Alþýðublaðið - 24.09.1955, Page 5
I.awgardagur 24. sept. 1955.
ftLÞfÐUBLAÐIÐ'
r
Ulfarnir
í PRÝÐILEGRI AFMÆLIS-
GREIN um Þorstein M. Jons-
son, skólastjóra á Akureyri,
kemst Sverrir Pálsson magister
svo að orði:
„Ef athugað er, hvaða bæk-
ur þú hefur gefið út til þjóð-
arinnar, sjáum við, að þær
stuðla allar að menningarauka
og fegurra mannlífi, fræðibæk
ur, kennslubækur, fögur ljóð, I
góð skáidverk, en einkum og
sér í lagi þjóðsögur og alþýðu-
fróðleikur, sem þér hefur allt-
af verið hugleikin og hjartfóig
in fræðigrein“. |
Grein þessi, sem ber yfir-
skriftina: „Öllum kom hann til
nokkurs þroska“, var upphaf- )
lega afmælisræða. j
Hvílíkur reginmunur á at- ,
Jiæfi manna, sem leitast við af
fremsta megni að koma öllum, |
sem þeir ná til, til nokkurs
þroska, til manndóms og vax-
andi þroska, eða hinna sjáifs- ;
elskusjúku sálna, er gefa út (
glæparit, klámsögur og margs .
konar siðspillanndi lesmál, sið- ]
spiilingu og sjúkdóma þjóð-
anna.
Hér á ég ekki við þessa venju
lega kvilla manna, heldur sjúk-
clóm þjóðanna, siðspillinguna.
Heilar þjóðir geta verið sjúk-
ar, engu síður en einstaklingar,
og oft eru sjúkdómseinkennin
augljós. Aldrei hefðu menn unn
ið bug á tæringu né öðrum
sjúkdómsplágum, ef þeir hefðu
ekki gert sér ljóst, að slíkir sjúk
dómar væru geigvænlegir og að
á þeim þyrfti að sigrast. Ekk-
ert þýðir að loka augunum fyrir
jtnannlegu böli, í hvaða mynd
sem það er.
5BÖL, SEM FER VAXANDI
Hvergi er meira gefið út af
glæparitum enn í Bandaríkjun
um, og áreiðanlega eiga þau
sinn drjúga þátt í glæpalííi
unglinganna, en það er nú eitt
stærsta vandamál þeirrar á-
gætu þjóðar. Æðsti maður rann
sóknarlögreglu ríkjanna, J. Edg
ar Hoover, hefur sagt: „Dag og
nótt ásækir mig sú óhuggnan-
lega staðreynd, að glæpir fara
yaxandi á meðal æskumanna ”.
í Bandaríkjunum voru meiri
háttar afbrot 2.159,080 árið
1952, og er aukningin 39 af
hundraði síðan árin 1937—39.
Árlegar skemmdir á eignum
manna, af mannavöldum eru
3DÚ metnar á fjögur hundruð
milljónir dollara. Árið 1953 var
stolið 226,530 bílum í Barida-
xíkjunum, og er þar einnig um
aukningu að ræða. Vopnaöir
ræningjar tóku frá fólki 14
milljónir dollara þetta sama ár.
Meira en helft þessara glæpa
yar framin af ungmennum inn
an við 20 ára aldur.
Talið er, að alls konar fjár-
jrán, fjárdráttur, fjársvik og
prettir kosti þjóðina tuttugu
jmilljarða dollara á ári. Engin
leið er að gera sér vel ljósar
slíkar upphæðir sem tuttugu
anilljarða dollara. Þá er og
talið, að sjö milljónir af þess-
um glæpalýð sé í landinu. Að-
eins 4% þeirra eru fangelsað-
ir, sumir eiga sér felustaði, en
megnið af þeim eru „úlfarnh"“
í þjóðfélaginu. Þessir menn
skálma um götur borganna, aka
í dýrum bifreiðum og búa í rík
jnannlegum húsurn.
Þjóð, ,sem hefur á meðal sín
7 milljónir alls konar glæpa-
manna, og nokkrar milljónir á-
íengissjúklinga og ofdrykkju-
Pétur SigurSsson:
I
manna, er visssulega ekki heil-
brigð, þótt óhölt gangi, og fæst
ar munu menningarþjóðir vera
lausar við þessa ískyggilegu
kvilla. 18 morð á einu ári í höf
uðborg Svía (á okkar ágætu
Norðurlöndum) er óróandi sjúk
dómseinkenni, og er aðeins eitt
af mörgum.
Útvarpsfréttir segja stundum
slíkkar fregnir í Bandaríkjun-
um, að „fjórir drengir hafi, t.
d. barið varnarlausan mann til
dauða, aðeins sér til gamans",
Þrír þessara voru innan við 18
ára aldur.
