Alþýðublaðið - 16.09.1955, Side 5

Alþýðublaðið - 16.09.1955, Side 5
 3S^«WiV«*íl.'iMn^ ttK,,s,*as.»<».ve? '‘T''/- . ‘"■>**:**“• »&*siBa*wiBtswp?ægg»^^ ■•-x NÚ ER aðeins 1 dag- ur, þar til dregið verður um þennan glæsilega bíl, sem er vinningurinn í happdrætti Alþýðuflokks- ins. Þetta er einhver vin sæíasta og bezta bílateg- undin á markaðnum nú, Ford Fairline módel 1955. Öllu glæsilegri vinning getur ekkert happdrætt.i fooðið, enda er verðgildi foílsins tæplega 100000 kr. Aðeins eru gefnir úr 10 þús. miðar. Nú eru síð- ustu forvöð að freista hamingjunnar og kaupa miða því að á morgun verður dregið. Föstudagur 16. sept. 1955 MJ>TBUBUB» nam. Enn hafa ekki borizt neinar heildarfréttir af því, sem er að gerast í Afghanistan og Pakist- an, en samkvæmt fréttaút- drætti, sem borizt hefur í sím- skeytum, eru nú hafin þar landamæraátök, og þau hörð, l ©g er ekki að vita, nema skot- hríðin magnist þá og þegar. í Pakistan hefur lengi verið við þessu búizt, og sökum aug- Ijósrar, vaxandi hættu voru Afganislan Fakírinn frá ípi. gerðar kröfur um það í Kara- chi þegar í aprílmánuði, að landamæraeftirlitið yrði aukið, aneðal annars gerðar þær ráð- stafanir, sem urðu til þess, að hinir herskáu kynþættir hand- an Khyberskarðsins fræga lentu undir sérstöku eftirliti Pakistan. En nú hafa Afghanir gert hinar furðulegustu gagn- kröfur, — að Pakistan láti af höndum við þá mikið land- svæði, er sameinist ríki Afgh- ana. Það er flísin, sem við rís. HVAÐ ER PAKHTOONISTAN? Pakhtoonistan kalla Afghan- ar þetta fylki, sem þeir gera kröfu til. Þetta er í rauninni nýtt landheiti, öldungis eins og Pakistan. Flestir kannast við Pathana, hinn herskáa kyn- bátt á landamærasvæðinu, sem hvað eftir annað hefur látið þar til sín taka, og sem frægur hefur orðið fyrir kvæði og skáldsögur Kiplings. Síðan hafa og margir sótt til þeirra efni í skáldsögur og kvikmynd ir. Bretar reyndu að koma þar á friði og menningu með því að leggja fylkið undir Indland, leggja vegi um fjöllin, sem áð- ur höfðu verið ófær yfirferðar, og um leið gerðu þeir Khvber- skarðið að einhevrju sterkasta virki í heimi. Og keisarans Rússland horfði ágirndaraug- um á allt þetta, en mátti ekki að hafast. Komst einn af vald- höfufn Afghanistan þannig að orði um landið þeim megin fjallanna: ,,Það er eins og varnarlaus geit á milli ljóns og bjarnar, sem báðir vilja rífa í sig.“ Brezka ljónið hefur haldið á brott, en rússneski björninn heldur sig enn á norðurlanda- mærum Afghanistan, sterkari en nokkru sinni fyrr. Er hægt að telja, að Bretum hafi tekizt að friða þetta land- svæði? Þeim tókst að minnsta kosti aldrei að hafa hendur í hári eins helzta leiðtoga Pat- hana, Mirza Ali, sem kunnari er undir nafninu „fakírinn frá Ipi“, en átökin við hann kost- uðu Breta mikið blóð og fé. Og þótt hann gerist nú gamall og gigtveikur, heldur hann enn traustri forustu harðsnúins á- hangendaflokks. Skammbyssan og riffillinn eru þessum mönn- um svo kær, að þeir nota þessi vopn sem skáldlegar líkingar í kvæðum sínum. „Augu þín, ástin mín, eru eins og hlaðin tvíhleypa,“ syngja dægurlaga- söngvararnir þar. En hvað um það. Á afghan- isku nefnast Pathanir „Pakh- tooner“ og þar af dregur þetta „nýja land“ heiti sitt. METNAÐARRÍKUR MAÐUR I,ÍTUR VONARAUGUM TIL MOSKVU Hvað ber til, að jafn órík þjóð og Afghanir dirfast nú allt í einu að gera slíka kröfu til landa á hendur sér mun vold- ugra ríki? Sú skýring er nær- tæk, að þeir gangi á lagið þeg- ar innanlandsdeilur veikja veldi Pakistan, en margir eru þeirrar skoðunar, að orsökin eigi sér dýpri rætur. Fyrir skömmu hófst nýr og metnaðargjarn maður til á- hrifa í Kabul, höfuðborg Afg- hanistan, og það er hann, sem hafið hefur það tafl, sem eng- inn fær nú séð hvernig fara muni. Konungur landsins, Mo- hammed Zahir Shah, hefur löngum haft aldna og revnda frændur sína með í ráðum, þeir voru Vesturveldunum jhlynntir, og það var meðal