Alþýðublaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞriSjudagur 27. sept. 1055 Fiugvél hætf komin Framhald af 1. síðu. frá Vélaeftirliti ríkisins og dró flugvélina upp í fjöruna og gekk það vel. Var bíllinn skil- inn eftir í fjörunni til þess að halda vélinni uppi í nótt. MIKIL ELDHÆTTA. Leki komst að „hydrolite" geymslu vélarinnar, en það er vökvi, sem notaður er við stjórnkerfi vélarinnar. Er hann mjög eldfimur og þótti því nauð synlegt að hafa vörð við vél- jna í alla nótt. — í dag verður gerð bráðabirgðaviðgerð á vél- inni, en henni síðan siglt til R- víkur og hún tekin upp á Rvík- urflugvöll. — Ekki er enn vit- að, hversu miklar skemmdir hafa orðið á vélinni, en talið er, að unnt verði að gera við hana. Engan mannanna sakaði neitt, en 6—8 manna áhöfn er á flug- vélinni. Eisinhower (Frh. af 1. síðu.) sent Eisenhower kveðjur sínar og vonir um góðan bata og um gjörvöll Bandaríkin hefur verið beðið fyrir forsetanum. í Washington telja stjórn- málamenn nú minnka líkurnar fyrir því, að Eisenhower gefi kost á sér aftur við forsetakjör, jafnvel þótt hann hljóti fullan bata aftur. Kópavogur Rosamond Marshalls A F LOTTA 64. DAGUR (Frh. af 1. síðu.) komst hann ekki hjá að viður- kenna það, enda þótt engar ljós myndir yrðu lagðar fram til sönnunar, — en ekki mundi það hafa orðið nein glansmynd, ef Hannes hefði verið ljósmynd- aður á meðan hann gaf þá játn- ingu. Þess skal getið, að stórt spjald hafði verð hengt upp á staur á hinni margumtöluðu blokkbyggingu Hannesar; var á spjaldi þessu kross, ásamt bók- stafnum B, og setti krossinn hálfgerðan kirkjugarðssvip á umhverfið, og er ekki að vita, hver gert hefur Hannesi þenn- an ósmekklega óleik. HANNES LÝSTUR ÓSANNINDAMAÐUR. Þá gerðist og það á fundin- um, að annar maður á fram- sóknarlistanum lýsti fyrsta mann á sama lista, Hannes Jóns son, ósannindamann í skrifum sínum; hafði Hannes semsé reynt að afla listanum álits og fylgis með því að reyna að telja fólki trú um, að annar maður á listanum væri Alþýðuflokks- maður, en viðkomandi lýsti því vfir í allra áheyrn, að svo væri ekkl, Brást Hannes þar með sú von, og varð hann svo ókvæða við, að eftir það svaraði hann öllum ásökunum með því einu, „að hann ynni ekki með full- trúum Alþýðuflokksins“, og þótti þá gæta heldur lítillar samkvæmni í orðum hans, því að áður hefur hann talið fram- sóknarlistanum það helzt til gildis, að tveir af fulltrúum Al- þýðuflokksins væru á honum, — enda hefði það og verið með- mæli, ef satt hefði verið. Skal Alþýðuflokksmönnum bent á þetta blekkingabragð Hannesar til aðvörunar, enda þótt þess gerist ekki þörf, þar sem þeir tnunu flestir bera nökkur kennsl á manninn. Þeir koma strax í fyrramálið. Ég heyrði karl- inn, sem þóttist vera munkur, ,segja það. Feldu bókina. En hvar á ég að fela hana? Við grófum hana niður í garðinn. Kannske ég ætti að ganga dálítið mér til hressingar, sagði Nello og glotti. Þeir segja að það sé markaður í San Marino núna. Það er vant að vera fjögrugt þar. Nello hljóp af stað. Ég bjóst til að taka á móti sendimönnum sjö manna ráðsins. Ég vissi að þeir myndu ekki gefast upp að óreyndu. Ég bað til guðs. Hvernig átti ég að vernda litla hópinn minn, ég, sem nú var í mikilli lífshættu sjálf? Þeir vissu, að bókin var í fór um mínnum. Og hvernig gat ég búizt við öðru, en litlu angarnir myndu staðfesta, að „litli maðUrinn" væri í minni þjónustu? Eldsnemma um morguninn kom lítil stúlka inn til mín og vakti mig. Hún hét Nína. Það Systir Caríta. Ég verð