GLÆPIR Á SÝNINGATJALDI
Blöð og tímarit þar vestra, er
rita um þennan glæpafaraldur,
hika ekki við að gefa kvikmynd
um, sjónvarpi, glæparitum og
öðru slíku sökina að verulegu
leyti. Ranrirókn á 115 kvik-
myndum leiddi í ljós, ,að 66%
þeirra sýndi áfengisneyzlu,
87% reykingar, 49% ósiðsemi
og í 57% þeirra komu fyrir
morð og manndráp. í kvikmynd
um þessum komu fyrir 54 morð,
59 ofbeldisverk, 36 rán, fyrir
bófum féllu 74 manneskjur —
voru drepnar, og manriþj ófn
aður (kidnapping) kom þar fyr
ir 21 sirínum. Alls voru framd
ir 406 glæpir í þessum 115 kvik
myndum. Rannsókn á öðrum
500 kvikmyndum sýndi, að
82% þeirra moraði af glæpum,
kynferðismálum og ástarsvik-
um — lauslæti.
Kvikmyndahúsin eru áhrifa
ríkir skólar æskumanna í öllum
löndum, hinir skólarnir eru
flestir áhrifalitlir til uppeldis,
þótt þeir fræði unnglinga, en
mörg kvikmyndahúsin eru
kennslustofnanir í glæpa-
mennsku. Á svo íslenzka ríkis-
útvarpið að bætast í hópinn, er
það lætur þylja örgustu glæpa
sögur í eyru ungmenna þjóð-
arinnar? Útvarpssagan „Hver
er Gregory11 hneykslaði fólk
unnvörpum. Fólk lét gremju
sína óspart í ljós og sagði að
heita mætti, að morð kæmi fyr
ir í hverjum þætti sögunnar.
Ég heyrði ekki orð af henni, ég
loka eyrum mínum fyrir slík-
um óþverra, ef ég á þess nokk-
urn kost.
„DESIGN FOR MUKDER“
Allsterk alda hefur þegar ris-
ið í Ameríku gegn glæparit-
unum. Ritstjóri einn, T. E.
Murphy, varð til þess að
hrinda af stað því, sem var var
kallað Hartfords crusade —
herferð gegn þessum óþverra-
ritum. Hann skrifaði hverja
greinina á fætur annarri og
kallaði þær: Design for Murdcr
— tilsögn í manndrápum, en
glæparitin eru einmitt slík til-
sögn. Þau kenna ungu fólki
glæpi.
Ritstjórinn segir, að barn ná-
granna síns hafi skilið eftir
heima hjá honum tvö af þessum
ritum, sem ætluð eru börnum
og unglingum til skemmtunar.
Hann tók að blaða í þessum rit
um og lesa og varð ekki lítið
undrandi. „Mér hefði ekki
brugðið meir, þótt ég hefði stíg
ið ofan í höggormshreiður1,
sagði hann. „Bækur þessar
moruðu af þeim ógeðslegustu
sögum, sem ég hef nokkru
sinni séð á prenti. Það getur þó
ekki átt sér stað, að rit þessi
séu seld hér í heimabæ mínujn,
seld börnum okkar?“
Jú, vissulega voru þau seld
þar, og nóg af þeim. Frá
þessu segir ritstjórinn í furðu
legri grein í Reader's Digest, í
júní 1954.
AÐEINS í SKÁRSTU
SÖGUNUM
Hann gerir sér lítið fyrir og
rannsakar þessi rit hundruðum
saman og segir svo: „Mér finnst
sem ég hafi vaðið um frárennsl
is holræsi — kloak. Hér er háif
rökkrið milli vits og brjálæð-
is, veröld byggð ófreskjum,
ræningjum, umskiptingum, er
éta mannakjöt. Hér er traðkað
og hrækt á allt, er siðmenntað-
ur heimur hefur haldið í heiðri.
Hér verða venjuleg morð smá
munir innan um kynferðisæv-
intýri, limlestingar, hórdóm,
föðurmorð, móðurmorð, likát
og þessháttar. Aðeins í skárstu
sögunnum eru menn drepnir
með hnífum eða skotnir. Þetta
er lesmálið, er við höfum leyít
nokkrum samvizkulausum út-
gefendum að troða inn í sálir
barna okkar og Unglinga fyrir
ávinnirigssakir eingöngu.
Hér ér sýnishorn:
Lucy er tíu ára og er í fjórða
bekk. Hún er óánægð með for
eldra síria, viíl heldur geta bú
ið hjá frænku sinni í fallegra
húsi. Tækifæri hennar kemur,
er móðir hennar, frú Johnson,
tekur áð dingla við friðil sinn.
