Alþýðublaðið - 30.09.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.09.1955, Blaðsíða 4
4 A lþ ýft u bIaS ifi Föstodagur 30. sept. I9."5 Úígefandi: Alþýðuflok\urinn. Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundssoh. Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. 'Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþriftarverð 15fl0 á mánuði. í lausasölu lflO. HvíM frá leikfimi $ i s * s í i í A * 5 V .s N ,S ,S i !s s s s s s MORGUNBLAÐEÐ full- yrðir í gær, að síðasta verk- fall hafi verið pólitskt og því hleypt af stokkunum til að grafa undan efnahagsgrund- velli þjóðfélagsins. Er kom- múnistum kennt um þetta og farið mörgum hörðum orð- um um þá og vinnubrögð þeirra. Við því er auðvitað ekkert að segja. Sjálfstæðis- flokkurinn gerþekkir athæfi kommúnista síðan þessir að- ilar háðu sameiginlega bar- áttu í verkalýðshreyfing- unni, og nú þykist Morgun- blaðið þess umkomið að vara aðra við þeim. Hinu má þó sízt gleyma, að kommúnistar stóðu ekki einir að síðasta verkfalli, svo að ásökun Morgunblaðsins beinist að fleirum. Hér skal engin skýr ing gefin á hvötum kommún- ista og Morgunblaðinu látið sftir að skilgreina þær. En afstaða Alþýðuflokksins og meirihluta verkalýðsfélag- anna í síðasta verkfalli á ekkert skylt við það, sem Morgunblaðið lætur í veðri vaka. Alþýðuflokkurinn hef- ur hreinan skjöld í þessu máli. Hann Iagði höfuðá- herzlu á nauðsyn verðlækk- unar og niðurfærslu. En þeirri kjarabót var neitað, og þá ekki um annað að ræða en knýja fram kauphækkun, þó að sá sigur reynist skamm vinnur eins og stjórnarfar- inu er háttað hér á landi. Verkalýðshreyfingin á þess ekki kost að láta sjónarmiða sinna gæta í stjórnmálabar- áttunni, og á meðan er sér- hver verkfallssigur hæpinn eins og reynslan sýnir. I tilefni þessa er annars ekki úr vegi að niælast til þess við Morgunblaðið, að það gefi þjóðinni viðunandi skýringu á því, hver hafi verið afstaða Sjálfstæðis- flokksins í síðustu kjara- deilu verkalýðsins. Taldi hann kaup hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu kannski ekki nógu hátt? Og hafi honum fundizt þörf á kjarabót þeim til handa — hverjar voru þá tillögur hans? Morgunblaðið gefur í skyn, að Sjálfstæðisflokk urinn sé andvígur verðbólg unni og dýríðinni. Saint ber hann ábyrgð á þeirri óheillaþróun öllum öðrum flokkum fremur. Þess varð ekki vart, að hann féllist á úrræði Alþýðuflokksins um niðurfærslu. Og hingað til hefur Morgunblaðið sætt sig furðanlega við gegnd- arlausar hækkanir á vörum og þjónustu. Og hver er þá stefnan? Það er gott og blessað, að Morgunblaðið helli úr skál- um reiði sinnar yfir komm- únista, en sú íþróttamennska leiðir ekki til neins árangurs annars en þess, að gamlir samherjar reki vammir og skammir hvors annars. Hins vegar skiptir öllu máli, að mótuð sé farsæl og skynsam- leg stefna í baráttunni við þá erfiðleika, sem ógna efna- hag og afkomu íslendinga. Og hvað vill Sjálfstæðis- flokkurinn í því efni? Hann er stærsti flokkur landsins og ræður stefnu og starfi rík isstjórnarinnar. En hver eru úrræði hans til að treysta efnahagsgrundvöll þjóðarinn ar, sem Morgunblaðið segir, að kommúnistar og aðrir vondir