Alþýðublaðið - 04.01.1956, Blaðsíða 4
A l þ ýð u bIad id
MiSvikudagur 4. janúar lí!5t>
Útgefandi: Alþýðuflok\urtnn.
Ritstjóri: Helgi Scemundsson.
Fréttastjórí: Sigvaldi Hjálmarston.
Biaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 49Q1 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusíml: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu &—10.
Asþríftarverð 15JJ0 á mánuðl. í lausesðltt 1J)0.
Kveinstafir MorgunhlaSsins
UNDANFARIN ÁR hefur
Gylfi Þ. Gíslason öðru hvoru
skrífað greinar um íslenzk
stjómmál og efnahagsmál í
aðalmálgagn danska Alþýðu
flokksins, S'ocial-Demokrat-
en. Líklega hefur Morgun-
blaðinu verið kunnugt um
þetta, þótt því hafi ekki
fundizt það fréttnæmt fyrr
en nú, að Gylfi hefur skrifað
grein fyrir þetta blað, þar
sem m. a. er sagt frá álykt-
unum síðasta flokksstjórnar-
fundar Alþýðuflokksins og
tilboði hans til Framsóknar-
flokksins og Þjóðvarnar-
flokksins um samstarf í
næstu kosningum og stjórn-
armyndun að þeim loknum,
ef meiri hluti ynnist. Þetta
eru staðreyndir, sem öllum
xslenzkum blaðalesendum
eru löngu kunnar, en samt
heimskar Morgunblaðið sig á
að láta eins og hér sé verið
að skýra frá einhverjum
leynisamningum í erlendu
blaði!
Morgunblaðinu þykir Gylfi
hafa gert allt of mikið úr á-
greiningi stjórnarflokkanna,
segir greinina „villandi“ og
„ranga“, setur upp valds-
mannssvip og segist verða
„að átelja þessa hálfu sögu
og rangfærslur“!! Alþýðu-
blaðið hefur séð þessa grein.
Er hún algerlega hlutlaus
frásögn af viðhorfinu í ís-
lenzkum stjórnmálum við
lok síðasta árs. Engar ádeil-
ur er þar að finna á nokkurn
íslenzkan stjórnmálaflokk.
Er engu líkara en hræðsla
Morgunblaðsins við samstarf
lýðræðissinnaðra andstæð-
inga íhaldsins sé orðin svo
mikil, að dómgreind þess sé
gersandega rokin út í veður
og vind.
Annars er furðulegt, að
Morgunblaðið skuli fordæma
mörgum orðum þá hugmynd,
að Alþýðuflokkurinn taki
upp kosningasamvinnu við
aðra flokka. Ihaldinu ferst
ekki að láta svona. Það hefur
sem sé eitt íslenzkra stiórn-
málaflokka látið af þessu
verða — og meira að segja
tvisvar sinnum. Fyrst gekk
það til samvinnu við Frjáls-
lynda flokkinn og síðar
Bændaflokkinn. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur þannig tam
ið sér þá bardagaaðferð, sem
Morgunblaðið telur hneyksl-
anlega í fari annarra. Kosn-
ingasamvinna er með öðrum
orðum sjálfsögðu og ágæt,
þegar hún "éykur sigurvonir
íhaldsins, en fordæmanlegur
níðingsskapur, ef því stafar
hætta af henni. Þetta sýnir
betur en nokkuð annað, hvað
Sjálfstæðisflokkurinn er
sjálfselskur og einþykkur.
Hér fer svo sem ekki mikið
fyrir hinni marglofuðu kenn
ingu um framboðið og eftir-
spurnina!