að segja þér satt. Ég var að hjálpa systir Mörthu að sópa og taka til inni hjá þér, og þá fann ég bókina. Það voru myndir í henni, og ég tók hana inn til mínn og skoðaði hana. Enn þegar ég heyrði að það væri dagbókin þín, þá varð ég hrædd um að mér myndi refsað, og ég . . . ég . . Og svo Nína? Eg læddist út í sundið og fleygði bókinni í göturæsið. tí Og nú var mér slóðin ljós, frá því fyrsta til síns síðasta: Götusóparinn hirðir hina helgu bók ásamt öðru drasli og fleygir henni upp á vagninn sinn. Þaðan kemst hún beinustu jeið á sorphaugana. Beiningalýður og rusla- gafnarar snapa um haugana, einhver finnur hana, flettir henni, skilur ekki eitt orð, en verður starsýnt á myndirnar. Máske hægt að fá fyrir hana nokkra skildinga. Hann fer með hana á markaðstorgið og fær fyrir hana brauð- sneið. Kaupandinn flettir henni, munkur lítur yfir öxl honum. Munkurinn sér fljótt hvað feitt er á stykkinu, kaupir bókina og selur hana í hendur sjö manna ráðsins. Og þar með er sagan öll. Eg starði á veslings Nínu litlu í örvæntingu. Hvað átti ég til bragðs að taka? Aumingja Hína sagði satt: hún átti skilið að sleppa við refsingu vegna hreinskilninnar, átti ég kann- ske að slá öllu upp í grín, segja við barniö: Nína, þú og systir Caríta skulu eiga þetta leyndarmál tvær einar og engir aðrir. Nína hóf máls, -en áður en ég komst lengra kom systir Martha inn með miklu írafári og hrópaði: Hermenn! Það eru komnir hermenn, systir Caríta, og þeir heimta að fá að leita í húsinu! Nína leit fyyrst skelfd á systur Mörthu og síðan á mig, flaug síðan í fang mér háskæl- andi. Systir Caríta. S-ystir Caríta! Ekki láta hermennina taka mig! Þeir eru komnir til þess að taka mig, af því að ég tók bókina. Eg lagði höndina á munn sakleysingjanum, en of seint. Einn hermannanna stóð þegar á þrepskildinum og heyrði síðustu orðin, sem Nína sagði. Hvaða bók ertu að tala um, barn- ið mítt? Nína starði á hermanninn stórum, skelfdum og tárvotiyn augum. Hún var svo hrædd, að hún gat ekki einu sinni grátið. Hún snéri sig úr höndum mínum, féll til fóta hermanninum. Eg tók bókina, góði hermaður! En ég ætlaði ekki að stela. Eg ætlaði að láta hana á sama stað! Láta hana á sama stað? Hvaða stað? Undir höfðalag systur Carítu! Hermaðurinn leit við mér. Eruð þér systir Caríta? Eg játaði því. Hann sagði ekki orð, tók utan um mig annarri hendi en með hinni í öxl Nínu og dró okkur út á götu. Svo mikill var ótti sjö manna ráðsins við að láta fréttast að til væri eitt einasta eintak af biblíu Gíacomo munks, að engu tali tekur. Hermennirnir fleygðu okkur upp í lokaðan vagn og óku með okkur til fangelsisins Bar- gello. Þar slitu þeir vesalings Nínu frá mér og lokuðu okkur sína í hvorum klefanum. Klefinn minn var ekki eins slæmur og ég átti von á. Hann var ekki mjög dimmur og ekki rakur. Það var rúm, frekar þægilegur stóll, þvottaskál með vatni, lítið borð og tré- bekkur til að biðjast fyrir við. Yfirleitt fannst mér hann líkari vel útbúnu svefnherbergi held ur en fangaklefa afbrotamanns. Fyrsta verk mitt eftir að ég var ein orðin var að falla á kné og biðja fyrir veslings Nínu litlu. Aumingja litla Nína. Hversu voðalega hlaut henni að líða! Nína var óvenjulega vel gefið barn, tilfinningarík og viðkvæm. Fangavörður færði mér brauð og volga mjólk. Eg hafði ekki mikla ymatarlyst, en neyddi þó nokkru ofan í mig, því mér sagði svo hugur um, að ég myndi þurfa á öllum líkamskröftum mínum að halda. Enda kom það á daginn. Eg var þegar kölluð til yfir- heyrslu. í sæti