Alþýðublaðið - 16.04.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.04.1955, Blaðsíða 5
lLaugardag'm" 16. apríl 1955 ALÞÝÐUBEJIÐI0 : Bezta svigi'veitin 1955. SKÍÐAMÓÝ ÍSLANDS var háð á Akureyri um páskana og náðist þar ágæt ur árangur í mörgum grein um, enda flestir snjöllustu skíðamenn landsins meðal keppenda. Eru skíðamenn okkar bersýnilega í mikilli sókn og horfur á, að sumir þeirra muni í framtíðinni geta sér ærið frægðarorð j hér heima og erlendis ,í lessari fögru og hollu í- irótt Alþýðublaðið biri ir héir. myndir af skíðamótinu, iekn- ar af Tryggva Haraldssyni á Akureyri. Þetta skal tekið fram einstökum rnyndum til frekari skýringar: Hlíðarfjalíl við Akureyri. Bræðurnir Þórðarsynir. ísfirzku stúlkumar þrjár. Verkaiýðurinn vill lausn á CLEVELAND, Ohio. itÚMLEGA 3000 fullírúar sátu 7 daga ráðstefnu Verka- lýðsbandalagsins (United Un- ton Workers), sem haldis var 3iér í borg fyrir skömmu. For- seti bandalagsins, Walter Reut iher, ávarpaði ráðstefnuna og gerði grein fyrir viðleitni 'þandalagsins að afla trygging- ar fyrir árslaunum í sambandi við samningsumræður við bíla •jðnaðarframleiðendur. Þeíta bandalag er talið fyrsta verkalýðsfélag í Banda- xíkjunum, sem gengst fyrir itryggingu á ársvinnu eða upp- bótagraiðslu til verkamanna í þessum mikla fjöldafram- leiðsluiðnaði. Innan bandalagsins eru rúm lega 1 500 000 bandarískir og kanadiskir verkamenn, er starfa í bílaiðnaði, flugvélaiðn aði og landbúnaðarvélaiðnaði. Reuther er líka íorseti CIO, annars stærsla sambands verka lýðsfélaga Bandarikjanna. en verkalýðsbandalagið er deild í þeim samtökum. Reuther fórust m. 'a. orð á þessa leið: „Verkalýður frjálsu þjóðfélagi gelur einung is bætt kjör sín með samvinnu við aðrar stéttir-.þjóðfélags'ns. með því.að finna lausn'á vanda málum alþjóðar. . . . Það er með slíku hugarfari að við seijumst að samningaborði ár- ið 1955, að við höfum hugfast, að barátta okkar takmarkast ekki við vandamál félags- manna okkar einna. hetöur lek ur hún e'.nnig til vand.amála alþjóðar. . . .“ Hann brýndi og fyrir full- trúum ráðslefunnar, að við- leilni þeirra til að auka efna- hagslega velmegun fylgdf einn ig „réttur og skyldur lil að leggja fram skerf til viðhalds friði og frelsi í heiminum. . .. Baráttan fyrir friði, baráttan fyrir frelsi er óaoskiljanlega Framhald á 7. atöu. Myndin efst tlí vinstri er af beztu svigsveitinni 1955, en Dað var .sveit ísfii'ðinganna, sem skipuð er kornungum mönnum. Þeir sýndu mikinn dugnað og öryggl og unnu hug áhorfenda með frammistöðu sinni. Svigkapparnir eru, talið frá vinstri: Björri Helgason, Jón Karl Sigurðsson, Einar Valur Kristjánsson cg Kristinn Benediktsson. Myndin í miðið til vinstri er if þremur bræðrum, sem allir :ru bráðsnjallir skíðamenn og comu mjög við sogú á skíða- nótlnu á Akureyri. Þeir eru, alið frá vinstri; Svanberg 3órðarson, Eysteinn Þórðar- on, sem varð ísiandsmeistari svigi og stórsvigi, mjög ör- iggur og skemmtilegur kepp- mdi, og Ármann Þórðarson. 