Alþýðublaðið - 23.09.1955, Side 4

Alþýðublaðið - 23.09.1955, Side 4
.4 ALÞYÐUBLAÐEÐ Fosíudagur 23. sept. 1955 Útgejandi: Alþýðujlok\urinn. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjpri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Áugljsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Riistjórnarsímar: 4901 og 4902. Augljsingasími: 4906. Áfgreiðslusími: 4900. Álþjðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. 'Áskjífiarverð 15J00 á mánuði. í lausasoíu 1J30. Hviið segja tölurnar ? STJÓRNARFLOKKARN- IR halda því löngum fram, að fjármálastjórn ríkisins sé í stakasta lagi og fordæma harðlega þá menn, sem túlka aðra skoðun í ræðu eða riti. En í gær bregður svo við, að Tíminn birtir stórathyglis- verða grein um tölur, sem tali. Niðurstöður hennar eru raunar löngu kunnar, en hér er hins vegar um að ræða staðreyndir, sem stjórnar- flokkarnir hafa hingað til borið á móti. Viðburðurinn er þannig fólginn í því, að blindur hefur allt í einu fengið sýn. Ög hvað segir svo Tím- inn? Útlán bankanna eru stóriim hærri en fyrir einu ári. Gjaldeyrisaðstaðan gagnvart útlöndum er 86,5 milljónum lakari en vár fyrir tólf mánuðum. Seðla- útgáfan er síhækkandi, og nemur aukningin nærri 10 af hundraði á einu ári. Spariinnlán á síðustu tólf mánuðum hafa ekki aukizt nema um ríflega helming þess, er hækkunin var tólf mánaða tímabilið næsta á undan. Vöruskiptajöfnuð- urinn í júlílok var óhag- stæður um 206 milljónir króna, en það er um 40 milljónum meiri halli en árið áður á sama tíma. I ágúst hallaði enn á ógæfu- hliðina, svo að um síðustu mánaðamót var vöruskipta jöfnuðurinn orðinn óhag- stæður um 250 milljónir. Verði hallinn hinn sami síðustu fjóra mánuði árs- ins og hann reyndist á þeim tíma í fyrra mun hann orðinn 320 milljónir um áramót. Tíminn á ekki góðs von í þessu efni. Hann segir orðrétt: „Ekki munu vera fyrir hendi neinar á- stæður til þess að áætla innflutninginn minnkandi eða að úr honum dragi til árslokanna. Ásóknin um vörukaup og gjaldeyrisyf- irfærslur til útlandi er sögð vaxandi og öllu meiri en gó ðtök eru á að full- nægja.“ Sannarlega er það rétt hjá Tímanum, að þetta eru tölur, sem tala. Hins vegar lætur hann liggja í láginni allar útskýringar á því, hvað töl- urnar segi. Þess gerist held- ur ekki þörf. Þjóðin öll áttar sig á því, hvað er að gerast. Fjármálastefna núverandi ríkisstjórnar er að gera okk- ur gjaldþrota, þrátt fyrir góð aflabrögð og næga at- vinnu. Trjágreinin, senj- landsfeðurnir hanga á í fall- inu, er tekjurnar af Kefla- víkurflugvelli og setuliðinu. En hvað tekur við, þegar sá meiður er ekki lengur fyrir hendi? Hver verða úrræði stjórnarherranna, þegar við eigum að verða sjálfum okk úr nógir á ný? Er til of mik- ils mælzt, að þeir gefi þjóð- inni sVar við svo tímabærri spurningu? Áfleiðingar stjórnar- stefnunnar eru þær, að framtíð íslands virðist und ir stóru spurningarmerki nema snúið sé við og ný braut brotin. Þjóð, sem glatar efnahagslegu sjálf- Stæði sínu vegna ofstjórnar eða óstjómar, er ekki Ieng ur fullvalda. Hún verðurað hlýða þeim aðilum, sem hafa gerzt húsbændur hennar, og