Tíminn - 03.02.1965, Síða 7

Tíminn - 03.02.1965, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 1965 ÞINGFRETTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR Var samið um launaskatt á fjöimennar stéttir innan ASI Það kom fram í umræðum á Alþingi í gær við 2. um- ræðu um frumvarp til stað- festingar á bráðabirgðalögum um launaskatt, að svo virðist sem samninganefnd verka- lýðssamtakanna hafi samið um skattlagningu fjölmennra stétta, sem eru innan Alþýðu- sambands íslands sem laun- þegar, eða svo metur ríkis- stjórnin samkomulag það, sem hún gerði við verkalýðshreyf- inguna í vor og telur að leigu- bifreiðastjórar og vörubif- reiðastjórar eigi að greiða þennan skatt. Enn fremur er greinilegt að skattur þessi leggst á bændur nema sér- staklega sé kveðið á um að svo skuli ekki vera. Að vísu á ekki að greiða skattinn af launum f^rir landbúnaðarstörf, enda er hér um fjáröflun að ræða til íbúðarlána í þéttbýlinu, sem bændur fá enga hlutdeild í, en hins vegar leggst skatt- urinn á vinnu í vinnslustöðv- um landbúnaðarins. Verðlag landbúnaðarvara er ákveðið skv. lögum af sex manna nefnd svonefndri. Bændur fá hins vegar sjaldnast fullt grundvallarverð útgreitt. Það verð , sem þeir fá, er það, sem vinnslustöðvarnar eiga eftir, þegar búið er að greiða launakostnað, dreifingarkostn- að og allan rekstrarkostnað vinnslustöðvanna og sjaldn- ast hefur rekstrarkostnaður vinnslustöðvanna fengizt sam- þykktur nógu hár í verðlags- grundvellinum. Engin trygging er fyrir því, að launaskatturinn fáist við- urkenndur að fullu í rekstrar kostnaði vinnslustöðvanna, nema skýlaus ákvæði komi þar um. Þetta atriði undir- strikaði Ágúst Þorvaldsson rækilega í umræðunum í gær, er hann mælti fyrir breytinga- tillögu um að mjólkurbú og sláturhús yrðu undanþegin skattheimtunni. Guðlaugur Gíslason mælti fyrir áliti heilbrigðis- og félagsmála- nefndar, sem mælti með samþykkt frumvarpsins en einstakir nefndar- menn áskildu sér rétt til að flytja að fylgja breytingartillögum. Benti hann meðal annars á erindi, sem nefndinni hefðu borizt frá Lands sambandi vörubifreiðastjóra og í júnísamkomulagmu ? Sjálfseignarbifreiðastjórar eiga að greiða launaskattinn af tekjum sínum og skatturinn mun einnig skerða laun bænda, nema tryggilega sé um hnúta búið. LÍÚ, þ.e. að vörubifreiðastjórar greiddu ekki skattinn og að skatt heimtan miðaðist við kauptrygg- ingu hlutasjómanna en ekki hluta skipti og taldi Guðlaugur ekki fært að verða við þeim tilmælum vegna þess að frumvarpið byggðist á samkomulagi við verkalýðsihreyf inguna um fjáröflun til íbúðarlána. Ágúst Þorvaldsson minnti á 2% launaskattinn á bændur, sem bænd ur yrðu að greiða af kaupi sínu og ekki mætti reikna með í verðlagn ingu landbúnaðarvara. Nú ætti enn að bætast á bændur skattur á tekjur þeirra með 1% launaskatti, sem legðist á vinnustöðvar land- búnaðarins, sem myndi lækka út- greitt verð til bænda, ef skattur inn fengist efcki s'kýlaust inn í verð lagninguna og kvaðst Ágúst háfa það eftir formanni Stéttarsam- bands bænda, að launaskatturinn j hefði ekki fengist samþykktur í | 6 manna nefnd í haust við verð- lagningu búvaranna, en þá hefðu bráðabirgðarlögin um skattinn gilt í tvo mánuði. Mælti hann fyrir ! breytingartillögu um að mjólkur | bú og sláturhús yrðu undanþegin skattíheimtunni. Þessi tillaga var felld að viðhöfðu nafnakalli með atkvæðum stjórnarflokkanna og Alþýðubandalagsins gegn atkvæð um Framsöknarmanna. Jón Skaftason