þau eru að fara út, er húsþónd
inn kemur heim að húsinu,
Lucy er í glugga á efri hæð húss
ins. Hún skýtur föður sinn, það
líður yfir móður hennar, friðill
inn hleypur á brott, en Lucy
leggur svo byssuna í hönd með
ur sinnar, sem.er í yfirliði. Á
mynd sjást þau svo síðar, móð
ir Lucíu og friðill hennar, bæði
í rafmagnsstólnum, og svo end
ar þessi saga, sem heitir „Föð-
urmorð borgar sig“, á því, að
Lucy sést brosandi veifa hend-
inni, því að nú á hún heima í
fallegu húsi.
Þetta var eitt af ritunum,
sem börnunum var ætlað hér i
heimabæ mínum, áður en
hreinsunin fór fram, og líklegt
má telja, að það sé einnig á
boðstólum í bókabúð í ná-
grenni þínu, iesari góður“.
Slík er frásögn ritstjórans,
og framhaldið er svo á þessa
leið. í sama heftinu og hami
var að segja frá, eru þessar írá
sagnir:
1. Faðir ber dóttur sína til
dauða, en hélt að það væri sá,
sem hún var að dingla við.
2. Maður einn er dáleiddur
ÞJOÐVILJINN héfur öðru
hvoru að undanförnu verið að
hella úr skálum reiði sinnar
yfir því, að sex forustumönn-
um 1 verkalýðshreyfingunni
hefur verið boðið til nokkurra
vikna dvalar í Bandaríkjunum,
þar sem þeim gefst kostur á að
kynna sér starfserrii fjölmenn-
ustu verkalýðssamtaka heims.
Aðstandendum Þjóðviljans
er sjálfsagt engin gleði í huga,1
þegar þeim verður á að gera
samanburð á því annars vegar,
að Bandaríkjamenn bjóða heim
fólki úr íslenzkri verkalýðs-1
hreyfingu til þess að kynnast
fjölþættu starfi frjálsra verka-
lýðssamtaka, sem markvíst, og
með jákvæðum árangri, vinna
að því að bæta aðstöðu meðlima
sinna í lífsbaráttunni, en hins
vegar á því, að yfirboðar þeirra 1
sjálfra, Rússar, verða að láta
sér nægja að bjóða íslenzku
verkafólki til þess að horfa á
hersýningar á Rauða torginu!,,
- einfaldlega af því að verkaiýðs-
samtök, í þeim skilningi,: er ís-
lenzkt fólk leggur í það heiti,
eru ekki fyrir hendi.
i Það undrar því engan, þó að
Þjóðviljinn hrissti úr klaufum
sér, Og reyni að breiða yfir van
líðan sína með reiðiöskrum um
þá menn, er valizt hafa til vest-
urfararinnar. . Þessi . viðbrögð.
hafa þó öfug áhrif við það, sem
til er ætlazt; mönnum verður
aðeiris ljósari eðlileg vanstill-
ing kommúnista útaf för þess-
ari, en reiðiöskur þeirra verður
máttlaust með öllu.
) Hitt vekur nokkra furðu, að
forseti Alþýðusambandsins
skuli nota -málgagn verkalýðs-
samtakanna, Vinnuna, til þess
að veitast með stráksskap að
þeim mönnum úr verkalýðs-
hreyfingunni, sem tekizt hafa
umrædda ferð á hendur. Slík
misnotkun á blaði samtakanna
verður ekki skilin á annan veg
en forsetinn sé með þessum ein
stæðu skrifum að þjóna vilja
þeirra samherja, er hann hefur
valið sér úr hópi kommúnista
í miðstjórn sambandsins. En
mikið má vera, ef einhverjum,
og látinn berja annan mann
| með bílkeðjum til dauða. Kor>.a
1 dávaldsins hafði verið honum
ótrú. Mest ber alltaf á þessu,
morðum, ólifnaði og hórdómi.
3. Maður einn kaupir atvinnu
morðingja til þess að koma
friðli konu sinnar fyrir .kattar
j nef, en þetta kostar þó eigin-
J mann konunnar lífið.
„BLÓÐ-MARÍA“
Þannig er í einu riti margor
Framhald á 7. síðu.
er þar á sæti, finnst hér ekki
gengið feti of langt af forset-
anum, eigi síður en með fund-
arauglýsingum á s.l. sumri.
Hvað finnst mönnum t.d. um
þá kenningu forseta * 1 Alþýðu-
sambandsins, að þeir sex menn,
sem skipa sendinefndina, er fór
til Bandaríkjánna, séu ekki full
trúar verkalýðshreyfingarinn-
ar? Ölium hefur þeim verið
sýndur margvíslegur trúnaður
um langt skeið og flestir skipa
þeir þýðingarmikinn sess innan
verkalýðssamtakanna og njóta
til þess kjörfvlgis sinna félaga.
