Alþýðublaðið - 07.01.1956, Qupperneq 6
AlþýSublaSIS
Laugardagur 7. janúar 1956
Vaskir bræður
(All the Brothers Were
Valiant).
Ný spennandi bandarísk
stórmynd í litum, gerð eftir
frægri skáldsögu Bens Ames
Williams.
Aðalhhitverk:
Robert Táylor
Stewart Granger
Ann Blyth.
Sýttd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð bömum innan 14 ára
AUSTUR-
BÆJAR BIÖ
Lucretia Borgia
Heimsfræg, ný, frönsk stór-
mynd í eðlilegum litum,
seon er talin einhver stór-
fenglegasta kvikmynd
Frakka hin síðari ár. í flest-
óm löndum, þar sem þessi
kvibmynd hefur verið sýnd,
hafa verið klipptir kaflar úr
feenni, en hér verður hún
sýnd óstytt. Banskur skýr-
iögartexti.
Marííne Carol
Petro Armenariz
Bönnuð börnum innan
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HVÍT J ÓL
WHITE CHRISTMAS
ffý amerísk stórmynd í lit-
m.
Tónlist: Irving Berlin.
Leikstjóri: Miekael Eurtiz.
Þetta er frábærlega skemmti
leg mynd, sem alls staðar
hefur hlotið gífurlega að-
sókn. Aðalhlutverk:
Rittg Crosby
Danny Kaye
Rosemary Elonney
Sýnd kl. 5, 7 og 9,15
— 6444 —
Skrímslið í
Svartalóni
(The Greture fram Black
Lagoon)
Ný, spennandi. amerísk vís-
Lndaævintíramynd (Science
Fiction).
Richard Carlson
Júlía Adams
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HAFNAR-
FJARÐARBtÓ
— 9249 —
R E G í N A
REGINA AMSTETTEN
Ný þýzk úrvalskvikmynd.
Aðalhlutverkið leikur hin
fræga þýzka. leikkona
Luise Ullrích.
Myndin hefur ekki verið
sýnd áður hér á Iandí.
Danskur texti.
Sýnd kl. 7 og 9.
NYJA BfÓ
— 1544 —
Á hjarðmarmaslóðum.
(„Way of a Gaucho“)
Óvenju spennandi, ævintýra
rík og viðburðahröð ný ame
rísk litmynd, frá sléttum
Argentínu.
Aðalhlutverk:
Rory Calmoun
Gene Tierney
Bönnuð börnum yngri eu
14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLIBfÓ
— 1182 —
RORINSON CRUSOE
Aðalhlutverk:
Dan O’Heríiby
James Fernanáez
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Aukamynd:
Frá Nóbelsverðlauna-
hátíðinni í Síokkhóimi.
Hér kemur verðlaunamynd-
in ársins 1954 —
Á eyrirmi
(On the Wateríront)
Amerísk stórmynd, sem all-
ir hafa beðið eftír. Mynd
þessi hefur fengið 8. heið-
arsverðlaun og var kosin
bezta ameríska r. T.din árið
1954. Hefur alls staðar vak-
ið mikla athygli
Aðalhlutverkið fer hinn
rinsæli leikari með,
Marlou Bratiáo
Eva Maric Saint
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,10
tm
WÓDLEIKHOSID
S Jónsmessudraumur
$ eftir
^ IViIliam Sbakespeare.
S sýning í kvöld kl. 20.00
S
S Uppselt.
S
S í deiglunni
• sýning sunnudag kl. 20.00
• Næst síðasta sinn.
S
s Aðgöngumiðasalan opin
) frá kl. 13.15 til 20. Tekið á
Smóti pöntunum.
5 Sími 8-2345, tvær línur.
S
^ Pantanir sækist daginn
(fyrir sýningardag, annais
S seldar öðrum.
í
LEKFÉIAG
reykjavíkur:
Kjarnorka og
kvenhylli
Gamanleikur eftir
Agnar Þórðarson.
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala í dag kl.
16—19 og frá kl. 14 á’morg-
un. — Sími 3191.
Fáar sýningar eftir.
s
Filmía
sýnir áströlsku kvikmynd-
ma
iOver fanders
í dag og á morgun.
Sýningarskrá verður aí-
>
(hent við innganginn.
Ötbreiðið JtlþýSublaSiS
lœBnST"
HANS LYNGBY JEPSEN:
Drottning Nílar
iiir^-'’'
76. DAGUR
nnnifB
•y«y“*y*vv*.
Herra
$ 39 kr. settið
S Síðar buxur 24,50
^ Sokkar frá 8,50
Toledo
Fischersundi.
