Tíminn - 03.02.1965, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 1965
14
MINNING
Sigrún Tobíasdóttir
fyrrv. húsfreyja á Geldingaholti.
Það kemur eigi á óvart, þegar
fólk hátt á níræðisaldri, þorrið
þreki og heilsu, hverfur af þessu
tilverustigi, bakvið tjaldið. — En
samt er það oft svo að hjá, göml-
um sveitungum, gætir saknaðar
og finnst sætið vandfyllt.
Ein elzta kona í Seyluhreppi,
sem var húsfreyja hér lengst af
öllum á þessari öld, er nú horfin
sjónum vorum.
Vil ég minnast hennar, með
nokkrum orðum. Sigrún Tobías-
dóttir, var fædd á Geldingaholti
26 ágúst 1877. Faðir hennar var
Tobías Eiríksson, b. Jónssonar á
Syðra-Skörðugili og k.h. Jófríðar
Gísladóttur, sagnfræðings, Kon-
ráðssonar. — Móðir Sigrúnar var
Guðrún Jónasdóttir, b. Einarss.
í Holtskoti og k.h. Arnfríðar Árna
dóttur, Árnasonar bónda á Stóru-
Seylu.
Bæði voru foreldrar Sigrúnar
frábærlega dugleg. Tobías var
orðlagður áhuga- og dugnaðar
maður. Var hann orðinn vei efn-
aður algerlega af aflafé, er hann
andaðist enn á bezta aldri, innan
við fimmtugt.
Hann var faðir Brynleifs
menntaskólakennara, voru þau
Sigrún systkin — samfeðra.
Guðrún, móðir Sigrúnar var
þrekkona hin mesta, vann hún
öll karlmannastörf lengi fram eft
ir æfi. — Sigrún var því af traust
um stofni og erfði í ríkum mæli
áhuga og dugnað ættar sinnar.
Hún ólst upp hjá móður sinni, er
þá var búandi á Geldingaholti.
Árið 1897 12. febr., giftist Sigrún
Sigurjóni Helgasyni. Var hann af
góðum bændaættum í Skagafirði,
var hann 10 árum eldri.
Á næsta voru, munu þau hafa
reist bú á hluta af Geldingaholti.
Fremur mun bústofninn hafa ver-
ið lítill í byrjun, en blómgaðist
smám saman, því eigi skorti at-
orku og ráðdeild ungu hjónanna.
Aldrei var bú þeirra mjög stórt,
en afurðagott í bezta lagi, enda
var Sigurjón viðurkenndur ágást-
ur skepnuhirðir. — Árið 1908,
keyptu þau hjónin Gil í Svartár-
dal í Húnavatnssýslu, fluttu þau
þangað sama ár. Bjuggu þau þar
í 14 ár, við ágætan orðstír sveit-
unga sinna þar.
Arið 1922 seldu þau Gil og
fluttu aftur að Geldingaholti, þar
sem þau bjuggu síðan til æfiloka.
Alla tíð var búskapur þeirra,
með traustasta og bezta búskap í
Seyluhreppi, þótt sumir byggju
stærra. Umgengni öll utanbæjar
og innan hin myndarlegasta. Hús
bændurnir, gestrisnir í bezta lagi
og ætíð glaðir og reifir í tali.
Munu margir minnast ánægju-
stunda, er þeir voru geslir þeirra,
Þegar þau áttu 50 ára hjúskap-
arafmæli 1947. komu margir sveit
ungar þeirra heim til þeirra
Dvöldu þeir lengi dags. við gleð-
skap og veitingar, voru beim
hjónum færðar gjafb og ræður
fluttar. Mælti einn ræðumaður a
’bróttir
Framhald aí 13 siðu.
lýsti Gunnar Eggertsson, hinn
nýkjörni formaðui Glímufélagsins
Ármanns, úrslitum og afhenti sig-
urvegaranum Ármannsskjöldinn
til varðveizlu næsta ár. Einnig
afhenti hann 2. og 3. manni verð-
launapeninga. Þess má geta. að
verðlaunapeningarnir eru afsteypa
fif skildinum sjálfum. Gunnar
/aælti síðan nokkur orð að lokum
-agði mótinu slitið
Hörður Gunnarsson
þá leið að búskapur þeirra hjóna
gæti verið hirium yngri til fyrir-
myndar, mun enginn hafa borið
brygður á það.
