Tíminn - 03.02.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1965, Blaðsíða 5
5 MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 1965 TMMINN Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: í»órarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Kulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gislason Ritstj.skrifstofur > Eddu- nuslnu. slmar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti ' Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar sknlstofur, simi 18300 Askriftargjald kr 90,00 á mán innanlands — í láusasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.t Mbl. óttast samanburð í tilefni af stöðugum rógi Mbl. um vinstri stjórnina, hefur Tíminn öSru hvoru skorað á Mbl. að gera saman- burð á ástandi atvinnumála og efnahagsmála 1 árslok 1958, þegar vinstri stjórnin lét af völdum, og í árslok 1964. Ef „viðreisnin“ hefði borið þvílíkan árangur og Mbl. vill vera láta, hefði það síður en svo átt að skorast undan slíkum samanburði. Það hefur þó gerzt, að Mbl. hefur enn ekki treyst sér til slíks saníanburðar. Engum hugsandi manni mun dyljast hvers vegna Mbl. færist undan slíkum samanburði. Slíkur samanburður myndi leiða það betur í ljós en nokkuð annað, hvílíkt ,,óskaplegt lánleysi”, svo að notað sé orð Mbl.hefur hlot- izt af „viðreisnarstefnunni”. Þrátt fyrir óvenjulega gott árferði, metafla og metverð á útflutningsvörum, hefur efnahagsstaðan gagnvart útlöndum ekkert batnað, þegar fullt tillit er tekið til fastra skulda, atvinnuvegirnir kvarta nú meira undan lélegri og óvissari afkomu en þeir hafa gert um langt skeið, og kaupmáttur daglauna er stórum minni nú en fyrir sex árum. Það er sannarlega erfitt að hugsa sér „óskaplegra lánleysi og öfugstreymi“ en aö slíkt skuli geta gerzt á sama tíma og góðærið hefur auk- ið þjóðartékjurnar um 30—40%. Þetta er hins vegar ekki öll sagan. Það hefur stór- dregið úr íbúðabyggingum á þessum tíma, svo að hús- næðisskortur hefur stóraukizt og í kjölfar hans befur fylgt óeðlilega hátt húsaverð og há húsaleiga. Mjög hefur sigið á ógæfuhlið, hvað snertir jafnvægi landsbyggðarinn- ar, og eru stórir landshlutar því í vaxandi hættu. Ekki hef ur verið ráðizt í neinar meiriháttar orkuframkvæmdir, svo að rafmagnsskortur er framundan og myndi þegar vera orðinn stórfeldur, ef vinstri stjórnin hefði ekki kom- ið fram síðari Sogsvirkjunini. Það, sem hér er rakið, nægir til að skýra það hvers vegna Mbl. forðast að gera áðurnefndan samanburð. Hann myndi leiða betur í ljós en nokkuð annað hið „óskaplega lánleysi” núv. ríkisstjórnar. Stjórnarslitin 1958 Mbl. virðist ekki geta skilið orsakir stjórnarslitanna 1958 .Mbl. finnst nefnilega, að stjórn geti ekki farið frá völdum öðruvísi en að allt sé komið í strand og ráðherr- arnir hrekist því nauðugir úr valdasessi. Ráðherrar eigi að haga sér eins og Fróðárdraugarnir og sitja meðan sætt er. Ábyrgir stjórnmálamenn haga sér ekki þannig. Þeir stjórna því aðeins, að þeir geti fylgt þeirri stefnu, sem þeir álíta rétta. Framsóknarflokkurinn fór ekki úr vinstri stjórninni vegna þess, að efnahagsmálin væru komin í annað eins öngþveiti og þau eru í nú. Hins vegar taldi hann þörf sérstakra ráðstafana til að afstýra nýrri dýrtíð- aröldu. Samkomulag fékkst ekki um þessar aðgerðir. Þess vegna rofnaði stjórnin. Ef aðrir flokkar hefðu tekið svipaða aðstöðu og Fram- sóknarflokkurinn, hefði verið unnt að stöðva dýrtíðina að mestu og góðæri undanfarinna ára hefði þá notazt til fullt til að treysta efnahagsgrundvöll þjóðarinnar. t stað þess blasir nú við upplausnarástand og alger óvissa. Þetta stafar af því, að ráðamenn stjórnarflokkanna hafa fylgt meira fordæmi Fróðárdrauganna, sem sátu meðan sætt var, en fordæmi ábyrgra stjórnmálamanna í öðrum lýð- ræðislöndum, sem vinna það ekki til valdanna að fljóta sofandi að feigðarósi. r- ■■■ ■■■ ................. 