örlög hennar eru því í annarra höndum. Okkur er hollt að minnast í þessu efni hlutskiptis Ný fundnalands. Þar gerðist sama óheillaþróunin og nú vottar fyrir í íslenzku þjóð lífi. Grunur þeirrar ógæfu felst í tölunum, sem Tím- inn ræddi í gær. Þær segja skýrt og skorinort, að við séum á rangri leið. Aðvör- un þeirra á vissulega að taka þannig, að íslendingar snúi við áður en þeir hafa tapað áttum og sitja fastir í foraði spillingarinnar. Tíminn á þakkir skilið fyr ir að segja þjóðinni sannleik ann um óstjórnina og of- stjórnina. Hann getur vissu- lega bætt því við, að þetta sé stefna íhaldsins í ljósi veru- leikans. En jafnframt er það staðreynd, að FramsóRhar- flokkurinn ber hálfa ábyrgð- ina með því að sætta sig við stefnu íhaldins og láta það tefla framtíð þjóðarinnar í hættu. Skálholtsskáldin. ÍSKÆLDIR DRYKKIR Ávextir — Rjómaís Sölufurninn Myndin er af skáldunum þremur, sem hlutu á dögunum verð- laun fyrir hátíðarljóð um Skálholt, en þau eru, talið frá vinstri: Sigurvegarinn, séra Sigurður Einarsson í Holti, Þorsteinn Halldórsson prentari og Þor- geir Sveinbjarnarson sundhallarforstjóri. Séra Sigurður Einarsson er löngu þjóðkunnur maS- ur fyrir margvísleg ritstörf og hefur m. a. géfið út þrjár ljóðabækur: Hamar og sigð, Yndi unaðsstunda og Undir stjörnum og sóí., Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út ljóðabókina Sólblik og ennfremur birt mörg kvæði í biöðum og tímaritum. Þorgeir Sveinbjarnarson er ný- liði á íslenzku skáldaþingi og hefur ekki ennþá gefið út bók. Þátttakan í ljóðasamkeppn- inni um Skálholt reyndist óvenju mikil, og mun kvæðaunnendum leika hugur á að kynn- ast því, sem verðlaunaskáldin þrjú hafa til þessa máls að leggja. Baráttumaður af Deakin og við Amarhól. ÞEIR, sem á næstunni þurfa að semja við Samband flutn- ingamanna á Bretlandi, fá þar nýjan forustumann við að eiga. Það er nú orðið alllangt síðan hinn atkvæðamikli og mikils- virti leiðtogi sambandsins, Ar- thur Deakin, lézt, en það er ekki fyrr en nú, að eftirmaður hans hefur verið valinn. Það hefur tekið sinn tíma, og er í rauninni ekkert við því að segja. Samband þetta, sem tel- ur 1,300,000 meðlimi er ekki aðeins fjölmennast brezkra verkalýðssamtaka og auðugast, — sjóðir þess nema um 600 milljónum króna, — heldur er það einskonar ríki í ríkinu, og segir sig því sjálft, að ekki veiti þar af sterkri og öruggri for- ustu. Sá, sem valinn hefur verið til slíks forustustarfa, hefur líka oft hafizt skjótt til valda á sviði brezkra stjórnmála, og má muna Bevin, sem að lokum varð forsætisráðherra landsins. Bevin og Deakin, -— þessi nöfn fylla hug brezkra verkamanna stolti, og því sízt að undra. Þótt ekki hafi verið flanað að því að velja mann til að taka upp merki þeirra. STRÆTISVAGNASTJÓRl, SEM TRÚANDI ER FYRIR STÝRINU. Segja má sem svo, að mann- val mikið hljóti að vera innan þessara samtaka, fyrst valið hefur svo lengi dregizt, enda ekki færri en sjö forustumenn, sem mjög voru taldir koma til greina. En nú hefur loks úr þessu verið skorið, og nánasti samstarfsmaður Deakins, Ar- thur Ernest Tiffin, — eða eins og hann er venjulega