Alþýðublaðið - 04.01.1956, Blaðsíða 3
Miðvikutlagur 4. janúar 1ÍÍ56
A I fr ý S ub Ia S 13
AfmæEiskveðja yfirvalda tíf
aamallar konu
GAMLA KONAN fékk á-
byrgðarbréf á gamlársdag. Nú,
einhver hefur munað eftir af-
mælinu mínu á morgun, hugs-
aði hún og opnaði bréfið.
Vonbrigðin voru sár og mikil.
Afmælisgjöf var það ekki, held
ur eftirfarandi bréf:
„Skrifstofa borgarfógeta.
Skattheimta.
Nýja Arnarhvoli.
Með því að þér skuldið enn
eftirtalin gjöld, hefur tollstjór-
inn í Reykjavík krafizt þess, að
gert verði hið fyrsta lögt.ak hjá
yður til tryggingar greiðslu
gjaldanna, sem eru:
Þinggjald no. 1969 1955 23,00
Þinggjald no. 1938 1954 16,00
Dráttarvextir 2,00
Samtals kr. 41,00
auk áfallandi dráttarvaxta og
kostnaðar við lögtakið og eftir-
farandi uppboð, ef til kemur.
Með tilvísun til framanritaðs
■ og skv. heimiid í 7. gr. laga nr.
29, 16. des. 1885, sbr. 2. gr. laga
rtr. 108, 28. des. 1950, ákveður
fógeti hér með að byrja lögtaks
■gerðina til tryggingar framan-
greindum gjöldum í skrifstofu
■sinni og stefnist yður hér með,
að viðlagðri ábyrgð að lögum,
til að mæta á 3. hæð í Nýja
■Arnarhvoli, herbergi nr. 11,
-sem fyrst og í síðasta lagi 8.
nóvbr. n.k. er gerðin verður
tekin fyrir.
Reykjavík, 1. nóvbr. 1955.
Þar sem kvaðningu þessari
hefur ekki verið sinnt, verður
viðkomandi sóttur af lögregl-
unni, hafi hann ekki mætt fyr-
ir 5/1 ’56 n.k.
Lögreglustjórinn í Rvík,
29/12 ’55.
Sigurjón Sigurðsson.“
Hún kom til mín og sagðist j
ekki vilja láta lögregluna taka '
sig — hún vildi ekki láta setja
sig í tugthúsið.
Hún sendi strax þessar krón-
ur til Tollstjóraskrifstofunnar,
enda þótt hún hefði ekki úr
miklu að spila. — En hún get-
ur ekki skilið, af hverju hún á
að greiða skatta — hún á engar
eignir og tekjur hefur hún eng-
ar, nema ellilífeyri, sem- þó
hrekkur ekki til fyrir vistgjaldi
hennar.
Þeir eru fleiri en þessi hálf-
níræða kona,. sem ekki skilja
hvers vegna verið er að elta
uppi gamalmenni með hótun
um að láta lögregluna sækja
það vegna greiðslu á nokkrum
krónum — gamalmenni, sem
ekkert eiga og engar tekjur
hafa, nema ellilaunin. — Ef
þetta eignalausa og fátæka fólk
á eitthvað að borga — er þá
ekki heppilegra að taka þá
greiðslu af ellilaununum, eða
beint úr bæjarsjóði, heldur en
að vera að hrella þessa vesa-
(Frh. á 7. síðu.)
lliiil'illlilllíillilllliliTf A N-N E S Á II O R N I N Uli
VETTVANGUR DAGSINS
LEÐUR - GÚMMÍ - STRI6I
DÖMUSKÓR, HERRASKÓR, INXISKÓR
STRIGASKÓR, BOMSUR, GÚMMÍSTÍGVÉL
VEIÐISTÍGVÉL, SJÓSTÍGVÉL
HERRA SOKKAR.
ALLT NÝJAR VÖRUR
MIKILL AFSLÁTTUR
ALLT Á AÐ SELJAST
KltOSSGÁTA. Nr. 950.
Frábær leiksýning — Lifir lengi með manni —
Þjóðleikhúsið og stjórn þess — Svartsýnir leið-
togar — Merkar ræður nú og fyrir nokltrum ára-
tugum — Færri tiiheyrcnclur og minni áhrif. —
Of mikið talað — Varnarorðin kafna í mælgi oltkar
EFNI JÓNSMESSUNÆTUR-
ÐRAUMS Shakespeares er ekki
mikið, en leikritið lifir í manni,
ógleymanlegt og ilmríkt, maour
lítur bjartari augum á tilveruna
eftir að hafa séð það, maður fer
úr leikhúsinu glaður og: ánægð-
ur, ekki aðeins með það, sem
• maður hefur séð á sviðinu, held
ur og með allt og alla.