Forsetinn hefði átt að stilla
hvatvísi sinni í hóf, og láta sér
nægja að lýsa yfir, að nefndar-
menn færu ekki í umboði mið-
stjórnar Alþýðusambandsins.
Það hefði verið sannleikanum
samkvæmt, enda ekki vitað, að
peinn nefndarmanna hafi sótzt
eftir slíku umboði!
Hér skuiu ekki eltar ó.lar við
þær firrur, er forsetinn lætur
sér ssema að halda fram í skrif-
um sínum um þetta mál, svo-
fjarri eru þær heilbrygðri skyn.
semi, að því verður vart trúað,
að róleg yfirvegun hafi komizt
nærri áður en hann lét þau frá
sér fara. Það er ekki nóg með
að forseti Alþýðusambandsins
geri sjálfan sig að athlægi með
málflutningi á borð við þann,
er hann hefur haft í rammi í
tveim síðustu tölublöðum
Vinnunnar í sambandi við
sendinefndina til Bandaríkj-
anna, heldur gerir hann með
.þessu . málgagn verkalýðssam-
takanna að algjöru viðundri í
augum allra annara en komm-
únista. Er það öllu ver farið.
Aliur þorri fólks innan verka-
lýðssamtakanna fagnar því að
sendinefnd héðan á þess nú
kost að kynna sér starfsemi
verkalýðshreyfingarinnar £
Bandaríkjunum. Mönnum er
það ljóst að íslenzk verkalýðs-
samtök eiga margt ólært, ekki'
sízt í skipulagsstarfi. Óvíða
mun einmitt þeim málum betur
borgið en vestan hafs. Þær von
ir fylgja því sendinefndinni á
för hennar, að meðlimum nefnd
arinnar takist að afla hagnýtrar
þekkingar á þeim málum m.a.,
sem verkalýðshreyfingin hér á
landi geti síðan dregið sína lær-
dóma af, eftir því sem staðhætt
ir og önnur ytri skilyrði kref j-
ast. Öll alþýða mun fagna
hverju því, er stefnir til bóta,
og sérstaklega ættu þeir menn,
sem telja sig sérlega útvalda til
þess að vera „fulltrúar verka-
Iýðssamtakanna“ að fagna slíku
í stað þess að láta augnabliks
geðvonzku hlaupa með sig í
gönur.
Bláberjafausf í Svífijó ff f sumar ©g a$ ári
Skrúðgarðar og£ skó^aráróðu ur hefur ©é fsrið m|ö^ ílfa.
í SUMAR hafa verið stöðug-
ir þurrkar í Svíþjóð eins og
kunnugt er. Vegna þurrksins
hefur ekki aöeins öll kornupp-
skera brugðist að mestu leyti,
heldur og uppskera ávaxta og
berja. Jarðarberjauppskeran er
ekki nema sáralítill hluti af
því, sem venjulegt er, vínber
hafa ekki náð nema fjórðungs-
þroska, og reyniberjalirfan hef
ur ráðizt á eplin og valdið stór
skemmdum, en reyniber hafa
ekki sprottið, að heitið geti. Þá
hafa cg bláberin skrælnað á
i lynginu og þar með hefur ekld
laðeins þessa árs þláberjaupp-
skera farið forgörðum, heldur
og næsta árs.
j Þá hafa og skrúðgarðarnir
^ farið illa, og ýmis tré og plönt- ]
1 ur eyðilagzt að meira eða (
minna leyti. Skógarnir eru og
illa farnir, trjátoppar og vaxt- ,
arbroddar sviðnað, þá hefur (
birkiormurinn reynzt athafna-
j mikill í þurrkinum, og hafa
stór svæði, vaxin svonefndri
j fjallabjörk, orðið fyrir alvar- !
legum skemmdum ai hans völd
um. Eikur, sem lifðu af þurrka
sumarið 1914, hafa flestar fall-
ið í sumar. Vcru nokkrar þairra
1 orðnar yíir hundrað ára að
aldri, en eikur geta, ef allt fer
með felldu, náð þúsund ára
aldri.
Þá hefur kartöfluuppskeran
brugðizt svo gersamlega, að
ekki spretta nerna á að gizka
fimm hundruð kartöflur fyrir
hverjar tíu þúsund, sem settar
eru niður. Er þó heldur betra í
Norður-Svíþjóð en í Mið- og
Suður-Svíþjóð.
j Landbúnaðarvísindamenn
sænskir telja þó, að þrátt fyrir
1 ailt sé þurrkurinn betri en sí-
fellt regn. Og sú uppskera, sem
jfæst, sé mun bætiefnaauðugri
, vegna sólskinsins heldur en
.uppskera á yotviðrasumri. t