nefndur, „Jock“ Tiffin, — verið kjörinn með 267 019 atkv., en skæðasti keppinautur hans, formað- ur Lundúnadeildarinnar, Char- les Brandon, hlaut 146,366 at- kvæði. Úrslitin geta að vissu leyti talizt ósigur fyrir kommúnista, þar sem þeir höfðu í frammi mikinn áróður fyrir kosningu Brandons. Hann er þó sjálfur em tók að vera í góðri þjálfun“, segir hann. í æsku var hann róðrargarp- ur mesti, og undi sér vel úti á Themesánni. Sökum starfs síns hefur hann órðið að segja skil- ið við ána að undanförnu, en. hann hefur fengið þá beztu ' róðrarvél, sem völ er á, að gjöf frá aðdáendum sínum, og þá er mikið að gera, ef hann gefur sér ekki tíma til að „skreppa" í klukkustundar róður daglega. Nú á hann sex ár fram und- an, þangað til honum ber að draga sig í hlé samkvæmt hin- um ströngu fyrirætlunum al- ; þýðusamtakanna, en þar er ald- urstakmarkið 65 ár. Hvert er takmark hans? Úr því verður framtíðin að skera. Háffúrugrlpassfninu „Jock“ Tiffin séður í spéspegli „Daily Express“. ekki á neinn hátt kommúnist- um tengdur, nema hvað hann hefur ekki haft neitt á móti því, að kommúnistar væru vald ir í ýmis ráð og stjórnir verka- , lýðsfélaganna, en Tiffin hefur alltaf veitt því harða mót- spyrnu. - | Jock Tiffin er enginn skrif- stofuvaldsstjóri. Hann vann sem strætisvagnastjóri, þar til hann var kosinn í æðsta ráð verkalýðssamtakanna, en stræt isvagnastjórar hafa löngum get ið sér frægð í Lundúnum fyrir snarræði, bæði til munns og handa. Tiffin kann líka vel að koma fyrir sig orði, enda þurfti hann á þeirri kunnáttu að halda, þegar hann safnaði öllum vagn stjórum „Grænu línunnar“, sem allir í Lundúnum kannast við, undir merki flutninga- mannasambandsins. ER HANN SÁ ER KOMA SKAL? | Tiffin er að vísu ekki álit- inn jafn „sterkur“ maður og Deakin, en hann er gæddur bæði þolinmæði og fyndni, og það eru líka hæfileikar, sem komið geta verkalýðsleiðtoga að góðu haldi í baráttunni. Og líkamlegur þrekmaður er hann mun meiri en Deakin. „Það hef ur alltaf verið mér metnaður, berasf gjafir. DÝRAFRÆÐIDEILD Nátt- úrugripasafnsins hefur nýlega borizt rausnarleg gjöf frá Kaj A. Svanholm í Rio de Janeiro. Er hér um að ræða safn af upp- settum dýrum frá Brasilíu, bæði spendýrum, fuglum, skrið dýrum o. fl. Eins og sakir standa er hvergi hægt að koma þessum munum fyrir til sýn- ingar, en þeir munu verða ; geyrndir þangað til að hin fyr- 1 irhugaða náttúrugripasafns- bygging verður reist. Kaj A. j Svanholm er forstjóri fyrir byggingafyrirtæki í Rio de j Janeiro. Hann er Dani, fæddur j í Kaupmannahöfn árið 1894, en * settist að í Brasilíu árið 1925. Þegar hann var 16 ára, fluttist hann til íslands og átti um fjög urra ára skeið heima á Akur- eyri og gekk þar í skóla. Síðan hefur hann jafnan borið hlýjan hu gtil íslands, enda ber gjöf þessi Ijósan vott um ræktar- semi hans í garð Islands og ís- lendinga. Þá hefur Mr. James Whit- taker í London sent safninu 32 ibindi bóka um náttúrufræðileg 1 efni. Mr. Whittaker mun mörg- ,um íslendingum að góðu kunn I ur frá því er hann dvaldist hér 'á landi á stríðsárunum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.