mælti fyrir breytingartillögu sem hann flutti ásamt Birni Pálssyni um að launa skattur á útgerðina yrði miðaður við kauptryggingu hlutasjómanna en ekki aflahlut. Sagði Jón. að núverandi ríkisstjóm hefði hlaðið hverjum skattinum af öðrum á út gerðina og verkfalið, sem nú hefði staðið í meira en mánuð sýndi ljósa mynd af ástandinu í útgerð- inni nú og sagði Jón, að útgerðin væri ekki fær að taka nú á sig nýjar stórfelldar álögur. Ilannibal Valdimarson kvaðst sammála áliti vörubílstjóra um • það, að þeir væru launþegar og j ættu því ekki að greiða þennan ! skatt. Ingólfur Jónsson sagði, að bænd- ur myndu ekki greiða þennan launaskatt og hann verða metinn með dreifingar og rekstrarkostn- aði vinnslustöðva landbúnaðarins. Emil Jónsson félagsmálaráð- herra, sagði, að frumvarpið væri í einu og öllu í samræmi við sam- komulagið, þar sem kveðið væri á um að skatturinn skyldi heimtur af hvers konar atvinnutækjum öðr um en tekjum af landbúnaði, en hann væri ekki heimtur af tekjum af landbúnaði vegna þess að bænd ur fái ekki lán úr byggingasjóði ríkisins, en hér væri um fjáröflun að ræða til íbúðarlána í þéttbýlinu. Vörubílstjóramir væru við kvæmt mál í þessu sambandi, en félagsmálaráðuneytið hefði ákveð ið að skatturinn skyldi heimtast af öllum þeim, sem greiddu slysa- tryggingargjöld og sá, sem hefði eiginn atvinnurekstur yrði áætl. skattur er miðist við laun, sem hann myndi fá, ef hann ynni hjá öðrum. Eðvarð Sigurðssoon sagðist álíta að vörubílstjórar ættu ekki að greiUa þennan skatt og launaskatt- ur á vinnslustöðvar landbúnaðar- ins myndi sennilega reiknaður með rekstrarkostnaði þeirra í sex manna nefnd. Þórarinn Þórarinsson sagði, að hér væri kominn upp alvarlegur á- greiningur um það hverjir væru launþegar og hverjir atvinnurek- endur og hverjum bæri að greiða skattinn og ættu hér fjölmennar stéttir innan ASÍ hlut að máli. Málið væri einfalt, Sá, sem er at- vinnurekandi kaupir vinnu, sá sem er launþegi selur vinnu og leigu- bifreiðastjórar og vörubílstj. selja vinnu en kaupa ekki. Út af þessu ágreiningsmáli kvaðst Þórarinn vilja beina þeirri fyrirspum til Hannibals Valdimarssonar, forseta ASÍ, hvort hann teldi ekki, að skattlagning bifreiðastjóranna bryti í bága við júni samkomu- lagið og einnig kvaðst hann vænta skýrra svara frá ríkisstjóminni um þetta. Ágúst Þorvaldsson ítrekaði að skatturinn myndi rýra tekjur bænda, ef ekki væri tryggilega á um það kveðið, að hann sfcyldi ekki gera það í sambandi við skattlagn ingu vinnslustöðvanna. Skúli Guðmundsson minnti á hinn rangláta launaskatt á bænd ur og að bændur stæðu nú f mála ferlum til að hnekkja þessari skatt Framhald á 14. síðu. Á förnum vegi Fjölgun listafólks — en lækkandi listamannalaun SJýARLSSON RITAR Uthlutun listamannalauna er umræðuefni margra pessa daga eins og venjulega, og hafa þó öld- ur oft risið hærra í skrafi manna um þetta efni. Einn ncfndar- manna, Einar Laxness, lét niður- stöðum úthlutunarnefndarinnar fylgja bókun, sem birt hefur ver- ið í Þjóðviljanum. Sú bókun ber ef til vill svip þess í augum ýmissa manna, að í nefndinni hafi verið ágreiningur um þau ntriði, sem um getur þar, en það er ekki rétt. Alllir nefndarmcnn og hver um sig hefðu vafalaust getað skrifað undir þá bókun. Þeir lýstu allir yfir þeirri skoðun sinni, að nauð- syn væri á heildarlöggjöf um lista- mannalaun, fastari reglum um út- hlutun og hækkun fjárhæðar í þessu skyni, einnig hitt að hver og einn væri að einhverju leyti