Alþýðublaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 8
s
Pllriik kemur til Rvíkur í dag
Dvelur hér á landi í tæpan mánuð
EINN AF FRÆGUSTU skákmönnum heims, argentínski
stórmeistarinn Herman Pilnik er væntanlegur hingað í kvöld á
vegum Taflfélags Reykjavíkur. IVIun hann dveljast hér í tæp
an mánuð og tefla við beztu skákmenn íslendinga m. a. Friðrik
Ólafsson.
í tilefni af komu Pilniks verð
ur haldið skákmót 2. október.
Munu 9 íslenzkir skákmenn
taka þátt í því ásamt Pilnik.
FRIÐRIK EKKI MEÐ.
Þegar hafa verið valdir 7 af
þeim 9, er taka eiga þátt í mót-
inu. Eru það þessir: Guðmund-
ur Pálmason, Ingi R. Jóhanns-
son, Baldur Möller, Arinbjörn
Guðmundsson, Jón Þorsteins-
son, Þórir Ólafsson og Guðm.
Ágústsson. — Friðrik Ólafs-
son tekur ekki þátt í þessu móti
vegna veikinda. Liggur hann
nú í sjúkrahúsi vegna uppskurð
ar. Guðjón M. Sigurðsson er
einnig forfallaður vegna veik-
inda.
TEFLIR EINVÍGI VIÐ
PILNIK.
Strax að loknu mótinu mun
Friðrik Ólafsson tefla einvígi
við Pilnik. Einnig mun Pilnik
tefla fjölskákir í Reykjavík. Þá
mun hann einnig fara til nokk-
urra staða úti á landi og tefla.
Úfhlufun skömmiunar-
seðia hefsf á morgun
ÚTHLUTUN skömmtunar-
seðla fyrir næstu þrjá mánuði
fer fram í Góðtemplarahúsinu
miðvikudag, fimmtudag og
föstudag 28.—30. þ.m. kl. 10—-5
alla daga. Seðlarnir verða eins
og áður afhentir gegn stofnum
af núgildandi skömmtunarseðl-
um greinilega árituðum. — Þá
verður um leið úthlutað mjólk-
urskömmtunarseðlum með því
að gert er ráð fyrir að ef til vill
þurfi að skammta mjólk ein-
hvern hluta vetrar.
GAMALKUNNUR
MEISTARI.
Pilnik er gamalkunnur meist
ari í skák. Hann er Þjóðverji
og var fyrir stríð einn bezti
skákmaður Þjóðverja. I stríð-
inu árið 1939 fór hann til Arg-
entínu til þátttöku í Ólympíu-
mótinu. Dvöl hans þar varð
lengri en hann hafði búizt við
því að hann komst ekki til baka
og heíur búið í Argentínu síð-
13. þmg rðnnemasam
bands ísiands
13. ÞING Iðnnemasambands
íslands lauk á sunnudagskvöld.
Voru á sunnudag rædd helztu
hagsmunamál iðnnema eins og
td. kjaramálin og nýja iðnskóla
löggjöfin og voru gerðar ýmsar
ályktanir í þeim málum. Á þing
inu ríkti mikill einhugur um
þessi mál, sem varða svo miklu
hagsmuni beirra.
Þinginu lauk með kosningu
stjórnar fyrir sambandið næsta
ár og voru þessir menn kiörnir
í stjórn þess: Ingvaldur Rögn-
valdsson formaður, Gunnar
Guttörmsson varaformaður. —
Áðrir í stjórn voru kosnir þeir
Baldur Geirsson, Magnús Guð-
mundsson og Sigurður Krist-
jánsson og til vara Óskar Val-
geirsson, Guðmundur Magnús-
son, Árni Jónsson og Örn Harð
arson.
Þriðjudagur 27. sept. 1955
Ung reykvísk síúika lýkur flugprófi
íslcnzkir söngvarar syngja
kafla úr óperum á plötur
Plötur með „I álögum
væntanlegar fyrir jól.
“ og „Cavalleria Rusti-
cana
Á UNDANFÖRNUM áruin
hafa orðið undraverðar fram-
farir í tónlistarmálum okkar
íslendinga. Hér er komin sin
fóníuhljómsveit, fullkomið
leikhús og Tónlistarskólinn
er að taka upp söngkennslu
svo að fáein atriði séu nefnd.
Sem framhald á þessari þró-
un eru nú væntanlegar á
markaðinn hljómplötur með
köflum úr óperum, sem ís-
Ienzkir listamenn hafa sung-
ið og leikið inn á hér heima.
