Alþýðublaðið - 19.07.1955, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þriðjuda&ur 19. jú/í 1!)5J
í ÚIVASPIB
19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá
ýmsum löndum (plötur).
20.30 Útvarpssagan: ;,Ástir pip
arsveinsins“ eftir William
Locke, II (séra Sveinn Vík-
ingur).
21 Tónleikar.
21.45 íþróttlr (Sigurður Sig-
urðsson).
22.10 „Óðalsbændur“, saga eft
ir Edvard Knudsen, VII
(Finnborg Örnólfsdóttir les).
22.25 Léttir tónar (Ólafur
Briem sér um þáttinn).
KBOSSGATA.
Nr. 873.
i i
ií
10
i*
is
n
Láréit: 1 dugur, 5 húsdýr, 8
skál, 9 úttek.ði 10 horfði, 13
tónn, 15 grastegund, 16 gróður,
18 gefa gaum.
Lóðrétt: 1 seinlegt, 2 dugleg,
3 hljó.ð, 4 kvenmannsnafn, 6
eyðing, 7 í, 11 bókstafur, 12 í
munni, 14 neyðarkall, 17 grein
ir.
Lausn á krossgáfu nr. 872.
Lárétt; 1 skrlft, 5 ólag, 8
láta, 9 tó, 10 reka, 13 ær, 15
Iiðu, 16 tólg, 18 spell.
Lóðréit: 1 sælgæti, 2 klár, 3
rót, 4 fat, 6 laki, 7 gómur, 11
ell, 12 aðal, 14 rós, 17 ge.
Rosamond Marshalls
Á FLÓTTA
17. DAGUR. 1' i
ÍOId Spice vörur
• 4
! Einkaumboð: ■
■ a
£ Péfur Péfursson, i
■ a
"m M
Heildverzlun. Veltu ■
: sundj 1. Sími 82062. £
a
■ Verzlunin Hafnarstræti j
5 7. Súni 1219.
: Laugavegi 38. ■
segði frá bókarfundinum. Var að velta því
fyrir mér, hvort ég ætti að hætta á að biðja
hann að þegja yfir honum. Kannske væri
öruggt, að hann þegði, af því að honum fynd-
ist fundurinn svo ómerkilegur. Nei, það gat
gloprast upp úr honum.
Þarna voru líka ástaræfintýri. Kviður Salo-
mons, ástarævintýri hans og drottningarinnar
af Saba. Aldrei hafði ég heyrt ástarsögur
sagðar með slíkum hætti. Hvílík lotning fyrir
þessari göfugustu tilfinningu mannlegra sálna,
ástinni milli karls og konu. Eg elskaði þessa
bók af öllu hjarta. Það stafaði frá henni slíkri
göfgi og slíkum unaði, að hún var ómótstæði-
leg. Jafnvel ást mín á Giuliano gat ekki kom-
izt í neinn samjöfnuð þar við.
Stundum greip mig ómóistæðileg löngun til
þess að bera mig saman við söguhetjurnar.
Eg fann það einhvern veginn á mér, að það
var óviðeigandi, en ég gat ekki látið það ógert.
Stundum stóð ég mig að því að standa fyrir
framan spegilinn og bera mig í huganum
saman við Esther drottningu eða aðrar feg-
urðardísir sögunnar.
Eg tók ákvörðun mína varðandi Nello og
söguna. Nello kallaði ég. Dvergurinn kom,
settist á hækjur sínar fyrir framan mig og
krosslagði fæturna. Hann minnti á Búdda-
líkneski. Þú hefur séð margar konur, Nello.
Hefurðu séð nokkra konu, sem tekur mér
fram að fegurð?
Eg hef séð tvö hundruð og fjörutíu og fjórar
allsnaktar konur, Biancissima. I mínum aug-
um blikna þær allar og fölna í samanburði
við þig, tvö hundruð fjörutíu og fjórar, upp
til hópa. _____
Eg heið átekta. Enn var of áhættusamt að
segja honum leyndarmálið, — kannske þó
enn áhættusamara að bíða, en ég beið samt.
Einn morgun vaknaði ég við fuglasöng.
Langt var nú síðan ég hafði veitt sönglist
fuglanna athygli á morgnana. Þetta var svo
sem ekki fyrsti morguninn, að ég heyrði í
þeim um leið og ég vaknaði. Aldrei bara
tekið eftir því fyrr: Eg teygði Ietilega úr mér.
