Alþýðublaðið - 24.06.1955, Síða 4
ALÞYDUBLAÐIÐ
•
Föstudagur 24. júní 19o&
5
]
\
%
)
l
!
Í
*
j
i
\
)
s
b
s
s
s
V
■3
s
s
s
I
I
\
Útgefan di: Alþýðuflotyurin n.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaidi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller.
Ritstjórnarstmar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. 1 lausasölu 1,00.
Dómur staðreyndanna
ALÞÝÐUFLOKKURINN
jefur mótað' þá stefnu í
kaupgjaldsmólum að leggja
megmáherzlu á lækkun
verðlags og dýrtíðar. Þær
ráðstafanir telur hann var-
anleguslu kjarabæturnar og
farsælastar samfélaginu.
Síðast liðið haust beitíi
hann sér fyrir bví, að sú
leið yrði farin, enda slík af-
staða í samræmi v.ð yfirlýs-
ngar og samþykktir verka-
lýðshreyfingarinnar fy.rr og
nú. Sljórnarvöldin l'Sðu
ekki máls á þessu úrræði.
Þá var ekki annarra kosta
völ en knýja fram launa-
hækkun, þó að hún kostaði
langt og strangt verkfall.
Alþýðustéttirnar fögnuðu
slgri í þeim átökum, en
veigamesía kjarabótin varð
tvímælalaust alvinnuíeysis-
tryggingarnar, sem aftur-
haldið hefur ekki mátt-
heyra nefndar undafarin ár,
en ríkissijórnin og atvinnu-
rekendur féllust á í
samningaumræðunum, sem
leiddu til lausnar verkfalls-
ins. Veigamikið atriði í
stefnuskrá Alþýðuflokksins
náði þar með fram að
ganga, en Ieið hans í dýrtíð-
armálunum var því miður
ekki farin. Verðbólgunni
voru ekki reistar þær skorð
ur, sem þurfli.
Nú er svo dómur stað-
reyndanna fallinn. Hann er
sá, að kjarabótum alþýðu-
samtakanna er svarað með
verðhækkunum og stórauk-
inni dýrtíð. Vörur eru í.
mörgum tilfellum hækkað-
ar margfalt me.ra en nemur
kauphækkunum verkalýðs-
ins. Sama er að segja um
ýmis konar þjónustu. Og
■þessar hagsbætur gæðinga
stjórnarflokkanna fást fyrir
hafnarlaust. Þær kosta ekki
verkföll og ekki einu sinni
leyfi stjórnarvaldana. Hlut-
aðeigendum er í sjálfsvald
sett, hvað þe'r vilja fá fyrir
vörur sínar og þjónustú. Og
þeir sætta sig ekki við lítið
eins og dæmin sanna.
Þannig er á daginn kom-
ið það, sem Alþýðuflokkur-
inn spáði. Óheillaþróunin
heldur áfram, og afleiðingar
hennar liggja öhom í aug-
um uppi. Sagan mun endur-
taka sig. Og þanníg mun til
ganga, unz íslendingar sann
færast um, að í óefni sé kom
•ð, eða sit ja fastir í forað-
inu. Stefnan í fjármálum og
kaupgjaldsmálum er röng.
Við verðum að sigrast á dýr
tíðinni og verðbólgunni, ef
atvinnuvegirnir eiga að
bera s'.g og kjarabætur al-
þýðunnar að ná tilgangi s:n
um. Okkur er hollt að íhuga
þessar siaðreyndir áður en
þjóðarskútan er sfrönduð og
ekkért eftir nema tvísýn
mannbjörg. Verkalýðshreyf-
ingunni er allt þetta Ijóst.
Þess vegna krefst hún læk.k
aðs verðlags og minni dýr-
tíðar. En stjórnarvöldin
sofa og láta skeika að sköp-
uðu. Ólafur Thors og Gunn-
ar Thoroddsen tala raunar
upp úr svefninum, en það
sioðar lítið. Hér er aðgerða
þörf, úrbóta, sem leiði til
lausnar á aivarlegasta
vandamáli samlíðarinnar.
Afturhaldið virðist í-
nynda sér, að það geii
þreyít verkalýðshreyfinguna
með skollaleiknum, sem er í
frammi hafður, en slíkt er
alger misskilningur. Vinn-
andi fólk mun berjast sleitu
laust fyrir því, að það fái
sinn deilda hlut þjóðartekn-
anna. Það læíur ekki ræna
s’.g fengnum hagsbóium.
Slíku verður svarað af þess
hálfu með nýrri baráttu á
þeim orustuvöllum, sem rik
isvaldið og atvinnurekend-
urnir hasla á hverjum tíma.