menn séu að grafa undan? Er það bílainnflutn- ingurinn, sem er „reksturs- grundvöllur“ togaraflotans, áfengisneyzlan, er sér fyrir launaþörfum opinberra starfsmanna, eða tóbaksreyk ingarnar, sem reknetaveið- arnar í Faxaflóa eru undir komnar? Þetta er það, sem fyrir liggur um úrræði Sjálf stæðisflokksins. Og hefur hann eitthvað annað til mál- anna að leggja? Sé svo, þá er Morgunblaðinu sæmra að rekja þau en endurtaka marghraktar fullyrðingar um hvatir andstæðinga sinna. Stærsti stjórnmála- flokkur landsins ætti að heyja jákvæða baráttu, ef hann er eins ábyrgur og úr- ræðagóður og Morgunblaðið íelur hann vera, þó að það komi ekki orðum að því, hvert ferðinni sé heitið. Forustuflokki um lands- stjórn er ekki nóg að saka andstæðinga sína um illar hvati, ábyrgðarleysi og fjand skap við þjóðina. Hann á að láta verkin tala. Og hver er dómur staðreyndanna um verk Sjálfstæðisílokksins? Er hann ekki óstjórnin, of- stjórnin og öngþveitið? Og hlýtur ekki ábyrgð hrunsins ið færast á reikning hans á stund uppgjörsins? Morgun- blaðið ætti að ræða þessi við- horf í leiðurum sínum og hvíla sig frá þeirri leikfimi, sem það nú sýnir. Heislaramót Reykjavikur í frjálsum íþróffnm Auglysið í Alþýðublaðinu AÐALHLUTI meistaramóts Reykjavíkur í frjálsum íþrótt- um fór fram s.l. laugardag og mánúdag, áður höfðu boðhlaup in 4X100 m. og 4X400 m. farið fram. Árangur mótsins var niis- jafn, í nokkrum greinum var hann ágætur, en í öðrum frek- ar slakur. Þátttaka var frekar iéleg í mótinu og setti það svip sinn á það. Hilmar Þorbjörnsson keppti nú í fyrsta sinn opinberlega á sumrinu og náði prýðisárangri, 10,7 og 22,3 í 100 og 200 m. Að vísu var vindur heldur mikill, en taka verður líka tillit til þess, að mjög kalt var 1 veðri. Hilmar á mikla framtíð fyrir sér sem spretthlaupari. Nú reyndi Þórir við 400 m. grindahlaup og 400 m. og sigr- aði í báðum greinunum og á sín um bezta tíma í grindahlaup- inu. Hallgrímur sigraði með töluverðum yfirburðum í kringlukastinu og náði frábær- um árangri, 50,46 m. Friðrik er vaxandi sleggjukastari, hann varð nú Reykjavíkurmeistaxi með 47,54 kasti. Að vísu kast- aði Þorvarður Arinbjarnar, Keflavík, lengra, eða 48,21 m., en hann keppti með sem gestur. Skúli sigraði í kúluvarpin, en hann var ekki i essinu sínu. Daníel Halldórsson er mjög fjölhæfur íþróttamaður og lang stighæsti maður mótsins, með 36 stig. Hann sigraði bæði í lang stökki og þrístökki, varð annar í 100 og 400 m. og 400 m. grinda hlaupi. Heiðar sigraði í stang- arstökkinu, en náði lakari ár- angri en efni stóðu til, vegna meiðsla í baki. Pétur sigraði með yfirburðum í grindahlaup- inu og fékk góðan tíma, 15,4 sek. STIGAKEPPNIN Meistaramót Reykjavíkur er stigakeppni milli Reykjavíkur- félaganna og eftir 18 greinar standa stigin þannig, að ÍR hef- ur hlotið 162, Ármann 77 og KR 58. Eftir er að keþpa í fimmtar- þraut, tugþraut, 10 km. hlaupi og 3000 m. hindrunarhlaupi. IIELZTU ÚESLIT 100 m. Hilmar Þorbjörnsson, Á 10,7 Daníel Halldórsson, ÍR 11,3 Dagbjartur Stígsson, Á 11,3 200 m. Hilmar Þorbjörnsson, Á 22,3 Guðm. Vilhjálmsson, ÍR 22,8 Þórir Þorsteinsson, Á 23,0 , Daníel Halldórsson. ÍR 23 2 ! I 400 m. Þórir