Öperurnar eru „Cavalleria
Rusticana“, sem flutt var í
Þjóðieikhúsinu á s.l. vetri við
mjög góðar undirtektir og „I
álögum“ eftir Sigurð Þórðar-
son. Texti er eftir Dagfinn
Sveinbjörnsson.
45 SNÚNINGA
Þeir, sem syngja í kaflanum
úr Cavalleria Rusticana eru
Fyrirlesfur um orsakir starfs-
þreyfu og aivmnusjúkdóma
Norskur fæknir ræðir þessi mál í Tjarn
arbíói í kvöíd klukkan 7
HINGAÐ til landsins er kominn norskur læknir, Henrik
Seyffarth að nafni og mun hann flytja fyrirlestur í Tjarnarbíói
í kvöld klukkan 7. Fyrirlestur hans fjallar um orsakir starfs-
þreytu og atvinnusjúkdóma. Mun hann sýna skuggamyndir
máli sínu til skýringar,
Flestir ofangreindra sjúk-
dóma stafa af rangri vinnuað-
ferð, og má með réttum vinnu-
aðferðum koma í veg fyrir að
slíkir sjúkdómar eigi sér stað.
í gærkveldi hélt Henrik Seyf-
farth erindi í Læknafélagi
Reykjavíkur um sama efni.
Gert er ráð fyrir að Seyffarth
muni síðan heimsækja ýmsa
vinnustaði í bænum og gefa
fólki ýmsar leiðbeiningar við-
víkjandi störf þess, Þá mun
hann einnig ræða við kennara
og íþróttakennara um þetta
efni.
HEFUR RITAÐ BÓK.
Seyffarth hefur ritað bók um
sérgrein sína „Slap af og bliv
frisk“. Hefur bók þessi verið
gefin út í þrem upplögum og
einnig verið þýdd á dönsku,
sænsku og finnsku. Henrik
'S'eyffarth leggur ríka áh< rzlu á
að fólk gefi því meiri gaam að
hvílast vel og ofreyni sig ekki
með röngum vinnuaðferðum.
Héðan heldur Henrik Seyf-
farth til Bandaríkjanna síðar í
vikunni og mun dyelja þar um
tíma. Bandaríska stjórtiin styrk
ir hann til þessarar farar.
Bærinnaðkaupa
Kolviðarhól
BÆJARRÁÐ Reykjavíkur
samþykkti á síðasta fundi sín-
um að heimila borgarstjóra að
festa kaup á jörðinni Kolviðar-
hóli, með mannvirkjum, gögn-
um og gæðum þ.á.m. jarðhita-
réttindum fyrir kr. 300.000 kr.
Var þetta samþykkt með 3:1
atkvæði. Guðmundur Guð-
mundsson óskaði bókað, að
hann greiddi mótatkvæði.
| Ketill Jensson, Guðrún Á. Sím-
] onar og Þjóðleikhúskórinn und
ir stjórn dr. Viktors Urbancic.
jLögin eru Vivo in vino, Lofið
’drottin og Siciliana.
í óperettunni ,,í álögum“
syngja Guðrún Á. Símonar,
Magnús Jónsson, Guðmundur
Jónsson og Svava Þorbjarnar-
dóttir. Kór og hljómsveit eru
undir stjórn dr. Urbancic. Plöt-
urnar verða 45 snúninga og því
ódýrar.
MARÍA MARKAN
SYNGUR DÆGURLÖG
Það eru „íslenzkir tónar“,
sem gefa plöturnar út og hefur
blaðið í því tiiefni átt tal við
framkvæmdastjórann, Tage
Ammendrup. Margar fleiri
söngplötur eru væntanlegar,
sem eftirtaldir söngvarar hafa
sungið inn á: Guðrún Á. Sím-
onar, Þuríður Pálsdóttir, Magn
ús Jónsson, Primo Montemari,
Guðmundur Jónsson, Karlakór
Reykjavíkur og karlakórinn
Vísir á Siglufirði. Einnig hefur
hefur María Markan sungið
mörg lög á plötur fyrir „Is-
lenzka tóna“, m. a. dægurlög.
Þá eru gluntarnir væntanlegir,
sungnir af Jakobi Hafstein og
Ágústi Bjarnasyni.
MERKILEG
KYNNINGARSTARFSEMI
Ýmsar af plötum „íslenzkra
tóna“ hafa vakið talsverða at-
hygli erlendis, þótt málið sé
þar „Þrándur í Götu“. Einkum
hafa lögin „Æskuminning” og
„Litla flugan“ orðið vinsæl á
Norðurlöndum. Þá hefur fyrir-
tækið sent plötur til útvarps-
stöðva erlendis, sem hafa óskað
að kynna íslenzk lög. Efni í 3
dagskrár hefur verið sent til
Kanada og kynningarstarfsemi
er haldið uppi í Bandaríkjun-
um, Belgíu, Þýzkalandi og á
Norðurlöndum.
