Alþýðublaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.02.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudaginn 22. febiúar 1955, Örn Eiðssori: Síðari qrein: Utgefandi: Alþýðufloþþurinn. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingasijóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu 1,00. Tímabœr gagrtrýni TÍMINN ræðir á sunnu dag verkfallshættuna og ber fram sjálfsagða lillögu í því sambandi. Hún er sú, að þegar verði revndar sam komuiagsumleitanir milli deiiuaðila undir forustu sáttasemjara ríksins. Tím inn segir orðrétt um þetta atriði: ,.Um næstu mánaða mót munu hefjast verkföll, sem verða enn slórfelldari en þau, sem staðið hafa yfir undanfarið, nema áður tak ist að ná samkomulagi. Tjón ið af þessum. verkíöllum, ef til þeirra kemur, mun því verða hið stórfelldasta fyrir alla aðila, verkamenn, at vinnurekendur og þjóðina í heild. Það ber því af þess um ástæðum að ieggja á- herz’u á það, að ekki verði tengur dregið að hefjast handa um samkomulagsum leitanir milli ded.uaðila und ir forustu sáttasemjara rík isins. Það er þjóðarnauðsyn, að a'lt sé gert. sem auðið er til að afstýra því, að til þessara verkfalja komi. Færi hins vegar svo, að þess ar sáttaumleitan'r heri ekki árangur, verða þær þó allt af til þess; að það sést bet ur eftir en áður hverjum það er að kenna, að til verk falls kom. Það gæti orðið lil þess að skapa almennings álit, er síðar flýtti fyrir lausn deilunnar“. Þetta er bverju orði sannara. Undanfarið hef ur einmitt verið dregið óhæfilega lengi að hefja sátfaumleitanir og þess vegna lagt út í verkföll, sem ef til vill hefði verið ■ unnt að komast hjá. í»að nær engri átt, að sáftaum Ieitanir séu dregnar þang að fil verkfall er hafi'ð og úrslitaibaráttan komin til sögunnar. Þá fyrst er haf izt handa um úridirbúning, sem löngu átti að vera lok ið. Þetta er að miklu leyti sök atvinnurekenda, en jafnframt ber ríkisstjórn in ábyrgð á þessu sleifar Iagi. Hennar hluíverk í vinnudeilum á að vera að hlutast til um samtöl og sættir áður en harka bar áttunnar e>r komin til sög unnar. Nú hafa verkaiýðsfélögin sett fram kröfur sínar, en ekkert er enn vitað um af stöðu atvinnurekenda eða ríkisstjórnarlnnar. Sér í lagi er illa fariö, að ríkis stjórnin skuli ekki segja tii um, hvað hún v.U á sig leggja til samkomulags. A1 þýðuflokkurinn hefur flult á alþingi frumvarp um ráð stafanir til niðurfærslu verð lags og dýrtðar. Þar með er lagður samkomulagsgrund völlur, sem styðst við álykt anir og samþykkhr undan farinnaj alþýðusambands binga. Verkfallið mikla haustið 1952 var háð þess ari stefnu til framdráttar. Ríkisstjómin veit þess vegna ofur vel, að hér er um samn ingsgrundvöll að ræða. F.n hún Ijær ekki máls á lausn vandans fy.rr en úrslit hafa verið knúin fram í miskunn arlausri baráttu af hálfu al þýðusamtakanna. Tilvitnuð orð Tímans á sunnudag efu þess vegna gagnrýni á ríkis sljórnina. Það er hennar sök, að ekki hefur þegar ver íð reynt að ná samkomulagi um þau atriði, sem væntan legt verkfall kemur til með að snúast um, ef vjnnustöðv uninni verður ekki forðað. Afstaða verkalýðsins er glögg. En atvinnurekendur þegja, og ríkisstjórnin sei' ur. Vinnandi fólk gerir það vissulega ekki að gamni sínu að ráðast í stórræði verkfaTla með skömmu milii bili. Sú barátta er tilfinnan legust fyrir þá, sem mest þarfnasjt bættra kjara. En alþýðan á ekki kqsta*, völ en knýja hagsbælur með baráttu, ef atvinnurekendurnir og rík isvaldið leitast v;ð að varna henni réttlátan skiptihlut þjóðarteknanna. Þessum þætti málsins gleymdi Tím inn x gagnrýni sinm á sun’.iu dag. Hann á því ýmislegt, ólært enn. Spilakvöld Alþýðuflokks- félaganna. Alþýðuflokksfélögin í Reykja vík halda sameiginlegt spila- kvöld, annaðkvöld kl. 3,30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Húsið