dómarans þóttist ég kenna þann hinn sama mann, sem heimsótti mig í Dúfnahúsið fyrir skömmu. Hann var klæddur munkakufii og með síðan hött á höfði, sem gerði hann tor- kennilegan mjög. Hann benti mér með höfð- inu að setjast á stól gegnt sér. Við vitum þitt rétta nafn, Bianca Celcaro, sagði hann. Við vit- um líka, að þú tilheyrir ekki neinni viður- kenndri nunnureglu. Við vitum líka, að þú varst á einhvern óljósan hátt viðriðin prent- un hinnar bannfærðu bókar á sínum tíma, og að þú reyndir eitt sinn að múta verði lag- anna til þess að svokallaður Ciacomo munk- ur og maður nokkur að nafni Andrea de Sanc- tis slyppu við verðskuldaða refsingu. Við vit- um líka, að þú hefur átt í fórum þínum ein- tak af hinni forboðnu bók. Segðu okkur, hvar þú hefur falið það. Eg starði í köld augu þessa manns. Varir hans voru þunnar og hörkulegar, kjálkarnir miklir, kinnbeinin há og eyrun útstandandi, ennið lágt og svipurinn allur hinn kuldaleg- asti. Og ef ég segi það ekki? Dauðinn myndi þér sætur í samanburði við þær pyndingar, sem þá bíða þín. Eg hef ekkert að segja, munkur, svaraði ég lágri röddu. Hann hnyklaði brýrnar. Talaðu, eða við mun um pína þessa Nínu þína að þér sjáandi. Hún er haldin þeim illa djöfuls anda, sem stund- um tekur sér bústað í líkama mannanna. ÚIVABPIB 20.30 Útvarpssagan: Ást pipar- sveinsins eftir W. Locke. 21.00 Tónleikar: Strengjakvart- ett í c-moll (K406) eftir Moz- art (plötur). 21.30 íþróttir (Sig. Sigurðsson). 22.00 Fréttir og verðurfregnir. 22.10 Lífsgleði njóttu, saga eft- ir Sigrid Boo. 22.25 Tónleikar: Björn R. Ein- arsson kynnir djassplötur. 23.00 Dagskrárlok. jDvalarheimili a(dra$ra| | ijdmanna \ Minningarspjöld fást hji:^ Happdrætti D.A.S. Austur) stræíi 1, s&ni 7757. $ Ve iðarfæraverzjunin Ver8 #ndi, sími 3786. S Sjómannafélag Reykjavík.) nr, sími 1915. ^ Jónas Bergmann, Háteigi-^ veg 52, sími 4784. S Tóbaksbúðin Boston, Lauga) veg 8, sími 3383. ^ \ Bókaverzlunin FróðJ, $ $ Leifsgata 4. ) ) Verzlunin Laugateigur, ? - Laugateig 24, sími 8168« ] Ólafur Jóhannsson, Sega-) bletti 15, sími 3096. S Nesbúðin, Nesveg 39. ) Guðm. Andrésson gullsm., ^ Laugav. 50 sfml 376B. s I HAFNARFIRÐI: Bókaverzlun V. Lang, •fml 9288. iOra-viðgerðlr. ^ Fljót og góð afgreif,„._. ^ ^GUÐLAUGUR GÍSLASON, S ? Laugavegi 65 ) S Sími 81218 (heinaa). $ Athugasemd Herra ritstjóri. VEGNA skrifa blaðs yðar sl. sunnudag um glerverksmiðju vora, viljum vér leiðrétta þann fréttaburð blaðsins að hæst- virtir ráðherrar Ingólfur Jóns- son og Bjarni Benediktsson séu hluthafar í Glersteypunni h.f. Hvorugur umræddra ráð- herra eru hluthafar í félaginu. Að sjálfsögðu höfum vér leit- að til ráðherranna með ýmis málefni varðandi félag vort, svo sem embætti þeirra hafa gefið tilefni til. í því sambandi hefur hr. við- skipta- og iðnaðarmálaráðherra Ingólfur Jónsson ætíð sýnt mál efnum félagsins sérstakan vel- vilja. og lagt. oss margvíslegt lið. Það sama má enníremur segja um flestá ráðamenn þjóð- arinnar, sem vér höfum leitað til. Vér leyfum oss að óska þess sérstaklega, að félág vort verði ekki dregið af ástæðulausu inn í pólitískar umræður, þar sem starfsemi þess er algerlega ó- pólitísk, miðuð við að þjóna neytendum eftir be.ztu getu. Þar sem vér treystum því, að þér æskið, að hafa það sem sann ara reynist í hverju máli, vænt um vér þess að þér birtið um- beðna leiðréttingu á viðeigandi stað í blaði yðar. Virðingarfyllst, pr. pr. GLERSTEYPAN h.f. Ingvar S. Ingvarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.