Alþýðublaðið - 12.10.1955, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 12.10.1955, Qupperneq 6
A F þ ý ð u b I að ið Miðvikudagur 12. okt. 1953 I Útvarpið 19.30 Tónleikar: Óperulög. 20.30 Erindi: Frá móti sálfræð- inga í Lundúnum (Ólafur Gunnarsson sálfræðingur). 20.55 Tónleikar (plötur). 21.10 Upplestur: Magnús Guð- mundsson les kvæði eftir Jó- hannes úr Kötlum. 21.30 Einsöngur: Alexander Kipnis. 21.45 Náttúrlegir hlutir: Spurn- ingar og svör um náttúru- fræði (Ingólfur Davíðsson magister). 22.10 „Nýjar sögur af Don Ca- millo“ eftir Giovanni Guar- eschi, VIII (Andrés Björns- son). 22.25 Létt lög (plötur). HANS LYNGBY JEPSEN: Dt> 1% I ■Jt. ^ •% TTIVTj^ iN JLJLNVJ 11. DAGUR r A TTT I AJ ■ ■ IIIIÍ!! A T> r-1 b % KROSSGATA. Nr. 910. t 2 3 4 n T~ u 7 s 4 10 n )% n IV- IS lí n \ <8 Lárétt: 1 skáldkonunafn, 5 fræ, 8 hulduverur, 9 fleirtölu- ending, 10 ræktað land, 13 tónn, 15 blóðstillandi efni, 16 ill- menni, þgf., 18 strikið. Lóðrétt: 1 búsílag (vökvi), 2 fugl, 3 læt í té, 4 utanhúss, 6 söngur, 7 stó, 11 matjurt, 12 glerplata, 14 himintungl, 17 greinir. Lausn á krossgátu nr. 909. Lárétt: 1 drabba, 5 part, 8 glas, 9 áá, 10 arka, 13 es, 15 óasi, 16 tíst, 18 Súdan. Lóðrétt: 1 dagsett, 2 rola, 3 apa, 4 brá, 6 aska, 7 tárin, 11 rós, 12 Asía, 14 SÍS, 17 t. d. Hý verðíagsákvæi Framhald af 4. síðu. frumkvæði núverandi stjórnar- flokka, og afnám verðlagsá- kvæða í framhaldi af því, hefur þó engin tilraun verið gerð til þess að reisa rönd við þessu. Flm. þessa frv. telja, að við svo búið megi ekki standa. Þeir hafa áður og oftar en einu sinni flutt frumvörp um að hverfa frá stefnu „álagningarfrelsis- ins“, án þess að þau næðu fram að ganga. En nú telja þeir reynsluna hafa sýnt, svo að ekki verði um villzt, að nauð- syn sé opinberra aðgerða til þess að koma í veg fyrir óþarf- ar verðhækkanir. Er því í frv. þessu lagt til, að komið verði á fót verðlagsnefnd, er skylt skuli að setja almenn verðlagsá- kvæði í því skyni að hafa hemil á verðlaginu og þrýsta því nið- ur á við. Gert er ráð fyrir því, að hagstofustjóri verði formað- ur nefndarinnar, en auk hans eigi sæti í nefndinni forstöðu- menn Innflutningsskrifstofunn ar, sem nú fara með það verð- lagsákvörðunarvald, sem gild- andi reglur gera ráð fyrir, og enn fremur tveir fulltrúar neyt enda í landinu, annar tilnefnd- ur af Alþýðusambandi íslands ©g hinn af Bandalagi starxs- manna ríkis og bæja. beizka vitneskju um lífið: Hve allt er hverf- ullt. Nokkur orðaskipti, kvöldstund, svo er allt búið. En hún knýr sig til þess að brosa á ný. Rómverski riddari, sú stund kemur að við sjáumst á ný. Einhvern tíma í framtíðinni munum við hittast aftur. Lifðu heill, þangað til. Hann ríður aftastur í flokknum, það glamp- ar á vop hans og verjur og stirnir á gljá- kembdan hestsskrokkinn. Hann ber sig her- mannlega. Herdeildin ríður út eftir Bruchi- um, aðalgötunni, sem liggur til vesturs. Fót- gönguliðsherdeildinni hefur verið gefið merki um að brátt verði haldið á brott. Hún hefur þegar fylkt sér. Kleopatra getur ennþá greint Marcus Ant- oníus. Hann er auðþekktur frá öllum öðrum, enda þótt hann væri ekki á áberandi stað. Hún minnist orða föður síns. Hann talaði um kænsku, bragðvísi, kalda yfirvegun og styrk. Vertu kænni en óvinir þínir, barnið mitt. •— Vertu sterkari en óvinir þínir. Aðeins sá sterki fær drottins náð. En ást er ekki styrk- ur, þvert á móti. Ást er