Alþýðublaðið - 08.03.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.03.1955, Blaðsíða 4
« ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞriSjudagur S. marz Útgefandi: Alþýðuflo\\urinn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingasíjóri: Emma Mðller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu S—10. 'As\riftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu IjOO. TVIÞÆTT FOLSVN ÓLAFUR THORS hefur á alþingi lýst yfir því, að hann hafi átt við allt annað en hann sagði í ræðu sinni á gamlaárskvöld. Hann kveðst hafa beð:ð þjóðina að slá skjaldborg um gengi krónunnar og ber á móti því, að hann hafi hótað nýrri gengislækkun. Við þessu er það að segja, að for sætisráðherrann verður hér eftir að haga orðum sínum þannig, að þau séu ekki mis skilin. Það er í senn hollráð og lágmarkskrafa. Morgunbla'ðið gefur í skyn, að stjórnarandstöðu blöðin hafi misskilfð orð forsæfisráðherrans vísvit- andi, og Ólafur Thors tek- ur sjálfur í sama s/reng í þmgræðu sinnj. Gremjan af því t/Iefni skal láíin hggja í þagnargild/. En hafa ekki sérfræð/ngar rík isstjórnarinnar í efnahags máium og vikanil/ar Ólafs Thors, hagfræð/ngarnir Benjamín Eiríksson og ÓI- afur Björnsson, gerz/ sek- ir um sama missk/Ining? Þeir ruku í/1 að skr/fa um hæítu nýrrar gengislækk- unar eft/r ræðu forsæí/s- ráðherrans og höfðu í frammi sams konar hó/an ir og hann. Sennilega lief ur ekki sá misskiln/ngur Benjamíns og Ólafs verið vísvitand/. Þeir komust ekki hjá því að sk/lja orð forsæ//srá&herrans á sama há/t og alþjóð. Morgun- blaðið æ/ti þess vegna að líta sjálfu sér nær áður en það fjölvrð/r úm fölsun á orðum Ólafs Thors í ára- mótaræðu hans til þjóðar- innar. Skýringar forsætisráð- herrans á áhrifum gengis- lækkunarinnar 1950 eru svo enn fremur sönnun þess. að dómgreind mannsins haf; orðið fyr'r einhverju áfalli. Hann harðneitar því, að gengislækkunin hafi ■ skert kjör landsbúa. Röksemdin er sú, að hefði gengislækk- unin ekki verið fram- kvæmd. yrði almenningur nú að leggja á sig 200 til 300 milljóna króna auka- skatta til að styrkja siávar- útveginn. Og forsætisráð- herrann ímyndar sér, að þjóðin taki þessa skýringu hans góða og gilda. Ólafur Thors æ/t/ að lá/a ógert að bei/a blekk- ingum sem þessar/. Hon- um væri sæmra að segja sannleikann um það, hvað gengislækkunin hefur kost að land og þjóð og enn fremur að rekja saman- budðinn á loforðunum, 'sem gengislækkunarpos/ul arnir gáfu, og staðreynd- unum í Ijós/ feng/nnar reynslu. Slíkt er bez/i mælikvarð/nn á geng/s- lækkunina. En Ólaf Thors varðar ekk/ um staðreynd ir. Hann ímyndar sér, að þe/m verði bre.v/t með á- róðri. Manninum virðisí naumas/ sjálfrátt. Þjóðin þarfnast sannar- lega ekki skýringar Ólafs Thors á áhrifum og afleið- ingum gengislækkunarinn- ar. Reynsla gengislækkunar innar liggur ölíum í augum uppi. Hún er böl alþjóðar. En Ólafur Thors gerir sig að minni manni með því að grípa til fráleitra blekkinga og hafa endaskipli á stað- reyndunum. Hann veit manna bezt, að gengislækk- unin misheppnaðist. Ólán hennar hvílir eins og mara á alþingi og ríkisstjórn. Giánglalækkunarposttulunum skjátlaðist eftirminnilega. En þeir fást ekki til að við- urkenna yfirsjón sína og hafa í frammi furðulega til burði, sem gera þá hlægi- lega. Og það er harla óheppi- legt fyrir Ólaf Thors að flíka blekkingum sínum um áhrif gengislækkunarinnar jafnframt því sem hann vill £á þjóðina til að trúa þvf, að áramótaræðu hans beri að skilja á allt annan veg en orðin gáfu tilefni til. For- sætisráðherrann hefði átt að láta sér nægja annað við fangsefnið í stað þess að við hafa tviþætta fölsun. íslend ingar eru ekki þsu trúfífl, að þeir láti tvíljúga að sér í áróðursræðu, þó að hún sé flutt á alþingi af formanni slærsla stjórnmálaflokksins og forsætisráðherra lands- ins. Gerist áskrifendur blaðsins. 