En verkalýðshreyfingin vill
tryggja hag sinn í vinsemd
og samvlnnu við aðra aðila
þjóðfélagsins fremur en
stríði. Og ábyrgum öflurn
innan hennar er sá vandi á
höndum, að forða öfgum.
sem leiða af íyrirhyggju-
Ieysi og ofríki afíurhaldsins.
Verðhækkanirnar, sem nú
eiga sér stað, eru ekki að-
eins ránsfengur hlutaðeig-
andi sérgæðinga, sem hafa
pyngjuna fyrir hjarta og
heila og meta þjóðarhag
einskis, þegar hagsmunir
sjálfra þeirra eru annars
vegar. Þær eru hnefahögg í
andllt verkalýðsins, sem.hef
ur neyðzt til að hevja Iangl.
og strangt verkfall til að
knýja fram nauðsynlegar
og sjálfsagðar kiarabætur.
Og andrúmsloftið, sem
myndast við þett.a, er eins
og benzíngufa, sem bíður
logans. Sá eldsvoði verður
örlagaríkur fyrir alla aðila,
ef til kemur.
- Útbreiðið Alþýðublaðið -
Geta Bandarfkin lagltil arf-
taka Alberts Einsfeinsl
ALBERT EINSTEIN er
mesti vísindahugsuður, sem
uppi hefur verið á þessari öld.
Enda þótt hann létist í Banda-
ríkjunum, var hann fæddur
Evrópubúi. Þannig hefur það
verið með alla mestu hugsuði
að minnsta kosti fram undir
síðustu heimsstyrjöld, og þá
vísindamenn, sem skarað hafa
fram úr að óhlutlægri, rök-
rænni og fræðilegri hugsun.
De Tooqueville veitti því at-
hygli fyrir löngu síðan, að
hugsun Bandaríkjamanna sner-
ist fyrst og fremst um raun-
hæf viðfangsefni. Þetta stendur
óhaggað enn, svo langt sem
það nær. Það er spurning,
hvort maður eins og Einstein,
gæti risið upp með þjóðinni.
Allir mestu vísihdamenn
Bandaríkjanna, — þeirra á
meðal Benjamín Franklín,
Williard Gihbs og J. Robert
Oppenheimer, hafa stundað
nám í Evrópu það eru þeir,
sem smám saman hafa lagt
grundvöllinn að allri vísinda-
legri hugsun, rannsóknum og'
starfsemi í heimalandi sínu, úr
efniviði, er þeir sóttu í hinn
gamla heim. Landflótta vís-
indamenn hafa síðan sezt að í
Bandaríkjunum, þeirra á
meðal Einstein, og fullkomnað
bygginguna á þeim grundvelli,
svo að nú er miðstöð allra vís-
indagreina og rannsókna þar í
landi. Þó er skylt að játa, að
öll sú starísemi miðar öllu
fremur að því, að vita .hvernig
hlutunum sé háttað, heldur en
hversvegna þeim sé þannig
háttað. Einstein var fremstur
í hópi þeirra manna, sem leit-
ast hafa við að svara síðari
spurningunni, og forustu-
mennirnir í þeim hópi er enn
að finna í Evrópu, en ekki í
Bandaríkjunum.
ÞJÁLFUN OG TILGANGUR.
Þetta á ekki rót sína að
rekja til mismunandi hæfi-
leika, því að hæfileika er að
finna með öllum þjóðum, ekki
heldur til tækja eða fjármuna
í þágu vísindalegrar starfsemi,
því að þar eru Bandaríkin
fremst í flokki, heldur til
þjálfunar, hugsunarvenju og
tilgangs. Þótt sönnum vísinda-
manni sé ljóst, að rannsókn
sú, er hann hefur með hönd-
um, muni ef til vill gerbreyta
heiminum, vinnur hann ekki
að henni fyrst og fremst þess
vegna, heldur aðeins til þess
að öðlast sanna þekkingu. Það
var hin eina ástríða, sem Ein-
stein var haldin, hið eina tak-
mark hans í lífinu. Hamingjan,
sagði hann, er takmark, sem
hæfir hugsunarsnauðum
skepnum.
í raunhæfri vísindastarf-
semi er lausn viðfangsefnanna
venjulega . aðeins tímaspurs-
mál. Þannig var það með lausn
kjarnorkuráðgátunnar, þannig
var það með leit dr. Salk að
bólusetningarlyfi gegn löm-
unarveikinni. Lausn á slíkum
viðfangsefnum hefur þó ekki
alltaf í för með sér aukna
þekkingu á eðli hlutanna, en
hinsvegar verður hún aldrei
fundin, án þess að sannir vís-
indamenn hafi áður lagt grund-
völlinn með kenningum sínum,
enda þótt þeir hinir sömu hafi
ekki unnið að kenningum sín- j
um í því skyni, að fyrir þær f
skapaðist raunhæfur árangur.