íhaldið myndi ekki hika
við að taka upp kosninga-
samvinnu, ef einhver vildi
Ijá því lið til að reyna að ná
hreinum meirihluta á al-
þingi. En það er smám sam-
an að einangra sig í íslenzk-
um stjórnmálum með svip-
uðum hætti og kommúnist-
ar. Eina von þess er sundr-
ung andstæðinganna. Og
þegar lítur út fyrir, að hún
verði látin víkja fyrir nauð-
syn þess að koma á farsælla
stjórnarfari, þá ætlar Morg-
unblaðið að tryllast. Alþýðu-
flokkurinn telur hins vegar
skyldu sína að reyna að
breyta viðhorfum stjórnmál-
anna þannig, að íhaldið hafi
ekki lengur úrslitaáhrif. Sú
tilhugsun er auðvitað ekki
skemmtileg fyrir Morgun-
blaðið. En því væri sæmra
að bera sig mannalega held-
ur en að missa stjórn á skaps
munum sínum og kveinka
sér eins og það sé kreist og
kvalið. Þessi tilraun er í al-
geru samræmi við leikreglur
lýðræðisins og ætti sízt að
vera þyrnir í augum þeirra,
sem freistað hafa sigurs með
sama hætti, þótt aðeins hafi
vonbrigði af hlotizt.
Handverkamennirnir leika fyrir hirð Þessevs.
Þjóðleikhúsiði
5 herbergi
og eldhús
til leigu í nýju húsi á bezta
stað í bænum. Tilboð ser.d-
ist afgr. Alþýðublaðsins
merkt: „Góð íbúð“ fyrir '6.
janúar.
Chevrolet
hifreið
Bel Air smíðaár 1954 til
sölu vegna brottfarar. Til-
boð merkt: Chevrolet send-
ist afgr. Alþýðublaðsins
fyrir 6. janúar.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
sýnir um þessar mundir ,Jóns-
messunæturdraum/ einn af
frægustu sjónleikjum Shake-
speare og sígilt viðfangsefní
allra helztu leikhúsa um víoa
veröld. Forráðamenn Þjóð-
leikhússins hafa gert flest sem
tök eru á til að sýning þessi
megi verða sem minnisstæð-
astur leiklistarviðburður og
ekkert til þess sparað, enda
mega þeir yfirleitt vera ánægð-
ir með árangurinn.
Um sjónleikinn sjálfan hefur
verið svo mikið rætt og ritað,
að ekki ætla ég mér þá dul að
bæta neinu þar við er nokkr-
um væri fengur að. Vita allir
að þarna er um að ræða eitt
af þeim snilldarverkum sem
mannsandanum hefur tekizt að
skapa, í sama flokki og sym-
fóníur Beethovens, þótt ólíkt
sé, málverk Rembrandts og
höggmyndir Angelos. Sá er þó
munurinn, að höggmynda og
málverka getum við notið
milliliðalaust og tónlistar í
túlkun hljóðfæraleikara, en
snilldarverka eins og „Jóns-
messudraumsins“ mega fæst
okkar njóta til fulls nema í
málrænni endursköpun þýð-
andans, og fara þá notin að
sjálfsögðu mjög eftir því hvern
ig sú endursköpun tekzt. Eg
hef, því miður, hvorki haft
tíma né tækifæri til að kvnna
mér þýðingu Helga Hálfdán-
arsonar á þessum vandmeð-
farna snilldarverki nerna sem
áheyrandi, og get því ekkert
um nákvæmni hans sagt, en
hún hreif mig sem sjálfstætt
verk fyrir ljóðræna kliðmýkt
og hrynjandi, og annarra orð
hef ég fyrir því, að frumtext-
anum sé þar svo vel fylgt sem
unnt er. Með þessari þýðingu
hefur því ekki aðeins íslenzlr-
um leikbókmenntum heldur og
almennum bókmenntum þjoð-
arínnar bæzt verk sern mikill
slægur er í, og ber skylda til
að gefa slík verk út í bókar-
■ formi.