Eigi var annað að sjá, en 50
ára búskaparstrit hefði lítið sett
merki sín á útlit brúðhjónanna.
Á uppvaxtarárum þeirra hjóna,
fóru flestir unglingar að mestu á
mis við fræðslu, nema mjög taK-
markaða, undir fermingu. — Varð
því náttúrugreind og reynsla ár-
anna, það veganesi, er margir
urðu við að styðjast. Það vega-
nesti, varð þeim hjónum haldgott,
því bæði voru þaii vel greind og
kunnu vel að hagnýta sér þau
hyggindi sem í hag komu.
Sigrún var mjög áhugasöm og
dugmikil húsmóðir. Var einkum,
framan af búskap þeirra allmargt
á heimili þeirra.
Sex börn eignuðust þau, er úr
bernsku komust. Þau eru þessi,
talin eftir aldursröð:
Tobías b. Geldingaholti, kv.
Kristínu Gunnlaugsdóttur, eiga
þau 6. börn. Sigurður b. Marbæli,
kv. Ingibjörgu Jónsdóttur eiga
þau 6. börn. Þórður b. Geldinga-
holti, ók. og barnlaus. Ingimar 'o.
Holtskoti, kv. Guðrúnu Pálsdóttur
eiga þau 5 börn. Kristín g. ívari
Antonssyni bús. á Sauðárkróki,
eiga þau 2 börn. Brynleifur bil-
stjóri, Rvik. kv. Öldu Gísladóttur,
barnL Öll eru systkinin dugnað-
arfólk og mætir þjóðfélagsþegnar.
Ilinn 16 febr. 1952, andaðist
Sigurjón nær 85 ára gamall. Hafði
hann gengið að mörgum störfum
fram á síðasta ár.
Ekki lagði Sigrún hendur
í skaut við búskapinn, við lát
manns síns, þó hún væri nær 75
ára. Gerðist hún bústýra Þórðar
sonar síns, var hún það næstu 10
árin, til 1962. — En þá var þrek-
ið farið að þverra og heils-
an leyfði eigi lengui áreynslu
störf. Flutti hún bá til Kristínar
dóttur sinnar og manns hennar
á Sauðárkróki, dvaldi húi hjá
þeim. það sem ófarið vai æfinnar.
Viku fyrir síðustu jól veikiist
hún af heilablæðingu og andaðist
að kvöldi 23. des. rúml. 87 ára
gömul.
Sigrún var í hærra lagi á vöxt
og samsvaraði sér vei Röskleg i
hreyfingum. einbeitni ^g staðfesta
í svipnum. Vinföst oe rausnaleg
í öllum útlátum.
Þessarar mætu konu raunj
sveitungar hennar lengi minnast
húsfreyjunnar, sem stóð með
heiðri og sóma í stöðu sinni í 65
ár.
Blessuð veri minning nennar.
Hjö tur Benediktsson. 1
TÍJVLINN
FORNRITAÚTGÁFA
Framhaid aí 16. síðu.
landic Texts“, Sigurður Nordal
and G. Turville-Peters, are tum-
ing a great new page in the saga
of the sagas“.
Blaðið átti tal við prófessor
Sigurð 1 tilefni af þessum rit-
dómi, og skýrði hann þá frá því,
að bókaforlagið hefði verið selt.