veikleiki, það finnur hún nú. Hún myndi ekki hika við að rétta fram höndina, ef það gæti kallað þennan ridd ara til baka. Það játar hún fyrir sjálfri sér, og sú játning hefur í sér fólginn sætleik und- anlátsseminnar, ástarinnar, þrárinnar, sætleik kvenlegs ósjálfstæðis. Jú, svo sannarlega. Ást- in er veikleiki. Hinir rómversku hermenn stefna til aust- urs. Fylkingarnar beygja niður hliðargötu. — Brátt sér hún ekki lengur til þeirra. Jafnvel hinn síðasti, beinvaxni riddari hverfur bak við húsin...... II. KAFLÍ. Dag eftir dag, viku eftir viku: hvíldarlaus- ar og óþrotlegar veizlur, hátíðahöld og hávær fagnaðarlæti. Konungshöllin ymur af veizlu- klið og glasaglaum nótt eftir nótt. Hverju vagn hlassinu á fætur öðru af dýrum vínum er ekið til hallarinnar. Matsveinarnir fá tækifæri til þess að sýna, hvers þeir eru megnugir. Það mega aldrei sjást sömu réttirnir á borðum tvo daga í röð. Höllin er blómum skreytt. Blóm- kransar hanga um hálsa veizlugestanna, að morgni eru blómin visnuð og dáin þar sem þau hanga á liggjandi líkum dauðadrukkinna manna og kvenna. En jafnóðum og gestirnir rísa á fætur, eru þeim fengnir aðrir nýir og drykkjan heldur áfram. Ptolomeus Auletus hefur látið refsivönd- inn ríða að hinum seku, landráðamönnunum og hjálparkokkum þeirra, sem tóku sér völd- in í hendur í fjarveru hans. Ptolomeus Au- letus er ekki mildur dómari. Fyrst allra var dóttirin elzta, Pherenise, leidd á hoggstokk- inn, því næst ráðgjafar hennar og hirðlið allt. Þeir af fylgismönnum hennar, sem ekki voru höggnir, eru látnir svelta í dimmum og rök- um fanggelsisklefum. Svartir þrælar þvo burt blóðið, sem runnið hefur í lækjum um fang- elsisgarðinn. Ný lög eru undirrituð, nýjar til- skipanir útgefnar um aukna skatta, nýir emb- ættismenn útnefndir til þess að innheimta þá harðri hendi. í Alexandríu gengur lífið, utan konungshallarinnar, sinn vana gang. Verka- menn halda til vinnu sinnar á hverjum morgni og það er verzlað á markaðstorgunum, fólk, (Sattiúðarkori Slysavarnaféjaga Islandi^ kaup* flestir. Fást hjá) ^ slfsavarnadeildum om y Íland allt. i Reykavík É) Hannyrðaíverzluninni, ^ r Bankastræti 6, Verzl. Gunn i ; þórunnar Halldórsd. ogS sólin rís og hnígur til viðar, nýtt tungl kvikn- ar, verður fullt og aftur nýtt. Drottning er drepin, konungurinn kominn heim. Það er allt og sumt. Það er sú eina breyting, sem al- þýða manna verður vör við. En innan kon- ungshallarinnar merkja menn umskiptin öðr- um hætti og áhrifaríkari. Fram til þessa hefur Kleopatra aðallega al- ið manninn í hinni konunglegu bókhlöðu og í hofunum. Hún hefur hlýtt á samtöl lærðra manna í súlnagöngum hallarinnar og' lista- safnsins, lesið dýrmætar bækur og handrit, lært til hlýtar helgisiði hinnar fornu trúar- bi-agða. Nú gerist hún þátttakandi í hátíða- höldunum af lífi og sál, sveiflast inn í hring- iðu gáska og gleðskapar. Og hún gerir þá upp- götvun, að ýmislegt hafa þeir gleymt að kenna henni, hinir lærðu kennarar og heilögu prest- ar. Hún hefur til þessa einungis þekkt svik- semi, gróðabrall, undirróðursstarfsemi, stjórn málaklíkur, hirðsnápa og augnaþjóna af af- gpurn. Nú kynnist hún þessu af eigin raun, umgengst bragðarefina og veit af klækjum þeirra. Það er verzlað með stöður, einkaleyfi og verzlunarsambönd, slegist og barizt um völd, metorð og titla. Einnig þessu þarf hún að kynnast, þetta þarf hún að læra. Og ein- mitt þegar henni virðist, að