Alþýðublaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 4
r ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fiiruníudagur 15. sept. 1955
Útgefandi: Alþýðuflok\urinn.
Ritstjóri: Helgi Scemundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilia Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
'Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu 10.
íhaldið þar og hér
ÞAÐ E'R kunnara en frá
þurfi að segja, að Morgun-
blaðið hefur miklar mætur
á stjórn Adenauers í Vestur-
Þýzkalandi. Hún fvlgir
hreinni íhaldsstefnu, alger-
lega andstæðri sjónarmið-
um jafnaðarmanna, enda er
þýzki Alþýðuflokkurinn í
harðri andstöðu við hana. En
íhaldsstefna Adenauers, sem
hefur komið fótum undir
þýzku iðjuhöldana á ný og
gert þeim kleift að safna
hundruðum milljóna í sjóði
sína, hefur verið Morgun-
blaðinu mjög að skapi. Auð-
vitað hafa orðið alhliða fram
farir í Þýzkalandi og endur-
reisnin gengið með feikna-
hraða, en höfuðástæða þess
er, að þýzkir iðnaðarverka-
menn eru harðduglegir og
vel sérmenntaðir, vélakost-
urinn hefur verið nýr, og svo
hefur þýzka verkalýðshreyf-
ingin verið mjög hófsöm í
launakröfum sínum, til þess
að stuðla að sem skjótastri
endurreisn.
En nú telur verkalýðs-
hreyfingin, að tími sé kom-
inn til þess, að verkalýður-
inn fái verulega aukinn
skerf af þeirri framleiðslu-
aukningu, sem átt hefur sér
stað. Þrjár til fjórar milljón
ir verkamanna hafa sagt upp
gildandi kjarasamningum,
og eiga samningaviðræður
að hefjast síðar í þessum
mánuði. Um þetta birti Morg
unblaðið mjög athyglisverða
frétt frá Bonn síðast liðinn
sunnudag. Þar er skýrt frá
því, að Ludvig Erhard, efna-
hagsmálaráðherra Þjóðverja,
hafi boðað, að hann ætli að
gera ráðstafanir til þess að
knýja fram verðlækkun á
vörum í Vestur-Þýzkalandi,
til þess að reyna að draga
með því úr vaxandi kröfum
iim kauphækkun.
í fréttinni segir enn frem-
ur: „Ráðstafanir þær, sem
ráðherrann hyggst gera, eru
m.a. tollalækkun, fjölgun
vöruflokka á frílista og auk
þess ætlar hann að veita
hverjum ríkisborgara í V-
Þýzkalandi heimild til þess
að panta vörur frá útlönd-
um gegn greiðslu í þýzkum
mörkum. Þess var vænzt, að
ráðstafanir þessar knýi fram
leiðendur í Þýzkalandi til
þess að lækka vöruverð sitt
á heimsmarkaði.------Þýzka
ríkisstjómin ætlar að fylgja
þeirri stefnu að vinna gegn
kauphækkunum með því að
knýja fram verðlækkanir“.
■ Skyldi Morgunblaðið eða
Vísir kannast nokkuð við
það, að hér á landi hafi ver-
ið bent á nauðsyn þess að
lækka verðlag í stað þess að
hækka kaup? í upphafi síð-
asta þings fluttu tveir af
þingmönnum Alþýðuflokks-
ins, þeir Hannibal Valdi-
marsson og Gylfi Þ. Gísla-
son, fyrir flokksins hönd til-
lögu, þar sem einmitt var
skorað á ríkisstjórnina að
beita sér fyrir ákveðnum
verðlækkunum, þar eð ella
mætti við því búast, að veru
legar kaupkröfur yrðu gerð-
ar. íslenzka íhaldsstjórnin
hundsaði þessa tillögu. Þá
gerði verkalýðshreyfingin
kaupkröfur sínar og kaup
var hækkað, auk þess sem
aðrar réttarbætur fengust.
‘Á það má og minna, að full-
trúi Alþýðuflokksins í fjár-
hagsnefnd neðri deildar,
Gylfi Þ. Gíslason, flutti þá
m.a. breytingartillögu við
síðasta frumvarp ríkisstjórn
arinnar um innflutnings- og
gjaldeyrismál, að íslenzkum
ríkisborgurum skuli vera
heimilt að panta sjálfir frá
útlöndum þær vörur, sem á
frílista séu, enda gæti það
orðið nokkuð hemill gegn ó-
hóflegri álagningu. Fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins for-
dæmdu þessa tillögu og
töldu hana fjarstæðu. Fróð-
Íegt væri að vita, hvort þeir
eru enn sömu skoðunar, þeg
ar Morgunblaðið hefur sjálft
birt fregn um, að einmitt
þetta ætlar nú efnahagsráð-
herra vestur-þýzku stjórnar-
innar að gera.
Það virðist vera talsverð-
ur munur á íhaldinu hér og
í Vestur-Þýzkalandi. Það
þykja þó líklega engar nýjar
fréttir, þótt frétt Morgun-
blaðsins frá Bonn á sunnu-
dag hafi orðið til þess að
vekja athygli á því.
