Alþýðublaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.10.1955, Blaðsíða 2
y. Alþýðubradið Fimmtudagur 27. okt. 1955 Danskennsla í einkalímusn fyrir unglinga og börn (fleiri en eitt). Gift fólk og dömu flokkar, ennfremur skólanemendur. Látið börnin læra að dansa og hegða sér rétt. Hefi 35 ára reynslu í danskennslu. Kenni gömlu dansana, sem eru að verða í tízku á ný. Ennfremur nýju dansana. Hefi kynnt mér fljóta kennsluaðferð. Sigurður Quðmundsson Laugavegi 11. — Sími 5982. 4 -<» Orðsending Samkvæmt leyfi póststjórnarinnar verður fram- vegis ekið frá Keflavík beint eftir Reykjanesbraut en hætt að aka krókinn gegnum Ytri-Njarvík. ©.rðsenciif^ jffrá Siémannaffélagi Rsyk|avfkur uni uppsögn togarasamninga og umboð t:l vin nustöð y unar fer fram í skrifstofu félagsins 26. okt., miðvikudag, 27. okt., fimmtudag — og 28. okt., föstudag, frá klukkan 9—6 daglega. Stjórnin. Hefi lama ull (enska), tvílit ulsterefni. Tek einnig saum. Hefi frönsk, þýzk og amerísk tízkublöð. Sníði kápur úr aðkomuefnum, Amerískir og þýzkir mótelkjólar. á börn á aldrinum 2ja—3ja ára. Kjólarnir eru sérstaklega smekklegir. SSgur'öur Guðmundsson Laugavegi 11, (sama hæð og Kaldal). Sími 5982. Sími 5982. EMGLENDINGAR hafa gaman af getraunum, og ekki færri en 6000 skrifstofumenn eru starf- andi við getraunaseðlana, sem ! Ssoma frá áhugamönnum viku- \ Eega. Meðal. þeirra er frú Ellen j JPatrice, eem er mjög fundvís á rétt færða seðla. Hinir finna alveg rétt færðan seðil aðeins - einu sinni í mánuði til jafnað- ar, en hún hvorki meira né ■ minna en einu sinni í viku. Alls i hefur hún fundið seðla, er gáfu : rúmlega 10 milljarða íslenzkra ■ kr. í vinning, enda hefur hún fengið nafnið „konan með gull- ; :fingurna“. Þó er það svo að j hennar eigin sögn, að hún hef- ! 'ur sjálf ekki unnið svo mikið % sem inniskó á hlutaveltu. JMENNTAMALARÁÐUNEYTI 'i Egyptalands hefur bannað ó- kvæntum karlmönnum að kenna í skólum, þar sem stúlk- ur eru einvörðungu til náms. APACHE og Zuni indíánar í Kaliforníu dönsuðu regndans svo kröftuglega í september, að geysileg úrhellisrigning kom, er dansinn var að núlgast há- mark, og danssýningin fór með öllu út um þúfur, áður en henni átti að vera lokið. Síðan rigndi óaflátanlega í þrjá daga. MAÐUR NOKKUR, sem látinn var laus úr áströlsku fangelsi, var tekinn fastur þremur dög- um seinna, er hann var að gera tilraun til að brjótast inn í fang elsið. Verknað þennan skýrði hann á þann hátt, að hann hafi ætlað sér að hjálpa nokkrum fyrrverandi samföngum sínum, til að strjúka. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Esja vestur um land í hringferð hinn 1. nóv. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna vestan Akur- eyrar í dag og á morgun. Far- seðlar seldir á mánudag'. Skaftfellingur Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja daglega. Hafnarfjörður Barnavagn til sölu. Upplýsingar á Mánastíg 2. Fyrirspurnum ekki svarað i síma. Brezki ríkissiððurínn (Frh. af 1. síðu.) inn og verðbréfin voru sett í trausta kassa og flutt yfir At- lantshafið í orustuskipinu „Revenge“ og síðan komið fyr ir í mikilli neðanjarðarhvelf- ingu í Kanada. Fyrsta send- ingin var send með beitiskip- inu „Emerald“, sem lagði úr höfn frá Grannock í Vestur Skotlandi. Voru kassarnir sendir með sérstakri lest frá London og var hafður sterk- ur hervörður um lestina. Á leiðinni til Kanada lenti skip- ið í fárviðri og varð aðskila við fylgdarskip sín. Sigldi beitiskipið með 22 hnúta hraða yfir hafið og var í stöð- ugri hættu af kafbátum Þjóð verja. „Emerald“ kom til Mont real 21. júní og þar var hinn verðmæti farmur iosaður. inbinnið Framhald af 1. síðu, Iðnþingið felur stjórn Lands- sambandsins að vinna að því að flutt verði fræðsluerindi í út- varpið um nýjungar á sviði iðn aðarins einu sinni í mánuði, vetrarmánuðina á ári hverju. Jafnframt að stjórn Landssam- bandsins semji við Ríkisútvarp ið um, að þau fáist greidd þann ig, að það sé Landssambandinu kostnaðarlaust. Úr stjórn Landssambands Iðn aðarmanna áttu að ganga Guð mundur Halldórsson og Vigfús Sigurðsson, og voru þeir báðir endurkjörnir. í varastjórn voru kjörnir: Guðm. H. Guðmundsson, Guð jón Magnússon, Gunnar Björns son, Gísli Ólafsson. Þóroddur Hreinsson. Samþykkt var að sæma Kjartan Ólafsson, múrarameist ara, heiðursmerki iðnaðar- manna úr silfri. Indriði Helgason þakkaði stjórn Landssamband Iðnaðar- manna, fyrir störfin á liðnu ári, hvernig hún hefði gætt hags- muna iðnaðarmanna og hvern- ig hún