Alþýðublaðið - 02.12.1955, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.12.1955, Blaðsíða 1
Hvað tekur við eftir stjórnartíð Adenauers, sjá 5. síðu. XXXVI. árgangur Föstudagur 2. desember 1955. 256. tbl. Grein um ævisögu Schweitzer á !. síðu. „Heyramáek erkibiskups boð en ráðinn er ek iathalda hannate TALIÐ, AÐ EISEH- HOWER 6EFI KOST Á SÉR SEM FORSETA, í WASIIINGTON er nú tal- ið, að Eisenhower forseti muni gefa kost á sér til forseta aít- ur, þrátt fyrir hjartaslagio, sem hann fékk fyrir nokkrn. Menn hafa dregið þessa á- lyktun af yfirlýsingu, sem Le- onard Hall framkvæmdastjóri repúblikanaflokksins gaf efíir samtal við forsetann, þar scm liann sagði, að hann færi frarn, ef heilsan leyfði. Er talið, að hin versnandi sambúð austurs og vesturs upp á síðkastið muni eiga mestan þátt í því, að Eisenhower geíi kost á sér á ný. * Menn skyfdu hafa þessi ©ré Jérss LGftssonar í Odda hugföst í samskipt- um við aörar þjóflir, sagös Haiiciér an ■ 1. desemberræóu ssnrsi í gær. HÁTÍÐAHÖLD STÚDENTA 1. desember fóru fram með svipuðu sniði og verið hefur. Aðalræðu dagsins flutti nóbels- verðlaunaskáldið H. K. Laxness, en þar sem skáldið er nú á leið I til útlanda var ræðan flutt af segulbandi, og var henni útvarpað i kl. 13,30. Ræddi H. K. Laxness fyrst og fremst um sjálfstæði þjóðarinnar og varðveizlu þess. AFSTAÐA ÞJÓÐARINNAR Sjálfstæðið er fyrst og fremst í höndum þjóðarinnar sjálfrar, sagði Laxness. Það skiptir ekki mestu máli hvort erlendur her er í landinu eða ekki. Það, sem allt veltur á, er afstaða þjóðar- innar til hersetunnar. Þegar menn glata manngildi sínu og þora ekki að fylgja því, sem þeir telja sannast og réttast af ótta við að það kunni að kosta Sally White og Þuríður Pálsdóttir. Vetnissprengmg Rússa: Áhrifa af vefnissprengingu Rú hefur orðið vart víða í Evrópu í Frakklandi er geisSun í loftinu sjö- faít meiri en eðlilegt er talið. ÁHRIFA af vetnissprengingu Rússa hefur nú orðið vart víða í Evrópu. Mælingar, sem farið hafa fram í Danmörku, Þýzka- , , . _ ekki eytt í oþarfa og munao. landi, Hollandi og Frakklandi, sýna, að geislun í loftinu hefur En hættulegast væri ef þjóðin aukizt að mun, og hefur þessi geislun mælst mest í Frakk- hætti að vinna sjálfri sér. landi, en þar var hún sjöfalt meiri en eðlilegt er talið. ilar í London hafa hvorki viljað játa eða neita því, að fyrir dyr- um standi í Bretlandi víðtækar rannsóknir á geislavirku ryki, sem flugvélar verða látnar safna saman í mikilli hæð. j þá stöðuna, eða verða til þess j að þeir fái ekki lán, þá fvrst er sjálfstæði þjóðarinnar í veru- legri hættu. Kvað Laxness þjóðinni hollt að muna orð I Oddaverjans, sem lézt mega [heyra boðskap erkibiskups, en vera staðráðinn í að hafa hann að engu, — og hafa það svar á reiðum höndum við hvern er- lendan erkibiskup, sem seildist hér til valda og áhrifa. RÁÐSTÖFUN VINNUAFLSINS Skáldið benti á það, að vinnu aflið væri grundvöllur hvers þjóðarhagkerfis. Væri því að miklu leyti varið til óarðbærra starfa, mundi vá fyrir dyrum. Islenzka þjóðin hefði nú vfir að ráða tækni til jafns við flest ar þjóðir og meiri en margar aðrar. Bæri sízt að lasta tækn- ina, en því aðeins kæmi hún að tilætluðum notum, að henni væri beitt tii að efla þjóðarhag og afrakstri aukinna afkasta æikulýðstónleikum 3. des. Frú Þuríður Pálsdóttir syngur einnig á tónleikunomi, sem haldnir eru tiS styrktar fyrir KrabbameinsféSagið. I TÓNLISTARFÉLAGIÐ og Krabbameinsfélag Reykjavíkur J efna til æskulýðstónleika í Austurbæjarbíói annað kvöld kl, 7." Miðar eru seldir á aoeins 10 krónur og rennur aiiur ágóði af | tónleikunum til Krabbameinsfélagsins. Á tónleikunum kemur fram 14 ára gömul, amerísk stúlka, er mun leika á píanó, og frú Þuríður Pálsdóttir syngur með undirleik frú Jórunnar Viðar. Ameríska stúlkan heitir Sally Wlrite og mun hún hafa byrjað að leika á píanó 5 ára gömul og hefur spilað æ síð- an. Hyggst hún halda píanó- leik sínum áfram, en tefst nú nokkuð frá námi sínu, en hún er nú í menntaskóla. Hins veg- ar ætlar hún að helga sig pí- anóleik, er hún hefur lokið námi. Hér verður hún í viku ! að þessu sinni, en kemur sennilega aftur í sumar. Á tónleikum