I Óhætt virðist því að fullyrða
(að ekki hafi Þjóðleikhúsið
getað valið betri þýðanda, —-
enda hefur Helgi áður gengið
til glímu við Shakespeare á
j þess vegum og tekizt með af-
; brigðum vel. Til að ánnast
j leikstjórn var kunnur brezkur
Shakespeareleikari og leik-
stjóri, Walter Hudd að nafni,
. hingað ráðinn. Er slíkt athygl-
ísverð viðleitni af hálfu for-
ráðamanns leikhússins og í
rauninni sjálfsögð. Það þvkir
hljómsveitum rnjög æskilegt
til aukins þroska og bættrar
tækni að fá erlenda snillinga
til að stjórna einum og einum
hljómleikum, og enda þótt. tón-
listin sé alþjóðamál en leik-
listin ekki nema að nokkru
leyti, er þetta þó að ýmsu sam-
bærilegt. Vitað er og að brezk-
ir leikstjórar eru sérfræðingar
þegar um Shakespeare er að
ræða og því ekki í kot leit.að
um aðstoðina. Það kom líkn
fljótt í Ijós, þegar tjaldið hafði
verið dregið frá, að þarna hafói
sá maður að unnið, sem kunni
vel til verksins, og er það þó
ekki sagt íslenzkum leikstjór-
um til hnjóðs sem oft hafa
sýnt og sannað að þeim er trú-
andi fyrir stórbrotnum og
vandasömum viðfangsefnum.
Eg tek fram, að ég hef ekki
séð þennan sjónleik á erlendu
leiksviði og get því engan sam-
anburð gert: Það sem fyrst og
fremst vakti athygli mína var
óvenju hnitmiðuð, og á stuntí-
um djörf staðsetning leikenda,
bæði í hópatriðum og þegar
færra var á sviðinu, hnitmið-
aðar og hraðar hreyfingar,
hraði og þó ýti’asta nákvæmni
í leik. Allt má þetta teljast
brezka leikstjóranum til tekna.
Allur sviðsbúnaður og tjöld
'er með óvenjulegum glæsi-
brag, en það starf hefur Lárus
Ingólfsson unnio samkvæmt
brezkum teikningum, — einn-
ig var klæðnaður leikenda í-
burðarmikill og skrautlegur
þar sem það átti við. Þá lætur
og Hallgrímur Bachmann ekki
sitt etfir liggja hvað ljósa-
leikinn snerti, en dr. Victor
jUrbancic stjórnar hljómsveit-
inni af fjöri og þrótti, sem
honum er eiginlegt. Allt var
þetta undir yfii'stjórn leikstjói'-
ans og allt fellt í skorður af
smekkvísi, kunnáttu og ná-
kvæmni.
Aðalatriði leiksins, framsögn
in, leiktjáningin í formi hins
talaða orðs, var vitanlega einn-
ig undir stjórn leikstjórans, en
þar stóð hann hallari fæti en
hljómsveitastjórar, þar þrýtur
^hið alþjóðlega tjáningarmál
leiklistarinnar. Sjálfur telur
.hann það hafa orðið sér mik'.!-
væga hjálp hve nákvæmlega
þýðandanum hafi. tekizt að'
fylgja frumtextanum. Engu að
j síður virðist mér sem þarna
hefði mátt til muna bæta,
þótt leikstjóranum verði ekki
um kennt. Framsögnin var að
ýmsu leyti ekki nægilega sam-
ræmd, margir leikenda virðast
ljóðformi leiks lítt vanir,
' suma skorta brageyra til að
(haga áhei’zlum samkvæmt
' stuðlum, höfuðstöfum og
(hrynjandi, en að sjálfsögðú
jVerður að taka fyllsta tillit til
slíkra sérkenna Ijóðmálsins,
j enda þótt framsögnin sé ekki
, strangbundin ljóðforminu. Aðr
-ir leikendur kunnu hins veg-
' ar öll skil á sérkennum Ijóð-
málsins, sumir þeii’ra sveigðu
það nokkuð til framsagnar ó-
Ibundins máls, en miðuðu þó
áherzlur við sérkenni þess, aðrir
. höguðu framsögn sinni sem
þsir læsu ljóð. Auk þessa ó-
samræmis, sem íslenzkur leik-
jstjóri — eða aðstoðarstjóri —
, mundi hæglega hafa getað ráð-
, ið bót á, efast ég ekki um að
mörgum leikenda hefði orðxð
mun meira úr texta sínum und-
1 ir slíkri handleiðslu. Þá ber og
j annað til, leikendur höfðu
mjög skamman tíma til æfinga
! og lætur að líkum, að meiri á-
I (Frh. á 7. síðu.)
í álfheimum.