1 Fréttabréf frá Sameinuðu þjóðunum: Konur gegna ráðherrastörfum í tuttugu og þremur ríkjum Meðalstærð íbúða mjög mismunandi í Evrópu — Alþjóðlega fjarskipta- stofnunin 100 ára — Eiturlyfjasala minnkar ekki. Það þykir ekki lengur sér- stökum tíðindum sæta að kon- ur komist til mctorða í þjóð- féiaginu. Einnig utan Evrópu eru nokkur dæmi um konur sem sitja á þingi (t.d. í Kamer- ún, íran og Laos,), konur í ráð herraembættum (Trinidad-To- bago og Indlandi), konur í em- bættum hæstarétardómara (Madagascar) og konur i emb- ættum sendiherra (Pakistau og Fillipseyjar.) Sameinuðu þjóðirnar hafa sent spurningalista til aðildar ríkjanna til að fá yfirlit yfir, hvernig ákvæðunum í sáttmál- anum um pólitísk réttindi kvenna sé framfylgt. Af þeim 54 svörum, sem borizt hafa, sést m.a. að í 47^ ríkjum sitja konur á þingi. f einu landi, Ungverjalandi, er jafnvel for- seti þjóðþingsins kvenmaður. í 23 ríkjum gegna konur ráð- herraembættum, í 25 löndum gegna þær störfum ráðuneytis- stjórna eða deildarstjóra í stjórnarráðum, í 14 ríkjum eru konur dómarar við hæsta- rétt eða landsrétt, og í 14 ríkj- um eru konur sendiherrar. Á Norðurlöndum gegna kon iUr.svo.að. segja öllum æðri em- bættum. f svari frá Dóminíska lýð- veldinu kemur fram, að þar i landi eru sjö konur fylkisstjór- ar. Á Madagaskar er kona vega- og brúaverkfræðingur. Til þessa hafa 45 ríki stað- fest sáttmála Gameinuðu þjoð anna um pólitísk réttindi kvenna. íbúðabyggingar í Evrópu í Sovétríkjunum eru byggð- ar fleiri nýjar íbúðir miðað við fólksfjölda en í nokkru öðru landi Evrópu, en meðalstærð íbúða er minni bar an í nokkru Evrópuríki, sem skýrslur eru til um. í Bretlandi er helming ur allra nýrra íbúða fimm eða sex herbergi, og einbýlishús og raðhús nema þremur fjórðu hlutum af öllum íbúðabygging um. Á þessu sviði er hlutfalls- talan í Danmörku og Noregi nálega jafnhá og í Bretlandi, en í Finnlandi og Svíþjóð er innan við þriðjungur nýrra íbúða í einbýlis- eða raðhúsum. Þessar upplýsingar eru í ný- birtri skýrslu Sameinuðu þjóð anna, sem nefnist „Annual Bulletin of Housing and Build- ing Statistics for Europe.“ Hún hefur að geyma yfirlit yfir um- fang íbúðabygginga, tilhögun þeirra og kostnað við þær, stærð íbúða og innréttingar o. s.frv. Upplýsingarnar, sem vitn að er til, eiga yfirleitt við árið 1963. Á því ári voru í Sovétríkjun um byggðar 11,1 íbúð á hverja 1000 íbúa. Næst kom Svíþjóð með 10,7 íbúðir, þá Vestur Þýzkaland með 9,9 Finnland með 9,7, Noregur með 7.8, Danmörk með 7,1 og Bretland með 5,9 íbúðir, «vo nokkui dæmi séu nefnd. Til saman- burðar má nefna að í Banda- ríkjunum var hlutfallstalan 8,6 íbúðir á 1000 íbúa. Með tilliti til herbergja- fjölda á hverja íbúð skýra Bretar frá því, að þar í landi séu 50.8 af hundraði allra ný- byggðra íbúða 5-6 herbergi. í Danmörku er mest byggt af 5 herbergja íbúðum (40.4 af hundraði) og sama er að segja um Noreg (40.2 af hundraði). í Finnlandi eru 3 herbergja íbúðir algengastar (27.7 af hundraði) og í Svíþjóð 4 her- bergja íbúðir (29.8 af hundr- aði). Fjögurra herbergja íbúð ir eru næst-algengastar í Dan- mörku (30.1 af hundraði), Finnlandi (22.2) og Noregi (26.0), en í Svíþjóð eru fimm herbergja íbúðir næst-algeng astar (20.8 af hundraði). Meðalstærð fbúða (nýrra) var 83.7 fermetrar í Noregi, 75.2 í Bretlandi, 71.2 í Sví- þjóð, 59.0 í Finnlandi og 38.2 fermetrar í Sovétríkjunum. í Bretlandi voru 76 af hundr- aði nýrra bygginga einbýlis- hús eða raðhús, í Noregi 70.6 af hundraði, í Bandaríkjunum 66.0, í Danmörk 62.0, í Vest ur-Þýzkalandi 47.2, í Finnlandi 31.0 og í Svíþjóð 28.5 af hundr aði. f Austur-Þýzkalandi voru allar nýjar íbúðir í fjölbýlis- húsum. Elzta sérstofnun SÞ 100 ára Elzta