óánægður með röðun, vildi einn inn en annan út, þó að nefndar- menn eigi ekki samleið með þá óánægju. En svo hlýtur að vera, og í sjö manna nefnd ræður afl atkvæða, þegar á greinir. Sannleikurinn er sá, að stakkur sá, sem úthlutuninni er skor- inn, gerðs að þessu sinni mjög erf- itt fyrir um stórbreytingar. Þá ástæðu ber fyrst að nefna til þess, hve fjárhæðin, sem til skiptanna er, er lítil. Ilún var óbreytt frá þvi í fyrra, en bæði dýrtíð og fjár lög hafa hækkað til muna á þeim tíma og úthlutunarféð því raun- verulega minnkað að sama skapi. Raunar hafa listamannalaunin allt af verið að minnka hin síðari ár miðað við heildartölur fjárlaga. Árið 1957 voru listamannalaun hækkuð nokkuð, eða í 1,2 millj. kr. Þá var þessi upphæð 15 pró- mill af niðurstöðutölu fjárlaga. Á þessu ári er upphæðin 3,1 milljón, en sú upphæð er ekki nema 9 pró- mill af niðurstöðutölu fjár- laga. Þannig hafa listamannalaun- in í heild minnkað um meira en þriðjung á þessu árabili. Til þess að í horfi væri lialdið síðan 1957, þyrftu listamannalaunin að vera að minnsta kosti 4,5 millj. nú. Nú er það að sjálfsögðu vafa- laust álitamál, hve hárri fjárhæð eigi að verja í þessu skyni af al- mannafé, en réttmætt mun að setja sér eitthvert viðmiðunar- mark í því efni, t.d. að listamanna laun séu alltaf sem næst einhverj- um ákveðnum hundraðshluta af heildaruppliæð fjárlaga. Margir bæir þar á meðal höfuðborgin ; telja nú orðið rétt að ákveða í i f járhagsáætlun tiltekinn hundr- ! aðshluta af bæjartekjum til lista. Alþingi ætti að hafa svipaða reglu í huga en ekki að láta tilviljun- ina sveifla fjárhæðinni til, því að slíkt er illt, bæði fyrir listamenn ina, sem launa njóta, og veldur einnig vandkvæðum og óréttlæti við úthlutun. En listamannalaunin hafa einn ig minnkað í öðru tilliti en tölur skýra. Mikil gróska er í listalífi þjóðarinnar. Listamönnum, meira að segja góðum listamönnum og I listgreinum fjölgar með hverju ! ári í landinu. Fleiri og fleiri koma til álita við úthlutun, og vand- inn að skipta vcx að sama skapi. i Sérstaklega er fjölgun túlk- andi listamanna — ef það orð mætti nota í vandræðnm — til mikilla muna. Margir þeirra eru verðir góðra listalauna, og nefnd in er að taka upp örfáa á hverju ári en reynir að skipta um þá oft, svo að fleiri verðugir komist að, en ekki verður þó komizt hjá óréttlæti í þessum efnum og mjög hætt við ágreiningi um valið. Raunar er svo komið nú, eins og fjárveitingunni er háttað, að varia er um annað að ræða en taka túlk- andi listamenn að mestu út úr þessari úthlutun, og er hað sann- arlega illt. Tilraunir, sem gerðar hafa ver- ið til þessa að koma á fastri heild arskipun um þessi mál með sam- þykki listamanna og að þeirra ráð um hafa til þessa farið út um þúfur. Fráleitt er þó að gefast upp við verkefnið, og skyldan hvílir á Alþingi. Þess er fjárveit- ingin og það á að sníða henni stakkinn og veita nefnd þeirri, sem það felur verkið í sínu um- boði, ákveðnari starfsreglurJ að fara eftir og betri starfsskilyrði. Undir þeirri ábyrgð á Alþingi að rísa og sæta því, þótt einhverjum ágreiningi valdi við listamenn eða aðra utan þings. Ef listamenn geta staðið sæmilega saman um gagn- legar tUlögur, er sjálfsagt að taka þær til greina. En sundurlyndi þeirra um málið — sem raunar er mjög eðlUegt — á ekki að vera óyfirstíganlegur þröskuldur og sí felldur Þrándur í Gðtu sæmilegr- ar skipunar þessara mála. AK.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.