David C. Williams:
ISKÆLÐIR DRYKKfR
Ávextir — Rjómaís
Sölufurninn
við AmarhóíL
T&. VQBP&*
Friður og vefmegun
slagorð repubiik
r - B
Washington, 8. sept.
ENDA þótt enn sé rúmt ár
þangað til forsetakosningarnar
í Bandaríkjunum eiga fram að
fara, hafa repúblikanar þegar
hafizt handa um undirbúning.
Þeir 48, sem skipa flokksráð-
ið, hafa þegar setið fundi í
Washington, þar sem þeir
ræddu „áróðursstefnuna", það
er hvernig baráttunni skyldi
hagað í stórum dráttum, á
hvaða atriði skyldi lögð sérstök
áherzla og hvernig. Af umræð-
um þeirra virðist mega ráða,
að „friður og velmegun“ verði
kjörorð flokksins í kosninga-
baráttunni. í fyrsta skipti um
langan aldur geta þeir bent á
það, að friður sé um heim all-
an. Þeir munu minna kjósend-
ur á það, að Eisenhower for-
seti hafi „flutt drengina heim
frá Kóreu“, og hyggni hans og
framsýni hafi átt mestan þátt
í því, að síðan hafi friður hald-
izt. Og því mun einnig á loft
haldið, að í fyrsta skipti um
langan aldur njóti þjóðin al-
mennrar velmegunar og næg
vinna sé handa öllum, án þess
sú velmegun byggist á styrj-
öld eða styrjaldaraðgerðum.
Velmegun þjóðarinnar er
ekkert vafamál, — almennt
nýtur bandaríska þjóðin nú
betri lífskjara en dæmi eru til
í sögunni. Á ýmsum stöðum
gætir þó nokkurs atvinnuleys-
is, einkum í kolaframleiðsl-
unni og vefnaðinum, en þær
framleiðslugreinar hafa dregið
saman seglin að undanförnu.
Og enn fyrirfinnast stéttir í
bandarísku þjóðfélagi, eins og
til dæmis farandlandbúnðar-
verkamenn, sem enn búa við
sömu fátækt og þeir hafa allt-
af gert. En þetta eru aðeins
litlir, dökkir dílar á efnahags-
skildi Bandaríkjanna, sem í
heild speglar mynd þróttmikils
og heilbrigðs athafnalífs í
skyggðum fleti sínum.
Nixon varaforseti lét svo um
mælt við flokksráðið, að í kosn
ingabaráttunni mundi mest á-
jherzla verða lögð á „velrneg-
mnina1' sem áróðursmál, þar eð
jekki væri um neinn djúplægan
ágreining með republikönum
jog demokrötum að ræða varð-
j andi utanríkismálin. I raun
j réttri hefur flokksforustan
hætt því fyrir löngu, að freista
að draga merkjalínur á milli
stefnu sinnar í utanríkismálum
og stefnu þeirra Trumans og
Achesons, og gamla ásökunar-
slagorðið, að ííu ára stjórnar-
tímabil demokrataflokksins
hafi verið tíu ára landráða-
tímabil, er fyrir löngu þagnað.
Á meðal leiðandi manna r.e-
publikanaflokksins ríkir hins
vegar nokkur óánægja um það,
að leggja mesta áherzlu á þjóð-
arvelmegun í kosningabarátt-
unni. Þeim er Ijóst, að meiri-
hluti kjósenda treystir demo-
krötum öllu betur, •—■ eins og
skoðanakönnun hefur líka leitt
í ljós, — til að efla hagsæld
meo alþýðu manna. Þeir ótt-
ast, að almenningur taki undir
þá ásökun demokrata á hendur
republikönum, að ríkisstjórn
þeirra sé undir áhrifavaldi
stórgróðamanna. Og þeir fram
sýnustu í hópi þeirra telja mót
sagnar gæta í kjörorðinu „frið-
ur og velmegun“. Ef langvar-
andi friður kemst í rauninni á,
og ríkisfjárlögin verða afgreidd
hallalaus, eins og Humphrey
fjármálaráðherra hefur heitið,
hvað kemur þá í stað hins nú-
verandi gífurlega tilkostnaðar
í sambandi við hernaðarfram-
leiðsluna og vígbúnaðinn?
Þess vegna eru margir repu-
blikanar, sem hneigjast að því
að færa sér í nyt hina sterku
friðarþrá almennings, með því
að kalla republikana „flokk
friðarsinna“, en demokrata
flokk hernaðarsinna, eins og
gert var með verulegum ár-
angri í kosningunum 1954.