lífið sé að komast í framtíðarskorður, rólegar og tilbreytinga- lausar en öruggar, þrátt fyrir ysinn og þysinn á ytra borðinu, skeður hið óvænta, sem aftur fleygir henni inn í hringrás hraðra atburða. Kvöldverði er nýlokjð. Tóm matarföt og þvottaskálar eru borin burt. Dansmærin Choroibe, sem fundið hefur sérstaka náð fyrir augum konungsins, dansar og leikur ástar- dans sinn við Dionysos. Ptolomeus Auletus brosir, lyftir bikar sínum og drekkur dans- mærinni til. Hann drekkur í botn, sem ævin- lega. Að baki hans stendur þjónn, sem hefur það eitt hlutverk, að fylla bikar hins þorst- láta konungs. Konungurinn dreypir á bikarn- um, fylgir dansmeyjunni eftir með augunum, bíðandi eftir tækifæri til þess að drekka henni til á nýjan leik og tæma bikar sinn í botn henni til heilla. Hann réttir þrælnum bikar- inn, hyggst rísa á fætur. En skyndilega fellur hann út af, kylliflatur á hnakkann, með öll- um þunga hins fyrirferðarmikla líkama síns, veltur í hálfhring og liggur með andlitið á grúfu. Höfuðhöggið er þungt, það bylur í hörðu marmaragólfinu. Hann hrærir hvorki legg né lið að öðru leyti en því, að hendurnar grípa krampakenndum tökum í ljónsskinnið. Hinir tveir einkaþjónar hans hlaupa til, en hann er svo þungur, að þeir megna ekki að hreyfa hann. Tak hans um Ijónsskinnið slapp- ast. Þjónarnir standa ráðþrota yfir honum, virða fyrir sér nábleikt andlit hans, annar þeirra tekur til fótanna og leitar á fund líf- læknisins. Það slær dauðaþögn á viðstadda, dansmærin fleygir sér til jarðar og liggur hreyfingarlaus. Kleopatra krýpur niður við hlið föður síns, að baki hennar Arsione. Hratt fótatak læknisins heyrist. Athugun hans ör örskömm. Ptolomeus Auletus konungur er látinn, til- kynnir hann. Lágt andvarp heyrist frá veizlugestunum. Einstaka viðkvæm kona rekur upp lágt óp, E < X X i N KI N A A <S KHRKI ^ skrifstofu félagsins, Gróf- S in 1. Afgreidd í síma 4897. ^ J — Heitið á slysavarnafélag y ^ ið. Það bregst ekki. V ^vaiarheimiíi aidraðra^ | sjémanna \ Minningarspjöld fást hji: í Happdrætti D.A.S. Austui ý stræfi 1, sími 7757. í Veiðarfæraverzlunjn VerS ) andi, sími 378ð. 4 *' ■ { Sjómannafélag Reykjavík. ur, sími 1915. $ Jónas Bergmann, Hátelgs-^ veg 52, sími 4784. ; Tóbaksbúðin Boston, Lauga S veg 8, sími 3383. ? Bókaverzlunin Fróðl, ^ Leifsgafa 4. S Verzlunin Laugatelgur, ^ Laugateig 24, sími 8168® ^ ólafur Jóhannsson, S«ga- S fclettl 15, sími 3096. S S S s S S s S S S S s S Sguðlaugur gíslason, ^ S Laugavegi 65 s ^ Símj 81218 (heimt). S S Nesbúðin, Nesveg 39. Guðm. Andrésson gullsm^; Laugav. 50 símj 3768. S I HAFNARFIRÐI: Bókaverzlun V. Lsng, sínti 9288. !Úra*viðferðSr. Fljót og góð afgreiðsla. S Mfnningarsplöld Barnaspítalasjóðs Hringsin* eru afgreidd 1 Hannyrða- verzl. Refill, Aðalstræti 12 (áður verzl. Aug Svend- sen), í Verzluninni Victor, Laugavegi 33, IIolts-ApO- teki, Langholtsvegi 84, Verzl. Álfabrekku við Suð- urlandsbraut, og Þorste:ns- búð, Snorrabraut 61. Smurt brauð s ©g snittur. j Nestispakkar. ; Cdýrast og bezt Vin-; samlegast pantið ) fyrtrvara. MATBARINN Síml 80340. S ; r 5T™® { ’ -iáí ? Lækjargötu 8. S S s s s s ; s ; ; ; ; s s s s s Hús og íbúðir af ýmsum stærðum I bænum, úthverfum bæj. arins og fyrir utan bæinn til sölu. — Höfum einnig til sölu jarðir, vélbáta, bjfreiðir og verðbréf. Nýja fasteignasalan, Bankastræti 7. Sími 1518.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.