ann lars fyrir þeirra tilverknað, að Bandarikjamenn veittu land- inu stórkostlega efnahagsað- stoð. En nú virðist sem áhrifa þeirra gæti ekki lengur, held- |ur sé það nú mágur konungs, Daoud Shah, sem mestu ræður. Hans gætti fyrst, þegar hann kom fram sem fulltrúi lands síns við jarðarför Stalins. Vitað er, að hann átti þá tal við Molo- tov. Skömmu eftir að hann kom heim úr þeirri för, kom hann því þannig fyrir, með herinn að (bakhjarli, að kóngsfrændum var vikið frá völdum og áhrif- um, en sjálfum var honum fengið embætti forsætisráð- herra. Bróðir hans Naim, sem virðist honum mjög fylgispak- ur, var gerður að utanríkis- málaráðherra. Ekki hafði Dao- ud fyrr tekið við völdum, en hann kallaði fjölda rússneskra sérfræðinga til Afghanistan, -— og um leið tók rússneskt fé að streyma inn í landið, í stað bandarískra dollara. Hófust nú framkvæmdir miklar í landinu, vegalagning, bygging olíu- geyma og korngeyma, — og ef til vill er það eingöngu hend- ing, að allt kemur þetta setu- liði eða her, sem á leið um landið, í góðar þarfir. Og svo gerðist það einn sól- heitan júlídag, að Daoud hófst handa svo um mu.iaði. Þá reið konungur Afghana til þings með fríðu föruneyti, og bauð þingmönnum að styðja á allan hátt Pathani, kynþáttinn hand 'an landamæranna, „hetiurnar Jhraustu og forfeður konungs- ættarinnar“, og kom það þá fyrst opinberlega fram, að j Áfghanar hugðust gera kröf- una til Pakhtoonistan að meg- únatriði í stjórnmálum sínum í framtíðinni. Og það væri synd að segja, j að Afghanar væru linir í landa kröfum sínum. Það er skammt síðan Daoud lét þess getið í ræðu, er hann flutti, að með Pakhtoonistan ætti hann við hálft landsvæði Pakistan, vest- an Indusárinnar og að Persa- flóa. HÆTTAN VIÐ KHYBERSKÁRÐ Ekki var við öðru að búast, en ræða þessi vekti ugg í Pak- istan. Var nú ekki lengur látið sitja við mótmælin, heldur var Khyberskarðinu lokað. Þetta getur reynzt Afghön- um bjarnargreiði, því að 30% af öllum vöruflutningum til landsins og frá fara um þetta skarð. Og það er dýrmætur varningur, — meðal annars hin svonefndu Karakúlskinn, sem seld eru á bandarískum mark- aði undir nafninu „persnesk lambskinn“ og þykja eftirsókn arverð, en auk þess er þarna um vörur að ræða, sem ekki þola geymslu að neinu ráði, svo sem vínþrúgur og sveskjur, en Afghanar flytja mikið af þeim til Indlands. Hljóta Afghanar því að bíða gífurlegt tjón við það, að allir vöruflutningar þeirra eru stöðvaðir við skarð- ið, á þeim forsendum að toll- gæzlumennirnir bíði nánari fyrirskipana frá Karachi. Sem stendur hafa Rússar revnzt Daoud hjálplegir með því að leyfa flutning á öllum vörum frá Afghanistan og til, Mohammet Zahir Shah. um Rússland, og án nokkurra tollgreiðslna. Heyrzt hefur líka að Indverjar, sem elska Pak- istanbúa ekki beinlinis, hafi í hyggju að gera samgöngubann- j ið að engu með því að koma á eins konár flugbrú til Pakistan, I eins og forðum var gert í Ber- 1 lín, en. ekki er vitað, hvort þæx- ! ráðstafanir eru komnar í fram- kvæmd. Af þessu má sjá, að ýmis at- riði í sambandi við deilu þessa eru hin athyglisverðustu, og þó athyglisverðast, að Rússar virð ast nú hafa náð þeirri fótfestu í Afghanistan, sem þeim heppn j aðist aldrei á keisaratímabil- inu. Samkvæmt síðustu frétt- um virðist hinum metnaðar- gjarna Daoud hafa tekizt að ná j vinsamlegu sambandi við fak- írinn gamla frá Ipi. Slíku sam- bandi mun lítt fagnað í Pak- istan, sem ekki er heldur við | að búast, því að það getur orð- ið til þess, að til átaka komi á landamærunum, — og þá er ekki auðvelt að spá hvernig fara muni. ■ ENDA þótt svo virðist sem nokkuð dragi úr hinum stjórn- xnálalegu átökum á Vesturlönd um, er slíku sízt að heilsa í As- íu austur. Þar fara átökin sí- fellt harðnandi og eru nú jafn- vel orðin hættulegri en atburð- irnir í Suður-Kóreu og Viet- Áðeins 1 dagur eflir

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.