á morgun mun hún leika tvö verk, Partítu eft ir Bach og Sónata Patétique eftir Beethoven. Frú Þuríður mun syngja lög eftir Schubert, Grieg, Mozart, Durante, Jón Þórarinsson og Jórunni Viðar og mun hún ann ast undirleikinn. I fregnum frá París segir að franska kjarnorkurannsóknar- stöðin í París hafi skýrt svo frá, að geislun í loftinu þar hafi stigið og fallið á víxl að undan- förnu. Aðfaranótt föstudags óx geislunin í loftinu samkvæmt mælingaskalanum úr tölunni 1 og upp í 8, en á sunnudaginn minnkaði geislunin í loftinu aft ur niður í töluna 1. Aðfaranótt mánudags óx geislunin aftur í 6, og í þetta skipti var loftið lengur geislavirkt en stöðin hefur áður mælt við slíkar sprengingar. VART VIÐ GEISLUN í ÞÝZKALANDI Prófessor Ottó Haxel við eðl- isfræðistofnunina í Heidelberg hefur skýrt frá því að vart hafi verið við geislun í loftinu þrjá undanfarna daga og hafi hún verið 3 prósent meiri en eðli- legt getur talizt. Álítur prófess- orinn að geislaaukning þessi stafi af vetnissprengingu í Rúss landi, sem mun hafa farið fram í kringum 18. nóvember. Þá segir ýfregnum frá Hol- landi, að menn hafi þar orðið varir við, að geislun í ioftinu hafi aukizt þar til muna undan farna þrjá daga. Opinberir að- EF KINVERJAR í lok ræðu sinnar tók Kiljan það dæmi þess, að þá fyrst reyndi á sjálfstæði hverrar þjóðar ef erlendar þjóðir sýndu (Frh. á 7. síðu.) Fimm tígrisdýr réðust á mann, horíði á tamningu þeirra E'IMM tígrisdýr réðust s.l. þriðjudag á mann, sem var að horfa á tamningu þeirra í búri í vetrarbúðum Benne- weis sirkussins í Kaupmanna höfn. Særðist maðurinn illa, en er ekki talinn í lífshættu. Maður þessí heitir Mikkel- sen og keppti m. a. fyrir Dani í reiðmennsltu á Olympíu- leikunum í London 1948. Komst hann þar mjög nærri því að vinna gullverðlaurta- peninginn í sinni grein. Hann mun nú starfa við sirkusinn og hafði hann nokkrum sinn- um látið í ljós ósk um að fá að koma inn í búr og fylgjast með íamningu tígrisdýranna. Fékk hann svo leyfi til þess s.l. þriðjudag. Er hann stóð þarna og horfði á eiganda sirkussins og tamningamann- inn fást við dýrin, fékk eitt þeirra skyndilega áhuga á honum og fór að hnusa að honum. Hann mun hafa staðið grafkyrr með hendur í vösum og ekki látið nokkurn bilbug á sér finna. Allt í einu stökjí svo dýrið aftan á hann, beit í hann og stökk með hann 3—4 hringi um búrið. Við þetta æstust hin dýrin upp og stukku öll á manninn. Eigand inn og tamningamaðurinn þutu þegar í stað til og réðust á dýrin með pískum sínum og gátu fíjótlega rekið þau frá Mikkelsen, seni þá var búinn að missa meðvitund. Voru þá dýrin búin að bíta hann á 15 eða 16 stöðum. Föiire, íorsætisráðherra Frakka, rekinn úr radíkala flokknum Miðstjórn flokksins mótmælti með því hugmynd hans um að rjófa þing. . MIÐSTJÓRN radíkala flokksins í Frakklandi hélt fund í París í gær og var samþyltkt þar að víkja Edgar Faure forsætis- ráðherra úr flokknum. Var þetta gert í mótmælaskyni við þá ákvörðun Faures og stjórnar hans, að rjúfa þing og efna til i kosninga á næstunni. Eftir þetta eru engin tvímæli á um það, hver er sterkasti maður radikala flokksins. Það er Mendes-France, hinn ný- kjörni varaformaður flokksins, sem hefur gagnrýnt harðiega tilraunir Faures til að koma á kosningum fyrr en lög gera rá* fvrir. Vill Mendes-France fá tíma til að endurskipuleggj a flokksstarfið og koma stuðnings mönnum sínum í framboð. Fimm ráðherrar í stjórn Faures, sem allir eru úr radí- kala flokknum, báðust í gær lausnar af sömu ástæðu, en Faure kvaðst ekki geta tekið lausnarbeiðnina til greina, fyrr en hann hefði talað við C-oty forseta. Ekki var búið að gefa út for- setabréf um þingrof 1 gærkveldi og heimta jafnaðarmenn, að þingið verði kallað saman til fundar áður en þingrofið fer formlega fram, til þess að ræða : kjördæmamálið. Er taiið, að með þessu vonist þeir til að geta tafio þingrofið svo, að ekki komi til kosninga fyrr en á þeim tíma, er þær eiga að fara fram samkvæmt venju. Blaðamannafélag Islands heldur fund í dag kl. 1,30 e. h. í Edduhúsinu við Lindargötu. Samningarnir. — Fjölmennið stundvíslega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.