Alþýðublaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 5
Fimmíudagur 15. sept. 1955 ALÞYllllBLAÐfil LEIKLISTARÁHUGI virðist nú mikill á íslandi. Með bætt- um aðstæðum ráðast leikfélög in úti á landi í að sýna æ veiga meiri viðfangsefni. í Reykja- vík er það þegar orðið sann- xeynt, að borgin getur borið tvö leikhús. Sú aðstaða hefur komið mörgu góðu til leiðar, komið á samkeppni, gefið Agnar Þórðarson. Tnörgu hæfileikafólki tækifæri til aukins þroska, aukið kröf- 'urnar og gefið góðan saman- burð; enn fremur aukið sýn- ingarmöguleika íslenzkra leik- :rita. Nýlega hafa forráðamenn Ibeggja þessara leikhúsa, Þjóð- ileikliússins og leifkhúss Leik- íélags Reykjavíkur, rætt við íréttamenn og skýrt frá vali viðfangsefna í vetur. Lesend- 'um Alþýðublaðsins til fróð- leiks verða nú sögð nokkur deili á þeim leikritum, sem gýnd verða í vetur. ÍSLENZK LEIKRITAGERÐ EYKST. Formaður L. R.-, Lárus nrbjörnsson, gat þess í viðtali sínu, að svo virtist, sem fleiri íslendingar legðu nú fyrir sij leikritagerð en áður og meira iramboð væri nú íslenzkra Jeikrita en lengi hefði verið. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa, var það von manna, starfsemi þess mætti vera lyftistöng ungum og efnilegum leikritahöfundum. Þegar smá- J)jóðir hafa áunnið sér heims- aðdáun fyrir leikstarfsemi, hef iur hún staðið á þjóðlegum grunni, og máttugur dramatísk ur höfundur starfað í lífrænum iengslum við leikhúsið. ís- lenzkt leikhús á ekki að vera kotungslegt útibú erlendra leikhúsa, heldur uppspretta lifandi menningar. Ráðgert er að sýna a. m. k. 4 íslenzk leikrit í vetur, 3 í Þjóðleikhúsinu og a. m. k. eitt i Iðnó. Þrjú þessara leikrita cru ný, eitt gamall kunningi, Maður og kona, leikritsgerð 'þeirra Emils Thoroddsens og Indriða Waages af hinni vin- sælu þjóðlífslýsingu Jóns sýslu manns Thoroddsens. Tvívegis áður hefur leikurinn verið sýndur hér í Reykjavík, í bæði skiptin undir leikstjórn Ind- xiða Waages, og hann verður einnig leikstjóri í vetur. Per- sónur í Manni og konu eru miklir dýrgripir, lýst af raun- sæi, þjóðlífsþekkingu og kímni, harla vandmeðfernar, enda standa þær skýrt og ljóslifandi fyrir hugskotssjónum flestra ís lendinga. Eigi að síður eru þær keppikefli miklum leikurum og enn er jafnað til séra Sigvalda ;í meðförum Brynjólfs Jóhann- essonar í sýningu L. R. 1933. Annar af okkar fremstu leik- urum, Valur Gíslason, lék hann á sýningum Fjalakattar- ins 1945, einnig við góðan orðs tír. Nú í vetur er röðin komin að Haraldi Björnssyni. Bryn- dís Pétursdóttir verður Sigrún (hana hafa áður leikið m. a. Herdís Þorvaldsdóttir, Þóra Borg og Heiga Möller), Anna Guðmundsdóttir Þórdís í Hlíð, Emilía Jónasdóttir Staðar- Gunna. ENN BER SAGNFRÆÐI- LEG LEIKRIT HÆST. Það er athyglisverð stað- reynd, að flestöll þau íslenzk leikrit, sem Þjóðleikhúsið hef- ur frumsýnt ný — Islands- klukkan, Jón biskup Ara- son, Tyrkja-Gudda, Landið gleymda, Valtýr á grænni treyju og Þeir koma í haust — öll þessi leikrit hafa verið sagnfræðilegs efnis. Undan- tekningar eru Dóri og Silfur- tunglið. Flest áttu leikritin einnig sammerkt í því að þau voru óregluleg að byggingu, rengluleg, oft í fjölmörgum at- riðum og