Það var heitt og mollulegt inni. Mig langaði
út í frískt loft. Eg skreiddist fram úr, brá ein-
hverju utan yfir mig til þess að skýla nekt
minni. Eg svaf alltaf ber. Það var vor. Blómin
voru að springa út. Fjölskrúðugir litir þeirra
gáfu umhverfinu svip. Ilman þéirra fyllti
loftið sætri angan. Sólin var að koma upp.
Ég horfði frá mér numin á fyrstu geisla hennar
glita fjallatoppana og dýpka blámann í bylgj-
um hafsins.
Eg lagði leið mína frá höllinni, meðfram
byggingunum milli hennar og fjallshlíðarinn-
ar. Ég gekk sjaldan þessa leið, hafði aldrei
farið svona langt. Þarna var lítil marmara-
kapella. Hún hét Belvedere og af henni dró
höllin nafn sitt. En hvað var þetta? Var ekki
þetta maður? Hann kraup við einn vegg kap-
ellunnar og baðst fyrir. Ég sá að þetta var
munkur, af reglu hins heilaga Benediktusar.
En ég varð of sein. Hann hafði þegar orðið
mín var. Hann reis upp. Ég sá ekki betur en
veikt bros liði um varir hans. Hann yrði mér
sennilega reiður fyrir að trufla hann við bæna-
gerð sína. Ég hugðist slá hann út af laginu
með vægri ásökun:
- Góði munkur. Hví ertu í þessum garði?
Hliðin eru lokuð og múrarnir eru háir.
Ég bið yður miskunnar, náðuga frú. Það
var draumsýn, sem benti mér að fara inn í
þennan garð. Ég var leiddur hingað ósýnilegri
hendi af æðri máttarvöldum, sem engar tálm-
anir okkar mannanna geta hindrað. Nafn mitt
er Giaeomo . . . Ég á erindi við Ippolito
greifa. Hann hrá hendi sinni undan skikkj-
unni og sýndi mér járnlykil einn mikinn.
Annars er hér skýringin á nærv.eru minni í
þessum fagra garði yðar, náðuga frú. Vinur
minn Ippolito lét mig sjálfur hafa þennan
lykil.
Mér varð undarlega þungt fyrir brjósti.
Góði munkur. Ippolito greifi er dáinn. Rödd
mín brast lítið eitt. Vonandi tæki hann ekki
eftir því.
Dáinn? Munkurinn gerði krossmark fyrir
sér.
Hann starði á mig. Mér gafst tóm til þess
að virða hann fyrir mér. Munkahettan huldi
ekki höfuð hans betur en það, að ég gat séð
ljósgullna hárlokka gægjast fram undan
sterklegir kjálkarnir. Varirnar voru þykkar
henni. Augun voru fjörmikil, nefið hátt og
og hakan framstandandi, djúpt og fallegt höku-
skarð. Hann var í heild frekar ófríður, en
myndarlegur og kaximannlegur. Mér fannst
leggja til mín hita af þeim eldi, sem brynni
hið inni'a með þessum manni, — jafnvel í
gegnum munkakuflinn. Myndi þessi munkur
sjá himneskar draumsýnir, ef hann héldi
kvenlíkama, — til dæmis mínum — í faðmi
sér ? Eða starði hann svona á mig vegna þess
að gullið hár mitt og fagrar útlínur líkamans
minntu hann á hina heilögustu alli'a héilagra
kvenna? Bar hann svo mikla lotningu fyi'ir
því, sem var annars heims, að honum væru
dásemdir holdsins einskis virði?
Ég afréð að láta þess að engu getið, að ég
væi'i greifaynja Ippolito di Montaldi, ekkja
vinar han. Ég hafði beyg af þessurn manni
og það ergði mig. Ég, greifaynja di Montaldi,
að vera hrædd við Benediktusarmunk.
Þér segið mér sorgarfréttir, náðuga fi'ú.
Ippolito og ég vorum nánir vinir. Hvei'nig
dó hann?
Hann var myrtur, sagði ég skjálfandi röddu.
Guð fyrirgefi morðingjanum, sagði munk-
urinn og krossaði sig. Hann virtist ætla að
segja eitthvað, en eiga í innri baráttu- Svo
tók hann ákvörðun. Náðuga frú. Ég átti erindi
við Ippolito, leynilegt erindi. Máske þér getið
miskunnað yður yfir fátækan förumunk og
veitt honum hjálp. A ákveðnum stað hér í
höllinni er járnkista nokkur. Erindi mitt
hingað var að sækja hana. Til þess hafði ég
heimild Ippolitos, — greifans sáluga, guð veri
önd hans náðugur.
Ég sá að hann reyndi að lesa í hug minn.