hefði lagt málin fyrir þingið. Þá þakkaði hann forseta þingsins fyrir góða fundar- stjórn en þingheimur tók urid ir með ferföldu húrrahrópi. Forseti Landssambands iðn- aðarmanna flutti þingfulltrúum þakkir fyrir störfin á þinginu og óskaði þeim góðrar heimferð ar. Það var mjög fallegt í Hlíð. Hlíð var fremsti bærinn í dalnum. Dalurinn hét Skriðudalur. Hann var grösugur. Það var gaman að eiga þar heima á sumrin, en á veturna þótti það leiðinlegra, því ekki sá sól langan tíma vetrar. Hlíðarnar voru háar beggja rnegin dalsins, Það var altítt, að bæirnir og útihúsin færu 4 kaf í snjó á hverjum vetri. En ein var bót með bóli, skíðafæri brást sjaldan. og nóg- ar voru brekkurnar. Unglingarnir skemmtu sér líka óspart á skíðum. Þeir fóru upp á hábrúnir og renndu sér svo niður á jafnsléttu og langt niður eftir á. Sumir þorðu ekki nema upp í miðjar hlíðar, það voru þeir, sem ekki kunnu vel á sldðum. Fullorðna fólkið varð að skemmta sér við daglegu störf- in. Það var alltaf að vinna, alltaf önnum kafið. Aðeins á -sjálfum jólunum skemmti það sér Yið spil, þegar kveld var komið og búin voru fjósaverk og önnur úti- störf. Bóndinn í Hlíð hét Gísli. Hann þótti vinnuharður mjóg. Aldrei gat hann séð neinn iðjulausan. Þegar piltarnir komu inn á kveldin, urðu þeir undir eins að fara að tæja, kemba, í DAG er fimmtudagurinn 27. október 1955. FLUGFERÐIR Flugfélag' íslands h.f. Millilandaflugvélin Sólfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 18.15 í kvöld frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, og Vestmannaeyja. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hofnafjarðar, ísafjarðar, Kirkju bæjarklausturs og Vestmanna- eyja. Loftleiðir h.f. Saga millilandaflugvél Loft- leiða er væntanleg kl. 07.00 frá New York. Flugvélin fer áleið- is til Gautaborgar, tlafnar og Hamborgar kl. 08.00. SKIPAU'ItETTIR Eimskip. Brúarfoss kom til Reykjavík- ur 23.10 frá Hamborg. Dettifoss fer frá Kotka 27.10 til Húsavík- ur, Akureyrar og Reykjavíkur. Fjallfoss fer frá Akureyri í dag 26.10. til Aðalvíkur, ísafjarðar og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reyðarfirði 25.10. Væntan- legur til Keflavíkur um mið- nætti í nótt 26.10. Fer þaðan til Akraness og Reykjavíkur. Gull foss fer frá Kaupmannahöfn 29. 10. til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá Reykjavík kl. 21 í kvöld 26.10 til Keflavíkur. Reykjafoss fór frá Hull 24.10. til Reykjavíkur. Selfoss fer frá Rotterdam 26.10. til Reykjavík- ur. Tröllafoss fór frá New York 18.10 til Reykjavíkur. Tungu- foss fór frá Reyðarfirði 14.10 til Napoli, Genova, Barcelona og Paiamos. Drangajökull fer frá Antwerpen 29.10 til Reykja- víkur, Skipadeild S.Í.S. Hvassaíell er væntanlegt til Ábo í dag. Arnarfell er væntan legt til New York á mánudag. Jökulfell er í Álaborg. Dísarfell fór í gær frá Rotterdam til Rvík ur Litlafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Helgafell er á Seyð- isfirði. HJÓNAEFNI S.l. laugardag opinberuðu trú lofun sína ungfrú Guðrún Sjöfn Janusdóttir verzlunarmær, Sam túni 32 og Kjartan Kjartansson vélstjóri, Bragagötu 25. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Gunnarssundi 6, Hafnarfirði og Bedúel Bedúels- son, Hverfisgötu 82, Reykjavík. * Sigurður Guðmundsson, , hinn vinsæli og góðkunni dans- j kennari er um þessar mundir áð | hefja danskennslu sína, en hann j hefur stundað danskennslu und ; anfarin 35 ár. Sigurður tekur bæði börn og fullorðið fólk í [ einkatírna og kennir bæði gömlu og nýju dansana. Ha ilgrímsmessan. Hátíðamessa fer fram í kvöld ld. 8.30 í Hallgrímskirkju til minningar um séra Hallgrím Pétursson. — Séra Sigurjón Þ„ Árnason predikar, séra Jakob Jónsson þjónar fyrir altari og Kristinn Hallsson syngur. Frá Kvenfél. Ilaílgrímskirkju, Þar sem ekki verður merkja- sala á hinum lögskipaða merkja söludegi kvenfélagsins þann 27. október (vegna innanfélags happdrættis) biðjum við þá, sem hefðu keypt merki okkar að láta ITallgrímskirkju njóta þess við guðsþj ónustuna í kvöld kl, 8.30. iíl Útvarpið 20.30 Útvarpshljómsveitin; þó: arinn Guðmundsson stjórna Ballettmúsík úr „Faust“ ef ir Gounod. 20.50 Biþlíulestur: Séra Bjar: Jónsson les og skýrir Postul: söguna; I. lestur. 21.15 Tónleikar: Sónatína í { moll fyrir fiðlu og píanó o; 137 nr. 3 eftir Schuþert. 21.30 Útvarpssagan: „Á bökl um Bolafljóts“; VI. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Sinfónískir tónleikar í plötum. 22.50 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.