Tíminn - 03.02.1965, Síða 2

Tíminn - 03.02.1965, Síða 2
2 Þrlðjudagur, 2. febrúar, NTB-New York. — Hafnarverka menn í Baltimore samþykktu í gærkvöldi uppkast a3 nýjum sanmingum, og eru nú horfur á að verkfallið á austurströnd- inni fari að Ieysast, en það hef- ur staðið í 22 daiga. Enn er ó- samið á þrem stöðum. . NTB-Marseilles. — Jafnaðar- mannaflokkurinn í Marseille rak í gærkvöld fimm menn úr flokknum, en þeir höfðu gert samning við kommúnista um samstöðu í bæjarstjórnarkosm- ingunum í næsta mánuði. Eir þetta talið geta orðið örlaga- ríkt fyrir flokksleiðtogann De- ferre, sem er talinn höfuðand- stæ'ðingur de Gaulles í kom- andi forsetakosninigum. NTB-London. — Brezki af- vopnunarmálaráðherrann, Lord Chalfont, sagði í ræðu í kvöld, að Bretar mjmdu leggja fram eigin tillögur um afvopnun á ráðstefnunni í Genf, en þar hefur hvorki gengið né rekið að undanförnu. Bretar hafa hingað til fylgt stefnu Banda- ríkjanna í afvopnunarmálum. NTB-Róm. Stjórn Kristilega lýðræðisflokksins í ítaliu sagði af sér á flokksþinginu i dag. Kvaðst hún vilja víkja fyrir nýrri stjórn, sem gæti eflt ein- ingu flokksiins. NTB-London. — Talið er lík- legt, að Bretar lækki 15% inn- flutningstollinn um 2.5% í vor, að því er Finanicial Times skrifar í dag. NTB-New York. — Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna á- kvað í gærkvöld að fresta fund- um þimgsins í eina Viku. NTB-Washington. — Ráðgjafi Johnsons forseta í utanríkis- málum, George Bundy, fór í kvöld til Saigon til þess að ræða við Maxwell Taylor, sendiherra Bandaríkjanna, um ástandið í Suður-Vietnam. NTB-Brussel. — Viðræðurnar milli Tshombe wg ríkisstjórnar Belgíu, ganga erfiðlega. Við- ræður þessar snúast um fjár- máladeilur landanna. Tshombc átti í dag að heimsækja Bau- douin Belgíukonung, en mót- tökunni hefur verið frestað til fimmtudags. NTB-París. — De Gaulle. for- seti Frakklands, heldur 13. blaðamannafund sinn á fimrntu- daginn, Fundurinn á að standa í rúma klukkustund, og mun de Gaulle ræða ýmis utanríkis- mál, að því er talið er. NTB-París. — Couve de Mur- ville fer í nokkurra daga heim- sókn til Bandaríkjanna f lok þessa mánaðar, að því er á- reiðanlegar heimildir segja í dag. Fer hann í boði Dean Rusks, utaniríkisráðherra. TIMINN MÍfeVIKUDAGUR 3. febrúar 1965 KING ENN I FANGELSI Fleiri handteknir í gær Hvítur maður í Selma, Alabama, sést hér á myndinni slá til ungs manns, sem vinnur að þvi að koma blökkumönnum þar á kjörskrá. Fjöldi manns hefur verið handtekinn síðustu dagana í Selma. Árbók Fomleifa- félagsins komin ; i Árbók Fornleifafélagsins 1964 er komin út fyrir nokkru. Er þetta myndarleg bók að vanda, sem flyt ur frásagnir af ýmsum rannsókn- um, sem fram hafa farið hér og erlendis á þjóðlegum nijnjum. Þeir, sem skrifa í Árbókina að þessu sinni, eru Selma Jónsdóttir, Gjafaramynd í íslenzku handriti, Lúðvik Kristjánsson, Grænlenzki báturinn, Else E. Guðjónsson, Um skinnsaum, og Kristján Eldjárn skrifar greinarnar: Merkilegar girðingar á Melanesi á Rauðasandi