ÞARNA ER IIIÐ MIKLA gildi
fólgið í ritum hins enska önd-
vegisskálds. Það fylgir þeim eitt
hvað, sem er hafið yfir allt ann-
að. Svona eru miklir listamenn,
þannig er listin sjálf í allri sinni
dýrð, maður getur ekki gert sér
. íyllilega grein fyrir því, hvað
veldur- þessum áhrifum, maður
finnur þau, það er eins og þau
endurfæði mann, lyfti manni
upp yfir daginn og darraðar-
dans hins gráa hversdagsleika.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir hvert
listaverkið á l’ætur öðru. Þeg'ar
ég sá í deiglunni fannst mér það
vera ein tilkomumesta leiksýn-
ing, sem ég haföi séð. Nú finnst
rnér þetta sama um Jónsmessu-
næturdraum. Það er ekki hægt
að neita því, jafnvel þó maður
sé fullur af illvilja gagnvart
stjórnendum Þjóðleikhússins,
eins og sumir virðast vera, að
stjórn leikhússins hefur tekizt
vel. Það hefur sýnt fjölmörg
frábær leikrit, sýningar hafa yf
iríeitt tekizt mjög vel, og fjöld-
inn sækir leikhúsið svo að jafn
vel einsdæmi er um nokkra aðra
þjóð. Einnig það er órækur vott-
ur um það, að vel hefur tekizt.
LEIÐTOGAR ÞJÓÐARINNAR
virðast vera nokkuð svartsýnir
um þessi áramót. Forsætisráð-
herrann var það og biskupinn
ekki síður. Stjórnmálaleiðtog-
arnir voru það líka í áramóta-
greinum sínum. Það kenndi
einna mestrar bjartsýni og hlýju
í áramótaræðu forsetans, — og
þess vegna minnist ég á hana
síðasta í röðinni, en ekki af því
að hún hafi verið sú sízta, þvert
á móti.
BISKUPINN FLUTTI varn-
aðarorð og það gerði forsætis-
ráðherra líka. Ég fór að hugsa
um það meöan ég hlustaði á
biskupinn, að slík ræða hefði
þótt mikill viðburður fyrir þrem
ur fjórum áratugum, en nú
þykja merkar ræður ekki mikl-
um tíðindum sæta og þess vegná
verða áhrif þeirra ekki mikil.
Hvers vegna? Áreiðanlega
vegna þess að við tölum of mik-
ið. Ræður glymja i eyrum okk-
ar á hverjum degi, en þannig
var það ekki áður. Þegar Gestur
Pálsson flutti fýrirlestur sinn
um lífið í Reykjavík, þótti hann
mikil tíðindi og skipti mönnum
í flokka. Þó að snjall rithöfund-
ur og ræðumaður flytti fyrirlest-
ur nú um sama éfni, myndi hann
ekki vékja neina athygli. Þá tal-
aði Gestur í Góðtemplarahúsinu
fyrir í rnesta lagi 100 áheyrend-
um. Nú mundi hann flytja hann
í útvarpið fyrir hundrað þúsund
áheyrendum, en áhrifin yrðu
hundrað þúsund sinnum minni.
Svona er allt breytt.
Iíannes á horninu.
Lárétt: 1 sólskin, 5 spyrja, 8
hóta, 9 rúmmálseining, sk. st.,
10 líffæri, 13 jökull, 15 skor-
dýr, 10 gælunafn, 18 svelta.
Hér meS er auglýst eftir
framSiðsíisf
(S
við ltosningu á 5 mönnum í stjórn Fi-kimatsveinadeildar
S.M.F., ásamt janfmörkum varamcinnunt og 5 fullírúum
á aðalfund Sambands matreiðslu a/ framreiðslumanna.
Framboðsfrestur er til kl. 12 á hacíegi hinn 20. jan-
úar n.k. Framboðslistum með rnir.r. . 10 íullgildum með
mælendum, skal skilað í skrifstofu S.M.F. Vonarstræti 8,
Lóðrétt: 1 sjóhrakningar, 2
rót, 3 mjúk, 4 mót, 6 bíta, 7 með
tölu ef., 11 lágt hljóð, 12 tómt,
14 fjúk, 17 mynni.
Lausn á krossgátu nr. 949.
Lárétt: 1 tildur, 5 asni, 8 rusl,
9 dl, 10 rjól, 13 es, 15 óðar, 16
Lára, 18 rindi.
Lóðrétt: 1 torvelt, 2 iður, 3
las, 4 und, 6 slóð, 7 illra, 11 jór,
12 l'and, 13 sár, 17 an.
í síðasta lagi fyrir kl. 12, 20. janúar.
Kjörst jórn.m.
Móðir okkar
GUÐLAUG S. GUÐBRANDSÐÓ/TIR
andaðist að Elli- og hjúkrunafheimílinu Grund. aðfaranótt 2.
janúar.
Guðbjörg BencdiktsdóttG .
Óskar Benediktsson
MARGRÉT ÓLAFSÐÓTTiK
andaðist 1. janúar síðast liðinn. að
Fýrir hönd vandamanna
Vigfús .Vigfússon.
isBmsitiíiiiBiitiasntiiisuM