Alþýðublaðið - 30.09.1955, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.09.1955, Blaðsíða 3
Fösfiídagur 30. sept. 1955 AlþýSii b 1 að i& fr-'- 3 Síml 81991 Austurbær: Vesturfoær: EINHOLT — STÓRHOLT ERÆÐRARORGARSTÍG- Sími 1517 UR — HRINGBRAUT BLÖNDUHLÍÐ — ESKI- gími 5449 HLÍÐ Sími 6727 r - Smáíbúðahverfi Sími 6739 <><><><>^<>><><><>0<>ð<><><>^^ Ur öllum álfum OOOOOX* >OOOOOOC Þeir samlagsmenn, sem óska að skipta um samlags lækna frá n.k. áramótum, gefi sig fram í afgreiðslu sam- lagsins í okíóbermánuði og hafi með sér samlagsbók sína. Listi um þá lækna, sem um er að velja, liggur frammi hjá samlaginu. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. I ANNES A HORNINU liiplilii VETTVANGUR DAGSINS Nýr embættismaður boðinn velkominn — Nýi um- ferðar-sérfræðingurinn — Erfið þraut að leysa — Burt með bifreiðastöðvarnar ú r Miðbænum — Stór flutningatæki ekki á aðalumferðarleiðunum — Fleiri götuvitar. RORGARSTJÓRI héfur ráðið í þjónustu bæjarins verkfræð- ing, sem á að hafa á hendi stjórn ©g skipulag umferðarinnar í Isænum. Þetta var nauðsynlegt, vonandi hefur valið á mannin- um tekizt vel, að minnsta kosti er hér um ungan mann að ræða, sem líklegt er að ekki sé gegn- sýrður af kotungsbrag hinna gömlu og Iiðnu tíma í umferðar- málunum — og að hann hafi möguleika á að kynna sér sem rækilegast lausn á umferðarmál um erlendis. HÉR ER ALLT fyrir löngu komið í algert öngþveiti og það er því erfið þraut, sem ætlast er til að hinn nýi embættismaður Jeysi af hendi. — Hér hefur ver- ið mikið rætt um þessi mál, enda mesta vandamálið í borgarlíf- inu. Ég hef lagt til að miðstöðv- ar bifreiðafyrirtækjanna séu f'ærðar burt úr miðbænum. ÞAÐ HEFUR VERIÐ mikil foót í máli, að stöðvarnar hafa myndað útstöðvar með hinum mörgu bifreiðasímum, en betur má ef duga skal. Sérstaklega sé ég ofsjónum yfir því mikla rúmi, sem Hreyfíll, BSR, Borgarbíl- stöðin og Steindór taka upp í miðbænum. Og ég trúi ekki öðru en að hægt sé að finna lausn á þessu, sem allir aðilar geti við unað. Það gefur auga leið, að ef hægt verður að færa stöðvarnar eða breiða úr þeim til úthverf- anna, þá losnar milcið rúm í mið- ÍDorginni. BRÝN NATJHSYN er á því að koraa upp fleiri götuvitum. Nú er svo komið, að næsta ógern- ingur er að komast úr hliðargöt- um, til dæmis við Laugaveg, og veldur þetta stundum umferðar- stöðvunum jafnvel á Hverfis- götu. Þessu er hægt að bæta úr tneð fleiri götuvitum, þar sem þeir mundu koma í veg fyrir viðstöðulausan rétt á aðalbraút- inni eins og nú er. ANNARS VERÐUR að segja það, að það er hvorki á valdi eins manns að leysa umferðar- vandamálin né stjórnarvaldanna svo að viðunandi sé, ef öllum öðrum einstaklingum er ekki ljós sú heilaga skylda, sem á þeim hvílir að hliðra til í um- ferðinni og hjálpa til að gera hana sem allra greiðasta. Á MÁNUÐAG var gífurleg umferð um Laugaveg neðanverð an og í Austurstræti. Stórir bíl- ar með háfermi bölsótuðust þarna og ók' ég á eftir einum þeirra alla leið frá Frakkastíg og vestur á Túngötu. Hvaða er- indi eiga slíkir bílar á aðalum- ferðargötunni, að minnsta kosti virtist þessi ekkert annað erindi eiga en að komast vestur í bæ. Hann olli oft vandræðum. Hægð arleikur hefði verið fyrir hann að komast aðra leið vestur í bæ. ÉG HEF ÁÐUR bent á það, að það er nauðsynlegt að beina ferð um stórra flutningatækja út úr Laugavegi og Austurstræti. Ég hef tekið eftir því að utanbæjar- bílar af þessari gerð eru enn erf iðari í umferðinni en innanbæj- arbilar. Og er það kannske eltki tiltökumál. ÉG BÝÖ hinn unga umferð- arstjóra, eða hvað maður á að jkalla embætti hans, velkominn til starfsins — og vænti góðrar samvinnu við hann. Vonandi er hann áhugasamur, en lítur ekki á starf sitt aðeins sem þægilegt embætti handa sjálfum sér, en það vill brenna við hjá allt of mörgum einmitt nú á þessum keppnistímum um góð laun — og hóglífi. Kannes á horninu. I DÁG er föstudagurinn 30. september 1955. FLUGEERÐ1& Flugfélag íslands h.f. Millilandaflugvélin Gullfaxi fór til Osló og Stokkhólms í morgun. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 17.00 á morgun. Millilandaflugvélin Sólfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafn ar kl. 08.30 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhóls- mýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju bæjarklausturs, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar 2( ferðir), Blöndu óss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauð- árkróks, Siglufjarðar, Skóga- sands, Vestmannaeyja og Þórs- hafnar. Lóftleiðir. Hekla millilandaflugvél Loft- leiða h.f. er væntanleg kl. 18.45 frá Hamborg, Kaupmannahöfn ' og Gautaborg, flugvélin fer kl. 20.30 til New York. SKIPAFRÉTTIk Eimskip. I Brúarfoss fór frá Þórshöfn 28.9. til Húsavíkur, Siglufjarð- ar, Skagasírandar, ísafjarðar, Patreksfjarðar, . Breiðafjarðar, Keflavíkur og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Akureyri 28.9. tiL Hjalteyrar, Siglufjarðar og ísafjarðar. Fjallfoss fór frá Rott erdam 27.9. til Antwerpen og aftur til Rotterdam, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fer frá Ventspils 1.10 til Helsingfors, Ventspils, Riga, Gautaborgar og Reykjavíkur. Gullíoss fór frá Reykjavílt 28.9. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Re5rkjavík 26.9 til New lYork. Reykjafoss er í Hamborg. ' Selfoss kom til Reykjavíkur 29. 9. frá Keflavík. Tröllafoss fer frá Reyltjavík kl. 19 í kvöld 29. ! 9. til New York. Tungufoss kom ,til Reykjavíkur 29.9. frá Ham- borg. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell fór 27. þ.m. frá Ro- stock áleiðis til Austf jarða- jhafna. Arnarfell fór væntanlega í dag frá Rostock til Hamborgar og íslands. Jökulfell fór frá New York 21. þ.m. til Reykjavíkur. Dísarfell er í Reykjavík. Litla- fell losar á Austfjarðahöfnum. Helgafell er væntanlegt til Þrándheims í kvöld. St. Walburg er á Hvammstanga. Orkanger er í Reykjavík. j Ríkisskip. Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja átti ag fara frá Akureyri í gærkvöldi á austur- j leið. Herðubreið fer frá Reykja- vík á mánudaginn austur um land til Þórshafnar. Skjaldbreið fór frá Reykjavík síðdegis í gær til Breiðáfjarðar. þyrill er á leið frá Noregi til Raufarhafnar. I — * — Hermann Pilnik. Ástæða er til að leiðrétta þá prentvillu í fréttagreininni um Hermann Pilnik, er birtist í gær í blaðinu, að hann hafi oi;ðið skákmeistari Argentnu árið 1954. Átti það að vera 1945 þ.e. 1941 og 1945. Geta má þess að Pilnik er nú 41 árs að aldri, svo að hann hefur aðeins verið 11 ára, er hann byrjaði að tefla. Haustfermingarbörn í Nessókn eiga að mæta í Mela- skólanum kl. 5 í dag. Sóknar- prestur. Faðir, tengdafaðir og afi okkar, ÞÓRDUR ÞÓRÐARSON THOMSON frá Rauðafelli, andaðist að heimili sínu, Manitoba, Kanadaj. 28. þessa mánaðar. Álfreð Þórðarson Theódóra Ey jólfscíóltir og börn. VALDIMAR GÍSL.4SON. Lokað kL 12 i dag, 39. septemfoer. vantar unglinga eða fullorðið fólk til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: Freyjugötu Grettisgötu Grímsstaðabolti Laugaveg Rauðarárholti Seltjarnamesi Skerjafirði ' Smóibúðahverfi Vogahverfi Laugarnesshverfi Kársnesbraut Lönguhlíð , Talið við afgretðsluEia - Sími 4900 vor er á Skólavörðustíg 3. — Sími 82451.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.