Þeir eru þess því einnig mjög
fýsandi, að sem mest áherzla
verði lögð á Genfarráðstefn-
una, sem langþráð endalok
kalda stríðsins. Sendinefnd
DAVID C. WILLIAMS,
ritstjóri í Washington,
mun framvegis skrifa
yfirlitsgreinar í AI-
þýðubl. öðru hverju, er
fjalla munu um menn
og málefni í Bandaríkj
unum, en hann skrifar
slíkar greinar í mörg
evrópisk dagblöð, með
al annars „Arbeider-
bladet“ norska. David
C. Williams er riístjóri
málgagns ADA hreyf-
ingarinnar í Bandaríkj
unum, en sú hreyfing
grundvallast að mörgu
Ieyti á stjórnmálavið-
horfi Roosevelts heit-
ins forseta.
rússnesku landbúnaðarsérfræð
inganna var rr.jög fagnað í Mið
vesturríkjunum, þar sem fepu-
blikanar og einangrunarsinn-
ar) hafa mikið fylgi, og marg-
ir af hægrisinnuðum leiðtog-
um republikanaflokksins hafa
tekizt á hendur pílagrímsferð á
þessu sumri austur fyrir járn-
tjald, og fullyrða eftir heim-
komuna, að í raun réttir. sé ó-
þarft að óttast kommúnista.
Svo snögg hafa þessi veðra-
brigði orðið, að svo virðist af
blaðafregnum sem margir af
velunnurum Bandaríkjanna er
lendis, sem áður kviðu því, að
þjóðin ætlaði að verða tauga-
veikluð af kommúnista-
hræðslu, óttast nú, að svo ger-
samlega hafi skipt, að þjóðtn
jætli að gerá það að trúarsetn-
ingu „að Rússarnir séu, þrátt
fyrir allt, hreint ekki svo af-
leitir“. Forsetinn sjálfur héfur
gert sér grein fyrir þessari
jhættu, og hefur minnt sam-
landa sína á það, að skoðana-
munurinn sé raunverulega mik
ill enn sém fyrr og raunveru-
leg hætta ríkjandi seni áður.
Þótt búast megi við, að minni
hluti einangrunarsinna muni
reyna að gera að engu hin
sterku samtök frjálsra þjóða,
svo sem Atlantshafsbandalag-
ið, eða reyna að koma þeirri
skoðun inn hjá almenningi, að
þau hafi ekki lengur neinu
hlutverki að gegna, munu at-
kvæðamestu framámenn flokk-
anna, undir forustu Eisenhow-
ers og Stevenson, halda áfram
þeirri stefnu, að enda þótt
fagna beri er friðvænlegar
virðist horfa í alþjóðamálum,
verði samt sem áður að halda
framvegis öflugan vörð um þá
friðarsigra, sem þegar hafa
náðst.
Rannsókn á áfengisvenjum i Oslð
NORÐMENN hafa á síðari
árum gert ýmsar athyglis-
verðar rannsóknir í sambandi
við áfengisvenjur og farið þar
að dæmi Svía. Á síðastliðnu
ári hefur norskur hagfræðing-
ur, Thorolf Jan Helgesen gert
all yfirgripsmiklar rannsóknir
í Osló í þessu efni.
Fróðlegt er að bera þessar
rannsóknir saman við rann-
sóknir Svía frá 1944, og kemur
þá í ljós að niðurstöður eru
mjög svipaðar.
Hófst þessi rannsókn með
því, að hagfræðingurinn sendi
2509 persónum spurningabiað
og voru það 1104 karlar og
1415 konur.
Aí þessum hópi svöruðu 62 %
af körlum og 60% af konum
eða samtals 836 manns, og á
svörum þeirra byggist rann-
sóknin.
Fyrst gerir höfundurinn
grein fyrir þessu fólki, á hvaða
aldri það er, atvinnu þess, úr
hvaða bæjarhluta og hvernig
efnahag það býr við.
Allt þetta þarf að athuga vel
svo að grundvöllurinn sé
traustur. Og kemur þá í ljós,
að svo er. Þarna er fólk frá 21
—69 ára að aldri úr ýmsum
stéttum með misjafnar tekjur.
Þá er það rannsóknin sjálf.
Hverjum einstaklingi voru
sendar 16 spurningar, og það er
margt, sem lesa má út úr þess
um svörum. Hér verður aðeins
drepið á algengustu svörin við
sex spurningum.
Trúrækni og bindindi.
Fyrsta spurningin var þessi:
Eruð þér bindindismaður eða
neytið þér áfengis? Svörin eru
að af körlum eru 62 bindindis
menn en 623 neyta áfengis, en
af konum eru 155 í bindindi,
'en 681 neyta áfengis, eða 9%
karla eru í bindindi, en 19%
I af konum. Af körlum eru 9 í
bindindisfélögum en 23 í trú-
j arlegum félögum, en tilsvar-
I andi tölur hjá konum eru 12
og 79.
Þessar tölur sýna, að 37%
af bindindismönnum og 51%
j af konunum eru í trúarlegum
, félögum. Gefur það til kynna,
j að trúrækni stuðlar að bind-
j indi x>g er mikilvægur þáttur
í bindindismálum.
Byrjuðu flestir innan
við tvítugt.
Önnur spurningin, sem hér
verður gerð að umtalsefni er
til þeirra, sem neyta áfengis,
Framhald á 7. síðu. .