Alþýðublaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 4
AfþýSiibfaglg Firmntudagur 27. okí. 1955 Úígejandi: Alþýðuflotyurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Biaðamenn: Björgvin Guðmunissott og Loftur Guðmundsson. 'AugIjsingastjóri: Emilía Samúelsióttír, Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aíþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu í—10. ’Ástyiftarverð ISfiO á mánuði. í lausasölu lfi9. segir ? TÍMINN spyr þess í gær, hvort Morgunblaðshöllin sé reist án fjárfestingarleyfis. Ástæðan er sú, að unnið er af kappi við þetta umdeilda hús, þó að ríkisstjórnin hafi ákveðið á síðasta vori, að ekki skyldi veitt ný fjárfest- ingarleyfi hér í Reykjavík. Og svo spyr Tíminn: „Hefir Árvakur h.f. eða annar aðili fengið fjárfestingarleyfi fyr ir 4., 5. óg 6. hæð Morgun- blaðshallarinnar? Og ef svo er: Hver hefir veitt það og hvenær?“ F j árf estingaryf irvöldin munu í fyrra hafa neitað því, að unnið yrði við Morgun- blaðshöllina, og talið aðrar byggingaframkvæmdir tíma bærari og nauðsynlegri. Þá var málinu skotið undir úr- skurð ríkisstjórnarinnar, og hann féll íhaldinu í vil eftir nokkurt samningaþóf. I sum ar hefur svo verið unnið að byggingu Morgunblaðshallar innar af mikilli framtaks- semi. Allir hafa talið víst, að fjárfestingaryfirvöldin eða ríkisstjórnin beri ábyrgð þessa. En svo kemur fyrir- spum Tímans allt í einu öll- um á óvart. Vill ekki Tíminn gera svo vel og spyrja Framsóknar- manninn Jón ívarsson um gang þessa máls. Hann er af skiljanlegum ástæðum ná- kunnugur störfum fjárfest- ingaryfirvaldanna og hlýtur að kunna glögg skil á því, hvaða afgreiðslumál þeirra koma til úrskurðar í ríkis- stjórninni. Jón mun því geta sagt til um, hvort nú er unn ið við Morgunblaðshöllina tneð fjárfestingarleyfi eða án þess. Og hér ættu að vera hæg heimatökin fyrir Tím- ann. Jón er svo viðtalsgóður og tillitssamur, að hann gef- ur samherjum sínum áreið- anlega viðunandi skýringu á fyrirbærinu, ef eftir því er leitað. Fyrirspurn Tímans er eng an veginn ástæðulaus. Al- menningur á kröfurétt á því að vita, hver ber ábyrgð á byggingaframkvæmdunum við Morgunblaðshöllina á sama tíma og hundruðum og kannski þúsundum Reykvík inga er neitað um að byggja yfir sig og sína. Ríkisstjórn- in sá fyrir þörfum Morgun- blaðsins í fyrra. En hver ber ábyrgðina í ár? Svarið við þeirri spurningu mun vekja athygli allra landsmanna. í I < $ •> S s s s s s s s s s s s s s s S s s s s r lltvarpssagaii RIKISÚTVARPIÐ hefur tekið upp þann hátt að fá ýmsa helztu rithöfunda þjóð arinnar til að lesa sögur eft- ir sig. Sú ráðstöfun hefur átt verðskulduðum vinsældum að fagna. Þetta er fulltingi við rithöfundana og miklu betra dagskrárefni en marg- ar þær misvöldu þýddu fram haldssögur, sem útvarpshlust endum er boðið upp á. Nú hefur Guðmundur Daníels- son valizt til að lesa skáld- sögu sína „Á bökkum Bola- fljóts“, sem er ágætt skáld- rit og prýðilega fallið til flutnings í útvarpi. Guð- mundur er í fremstu röð yngri rithöfunda okkar og þess vegna vel að þeirri við- urkenningu kominn að lesa frumsamda útvarpssögu. Þjóðviljinn bregzt hins vegar reiður við og fer í gær órökstuddum orðum uni sög una, vanþakkar hana og legg ur að Iíku við reyfaraómynd ina „Hver er Gregory“? Sú afstaða er hneykslanleg og hlýtur að stafa af annarleg- um hvötum. Höfundur níð- greinarinnar um Guðmund Daníelsson og útvarpssögu hans virðist ekkert vita um hvað hann er að tala, hefur bersýnilega ekki lesið ,,Á bökkum Bolafljóts“ eða aðr- ar skáldsögur höfundarins, því að hann er eins og álfur út úr hól. Framtak hans er öll af ætt illgiminnar. Þjóðviljinn ber hag skálda og rithöfunda fyrir brjóstí og fjallar mikið um bók- menntir. Hann hefur iðulega krafizt þess réttilega, að hlut ur bókmenntanna í dagskrá útvarpsins væri aukinn. Þess vegna er það furðulegt, að hann skuli koma á framfæri andmælalaust fordómum þeim