Tíminn - 03.02.1965, Side 11

Tíminn - 03.02.1965, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 1965 TÍMINN n 89 Charles Nordhoff og James N. Hátl — Þá hlýtur Hayward að hafa heyrt ykkur tala saman. Þér verðuð að fá hann til þess að játa þetta. Ef hægt er að sanna, að þið Tinkler hafið verið saman, þá fyllir það út frásögn yðar um samtal ykkar Christians, sem Tinkler hlustaði á. Hallet var yður mjög hættulegur, þegar hann fullyrti, að þér hefðuð snúið yður frá Bligh hlæjandi, eftir að hann hafði ávarpað yður. — Það var ekkert orð satt í framburði hans, sagði ég reiður. — Það veit ég vel. Og samkvæmt minni skoðun hafði framburður þeirra Haywards og Hallets ekki sérlega mikil áhrif á réttinn. En það er ekki hægt að strika yíir fram- burð þeirra. Að öllu samanlögðu er framburður þeirra nægilegur til þess að sakfella Morrison. Aðstaða hans er nú miklu alvarlegri en áður. Tókuð þér eftir framkomu Haywards og Hallets morguninn, sem uppreisnin var gerð? — Já, ég sá þá oft. — Voru þeir rólegir? — Síður en svo. Báðir voru viti sínu fjær af ótta, og þeir hágrétu og báðu um miskunn, þegar þeim var skipað að fara í bátinn. — Það er mjög mikils virði, að þér getið fengið þá til að játa þetta. Þegar þér spyrjið hin vitnin, verðið þér að spyrja þau nákvæmlega um þetta atriði. Ef þau bera það, að Hallet og Hayward hafi verið mjög blauðir þennan morgun, þá gerir það framburð þeirra ósennilegri. Það var mjög liðið á dag, þegar herra Graham stóð upp og bjó sig til að fara. — Nú held ég, að við höfum rætt um allt, sem máli skiptir, sagði hann. — Ætlið þér sjálfur að lesa upp varn- arræðuna, eða viljið þér heldur að ég lesi hana fyrir yður? — Hvort álítið þér, að sé betra? — Ég ræð yður til að lesa hana sjálfur, ef þér treystið yður til þess og verðið ekki of taugaóstyrkur. Ég fullvissaði hann um, að ég kviði engu. — Það er ágætt, sagði hann. — Vörnin hefur meiri áhrif, ef þér flytjið ræðuna sjálfur. Lesið hægt og skýrt. Þér hafið vafalaust tekið eftir því, að margir dómaranna virðast sannfærir um sekt yðar? Það kom skýrt í ljós, þeg ar þeir spurðu vitnin. — Já, ég hef veitt því eftirtekt. ’ — Þegar þér lesið ræðuna. sting ég upp á því, að þér beinið orðum yðar einkum að þessum mönnum. Það er óþarfi að minna vður á það, að þér berjizt fyrir lífinu. Nú voru enníremur hinir ráðgjafarnir tilbúnir og þeir urðu samferða frá Hector. Frá því við vorum teknir fastir hafði enginn dagur Iiðið jafnfljótt, og þessi. Mánudagsmorguninn 17. september drundi fallbyssu- skot frá „Duke“. Það var merki þess, að herrétturinn væri settur á ný. Við vorum fluttir um borð og varðmenn fylgdu okkur, hálftíma é.ður en réttur var settur. Enda þótt ég hefði sagt herra Graham, að hann þyrfti ekki að óttast um minn hag, var þó fjarri því, að ég væri kvíða- laus. Þegar við gengum eftir þilfarinu kom ég auga á Sir Joseph og Hamilton lækni. Yfirmennirnir störðu á okkur eins og naut á nývirki. Nokkrum mínútum áður e'n klukkan sló 9 voru áheyr- endur komnir til sæta sinna, og þegar klukkan sló, gengu dómararnir inn. Allir stóðu á fætur og biðu standandi þangað til Hood lávarður og dómararnir voru seztir. Nú varð andartaks þögn. Þá hrópaði liðþjálfinn: — Byam, standið á fætur. Ég stóð á fætur og sneri mér að Hood lávarði. Þér eruð ásamt öðrum ákærður fyrir að hafa sem sjóræningi tekið hið vopnaða skip Hans Hátigner „Bounty“. Þér hafið heyrt framburð vitnanna. Rétt.urinn er nú undir það búinn að hlusta á hvað þér hafið fram að færa til vamar. Eruð þér tilbúinn? — Lyftið hægri hendinni. Því næst var ég látinn sverja eið, og ég man ennþá, hve höndin skalf, meðan ég vann eiðinn, og ég horfði í áttina til Sir Josephs, meðan ég vann eiðinn, til þess að vita, hvort ég fyndi þar enga huggun, en hann studdi hönd- reykjarsvælu. Hann kveikti ljós og reis á