Kaupandinn er amerískur blaða-
útgefandi, og kvað prófessorinn
óvíst, að hann vildi halda fom-
ritaútgáfunni áfram. Völsunga
saga liggur nú fyrir í próförkum
og mun koma út. Þá hefur verið
lofað að gefa út þýðingu á Lax-
dælu. Kvaðst prófessor Sigurður
vonast til, að úr því yrði. Hann
taldi illa farið, ef „Nelson's Ice-
alndic Texts“ mundu líða undir
lok, en sagði, að í rauninni ættu
íslendingar að taka þessa útgáfu
að sér. Það gæti orðið verkefni
fyrir Handritastofnunina.
BÓKMENNTA-
VERÐLAUNIN
Framhald af 1. síðu.
og þar með hafi orðið að skipta
verðlaununum. Þetta þýðir þó
ekki að í framtíðinni geti ekki
farið svo að tveir höfundar fái
fimm og fimm atkvæði hjá full-
skipaðri dómnefnd, þótt svo sé
að heyra á Politiken að ekki hefði
komið til jafnra atkvæða nú,
hefði verið fullmætt hjá Dönum
og íslendingum.
En það er auðheyrt, að tvískipt-
ing verðlaunanna hefur ekki vak-
ið neinn fögnuð meðal skálda og
rithöfunda, og er ekki að efa að
dómnefndin mun hafa það í huga
næst, hvernig svo sem spursmál-
ið um möguleikann á jafnri at-
kvæðagreiðslu verður leyst.
BEINT SÍMASAMBAND
Framhald af 1. síðu.
Akranessvæðið 93 og Vestmanna-
eyjasvæðið 98. Akureyri kemst
líka í beint samband við stöðv-
arnar Borgarnes, Brúarland,
Hveragerði og Selfoss, eins og
hin sjálfvirku svæðin. Þarf þá
aðeins að velja svæðisnúmer
Reykjavíkur (91) og þar á eftir
númer viðkomandi stöðvar, sem
kemur notandanum i samband við
númerið á örskammri stund.
Hverjar 6 sekúndur í sjálfvirku
langlínusamtali milli Akureyrar
og stöðvanna sunnanlands teljast
sem eitt innanbæjarsímtal eða
teljaraskref og kosta því kr. 1,10,
ef farið er yfir það takmark (600
teljaraskref á ársfjórðungi), sem
er innifalið í fastagjaldinu.
Símtölin á milli Akureyrar og
stöðvanna hér fyrir sunnan, fara
að miklu leyti fram þráðlaust.
Eru sendistöðvar og móttakarar í
Skálafelli og Vaðlaheiði, sem sjá
um sendingu og móttöku á milli
landshluta.
Frá Alþingi
Framhald af 7. siðu.
heimtu með dómi. í sambandi við
þennan nýja launaskatt kæmi vel
í Ijós hvílíku ranglæti bændastétt
in væri beitt, launþegar ættu ekki
að greiða þennan skatt af launum
sínum heldur atvinnurekendur,
sem mœttu meta hann sem hver
önnur rekstrarútgjöld, en bannað
væri að reikna launaskattinn á
bændur inn í verðlag landbúnaðar
vara. — Frumvarpið var samþykkt
óbreytt til 3. umræðu.
LOÐNAN
Framnald al 16 síðu
eittihvað væri rýmkað til í land-
helginni fyrir trollbáta. Munu út-
gerðarmenn þeiyra að vera að
hugsa um að senda þá á nót.
Vegir eru nú orðnjr góðir hér
í sýslunni, en ófært er ennþá á
Djúpavog, yfir Lónsheiðina. Gerð
var tilraun til þess í gær að ryðja
heiðina, en það reyndist ekki unnt
vegna mikils klaka. Nú eru komin
hlýindi, og verður þess því von-
andi ekki langt að bíða, að unnt
verðj að ryðja heiðina. Djúpavogs
búar fá benzín héðan frá Höfn, og
birgðir munu orðnar litlar þar,
svo það flýtir enn fyrir, að reynt
verði að opna veginn.