og Athugasemd um fornar tóftir á Lundi í Lundarreykjardal. Þá skrifar Björn Kristjánsson, fyrrv. alþingismaður um Vatnsbæja-engi og Ellen Marie Mageröy greinina íslenzkur tréskurður í erlendum söfnum V. Einig eru í Árbókinni skýrsla um Þjóðminjasafnið 1963 og frétt ir frá Fornleifafélaginu f félag- inu eru nú 634 félagar, og eru þá skiptafélagar meðtaldjr. Þrjátíu og einn félagi er tilkynntur í þess- ari árbók og jafnframt er getið sjö félaga, sem látizt hafa. Stjórn Fornleifafélagsins skipa Jón Steff- ensen. prófesor formaður, Krist ján Eldjárn, þjóðminjavörður, skrifari, og Gísli Gestsson, safn- vörður, féhirðir. í skýrslu um Þjóðminjasafnið 1963, sem birt er í árbókinni, segir frá almennum safnstörfum, sýningum og aðsókn, en skráðir sýningargestir það ár urðu rúm þrjátíu þúsund. Skýrt er frá þvi, að óvenju mikið af munum hafi 1 borizt til safnsins, eða hundrað og ] fjórtán talsins. Getið er örnefna- i söfnunar og þjóðháttaskráningar, j en sendir voru út tveir spurninga- listar, hinn fyrri um orf, hrifu og ljá, en hinn síðari um barnið, fæð- ingu og fyrsta ár. Um áramót höfðu borizt svör frá níutíu mönn- um við fyrri spurningalistanum, en i þeim síðari tuttugu og átta. Alls | hafði þjóðháttaskrájn þá sent frá ! sér tíu spurningalista Nú er verið að setja upp sér ! staka þjóðháttadeild við safnið. Afialfundur sam- ' ika um vestræna amvinnu NTB—Selma, Alabama, þriðjudag. Friðarverðlaunahafinn Dr. Martin Luther King sagði í dag, að hann myndi athuga, hvort hægt væri að fá loforð yfirvaldanna í Selma um að auðvelda blökkumönnum þar að skrá sig á kjörskrá. Ef ekki væri von á slíku loforði, myndi hann að öllum líkindum sitja áfram í fang- elsinu, þar sem hann dvaldi í nótt. f kvöld voru margir blökkumenn handteknir í Selma, þegar þeir reyndu að láta skrá sig á kjörskrá. Martin Luther King var hand- tekinn á mánudaginn, ásamt mörg um öðrum blökkumönnum í bæn- um Selma í Alabamaríki. Hand- tökurnar áttu sér stað í sambandi við baráttu blökkumanna þar fyr ir því að fá að skrá sig á kjör- skrá og þá um leið í manntalið. Er Luther King leiðtogi þessarar „herferðar". Lögreglan handtók um 300 manns. Gaf hún þá ástæðu fyrir handtökunum, að blökkumennirn- Fyrirlestrar stúd- entaráðs Miðvikudaginn 8. febrúar hefj- ast fyrirlestrar Stúdentaráðs að nýju. Flytur þá prófessor Tómas Helgason fyrirlestur uim geðsjúk- dóma á íslandi, en doktorsrit hans fjallaði einmitt um það efni. Hálfum mánuði síðar, miðviku- daginn 17. febrúar, flytur Sveinn Einarsson leiklhússtjóri fyrirlestur um leiklistarsögulegt efni. Fyrirlestramir verða haldnir í I. kennslustofu Háskólans og hefj ast kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Keflavík - Suðurnes Framsóknarvist og dans í Aðalveri næstkomandi föstudagskvöld kl. 20.30. Fjölmennið og takið með ykkur 88 F.U.F. Keflavík. Þorrablót í Kónavogi. Þorrablót Framsóknarfélaganna i Kópavogi verðui haldið í efri salnum í Félagsheimili Kópavogs, laugardaginn 13. febrúar og hefst það kl. 20. Nánar auglýst