SVAVAR LÁRUSSON
SUNGIÐ f EGYPTALANDI
OG TYRKLANDI
Einn þeirra, sem kynna ís-
lenzk dægurlög erlendis, er
Svavar Lárusson, en hann er
nú við nám í Þýzkalandi. Hef-
ur hann sungið þar víða, og
starfað sem söngvari við hótel.
Þá hefur hann og farið til Eg-
yptalands og Tyrklands og
sungið og vilja þeir nú fá hann
aftur og er í ráði að hann fari
til Egyptalands.
Ung reykvísk stúlka, Hanna Friðriksdóttir, aðeins 19 ára að
aldri, lauk sl. föstudag einflugprófi við flugskólann Þyt. Er hún
önnur stúlkan er lýkur slíku prófi við skólann. Hanna er dóttir
hjónanna Friðriks Sigurbjörnssonar og Önnu Stefánsdóttur.
Opinber fyndur í Vestmannaeyjum:
Eina leiSin að kaupa bát fií aS
bæfa úr samgöngufregSunni
Nefnd til að undirbúa hlutafjársöfnun
Á SUNN.UDAGINN var haldinn almennur borgarafundur
í Vestmannaeyjum til að ræða um hinar tregu samgöngur til
og frá Eyjum, en þær eru verri nú en fyrir 25 árum þrátt fyr
ir stórvaxandi flutningaþörf. Kom fram almennur áhugi á aíS
kaupa bát til að vera í förum og var kosin 9 manna undirbún-
ingsnefnd til að fjalla um málið.
Hér fyrrum voru allgóðar undirbúningsnefnd til að at-
samgöngur við Vestmannaeyj- huga um kaup á bát, 200—300
ar. Skip Bergenska félagsins og tonna eða stærri, og undirbúa
Sameinaða höfðu þar fasta við- hlutafjársöfnun. — I nefndina
komu svo og „Fossarnir". Þrátt
fyrir vaxandi flutningaþörf
voru kosnir: Baldur Ólafsson,
Björn Guðmundsson, Guðlaug-
hefur samgöngum hrakað og jur Gíslason, Páll Þorbjörnsson,
Þorsteinn Víglundsson, Þor-
björn Guðjónsson, Haraldur
Guðnason, Jóhann Þ. Jósefsson.
og Karl Guðjónsson.
eru nu varla aðrar en með
(tveimur lélegum mótorbátum,
I sem komast oft ekki á milli dög
]um eða jafnvel vikum saman.
j Er þá Þorlákshafnarbáturinn
einn um flutningana, því að
skip Skipaútgerðar ríkisins fara
oft framhjá einnig án þess að
skila pósti eða farþegum. Hef-
ur bæjarráð sent skipaútgerð-
inni mótmæli vegna þess.
KAUPA BÁT.
Mikill hugur var í fundar-
mönnum að bæta úr þessu ó-
50þúsund funnur
SÖLTUN FAXASÍLDAR nem-
ur nú alls 50.000 tunnum. Hef-
ur afli verið allgóður undanfar-
ið þegar gefið hefur á sjó, en.
háhyrningur er nú veruiega
farinn að spilla veiði og valda
fremdarástandi og var ko sin Imiklu netatjóni.
Nýff fiugfélag að hefja flug-
ferðir fil 8 staða úfi á landi
Ekki áður ffugferðir til þeirra staða
NÝTT FLUGFÉLAG, Væng-
ir h.f., er að hefja fastar flug-
ferðir tii staða úti á landi. Hef-
ur ekki áður verið haldið uppi
föstu áætlunarflugi á neinn
þessara staða. Hefur hið nýja
félag yfir 4 litlum flugvélum
að ráða.
Vélar félagsins eru tvær
Cessna-180, sem báðar eru 4ra
sæta vélar, Dragon Rapide, 8
sæta vél og Beechcraft 8 sæta
vél. •
2 FERÐIR Á DAG TIL
AKRANESS OG BORGAE-
NESS.
Staðirnir, sem flogið verður
til, eru þessir: Búðardalur,
tvisvar í viku, Djúpavík, einu
sinni í viku, Grundarfjörður og
Ólafsvík, tvisvar í viku og Álfta
ver og Meðalland, einu sinni í
viku. Einnig er ætlunin að
fljúga til Akraness og Borgar-
ness tvisvar á dag, strax og
lendingarskilyrði verða fyrir
hendi þar. .J