Máske vissi hann að ég leyndi hann þess,
hver ég var. Máske vissi hann allt. Og enda
þótt hann vissi, ef til vill, að ég væi'i gi'eifa-
ynja di Montaldi, þá vissi hann þó áreiðan-
lega ekki, hvar niður væri komið innihald
hinnar frægu járnkistu. Honum skyldi ekki
takast að sjá það á mér.
Járnkista með fjái'sjóð? Hvar átti hún að
vei:a, munkur?
A hillu í bókasafninu. Á efri hillu. Hún
sést ekki frá gólfinu. Ég veit alveg hvar hún
er, þai’a að ég fái að koma inn í bókasafnið.
Ég lagði af stað í áttina til hallarinnar.
Komdu, Giaeomo munkur.
Ég benti honum að bíða mín í sal nokki'um
en fór rakleitt til herbei'gja minna. Nú var
ekki seinna vænna að tryggja sér Nello. Bók-
ina mátti ég ekki missa þótt öll heimsins auð-
æfi væri í boði.
Nello lék sér að að si^la litlum bát í
þvottabala. Sjáðu. Skip. En það er tómt. Eng-
inn maður um borð.
Ég tók Néllo á • hné mér. Nello. Manstu
þegar þú fannst járnkistuna uppi á hillu í
bókasafninu? Þú hélzt að það væri falinn fjár-
sjóður í kistunni, manstu?
En kistan var tóm. Bara einhver ljót
skrudda.
Ég veit. Við létum kistuna á sama stað. Þú
segir ekki frá því, Nello, að við höfum fundið
hana. Aldrei, Nelló.. Aldrei minnast á að við
höfum séð hana, ella hendir mig voðaleg
ógæfa.
(Samúðarkori |
Slysavarnafélags Islands S
kaupa flestir. Fást hjá-
slfsavarnadeildum um ;
land allt. 1 Reykavík ÍS
Hannyrðaverzluninni, i
Bankastræti 6, Verzl. Gunn ^
þórunnar Halldórsd, og S
skrifstofu félagsins, Gróf- S
ln 1. Afgreidd í síma 4897. ;
— Heitið á slysavarnafélag s
ið. t>að bregst ekki. S
S
» * •
íDvalarheimili aldraðra>
sjómanna
s
s
s
s
s
$
£ Minningarspjöld fást hjá:^
> Happdrætti D.A.S. Austur ;
> stræíi 1, sími 7757. S
; Veiðarfæraverzjunin Verð)
S andi, sími 3786. í
j Sjómannafélag Reykjavík.;
^ ur, sími 1915. s
S Jónas Bergmann, Háteigs-S
S veg 52, sími 4784. $
> Tóbaksbúðin Boston, Lauga s
; veg 8, sími 3383.
S Bókaverzlunin FróðJ,
S Leifsgata 4.
Verzlunin Laugatelgnr, s
Laugateig 24, sími 81666 S
Ólafur Jóhannsson, Soga-
S
s
bletti 15, sími 3096.
Nesbúðin, Nesveg 39.
Guðm. Andrésson gullsm.,A
Laugav. 50 sími 376f. ;
1HAFNABFIRÐI: S
Bókaverz]un V. Long, )
sími 9288.
sMinningarspjöId >
S Barnaspítalasjóðs Hringsinj)
> eru afgreidd í Hannyrða-:
3 verzl. Refill, Aðalstræti .12;
• (áður verzl. Aug. Svend-s
; sen), í Verzluninni Victor, s
; Laugavegl 33, ÍIolts-Apó-S
; teki,. Langholtsvegi 84, >
S Verzl. Álfabrekku við Suð-S
S urlandsbraut, og Þorsteina- >
Sbúð, Snorrabraut 61.
jSmurt brauð
og snittur.
Nestíspakkar. i
ódýrast og bezt Vini-Í
eamlegast pantið meðj
fyrtrvara. i
) MATBABINN ' " •
Lækjargötu 8. <
Sfmi 80340.
jÖra-viðgerðlr.
S Fljót og góð afgreiösla.
b GUÐLAUGUR GÍSLASON,
; Laugavegi 65
S Simi 81218 (heima).
;Hus og íbúóir
«f ýmsum stærðum i;
bænum, úthverfum bæj-S
arins og fyrir utan bæinn >
til sölu. — Höfum einnig;
til sölu jarðir, vélbáta,s
S
S
v
s
s
bifreiðir og verðbxéf.
Nýja fasteignasalan, VlP:
S Bankastrætl 7. 4 |
Sími 1518.