verður opnað kl. 8. Þetta er þriðja spilakvöldið, sem flokksfélögin halda og hefur verið fullt hús á hinum tveim fyrstu. Fólk er beð ð um að hafa með sér spil. Þá er.fólki úr flokksfélögunum heimilt að hafa með sér gesti, F.U.J. (Málfundur.) Málfundaflokkurinn kemur saman í kvöld kl. 8.30 í skrif stofu félagsins, Alþýðuhúsinu, Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Tillögur hverfisstjórnarfund ar um stjórri fyrir siæsta kjör límabil í félaginu hafa verið lagðar fram á skrifstofu Al- þýðuflokksins, Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Félagsfólki er heimilt að gera fleiri tillögur, næstu sjö daga, sem listinn liggur frammi. LANGBEZTI íslenzki stökkvar | inn í dag, Torfi Bryngeirsson, ! var mjög óheppinn í fyrra, hann var kominn í ágæta æf- ingu í ágúst, fór á EM í Bern, tók þátt í undankeppni stang- arstökksins, en me.ddist þar og gat ekki verið með í úrsbta keppninni. Torfi er einhver skemmtilegasti keppnismaður okkar og kemur öllum í gott skap, þegar hann flýgur yfir stökkrána. Þess vegna er von- andi enginn fótur fyvír því, að hann sé að hætta ailri keppni á bezla aldri. eða 28 ára. Rúss- inn Denisenko, sem setti Ev- rópumet í sumar, er 34 ára, og væri auðvitað æski'egast, að Torfi héldi eins lengi út. Með- alárangurinn í stangarslökkinu hefur aldrei verið eins góður og í fyrra, nýir menn komu fram á sjónarsviðið og þeir, i sem áður voru kunn'.r, bættu árangur sinn. en þeir þurfa að halda áfram á þeirri braut, því að nú verður annar íslend- ingur að fara að stökkva 4 m. Sigurður Friðfinnsson sk;p- ar efsta sæii í langstökki og há stökki, að ví'su hefur Jón Pét- ursson stokkið jafnhátt, en Sig urður varð fyrri til. Þessar tvær greinar eru ekki nógu góðar, enginn yfir 7 metra í 1angstökki eða 1,90 í hástökki. Margir ungir menn eru líkleg Ir til að vinna góð aírek í þess um greinum í sumar. t. d. Jón Pélursson, Einar Frímannsson, Valdimar Örnólfsscn, Garðar Arason, Friðleifur Stefánsson o..fl. í þrístökkinu er Vilhjá’mur Einarsson langbez+ur. hann er frekar þungur, en mjög sterk- ur og hefur m'ikinn stökkkraft. Friðleifur Stefánsson er mjög mikið stökkvaraefni, en hann hefur æft lítið og keppti aðeins tvfsvar eða þrisvar í fyrra. Ef hann tæki frjálsar íþróttir al- varlega, má. Vilhjá'mur vara sig. Fleiri ungir menn eru væn legir til afreka, svo sem Grét- ar Björnsson, Kristofer Jónas- son, Helgi Björnsson og Daníel Halldórsson. Kringlukastara eigum við marga og góða, sem sést bezt á Jóel Sigurðsson og Adólf Óskarsson. því að meðalárangur tíu beztu er yfir 45 metra. Þorsteinn Löve kastaði tvisvar yfir 50 metra í sum (•, en var frekar misjafn, Hallgrimur var örugg ari, en hann æfir ekki nógu vel. Þorsteinn A freðsson er maður framtíðarfnnar. en hann sfgraði bæfii Löve og Friðrik á íslandsmeistaramót- inu. Skúli Thorarensan og Guð- mundur Hermannsson háðu harða keppni í kúluvarp'nu, sá fyrrnefndi hrenntj bæði Revkjavíkur- og íslandsmeist aratilil, en Guðmundur varp- aði einum sm. lensra á árinu eða 15.02 gegn 15.01. Þrátt fyr ir það var Skúli jafnari, en þetta var langlengsta kast Guð mundar á sumrinu. í sleggjukastinu var oft sett met á s.l. sumrí og var þar að verki Þórður B. S.gurðsson, sem kastaði sleggjunni fyrstur íslendinga yfir 50 metra. Þor- steinn Löve sýndi miklar fram farir og sk'.par annað sætið á Vilhjálmur Einarsson. afrekaskránni, en hann og Friðrik Guðmundsson mv’ndu fljótlega kásta yfir 50 metra, ef þeir æfðu sleggjukast eitt- hvað að ráði. Árangurinn í spjótkastlnu er svipaður og uudanfarin ár, Framhald á 7. síðu. Torfi Bryngeii sson. Gerist áskrifendur blaðsins. Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900 T Alþýðublaðið i I Flokksstarfið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.