sérstofnun Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðlega fjar- skiptasambandið (ITU), á 100 ára afmæli á þessu ári. Það var stofnað 17. maí 1865, þegar 20 ríki, þeirra á meðal Danmörk, Noregur og Svíþjóð undirrit- uðu sáttmálann um Alþjóðlega símasambandið, eins og það nefndist þá. Sá atburður gerð- ist í París, og síðan hefur ITU starfað óslitið. Alþjóðlega fjarskiptasam- bandið hefur það meginhlut- verk að efla alþjóðlegt sam- starf á sviði fjarskipta (útvarps, talsíma og ritsíma) og leitast við að halda gjöld- um almennings eins lágum og kostur er. Sambandið hefur líka á hendi niðurjöfnun á bylgjulengdum meðal aðilda- ríkjanna, sem eru 124 talsins. Aðalstöðvarnar eru í Genf. 100 ára afmælisins verður m.a. minnzt með hátíðahöldum í París 17. maí í boði frönsku símamálastjórnarinnar. Árs- þingið verður síðan haldið í Montreux á tímabilinu 14. sept ember til 12. nóvember í boði svissnesku stjórnarinnar. Mörg af aðildarríkjum sambandsins senda á markaðinn sérstök frí- merki í tilefni afmælisins. U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu bjóðanna hefur sent Alþjóðlega fjarskiptasam- bandinu heillaóskaskeyti, þar sem hann segir m.a. að tvö af núverandi verkefnum sam- bandsins mundu hafa vakið furðu stofnendanna- viðleitnin við að koma á fjarskiptasam böndum í vanþróuðum lönáum og hagnýting geimsins í þágu fjarskipta. Framkvæmdastjóri Alþjóð- lega fjarskiptasambandsins, Gerald C. Grosss, hefur látið þess getið, að 100 ára afmælið sé merkilegur áfangi í sögu alþjóðlegrar samvinnu. Enginn árangur í barátt- unni gegn eiturlyfjasölu Baráttan gegn ólöglegri eit- urlyfjasölu, einkum með til liti til ópíumlyfjanna morfíns og heróíns, hefur borið næsta fátæklegan árangur síðustu 25 árin, segir í skýrslu ópíum- nefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf. Nefndin er þeirrar skoðunar, að ástandið muni ekki breytast meðan leyni- framleiðendur ópíum-lyfja ná í nægilegt magn af ópíum. Þeir ná í ópíum eftir tveim leiðum, bæði frá þeim sem rækta svefngrös með löglegum hætti og þeim sem rækta þau ólöglega. Nefndin gerir sér vonir um, að hægt verði að draga mjög úr öflun ópíuin eftir fyrri leiðinni. Hér er um að ræða 180—200 tonn, og hin löglega ræktun fer fram í lönd um, þar sem yfirleitt er held- ur auðvelt að herða á eftirlit- inu. Vandkvæðin eru fyrst og fremst tengd hinni ólöglegu svefngrasa-ræktun. Nefndin gerir ráð fyrir, að samanlagt árlegt magn ópíums af þess- um uppruna, sem kemur á inn lendan og alþjóðlegan markað. sé mun meira en magnið sem framleitt er til löglegra þarfa. Á svæðinu Suður-Kína, Bunma, Laos og Thailandi er magnið kringum 1000 tonn ár- lega, og af því koma 3—400 tonn eingöngu frá Burma. Yf- irleitt er hin ólöglega rækt- un helzt stunduð í löndum, þar sem yfirvöldin hafa ekki fulla stjóm á öllum héruðum sínum. Nefndin leggur áherzlu á, að ekki sé hægt að ráða bót á ástandinu með góðum vilja einum saman. Máttleysi yfir- valdanna í hlutaðeigandi lönd- um á m.a. rætur sínar í efna- hagslegum og félagslegum að- stæðum. Stórtæk alþjóðleg hjálp er nauðsynleg, ef árang-' ur á að nást af baráttunni við ólöglega ópíumsölu. Svo virðist sem ólögleg saia og misnotkun kókaíns hati færzt í vöxt síðustu árin, eftir að dregið hafði úr henni um skeið, segir nefndin. Það er einkum í Bólivíu ^g Perú, sem víðtæk ræktun þessa eiturlyfs er stunduð með leynd. Ópíum nefnd S.Þ. sendi 1964 hóp sér- fræðinga til Bólivíu samkvæmt beiðni stjórnarvaldanna. Við það tækifæri var gerður sátt- máli um baráttu-aðferðir sem ætlunin var að beita um lengri tíma. Nefndin álítur, að við og við komi fram tilhneiging til að vameta alvöru eiturlyfja vandamálsins, og það hafi áhrif á opinbera fjárveitingu til eftirlits með eiturlyfjaverzl un.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.