og bábiljum, sem ein- kenna greinina um Guð- mund Daníelsson og útvarps sögu hans. Þjóðviljinn ætti sannarlega að velja sér önn- ur og betri baráttumál. Fimmtugur: Ragnar Guðleifsson RAGNAR GUÐLEIFSSON bæjárfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri er fimmtugur í dag. Vinir hans og félagar í Keflavík og víðar eiga þess ekki kost að taka í hönd hans í dag, en verða að láta sér nægja að senda honum kveðjur og heillaóskir í fjarlægð. Ragnar er fæddur og uppal- inn í Keflavík, sonur þeirra hjóna Guðleifs Guðnasonar og Erlendsínu Marínar Jónsdóttur. Hann innritaðist í Kennara- skóla íslands haustið 1930 og lauk þaðan prófi vorið 1933 með fyrstu einkunn. Að afloknu námi gerðist hann kennari við Unglingaskóla Gerðahrepps vet urinn 1933—34 og við Unglinga skóla Keflavíkur 1934—35 og kenndi þá auk þess við Iðnskóla Keflavíkur. Ragnar var mjög ástsæll af nemendum sínum og þótti ágætur kennari. Það átti samt ekki fyrir honum að liggja að stunda kennslustörf næstu áratugi ævinnar. Heima fyrir biðu mörg verkefni óleyst, sem kölluðu að. Félagsmála- starfsemi alþýðu á Suðurnesj- um var mjög í molum um þess- ar mundir og átti sér erfitt upp dráttar. Jarðvegurinn var að vísu traustur og góður, en menn hliðruðu sér hjá forustunni. Forustuhæfileikar Ragnars, vits munir, festa, ljúfmannleg fram koma og löngun til að bæta að- stöðu þeirra, sem mínna máttu sín, hlaut að leiða til þess, að honum gæfist ekki tóm til að helga kennslustörfunum einum krafta sína. Fór og fljótlega svo, að hann var kallaður til forustu fyrir hin ungu verkalýðs- og al þýðusamtök Keflavíkur. Skömmu áður en Ragnar lauk námi í kennaraskóla, höfðu nokkrir menn gert til- raun til stofnunar verkalýðsfé- lags í Keflavík. Þar hafði aldr- ei verið verkalýðsfélag áður og þótt ótrúlegt sé, þá eru aðáeins 24 ár síðan þetta gerðist. Verka lýðsfélagið var strax mjög illa séð af atvinnurekendum, sem neituðu að viðurkenna það og vildu ekki við það semja. Töldu þeir gamla lagið, að semja sér- staklega við hvern verkamann út af fyrir sig, vera það eina fyrirkomulag, sem rétt ætti á sér í viðskiptum verkafólks og atvinnurekenda. Hið nýstofn- aða verkalýðsfélag vildi ekki una þessu, gekk í Alþýðusam- band íslands og boðaði til verk falls, er hefjast átti 20. janúar 1932, ef atvinnurekendur hefðu ekki áður viðurkennt félagið sem samningsaðila fyrir hönd meðlima sinna og samið við það. Atvinnurekendur voru ekki á því að semja eða viður- kenna stéttarsamtök alþýðu, en gerðu sér hægt um vik og fóru 20—30 saman heim til for- manns félagsins í Keflavík að næturlagi og fluttu hann nauð- ugan til Reykjavíkur. í þeim átökum, sem út af þessu urðu, leystist þetta nýstofnaða félag upp og óhug sló á þá, er að því höfðu staðið. Þegar Ragnar Guðleifsson var setztur að í Keflavík sem kennari, var honum ljóst, að með öllu væri óviðunandi, að verkamenn og sjómenn þar ættu ekkert stéttarfélag, sem væri málsvari þeirra gagnvart atvinnurekendum um kaup og kjör. Hann gerðist því ásamt mjög fáum mönnum öðrum aðalhvatamaður að því að stofn að yrði verkalýðs- og sjómanna J félag í Keflavík. Það var eng- ! inn leikur að stofna þetta félag. j Menn voru þess minnugir, | hvernig farið hafði fyrir fyrra félaginu nokkrum missirum áð- I ur og brautryðjendurnir áttu | atvinnuofsóknirnar vísar, ef ekki líkamlegt ofbeldi á sama hátt og formaður hins fyrra fé- lags. Ragnar og félagar hans létu þetta ekki á sig fá og sum- arið 1935 var félagið stofnað. Á stofnfundi félagsins var Ragn- Ragnar Guðleifsson ar valinn formaður þess og hef ur ætíð síðan verið endurkjör- inn til þess starfs. Með lagni og festu tókst Ragnari og félögum hans fljótlega að fá félagið við- urkennt sem samningsaðila og síðan hefur það undir forustu Ragnars verið traustur og ör- uggur málsvari verkamanna og sjómanna í Keflavík. Forusta Ragnars Guðleifsson ar við stofnun Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur sýn ir ljóslega hverjum kostum hann var búinn og hvers mátti vænta af honum í framtíðinni. Hann lét það ekkert á sig fá, að þeir, sem nýlega höfðu gert sams konar tilraun og hann var að ráðast í, höfðu verið beittir ofbeldi, fluttir burt úr byggð- arlagi sínu með valdi og orðið að þola atvinnuofsóknir. Þörfin á stéttarlegum samtökum verka fólks til að bæta kjör sín var honum allt, sem máli skipti og hann hafði vitsmuni, festu og lagni til að leiða málið til sig- urs. Ragnar Guðleifsson lét sér ekki nægja að eiga sinn mikla og merka þátt í stofnun verka- lýðsfélagsins. Til þess að félag- ið gæti starfao þurfti það að ’ eiga einhvern samastað og það var ekki auðvelt fyrir slíka starfsemi að fá inni í Keflavík á þessum árum. Það bætti held ur ekki úr skák, að skömmu eftir stofnun félagsins brann samkomuhús Keflvíkinga. — Ragnar beitti sér þá fyrir því, ásamt sömu mönnum og stóðu að verkalýðsfélaginu, að Félags hús h.f. var stofnað í þeim til- gangi að koma upp samkomu- húsi og heimkynni fyrir verka- lýðsfélagið. Kom félagið fljót- lega upp myndarlegri byggingu þar sem verkalýðsfélagið hefur , átt inni síðan. Hefur Ragnar 1 jafnan átt sæti í stjórn þessa félags, en verkalýðsfélagið er ' þar aðalhluthafi. Þá hefur Ragnar látið verzl- unarmál alþýðu mjög til sín taka. Hann var einn af aðal- hvatamönnunum að stofnun kaupfélagsins í Keflavík 1937 og deildarstjóri þess til 1943. í stjórn kaupfélagsins hefur hanrt jafnan átt sæti og verið fulltrúi þess á aðalfundum SÍS. Ragnar hefur látið landsmál og málefni Keflavíkurkaupstað ar mjög til sín taka. Hann, kynntist jafnaðarstefnunni á unga aldri og gerðist snemma einlægur og áhugasamur mál- svari hennar. Var hann í for- ustu.um stofnun Alþýðuflokks- félags Keflavíkur og hefur ætíð verið í fremstu víglínu þegar Alþýðuflokkurinn í Keflavík hefur háð sínar orustur, hvort heldur hefur verið í landsmál- um eða bæjarmálum. Af hálfu ’ Alþýðuflokksins átti hann sæti I í hreppsnefnd frá 1938—50 og í bæjarstjórn síðan. Hann var oddviti Keflavíkurhrepps 1945 —1950 og bæjarstjóri 1950— 54. Fjölmörgum öðrum trúnað- arstörfum hefur Ragnar gegnt fyrir flokk sinn og sveitarfélag. i Ragnar Guðleifsson er í éðli sinu mjög hlédrægur maður og lítt um það gefið að láta bera á sér. Hann hefur aldrei sótzt eft- ir völdum eða vegtyllum, en þegar hann hefur tekizt ein- hvern vanda á hendur, leysir hann starfið af hendi með mestu trúmennsku og atorku- ■ semi. Hæfileikar hans og mann kostir hafa leitt til þess, að sam herjar hans hafa falið honum J mörg vandasöm mál til úrlausn ar og þeir hafa ekki verið svikn ir af störfum hans. Áhugi hans fyrir félagsmálum alþýðu og velferðarmálum samborgara (Frh. á 7. síðu.) Kvikmyndir BÆJARBÍÓ sýnir um þessar mundir myndina Eintóm lýgi, gamanmynd, sem ekki má taka alvarlega, eins og hún er kynm. Myndin fjallar um fjóra glæpa menn, dálítið auðtrúa, sem halda að þeir séu að komast yfir miklar úraníumnámur, en sökum þess hve auðtrúa þeir eru, mistekst allt og sá, sem sízt skyldi, verður úrankóng- ur. Nafn myndarinnar, Eintóm lýgi, er sannarlega vel valið, því aðalpersónurnar ljúga hvor að annarri og segja sann- leikann á víxl, þar til enginn veit lengur upp né niður. Humphrey Bogart leikur eitt af aðalhlutverkunum, af sinni alkunnu snilli í hlutverk- um, sem þessu. Konu hans leikur Gina Lollobrigida, að vísu ágætlega, en hlutverkið er með minna móti fyrir hana, auk þess, sem hún hefur ekki náð þeim tökum á enskri tungu, að hún geti leikið fullkomlega Englending eða Ameríkana, en vöxtur hennar hjálpar þar upp á sakirnar. Jennifer Jones leikur þriðja aðalhlutverkið með ágætum og eru viðbrigði hennar í síðasta þætti myndar- innar með ágætum. Önnur hlutverk myndarinn- ar eru yfirleitt vel leikin og myndin mjög vel úr garði gerð tæknilega, enda vel þess virði að sjá hana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.