fætur enn einu sinni til að stilla ofninn, sem nú var orð- inn rauðglóandi á nýjan leik. Það var barið að dyrum. Jósef gamli lagði seðil á borðið og tautaði: — Kvenmaður. Það var auðséð að honum hafði þótt mikið til um kvenmannin eftir svipnum að dæma. Jósef bætti við: — Ég held það sé kona þessa náunga frá í morgun. Nafnið á seðlinum nafði hresst upp á minni hans: frú Marton. Og í dálkinn um tilefni heimsóknar- innar hafði hún skrifað: persónu- legt. — Hvar er hún? — í biðsalnum. Á ég að vísa henni inn? Hann var að því kominn að játa en sá sig um hönd. — Nei, ég sé um það sjálfur. Hann gaf sér nægan tíma, gekk gegnum skrifstofu lögregluþjóns- ins og tvær aðrar skrifstofur 1 átt- ina að biðsalnum, sem hafði 'Tler veggi. Þar sem enn var ekki alveg orðið dimmt virtust ljósin dauf- ari en ella og andrúmsloftið var ömurlegt eins og á lítilli sveita- lestarstöð. í gegnum rúðuna í dyrunum sá hann í biðsalnum, sem einna helzt minnti hann á fiskabúr að- eins þrjár manneskjur, tvær þeirra voru sýnilega á vegum sið- ferðislögreglunnar þvi annað var lítill melludólgur og hitt bosma- mikil stúlka, sem virtist hagvön. Þau gjóuðu bæði augunum til konu einnar, sem skar sig úr fyr- ir óbrotinn og einfaldan glæsileik í framgöngu og fasi. Maigret gaf sér nægan tíma en kom loks að glerdyrunum sem hann opnaði. — Frú Marton? Hann hafði tekið eftir litlu krókdílaskinntöskunni, sem var í samræmi við skóna og þröngt göngupilsið undir oturskinnspels- inum. Hún reis á fætur álíka ringl- uð eins og búast má við af mann- eskju, sem aldrei hefur komizt í tæri við lögregluna en stendur svo allt í einu frammi fyrir einum frægasta manni hennar. — Þér eruð Maigret lögreglu- foringi, ekki satt? Hin tvö, þau hagvönu, litu hvort á annað. Maigret vísaði henni inn í skrifstofu sína og bauð henni að setjast í hæginda- stólinn þar sem maður hennar hafði setið fyrr um daginn. — Þér verðið að fyrirgefa þótt ég ónáði yður . . . Hún tók af sér hægri hanzk- ann, hann var úr mjúku rúskinni — og krosslagði hnén. — Þér getið ímyndað yður hvers vegna ég er komin? Það var hún, sem hóf sóknina og það gat Maigret ekki þolað. Hann svaraði því engu. — Þér berið náttúrlega fyrir yður þagnarskyldu líka .. Hann tók einkum eftir orðinu líka. Hafði hún þá verið hjá dr. Steiner? Það var ekki einvörðungu með fasi sínu, sem frú Marton sló Mai- gret út af lagi. Maðurinn hennar var að vísu hreint ekki ómyndarlegur og hann vann heiðarlega fyrir sér, Samt sem áður var frú Marton af öðru sauðahúsi. Það var ekkert gróft við glæsileik hennar. Ekki kynþokka hennar heldur. Hann hafði þegar í biðsalnum veitt athygli velsniðnum skóm hennar og dýrindis tösku. Ekki voru hanzkarnir af lakara taginu nú heldur önnur föt hennar. Það var ekkert í klæðaburði hennar, sem benti á ágengni eða útslátt- arhátt. Ekkert, sem krafðist at- hygli. Hún klæddist fötum frá dýr ustu tízkuhúsunum eingöngu. Hún virtist einnig vera um fert- ugt, hún virtist eftir fasinu að dæma, kunna skil á flestu. , Gat þó verið einhver brotalöm? Hann þóttist skynja einhvern dr- veikan mishljóm en gat þó ekki gert sér grein í hverju hann var fólginn. Það var fremur grunur en vissa. — Ég held við gætum sparað tíma, lögregluforingi, ef ég leysi strax frá skjóðunni. Auk þess væri það fífldirfska að ætla sér að leiða annan eins mann og yður í gildru. Hann sat grafkyrr án þess að rósemi hans gerði hana ruglaða í ríminu, kannski hafði hún svona góða stjórn á sér. | — Ég veit, að maðurinn minn ! var hjá yður í morgun. Loks opnaði hann munninn í þeirri von að slá hana út af lag- inu. — Hefur hann sagt yður það? spurði hann. — Nei. Ég sá hann ganga hér inn í þessa byggingu og ég skildi, að hann var að leita að yður. Hann hefur feiknar áhuga á öll- um yðar málum. Um árabil hefur hann fylgzt með ferli yðar fullur