lutu stundum eðlis- lögmálum skáldsögunnar meir | en leikritsins. Fæstir höfund- lanna voru kornungir, en komn i ir á þann aldur, þegar hugsjón irnar og hjartans málin falla betur í faðm blámóðu sögunn- ar en iðukast samtímans. Og 'þeir fólu viðurkenndum sögu- hetjum að flytja boðskap sinn. í vetur bætist í hóp söguleik ritanna „Fyrir kóngsins mekt“ eftir sr. Sigurð Einarsson, Ijóð rænt verk, sem komið hefur út *£. „Er á meðan er‘í, — Rúrik Har aldsson í hlutverki Kolenkhov. í bókarformi. Þar segir frá Árna lögmanni Oddssyni (kall aður Ólafsson) og erfðahylling unni í Kópavogi 1662. Leikrit verður aldrei dæmt til fulln- ustu af lestri, þess prófraun er á leiksviðinu, og sýningu þessa söguleikrits er eðlilega beðið með töluverðri eftirvæntingu. Haraldur Björnsson verður leikstjóri. VERÐLAUNALEIKRIT TRYGGVA. Þriðja íslenzka lekrit Þjóð- leikhússins í vetur er einnig ; forvitnilegt. Það varð hlut- 1 skarpast íslenzkra leikrita í norrænu leikritakeppninni og komst í aðalúrslit ásamt 6 öðr um leikritum. Hlutskarpast þeirra allra varð sem kunnugt er „Systurnar“ eftir Valentin Chorell, finnsk-sænskan höf- und, sem nýtur sívaxandi álits á Norðurlöndum. A. m. k. eitt leikrita hans, Fabian opnar hliðin, hefur verið leikið í ís- lenzka ríkisútvarpið, og tókst útsendingin ágæta vel. Valur Gíslason og Herdís Þorvalds- dóttir léku þar aðalhlutverk- in. Sýningar eru að hefjast á Systrunum, bæði í Finnlandi og Danmörku. Sennilega verð- ur það sýnt í Þjóðle.ikhúsinu áður en langt um líður. En í vetur verður eins og áður er sagt sýnt þar íslenzka leikritið Spáaómurinn eftir Tryggva Sveinbjörnsson. Það leikrit kvað gerast ,,á morgni lífsns“ og vera óraunsæilegt að bún- ingi. Er ekki grunlaust um að Adam og Eva séu þar meðal persónanna. En leikritið kvað annars vera óháð tíma og rúmi. Leikrit Tryggva Jón biskup Arason var sýnt á 4 alda biskups 7. nóv. 1950. Dómar voru mjög misjafnir. Indriði Waage verður leikstjóri Spá- dómsins. NÝR ÍSLENZKUR GAMAN- LEIKUR. Æfingar eru nú hafnar hjá Leikfélaginu á nýjum leik eftir Agnar Leiknum hefur ekki verið gef- ið nafn ennþá. í mótsetningu við hin leikritin, sem áður talin, er hér um að ræða nú- tímaleikrit, sem fjallar um nú tímafólk; þar koma fyrir al- þingismaður, bóndi, vísinda- maður o. s. frv. Eitt atriði ger- (ist á Austurvelli. Sennilega er Agnar Þórðarson efnilegasti ungur leikritahöfundur, sem kvatt hefur sér hljóðs hér um áratugi. Hann er kunnáttusam ur, vel menntaður og skýr í I máli. Enn fremur er hann gæddur því, sem tórfundið er í íslenzkum leikritum: kímni. Skáldsögur Agnars Haninn galar tvisvar (1945) og Ef sverð þitt er stutt (1954) vöktu at- hygli og viðurkenningu, sama má segja um leikritið Þeir koma í haust, sem flutt var í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Auk þess hefur hann ritað 3 útvarps leikrit, sem notið hafa vin- sælda. Agnar á nú í smíðum útvarpsleikrit, sem sennilega verður flutt í haust. Gunnar R. Hansen setur leikinn á svið í Iðnó og í veigamiklum hlut- verkum eru margir beztu leik kraftar L. R.: Þorsteinn Ö. Stephensen, Brynjólfur Jóhann esson, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Árni Tryggvason o. fl. JÓNSMESSUNÆTUR- DRAUMUR SHAKESPEARES. Af sígildum verkum heims- bókmenntanna verður á jólum sýndur í Þjóðleikhúsinu Jóns- „Antigóna“ — Guðbjörg Þórðardóttir — Antigóna; Haraldur Björnsson — konungurinn. messunæturdraumur Williams Shakespeares. Ásamt Stormin- um ber Jónsmessunæturdraum líklega hæst af gleðileikjum höfundar; er hátíðarleikur hug myndaflugs, skáldlegrar feg- urðar og gleði. Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt eitt leikrita Shakespeares, Sem ýður þókn- ast, en L. R. fjögur: Vetraræv- intýri, Þrettándakvöld. Kaup- manninn í Feneyjum og Ham- let. Helgi Hálfdánarson þýðir Jónsmessunæturdraum á ís- lenzku. Þýðing hans á Sem yð- ur þóknast þótti frábær, svo að ‘hér er góðs að vænta. Ekki hef- ur endanlega verið skipað í hin frægu hlutverk, en leikstjóri hefur verið ráðinn, brezkur. Heitir hann Walter Hudd og hefur starfað við Shakespeare- sýningar, bæði sem leikstjóri 1 og leikari í Shakespeare-leik- húsinu í Stratford upon Avon tog í Öld-Vic-leikhúsinu í Lond on. Þjóðleikhússtjóri gat þess, er hann skýrði frá þessari á- ætlun, að leikhúsinu væri um- hugað um, að fá hingað út er- lenda sérfræðinga um sviðsetn- ingu klassiskra verka leikbók- mennta. GÓDI DATINN. Annað leikrit, sem Þjóðleik- „Silfurtunglið“ eftir Halldór K. Laxness; Laugi; Inga Þórðardóttir - Valur G-íslason — ísa. húsið sýnir, má hvað úr hverj u fara að teljast klassiskt. Það-er Góði dátinn Svæk, bvggt á heimsfrægri sögu Jaroslavs Haseks. Leikurinn hefur verið sýndur víða um lönd í ýmsum gerðum, nú síðast í Vínarborg i fyrra og í sumar í Svíþjóð, þar sem Sture Lagerwall, einn bezti gamanleikari Norðixr- landa, lék dátann um þvera og‘ endilanga Svíþjóð. Karl ísfeld þýddi sögu Haseks hér um árið og flutti í útvarp við miklar vinsældir. Hann hefur þýtt og umsamið enska leikritsgerð sögunnar eftir Mac Coll. Sem kunnugt er gerist sagan í heimsstyrjöldinni fyrri, og verður sviðsetning og búning- ar sögulega réttir. Róbert Arn- finnsson leikur aðalhlutverkið, en önnur hlutverk eru geysi- mörg og ekki stór. Leikstjóri verður Indriði Waage. Annars er leiksýning um Góða dátann Svæk og ævintýri hans órjúf- anlega tengd nafni þýzka leik- stjórans Edwins Piscators, sem fyrstur færði hann fram til sig' urs á leiksviði fyrir um 30 ár- um. Piscator hefur borið hátt í leiklistarsögu þessarar aldar; vakti fyrst á sér eftirtekt í Bei’ lín á árunum eftir fyrra stríð með expressionistiskum leik- sýningum, djarfur og róttæk- ur. Skömmu fyrir valdatöku nazista flýði hann land og sett- ist að í Bandaríkjunum, rak þar skóla í leiklist og leikritun. Meðal nemenda hans eru ekki ófrægari menn en leikritahöí- undarnir Arthur Miller og Tennessee Williams og leikar- inn Marlon Brando. Fyrir nokkrum árum flutiist hann heim aftur til Þýzkalands og vekm' nú ásamt Bert Breeht og Gustaf Griindgens mesta at- hygli þýzkra leikstjóra, djarf- ur sem fyrr og síleitandi að nýju formi. Til gamans má geta þess, að í fyrra setti Pis- cator á svið í Gautaborg leik- rit eftir einn áðurnefndra nem enda sinna, Arthur Miller. Þetta leikrit var í deiglunni dFrh. á 7. síðu.) ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.