslunum, að taka verði öllurn hagskýrsl- um um barnsfæðingar og dauðsföll með gát. Hætta sé á að villur .slæðist inn í slíkar hagskýrslur, einkum þar sem samanburður sé gerður milli landa og ef farið er langt aft- ur í tímann. Þá er tallð eð skýrslur um þessi efni séu mis jafnlega ábyggilegar. eftir því hvaða þjóð eigi í hlut og'á hvaða tíma skýrslurnar voru gerðar. Einnig er tekið fram, að manntalsskýrslur séu ekki ávallt sem ábyggilegastar vegna ófullkominna manntals aðferða, skorts á ábyggilegum heimildum og t. d, vegna mannflutninga. Hér fara á eftir [ölur um barnsfæðingar í nokkrum lönd um og er miðað við barnsfæð- ingar meðal hverra 1000 íbúa: Land: 1901—05 1936—38 1946—50 1953 Kanada 20,2 27,5 27,9 Damnörk 29,0 18,0 20,6 17,8 Noregur 28,5 15,0 20,6 18,8 Svíþjóð 26,1 14,5 18,2 15,4 Frakkland 21,2 14,8 20,9 18,6 Holland 31,5 20.2 25,9 21,8 Bandaríkin 17,2 24,2 24,7 Indland 33,9 25,8 26,7 Japan 32,3 29,1 30,8 21,5 Chile 38,4 32,3 33,3 36,1 England og Wales 28,2 14,9 18,0 15,4 Ástralía 26,4 17,3 23,4 22,9 Ath.: Tölurnar fyrir 1953 eru bráðabirgðatölur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.