síðar. — Stjórnin. ir hefðu skipulagt fjöldagöngu án þess að sækja um leyfi. Flestum var sleppt í morgun gegn 200 doll ara tryggingu. Luther King neitaði aftur á móti að láta greiða fyrir sig tryggingu og í viðtali við Reuter sagði hann, að hann hefði stöðugt samband við lögfræðinga sína um málið. — „Ef útlit er fyrir, að blökkumenn fái að láta skrá sig á kjörskrá, þá mun ég yfirgefa fangelsið", sagði hann. King fékk að tala í símann óáreittur, og hann sagður fá miklu betri með- ferð í þessu fangelsi en í sumum öðrum fangelsum, sem hann hef- ur dvalið í, svo sem í Birming- ham, St. Augustine og fleiri stöð- um. Sagði hann, að fangavörður- inn væri „mjög elskulegur". King er þó ekki einn í fanga- klefa sínum. Með honum er einn nánasti samstarfsmgður hans, Ralph Abematy, og þrír aðrir fé- lagar hans. í dag fóru blökkumenn x smá hópum frá kirkju einni til dóms- hússins, þar sem skrásetningin fer fram. Lögreglan vísaði þeim í burtu, en blökkumenn neituðu að fara. Gekk lögreglan þá til at- Iögu og handtók marga þeirra. Fræðslumál dreif- býlisins Búnaðarsamband Borgarfjarðar heldur almennan umræðufurd um fræðslumál dreifbýlisins í hótel- inu í Borgarnesi næst komandi föstudagskvöld, klukkan 21,30. Framsögumenn verða þeir Þorleif- ur Bjarnason, námsstjóri, Akra- nesi, og Guðmundur. Sveinsson, skólastjóri, Bifröst. Búnaðarsamband Borgarfjarðar hélt nokkra slíka fundi í fyrra og voru þeir mjög vel sóttir, og er þess vænzt að svo verði enn, enda bændum mikil þörf að ræða þau mál opinberlega. er varðar hagsmuni dreifbýlisins. ] Samtök um vestræna samvinnu i(SV'A) halda aðalfund i Nausti i(baðstofu). Vesturgötu 6—8, mið vikudaginn 3. febrúar 1965. Hefst fundurinn kl. 5.15 síðdegis. Á dag- skrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eni hvattir til að ímæta stundvíslega. Dæmdur til dauða vegna 18 milljóna fjársvika! NTB—Varsjá, þriðjudag. Forstjóri pólsks kjötvörufyr- irtækis, sem ríkið rekur í Norður-Varsjá, var í dag dæmd ur til dauða fyrjr stórsvindl í sambandi við rekstur fyrirtæk- isjns, en fjórir aðrir voru dænidir í Iífstíðarfangelsi. Svindl þetta hefur átt sér stað í mörg ár og nam um 18 millj. islenzkra króna. Þar að auki voru fimm aðrir dæmdir í níu tjl tólf ára fang- elsisvist, og í næstu viku verður um 80 mönnum til viðbótar stefnt fyrir réttinn i sambandi við þetta mál. Þessir menn voru ákærðir fvjir margs konar svindl. m.a fyrir að selja kjöt ríkisjns á svörtum markaði. Eiga þejr að hafa keypt dollara, gullpeninga. demanta bíla, og villur fyrir peningana. Ákæruvaldið krafð- 'ist dauðarefsingar yfir tveim öðrum, en dómararnjr vildu ekki fallast á það. Ekki er hægt að áfrýja þess- um dómi, svo að forstjórinn, Stanislaw Wavvrzecki, verður tekjnn af lífi, ef forseti landsins náðar hann ekki. Mun hann hafa fengið mest út úr svindl inu, eða um 6 milljónir króna Mál þetta hófst í réttjn- um í Varsjá 20. nóvember i fyrra, og hafa um 200 vitni ver ið yfirheyrð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.