í salnum eru dauf og skipta í sífellu um lit. Skemmtiatriðin
fara fram hvert á eftir öðru af öryggi og festu og samkvæmt
nákvæmari áætlun. Dansarar og látbragðsleikarar flytja tákn-
ræna leikþætti. Milli þátta standa þeir í skipulögðum röðum
eins og fylkingar hermanna; við lítið borð á milli raðanna sit-
ur ungur maður með svart, hrokkið hár og hreyfir henduriiar
eins og sé hann að skrifa langa lista.
Er það satt, Marcus Antoníus, tekur Kleópatra til máls,
að meira en tvö þúsund nöfn göfugra Rómverja hafi staðið á
listunum, sem þið skrifuðuð þið Laviníus? Er það satt að
langflestir þeirra hafi misst lífið, æru og eignir, eftir að þið
Oktavían náðuð Róm á ykkar vald?
Skál er borin inn í salinn og látin á borðið fyrir framan
„skrifarann“ á miðju gólfi. Dansarar og látbragðsleikarar setj-
ast við langt borð; fyrir því miðju situr gervilegur maður og
við hlið hans dansmær nokkur með afskræmdum, djöfullegum
andlitsdráttum.
Er það satt, Marcus Antoníus, heldur Kleópatra áfram,
að þú hafir látið bera höfuð spekingsins og ræðusnillingSins
Ciceros alblóðugt inn í veizlusalinn, þar sem aftaka hans var
hátíðleg haldin? Er það satt, að Fulvía, sem þá var kona þín,
hafi gegnumstungið tungu hans með nálum og hrækt á haúa?
Getur það verið satt, að þú, sigurvegarinn, hafir hætt mót-
stöðumenn þína látna svo svívirðilega?
Hávaxin, ljóshærð dansmær stígur fram, stendur ein sér
á miðju gólfi, aðrir leikarar mynda hálfhring umhverfis haria.
Með hreyfingum, sem tákna djúpa sorg, nálgast hún Marcus
Antoníus, fellur á kné fyrir framan hann, eins og biðjist hún
vægðar, teygir handleggi í átt til hans, stendur á fætur, fellur
á ný á kné og hylur andlitið í höndum sér.
Sjá, Marcus Antoníus! Hin ljósa Oktavía bíður þín. Hún
biður þig koma á ný til Rómar, til þess að þú getir haldið á-
fram að drottna yfir ríkinu ásamt bróður hennar. Hún er fög-
ur og bíður þess eins að geta umvafið þig ljósum örmum!
Að loknu hverju atriði hefur Marcus Antoníus tæmt Bik-
ar sinn og þegar í stað rétt hann fram til þess að fá hann fyllt-
an á ný. En þegar hér er komið, fleygir hann bikarnum í gólf-
ið með þvílíku afli, að ein marmaraflísin sundrast og brotin
fljúga í ýmsar áttir. Svo stendur hann á fætur og yfirgefur
salinn.
En þá hina sömu nótt, þegar kyrrð ríkir á ný í konungs-
höllinni, gengur hann til herbergja drottningar. Varðmaður-
inn, sem blundar fyrir framan dyr hennar, verður hans var,
en Marcus Antoníus fleygir honum frá sér. Kleópatra er vak-
andi; hún situr á rúmi sínu, veizluklædd, eins og hún bíði
hans.
Þú hefur spottað mig í augsýn minna eigin manna! Þú
hefur af ráðnum hug valdið því, að nú er hlegið að mér ,um
þvert og endilangt Egyptaland!
Og þú! Var það ekki þú, sem spottaðir þá, sem eftir þér
beið! Hefur þú aldrei gert neina þá mannveru hlægilega, sem
bar traust til þín?
Gott, segir hann ákveðinn. Þá er jafnt á komið með okkur,
og við getum skilið að skiptum.
Hún stendur á fætur, þau standa hvort andspænis öðru,
eins og víghanar búnir til bardaga. Já, segir hún. Loksins!
Hann finnur hvernig reiðin sýður í honum, hvernig reiði
hennar æsir hann, og samtímis finnur hann fegurð hennar kalla,
hann finnur sem straum fara um líkama sinn og hendur hans
taka að skjálfa. Lampinn hjá speglinum að baki hennar var-par
á hana daufu ljósi, hún er grannvaxin og ógnarsterk. Fögur og
grönn og gædd andlegum og líkamlegum þrótti, sem hæfa
honum.
/
Eg sigli á morgun, segir hann.
Vinir þínir munu fagna komu þinni!
En hann veit þegar, að hann getur ekki yfirgefið hana,
og það veit hún líka.
Hvert augnablik, sem líður, gerir slíkt enn ómögulegra,
en hvorugt vill verða fyrri til að viðurkenna það, hvorugt
þeirra vill láta veikleika á sér merkja. En skyndilega og jafn-
snemma hafa bæði stigið eitt skref í áttina til hins, þau standa