aðdáunar. — Þér játið blákalt að hafa veitt manni yðar eftirför? — Já, viðurkenndi hún án þess að blikna. Það var stutt þögn. — Þótti yður hann ekki koma undarlega fyrir sjónir? Tal hans furðulegt? — Vitið bér einnig hvað hann sagði mér? — Það er auðvelt að gizka á það. Við höfum nú verið gift í tólf ár og ég þekki Xavier vel. Hann er sá heiðarlegasti, hugrakk asti og samvizkusamasti maður, sem hægt er að ímynda sér. Þér vitið, að hann hefur aldrei þekkt foreldra sína og ólst upp á mun- aðarleysingjahæli? Hann kinkaði kolli. — Svo var honum komið fyrir á sveitabæ í Sologne þar sem bækurnar, sem hann útvegaði sér voru rifnar út úr höndunum á honum og þeim brennt. Samt sem áður hefur hann komizt áfram þangað, sem hann nú er og að minni hyggju hefur hann mikiu lítilmótlegri stöðu en hann á skil- ið. Sjálf er ég sífellt meira undr- andi á öllu, sem hann veit. Hann hefur lesið allt. Hann kann skil á öllu. Og auðvitað er hann misnot- aður. Hann unnir sér engrar hvíld ar. Hálfu ári fyrir jól byrjar hann á að undirbúa jólin óg það er afar þreytandi fyrir hann. Hún hafði opnað töskuna sína en hikaði við að taka upp sígar- ettuveskið. — Reykið þér bara, sagði hann. — Takk. Það er ljótur ávani. Ég reyki of mikið. Ég vona að nærvera mín hindri vður ekki í að reýkja pípuna yðar. Hann skynjaði fremur en sá ór- smáar fíngerðar hrukkur við augn krókana en í stað þess að gera hana ellilegri juku þær fremur á glæsileik hennar. — Við hljótum bæði tvö að vera skopleg í augum yðar, maðurinn minn og ég, þegar við komum þannig, hvort á fætur öðru og skriftum. Þetta er nú einna líkast skriftum. Mánuðum saman hef ég haft áhyggjur af manninum mínum. Hann hefur of þreytt sig, er órólegur og stundum er hann magnþrota tímunum sam an og þá talar hann ekki orð við mig. Maigret óskaði að Pardon hefði verið viðstaddur, kannski gæti læknir fundið eitthvað út úr þessu. — Strax í október . . já, í byrjun október . . . sagði ég við hann að hann þjáðist af tauga- veiklun og ætti að fara til lækn- is . . . — Það voruð þér, sem töluðuð við hann um taugaveiklun? — Já, var það rangt af mér? — Haldið áfram. — Ég veitti honum nána at- hygli. Hann fór að kvarta undan einum deildarstjóranum sem hann hafði aldrei kært sig um. En í fyrsta skipti minntist hann á eins konar samsæri. Svo reidd- ist hann við ungan afgreiðslu- mann . . . — Hvers vegna? — Það hljómar skoplega en þó get ég skilið viðbrögð Xaviers. Eg ýki ekki, þó að ég segi, að hann sé fremsti sérfræðingur Frakklands í öllu er lýtur að raf- magnslestum. Ég vona þér hlægið ekki. Maður gerir til dæmis ekki grin að fólki, sem eyðir ævi sinni , í að teikna brjóstahaldara eða j megrunarlífstykki. Því spurði hann: — Búið þér til brjóstahaldara og megrunarlífstykki? Hún hló. — Ég sel þess konar. En við erum ekki að tala um mig. Þessi ungi búðarmaður reyndi sem sé að hnýsast í teikningar mannsins míns, reyndi að komast að ýms- um brögðum hans og gerði teikn- ingar að rafmagnslestum . . . í stuttu máli, maðurinn minn ímyndaði sér, að hann ætlaði að bola honum úr starfinu . . og þá varð ég fyrir alvöru hrædd, þegar ég varð vör við, að tor- tryggni Xaviers beindist einnig að mér . . . — Hvað hafði hann yður grun- aða um? — Ég býst við, að hann hafi sagt yður það. Það byrjaði þann- ig, að hann sat kvöld eitt og ein- blíndi á mig og muldraði: — Þú verður falleg ekkja, ekki satt? — Og orð af þessu tagi var hann sífellt að tauta. Til dæmis: — allar konur aru skapaðar til að vera ekkjur. Tölfræðio sýnir . .. — Þér skiljið, hvað ég á við. Og síðan tók hann að klifa á því, að ég gæti lifað glæstu lífi án hans, hann væri eina hindrunin í vegi mínum . . . Hún lét ekkert á sig fá, þó Maigret sýndi henni viljandi áhugaleysi. — Þér vitið allt hitt. Hann er

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.