7 Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900 i Alþýðublaðið Sigurður E. Breiðfjörð: Atvinnuásian og samvmnumaourinn se Þingeyri, 23. íebr. 1955. NÚ hin síðari ár hefur ugg- vænlega horft, um afkomu manna hér um sióðir. í vet- ur eru aðeins tveir bátar gerð- ir héðan út, Gullfaxi tæp 20 tonn að stærð, er varð fyrir því óhappi 8. janúar síðastlið- inn — þá ný-byrjaður róðra -— að enskur togari sigldi á hann við Þingeyrarbryggju með þeim afleiðingum, að hann stórskemmdist al'lur að fram- an og var sérstakt lán. að varð e.kki fleiri manns sð bana. Gullfaxí er nú í skipasmíðastöð Marzílíusar Bemharðssonar á ísafirði og mun viðgerð verða tæplega lokið fyrr en í 'byrj- un apríl. Hinn báturinn, sem gerður er héðan út, er Þor- björn. Fór hann { fyrsta róður 14. janúar og er búinn að fiska í allt um 70 tonn, er það mjög líti.ll af'li, þegar tekið er tillit tii þess, að gæftir hafa verlð með bezta móti það sem af er þessari vertíð og afli verið vfir leitt góður á miðum fyrir Vest fjörðum. A Þorbirni eru 6 menn á sjó og 5 menn í landi. Frá áramótum íiafa einstaka togarar lagt hér á land hluta af afla sínum. Hefur það skap- að nokkra vinn.u, þó að mlkið vant.i á, að vel sé. Öll vinna, sem Hraðfrysti- hús Kaupfélags Dýrfirðinga hefur veitt frá 1. janúar, er við verkun á 170 ionnum til herZlu, 105 tonnum af flökum til hraðfrystingar, og úr bein- um hefur verið unnið 45 til 50 tonn mél. Magnús Amelin hefur tek- ið um 70 tonn af togarafiski og látið verka það til herzlu. Af þessu geta a]]jr séð, að atvinna hér er mjög rýr. Fjöldi manns verður að brökklast frá heimilum sínum til atvinnuleit ar annað og nú síðast á sunnu- daginn eð var fóru héðan 9 karlmenn og ráðskona til Flat- eyrar í fasta atvinnu Það er ömurlegt að hugsa til þess, hvernig kom;ð er at- vinnumálum Dýrfirðinga; því að hér á Þingeyri hefur áður fyrr sízt verið lakara til sjálfs- bjargar en á hverjum öðrum firði vestan lands. Stórútgerð hefur staðið hér í blóma um áratugi, menn muna seglskút.u tímabilið, vélbátaflotann. stóru línuveiðarana Fróða, Fjölni og Venus með aflakóngana inn- anborðs, þá Þorstein Eyfirð- ing, Pál Jónsson og Guðmund Júní og togarann Clementínu (er síðar hét Barðinn). Á þeim árum var hægt að stunda sjóinn — eins og kall- að er — og þá fluttust hingað inn í iþorpið til atvinnu yfir sumarmánuðina fjöldí sjó- manna og verkakvenna. Kaupfélag Dýrfirðinga, und- ir forustu Eiríks alþingismanns Þorsteinssonar hefur nú fyrir nokkrum árum náð öllum at- vinnutækjum þorpsins undir sinn verndarvæ.ng; einstak- lingsframtakið nær ieið undir lok, samvinnuhreyfingin var búin að sigra. Menn hugðu gotf til skiptanna, hraðfrysti- húsið var endurbætt, Marshall fé útvegað, fiskimjölsverk- sm'ðja ásamt stórri mélskemmu reist, þrær byggðar og fisk- hjallar settir upp. Eru því góð ir möguleikar orðnir hér fyrir stóran atvinunrekstur. Um útgerðarmálin er annað að. segja, það er ekki nær ein- leikið hvernig þeim. hefur reitt af. Sk'p'n hafa týní tölunni á allan hátt — á stuttu límabili — til dæmis rak þrjú á land sama daginn og gereyðilögðust, vélbá'arnir Venus og Glaður og Hamona, við bekkjum sorg arsögu vélbálanna Hilmis og Hólmsteins, sem íórust með ölíum mannskap, skip hafa verið rifin, þegar- sýnt þótti, að þau væru ekki lengur sjó- fær, og önnur skip flulzt til annarra staða. Héðan var vélbáturinn Sæ- hrímir, eign Samvinnuútgerð- ar Dýrfirðinga, gérður út mjög lengi. Félaginu var svo breytt í hlutafélag og áifi það e'nn'g vélbátinn Glað, sem fvrr get- ur. Framkvæmdastjóri Sam- vinnuútgerðarinnar — Sem síðar var breytt í hlutafálag — var alla líð, albingirmaðurinn og kaupfélagsstjórinn Eiríkur Þorsteinsson. Enginn bátur var fenginn fvrir félag ð, þegar Glaður