SJÓMANNADEILAN
Framba! a) 16 síðu
eru á. C) 29.5% á 30—50 rúml.
bátum þegar 10 eru á. D) 31.0%
á fimmtíu tonna bátum og þar
yfir þegar 11 eru á.
Á netum er skiptaprósentan
þessi í samningum: A- og B-liðir
eru eins og á línunni. D) 31.0%
á 50—130 rúml. bátum þegar 11
eru á. E) 31.5% á 130 rúml. bát-
um og þar yfir þegar 12 menn
eru á.
Atkvæðin verða talin klukkan
fjögur á morgun hjá sáttasemjara.
FUNDU KINDUR
Framhald af 16 siðu.
Við fundum kindurnar nálægt
miðjum afréttinum. Það var ein
fullorðin ær með tveimur lömbum
og ein veturgömul ær og hjá kind
unum var dautt lamb undan henni
og hafði tófan gert því skil. Kind-
urnar voru heldur illa á sig komn
ar, kviðlitlar og magrar, enda
hefur þarna verið haglaust, unz
hlákan kom um daginn. Annars
voru hæðir komnar upp úr núna,
en auðséð var að þarna hefur ver-
ið hart, því bitið var ofan af öll-
um grávíðarrunnum. Á innanverð-
um afréttinum er svo allt einn
jökull.
Okkur gekk furðanlega vel að
koma þeim til byggða, enda með
góða hunda, en þó var sjáanlegt
að mjög var af kindunum dregið
Eins og ég sagði áðan vantaði
talsvert af fé héðan úr sveitinni
í haust, en telja má víst, að ef
eitthvað væri innar er. við fund-
um þessar kindur myndi það allt
komið undir snjó.
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
HALLDÖR
Skólavörðustig 2
Aðalfundur
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður hald-
inn í Þjóðleikhúskjallaranum, miðvikudaginn 10.
febr. 1965, kl. 20,30.
Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
ÞAKKARÁVÖRP
NÁMUSLYS
Framhald aí .1. sfðu.
inguna, að þeir eru óþekkj
anlegir. 16 þeirra voru
kvæntri, og er 41 barn í
Arras föðurlaust vegna
námuslyssins.
Sprengingin átti sér stað
um miðnætti s.l. nótt að
íslenzkum tíma, og voru
námuverkamennirnir þá á
palli einum 715 metra niðri
í jörðinni Voru þeir að
ljúka sinni vakt og fara upp
á yfirborðið. Sprengingin
varð í gasi og kolariki.
Námuslysið í Arras er hið
versta í Frakkl. frá stríðs-
lokum.
VÍÐAVANGUR
fyrirtæki. >. ig fullkomnari
samgöngutæki gera einnig
margar leiðir auðveldari i
þessu efni en áður var. En
hvergi mun meiri 'iörf fyrir
n’’jar 'kdning ' þessum málum
en á íslandi.“
Innilegustu þakkir sendi ég ölum vinum og vanda-
mönnum, sem glöddu mig á áttatíu og fimm ára af-
mælisdegi mínum 29. jan. s.l., með heimsóknum, gjöf-
um, blómum, skeytum og símtölum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðlaug Þorsteinsdóttir frá Berunesi.
Þökkum innilega auösýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför
móður okkar tengdamóður og ömmu,
Signýjar Magnúsdóttur.
Hörður Sigurjónsson, Jónína G. Sigurjónsdóttir,
Magnús Sigurjónsson, Viktoría Þorvaldsdóttir
og börn.
'T'ttmrrnrwwwTBRnr-irgffrTMiM uiii iim hiiihiiiíi.iiitwzts—
Innilega þökkum við auðsýnda samúð o9 hluttekningu við andlát
og jarðarför,
Halldórs Júlíussonar
frá Mnlanesi
• VjudamiKWi