3elr bræður eru ættaðir úr Ol- ifsfirði, en Svanberg og Ey- ;teinn eru nú orðið búsettir í leykj avík. Myndin neðst til vinstri er if ísfirzku stúlkunum þremur, sem mikla athygli vöktu á mót nu, sýndu mikimi dugnað og frábæra leikni. Má hiklaust telja, að þær hafi verið í sér. flokki.' Stúlkurnar eru, talið frá vinstri: María Gnnnarsdótt ir, Marta Bíbí Guðmundsdótt- ir og Jakobína Jakobsdóltir. Jakobína varð Íslandsmelstari í svigi, bruni og stórsvigi, en Marta Bíbí veitti benni harða keppni. Myndin efst .til bægri .er tek ln. í Hlíðarfjalli við Akureyri, þar sem keppt var í svigi, bruni og stökkum. Á myndinni sjást svigbrautirnar til vinstri,. en nokkuð af stökkbrautinni í hornínu hægra megin. .. Stór- svigið hófst beggja megin í hnjúknum, þar sem skugginn er. Endamörkin vorn til vinstri og sjást ekki á myndinni. Myndin í m'ðið til hægri er af Útgarði, skíðaskáia Mennta skólans á Akureyri. í baksýn er hið fagra og hagkvæma skíðaland Akureyrbiganna. Myndirnar neðst til rægri eru af yngsta keppandanum á mótinu, Kristni Benediktssyni frá ísafirði, sem er aðeins 15 ára, en frábær skíðamaður, enda á orði haft, að hann gæti ekki dottið í keppr.i, — og Ev- sleini Þórðarsyni, er varð ís- landsmeislari í svigi og stór- Isvigi. . ^ Skíðasbáli menntaskólans. Kristmn Benedik/sson. Eysfeinn Þórðarson. Prýðileg Tónaskemmfun ÍSLENZKIR TON.AR efndu á fimmtudagskvöld lil einnar fjölbreyttustu skemmtunar vetrarins, og var hún háð í Austurbæjarbíói. Skemmtun- in var með revýusniði og í þáttum, er voru svipmyndir úr kemmtanalífi stórborganna. Þráðinn samdi 'Lofíur Guð-. mundsson, en kynningu önnuð ust Sigfús Halldórsson og Karl Sigurðsson. Virtist h'.nn fyrr- nefncli mjéira en lítið miður sín, en Karl hélt bíns vegar vel á sínu, eftir atvikum. Á skemmluninn: korriu fram ýmsir þekktustu söng- og skemmtikraftar bæjarins. Má þár. til nefna Kristinn Halls- son. er söng þarna nokkur lög. af meslu snijld, svo sem vænla mátti; og Ágúst Bjarnason og' Jakob llafslein. er sungu glunta við prýðllegan orðstír. Sigurður Ólafsson og Eygló Viniorsdóttir sungu dúett og tókst vel upp og auk þess söng Sigurður eiiisöng, sem var prýðilega tekið. Alfreð Clau- sen söng nokkur log og tókst nokkuð vel. Lýti eru' að því, að Alfreð skuli aldrei læra terta laganna, ,en treysta á miða í lófum sínurn. Jóhann Möller söng og tókst mjög vel. Hann er, bráðungur, kominn í fremstu röð dægurlagasöngv- ara okkar og er jafnan mikil ánægja að heyra til hans. Ingi björg Þorbergs söng nokkur lög, sem heppnuðusl vel, og bar þó hið rússneska af. Sól- veig Thorarsnsen söng franskt lag og heldur léiega. Tvísöng sungu þeir Jónatan Ólafsson og Sigurður Ólafsson af mikii- um krafti og vöktu mikinn. fögnuð. Og síðast en ekki sizt má gela Soffíu Karlsdóttur, sem söng gamanvísur af prýði, enda ágætlega tekið. Loks má geta þeirra, er fram komu í fyrsta :sinn opinberlega. Ásta Einarsdóttir söng eitt lag og virðlst hafa nokkuð laglega rödd, en framkoman á fxiði er hins vegar ekki sem bezt. Þór- unn Pálsdóttir hefur geðþekka rödd og viðfellda íramkomii. Hallbjörg Hjartar hefur þokka lega rödd en þarf að bæta m’jög' framkomu sína. Tóna-systur er nýr kvenna-sextelt, sem söng nokkur lög og tókst það ágæt- lega. Can-Can-dans dönsuðui þrjár ungar mevjar (Brynöís Schram, Björg Bjamadóttir og Kristín Guðmundsdóttír) og var stórskemmtun á að horfa- í heild var skemmtunin ágæt og til ánægju öllum áheyrend um. S.G. —t t.lltl Ulllíiiil.nlamt ni JÖN PEMlLShJL lngólfsstræti 4 • Simi7776 cnimfcr n k tgiUI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.