Þegar Einstein skóp þá kenn- 1
b GREIN þessi, sem birtfstb
^ hér í styt/ri þýðingu, kom'
|. fyr/r skömmu í bandaríska •
• blalinu ,.L/fe“ og fjallar um •
\ vísfndaaíarfslÁni í Banda-^
(ríkjunum og viðhorf það,'
( sem nú ræður mestu á því,
\ evið/.
Alber/ E/ns/e/n.
ingu, sem cpnaði mönnum
heim kjarnorkunnar, þurfti
hann hvorki á vinnustofu né
dýrum tækjum að halda til
þess að framkvæma flóknar
tilraunir, •— honum dugði blý-
antur og pappírsörk.
Sú ótilgangsbundna þekk-
ingarleit, sem einkennir starf-
semi evrópiskra vísindamanna
fellur ekki að öllu leyti við
hugsanaviðhorf Bandaríkja-
manna. Evrópiskir prófessorar
eru allir hlaðnir nafnbótum og
heiðursmerkjum umfram
bandaríska starfsbræður sína,
og launakerfið stuðlar að því,
að ungir evrópiskir vísinda-
menn geta lagt stund á ýmsar
rannsóknir, án þess að hafa
raunhæfan árangur fyrst og
fremst í huga. En það hefur
samt alltaf hvílt, og hvílir
meiri heiðríkja yfir viðhorfi
Evrópumanna til vísindalegrar
hugsunar.
SKULDIN VIÐ EINSTEIN.
Einstein sjálfur var ekki
neinn háskóladoðrant. Hann
hlaut ekki neitt fast háskóla-
embætti að afloknu prófi,
enda þótt hann kenndi um
skeið við evrópiska háskóla,
eftir að hann birti fyrstu kenn-
ingar sínar, árið 1905. Kenn-
ingar hans vöktu hina mestu
andspyrnu, voru íordæmdar
sem ,,kommúnistiskar“ af vest-
rænum vísindamönnum, en
taldar bera vitni „andlegri
hnignun í vestrænni vísinda-
starfsemi“, af austrænum.
Þrátt fyrir það biðu vestrænir
vísindamenn þess ekki, að
kenningar hans sönnuðust, —
þeir viðurkerindu þær fyrir
óvefengjanlega sannleiksleit
höfundarins og óviðjafnanlega
rökhugsun hans.
Vísindamenn í Bandaríkjun-
um eiga margra ára verk fvrir
höndum, þótt þeir hafist ekk-
ert annað að, en að rannsaka
þá raunhæfu möguleika, sem
kenningar Einsteins hafa í sér
fólgna.. Hvernig geta þeir á
beztan hátt greitt þá miklu
þalýklætisskuld, sem þeir
standa í við Einstein? Fyrst
og fremst á þann hátt, að halda
vandalega aðgreindum þeim
þjóðfélagslegu og þekkingar-
legu áhrifum, sem þessar
kenningar valda.
Fjárfrámlög í Bandaríkjun-
um til „vísindalegra rann-
sókna“ nema nú því sem næst
'fjórúm billjónum dala á ári, en
um það bil 95% af þessu fé
rennur til raunhæfra fram-
haldsrannsókna og tilrauna-
starfsemi í því sambandi, en
ekki til nýrra grundvallandi
rannsókna, og mestur hluti
þessa fjárframlags kemur
! annaðhvort frá ríkisstjórninni
eða stjórnum framleiðslu-
hringa, sem verða að gera
skattgreiðendum og hlutafjár-
eigendum grein fyrir „nyt-
semi“ slíkra rannsókna. Fyrir
bragðið er mjög sótzt eftir hin-
um fáu, ungu vísindamönnum,
til þess að annast þessar „nyt-
sömu“ rannsóknir, en þeir eru
tiltölulega fáir, enn sem komið
er, og þar eð eftírspurninni
er enn ekki fullnægt, hefur
verið gripið til þess ráðs, að
haga námsskipulagi við æðri
skóla á þann hátt, að nemend-
urnir verði sem hæfastir til að
inna raunhæf rannsóknarstörf
áf hendi. Arangurinn verður
sá, að vísindastarfsemi í
Bandaríkjunum er fyrst og
fremst fólgin í mælingum en
ekk’i hugsun.
(Erh. á 7 síðu.)
Skrifsfofustjóraslarf.
Skrifstofustjórastarf hjá Húsnæðismála-
stjórn er laust til um-sóknar/ Umsóknir, ásamt
upplýsingum um fyrri störf, sendist fyrir 5. júlí
næ'stk, til Húsnæðismálastjórnar c/o Ráðning-
arakrifstofa Reykjavíkurbæjar við Lækjar-
torg. ' .
Húsnæðismálastjórn.