eyðilaaðist. o? svo var Sæhrímnir seldur til Keflavík ur nú fyrir nokkrum árum, og bar með er þeirri útgerð lokið héðan. Eiríkur Þorsteinsson útveg- aði hingað einn a-f h.num svo- nefndu Svíþjóðarbácum ,.Skíð- blaðnir" og gerði h.’nn héðan út í nokkur ár á nafni hluta- félagsins ,,Reynir“, en eigend- ur þess félags eru einmitt Eirík ur, kona hans og þrjú náin skyldmenni — var hann því sannnefndur fjölskyldubátur •—• útgerðin sú endað; þannig, að báturinn fór í skuldaskil, var fluttur til Keflavíkúr og gerður þaðan út, en mun nú vera seldur. ■— Um áramót in 1953 ti'l 1954 koma til Revkja víkur þrír bálar frá Danmörku — 45 til 60 tonna — merktir alþingismanni Eiríki Þorste'ns syni, tveir þeirra Inffialdur og Þorbjörn komu til Þingeyrar, annar bókaður eign Samvinnu útgerðar Dýxfirðinga (Ingjald- ur) en hinn bókaður elen Hrað frystihúss Kaupfélágs Dýrfirð- inga (Þorbjöm). 'Stærsti báturihn Hrafn er bókaður eign hluiafé’agsjns Reynis (fjölskyldufélagsins) á Þingeyri, en kemur aldrei hing að til dvalar, he'ldur er gerður út frá Keflavík. Vélbáturlnn Ingjaldur dvaldi hér um eins árs bil, hann var se'ldur austur á Fáskrúðsfjörð síðastliðið haust. Þannig fór um sjóferð þá. Vélbáturinn Þorbjörn er eini báturinn, sem nú gengur héðan. af þeim þremur bátum, sem alþingismaðurinn sótti til Danmerkur, án efa af einskærri innri köllun til þess að bæta úr sárustu neyð dýrfirzkrar a'lþýðu. Að endingu get ég ekki gengið fram hjá afskiplum hins sama þingmanns. af tog- araútgerð héðan. Hreppsnefnd Þingeyrar- hrepps festi kaup á togaranum Júpíter (er skráður var upp og nefndur Guðmundur Júní). Þegar sýnl þótti, að togarinn fengist og hreppsnefnd my'ndi ekki fela Eiríki í Kaupfélag- inu framkvæmdasljórastöðu bæjarúlgerðar sækir Kaupfé- lag Dýrfirðinga um að fá for- kaupsrétt að togaranum, slíkt var auðsótt výð hreppsnefnd og voru gefnar með afhend- ingu forkaupsréttarins 50 þús- und krónur úr sveitarsjóði. - Togarinn Guðmundur Júní kom lil Þingeyrar, bókaður e'gandi var nýstofnað hlutafé- lag fimm manna, sem vóru Eiríkur J. E'ríksson prestur að Núpi. Jóhannes Daviðsson bún aðarþingsfulltrúi Vestfjarða og bóndi, Kristján Davíðsson oddvili Mýrahrepps og bóndi, Birgir Sleinþórsson þáverandi oddvitl Þingeyrarhrepps. full- trúi í Kaupfélagi Dýrfirðinga, og Eiríkur Þorsteinsson kaup- félagsstjóri og alþingismaður. Frámkvæmdastjóri var Ei- ríkur Þorsteinsson. Togarinn Guðmundur Júní |var ekki lengi í e gu Dýrfirð- ^inga, en þó svo lengi, að hann , gat 'legið um hálft ár fyrir fest um á Þingeyrarhöfn. I Alþingismaðurinn Eiríkur Þorsteinsson er án efa mjög j fær maður, en ferili hans í út- I gerðarmálum er einfóm víxl- , spor, sem eiga ef. til vill rót Isína að rekja til þess, annað- jhvort að hann sern samvinnu- jmaður kunni ekki að stjórna j hlutafélögum. sem hann er þó I alltaf að slofna, eða hitt, sem jmeiri 'líkur liggja að, að sam- vinnumaðurinn í honum sjálf- | um sé dauður. bað sé líkið í lestinni. litli Kláus hafi étið stóra Kláus. Útgerðarmálasaga alþingis- manns Eiríks Þorsteinssonar er raunasaga, sem við hér um slóðir erum að sannfærast bet- ur og betur um að hljóti að vera í hans augum nokkuð kaldhæðni sleg, en þó svo að ihann vilji ekki trúa því sjálf- I ur. Held ég; að tilfinnanlegur * skaði hafi naumast skeð, þó að i honum hafi ekki verið falin — til föðurlegrar umhyggju ' — skipadeild SÍS eða Skipaút- gerð ríkisins. Sig. E. BreiðfjörS. Skólastjóraskipti við Gagnfræðaskóla Áusfurbæjar. INGIMAR JÓNSSON skóla stjóri við Gagnfræðaskóla Austurbæjar hefur verið leyst ur frá skólastjórastarfi sam- kvæmt eigin ósk. Hefur Svein björn Sigurjónsson verið sett- ur skólastjóri í hans slað til vors. Sveinbjörn hefur lengi verið yfirkennari skólans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.