Þorsteinsson, Á 50,2 iDaníel Halldórsson, ÍR 53,2 Karl Hólm, ÍR 55,7 800 m. Dagbjartur Stígsson, Á 2:02,8 Sigurður Guðnason, ÍR 2:09,9 Ingimar Jónsson, ÍR 2:11,5 1500 m. Sigurður Guðnason, ÍR 4:30,2 Ólafía Bjarnadóttlr; Alþýðuflokkurinn vi! berjast fyrir fólkið KÆRU Kópavogsbúar! Óðum líður sá stutti tími, sem við Kópavogsbúar höfum til umráða þar til við göngum að kjörborðinu til að marka næstu tímamót og þau stærstu í sögu Kópavogs, þegar við kjósum hina fyrstu bæjar- stjórn. Það er á ykkar valdi, að ráða því, hvernig hún verður skipuð, en eitt langar mig til að spyrja ykkur um: Eruð þið ánægð með það hvernig farið hefur verið með þá peninga, sem af ykkur hafa verið teknir í útsvar? Það þykir sjálfsagt, þegar byggt er hús, að setja vatns- leiðslur og frárennsli í þau um leið, en það er ekki nóg. Við verðum að geta tengt þetta við það, sem hverju bæjarfélagi ber skylda til að hafa í lagi, það er vatnslagnir og frárennsli. Það er ekki stjórn þessa byggðarlags að þakka, að ekki hafa komið upp veikindi meðal barna okkar, sem hafa orðið að anda að sér alls konar sýklum upp úr jarðveginurn, því fæstir sem hér hafa byggt, hafa haft g svo mikil peningaráð, að þeir hefðu afgang til að steypa rot- þrær, því að ef þær eiga að vera fullkomnar, eru það ckki krónur heldur þúsundir, sam þar hefði þurft til, og er ekki að búazt við, að menn, sem verða að láta fjölskyldu sína vanta margt af því nauðsyn- legasta, á meðan þeir eru að koma skjóli yfir sig og sína, geti slíkt. : Við Alþýðuflokksmenn mun um berjast fyrir ykkur í heild. Við munum beita okkur fyrn' því að kornið verði upp viðun- andi barnaleikvöllum og Dág- heimilum, þar sem mæður geta verið óhræddar um börn sin á meðan þær fara í bæinn til inn kaupa, en þurfa ekki að haí’a þau á handleggnum eða hang- andi á sér — og við munum stuðla að öllum þeim menn- ingar- og framfaramálum, sem kaupstaðarbúum mætti verða til góðs í náinni framtíð. Treystið Alþýðuflokknum fyrir -málefnum ykkar. Kjósið A-listann. Olafía Bjarnadóttir. i 5000 m. I Sigurður Guðnason, ÍR 16:21,8 ' 400 m. grind. Þórir Þorsteinsson, Á 58,2 Daníel Halldórsson, ÍR 59,6 ' 110 m. grind. Pétur Rögnvaldsson, KR 15,4 Björgvin Hólm, ÍR 17,5 Daníel Halldórsson, ÍR 18,5 Hástökk. Sigurður Lárusson, Á 1,76 JBjörgvin Hólm, ÍR 1,71 Valbjörn Þorláksson, KR 1,65 I ' Langstökk. Daníel Halldórsson, ÍR 6,53 iHelgi Björnsson, ÍR 6,48 I Björgvin Hólm, ÍR 6,14 Stangarstökk. 1 Heiðar Georgsson, ÍR 3,50 J Bjarni Linnet, ÍR 3,35 Magnús Pálsson, Á 3,15 Þrístökk. Daníel Halldórsson, ÍR 13,60 Björgvin Hólm, ÍR 13,59 Kringlukast. Hallgrímur Jónsson, Á 50,46 Friðrik Guðmundss., KR 48,08 Þorsteinn Löve, KR 48,08 Jóhannes Sölvason, ÍR 36,87 Kúluvarp. Skúli Thorarensen, ÍR 14,31 Hallgrímur Jónsson, Á 14,10 Friðrik Guðmundss., KR 12,67 Helgi Björnsson, ÍR 12,47 i Spjótkast. Björgvin Hólm, 'ÍR 48,32 Helgi Björnsson, ÍR 46,74 Skúli Thorarensen, ÍR 45,69 Sleggjukast. Friðrik Guðmundss., KR 47,54 Þorsteinn Löve, KR 43,90 Marteinn Guðjónsson, ÍR 33,06 Mynd þessi var tekin í flóðunuum í Bandaríkjunum á dögun- um og sýnir hjón er misstu heimili sitt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.