Alþýðublaðið - 10.01.1956, Page 4
AlþýSublagjg
Þriðjudagur 10. janúar 1953.
Útgejandl: Alþýðuflokl(ttrtuu.
Ritstjóri: Helgi Scemundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundssom og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdótíir,
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslustmi: 4900.
Aiþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu S—10.
rAskriftarverð 15,00 á mánuði. t istusasðlm IjOO.
Niðurfœrsla - kauphœkkun
MORGUNBLAÐ-IÐ segir í
Reykjavíkuxbréfi sínu á
sunnudag, að Haraldur Guð
mundsson hafi í áramóta-
grein sinni afneitað stefnu
Alþýðuflokltsins og Alþýðu-
blaðsins í verkfallinu í vet-
ur — hann sé á móti kaup-
hækkunarstefnunni. Tilefni
þessarar ályktunar eru eftir
farandi ummæli, sem Morg-
unblaðið endurprentar úr
áramótagreininni og leggur
út af: „Vissulega er það rétt,
að kaupgjaldið hefur áhrif á
framleiðslukostnaðinn og
verðlag innanlands. Þess
vegna taldi Alþýðuflokkur-
inn að hyggilegra hefði verið
af verkalýðssamtökunum og
líklegra til raunhæfra kjara-
bóta að móta afstöðu sína til
þess að knýja fram takmörk-
un á gróða milliliða og hækk
un á verðlagi en að krefjast
mikilla beinna kauphækk-
ana.“
Áður hefur MorgunblaS-
ið hermt það rétt, að Har-
aldur taldi stefnu stjórnar
innar eiga fyrst og fremst
sök á vexti dýrtíðarinnar
og erfiðleikum framíeiðsl-
unnar. Hitt nefnir það ekki,
að Haraldur kvað kommún
ista og ihaldsmenn hafa
orðið samferða á þeirri ó-
heillabraut að vilja heldur
kauphækkun en niður-
færslu. Afstaða Alþýðu-
flokksins lá hins vegar svo
ljóst fyrir, að jafnvel Morg
unblaðið ætti ekki að þurfa
að misskilja hana. Alþýðu-
flokkurinn mótaði síefnu
niðurfærslunnar, en ríkis-
stjórnin og meirihlutinn á
alþingi léði ekki máls á því
úrræði. Braskararnir og
spákaupmennirnir máttu
ekki til þess hugsa, að sú
íeið yrði farin, og vildu
heldur kauphækkun af því
að þeir vissu, að hún
myndi reynast þeim hag-
Deilan á strandstaðnum
HÖFUÐATVINNUVEGUR
tslenzku þjóðarinnar er eins
og strandað skip í brimgarði.
Sjávarútvegurinn hefur
stöðvazt einu sinni enn, og
ríkisstjórnin fer sér ósköp
hægt við björgunartilraun-
irnar. En á saraa tíma færist
alþingi í fang að fjölyrða
um, hvort leyfa eigi eða
banna ættarnöfn á íslandi.
Slík og þvílík er deilan á
strandstaðnum. Einu sinni
var riíizt um rjúpuna við
svipað tækifæri. Nú hafa
ættarnöfnin orðið fyrir val-
inu.
Alþingi er naumast of gott
Bœlmr og höfundar:
durinn í
kvæmari eins og líka kom á
daginn. Og þótt einkenni-
legt sé voru kommúnistar
sömu skoðunar. Meginsök-
in var samt ríkisstjórnar-
innar og stuðningsflokka
hennar. Þeir aðilar lokuðu
niðurfærsluleiðinni með
því að láta eins og þeir
heyrðu ekki ráð Alþýðu-
flokksins. Þá var ekki ann-
arra kosta völ fyrir vcrka-
lýðshreyfinguna en segja
upp samningum við at-
vinnurekendur og knýja
fram kauphækkun. Alþýðu
flokkurinn studdi að sjálf-
sögðu réttmætar og rök-
studdar kröfur hennar um
kjarabætur, þó að hann
hefði viljað aðra og far-
sælli lausn, sem hafnað
var. Haraldur Guðmunds-
son gerði öllu þessu glögg
skil í áramótagrein sinni.
Morgunblaðinu ferst sann-
arlega ekki að bera Al-
þýðuflokknum á brýn
stefnuleysi eða tækifæris-
mennsku í þessu sambandi.
Því væri nær að benda á
úrræði Sjálfstæðisflokks-
ins varðandi lausn verk-
fallsins.
Hugsandi mönnum liggur
í augum uppi, að niðurfærsl
an sé skynsaml'egri og raun-
óæfari lausn á vandamálum
okkar í dag heldur en kaup-
'aækkunin og verðþenslan.
3amt er ekki gripið til þess
úrræðis af því að braskar-
arnir og spákaupmennirnir í
Sjálfstæðisflokknum eiga
samleið með kommúnistum
á óheillabrautinni. Þeir aðil-
ar munu aldrei móta þjóð-
holla og giftusamlega stefnu.
Og hlutskipti Morgunblaðs-
ins er svo ömurlegt, að hús-
bændur þess eru raunveru-
lega sekir um þá tillitssemi
og fylgispekt við kommún-
ista, sem. það vill færa á
reikning Alþýðuflokksins.
að eyða tíma sínum í þetta
verkefni, þegar þjóðfulltrú-
arnir hafa ekki öðrum og
þarfari störfum að sinna. En
þeir ættu að ná strandaða
skipinu á flot áður. Útgerðin
skiptir meira máli fyrir land
og þjóð eins og sakir standa
heldur en deilan um ættar-
nöfnin. Fyrst er að sjá hag
hennar borgið, og svo er
hægt að ráða vanda ættar-
nafnanna til lykta. Hitt eru
óþolandi endaskipti að hefja
ótímabundna deilu á sögu-
legum strandstað, meðan
skipið er að liðast sundur í
brimgarðinum.
Alan Paton: Grát, ástkæra
fósturmold. Skáldsaga. —
Andrés Björnsson íslenzk-
aði. Almenna bókafélagið.
Víkingsprent. Reykjavík
1955.
ALAN PATON heitir Suður-
Afríkumaður af brezkum upp-
runa. Hann er orðinn heims-
kunnur rithöfundur af tveimur
skáldsögum, og hefur Almenna
bókafélagið gefið út hina fyrri
þeirra, ,,Grát, ástkæra fóstur-
mold“. í íslenzkri þýðingu And-
résar Björnssonar. Valið hlýtur
að teljast með ágætum. Sagan
fjallar um mikið og alvarlegt
vandamál, sambúð hvítra og
blakkra í ættlandi höfundar, en
fréttir af því hafa iðulega bor-
izt alla leið hingað og oft. þótt
stórtíðíndum sæta. Stjórnarfar
afturhaldsins í Suður-Afríku
einkennist af grimmd og misk-
unnarleysí, ofsóknum og hatri.
Alan Paton rís gegn þessum ó-
fögnuði, talar máli kúgaðra
meðbræðra sinna og ritar sög-
una af þekkingu ærinnar lífs-
reynslu. Hún er gott listaverk,
enda telur Gunnar Gunnarsson
höfundinn verðskulda bók-
menntaverðlaun Nóbels. Kann-
ski verða skiptar skoðanir um
þann úrskurð, enda samanburð
urinn þungur í skauti. Hitt er
óumdeilanlegt, að „Grát, ást-
kæra fósturrnold“ vitni um ber-
sögli. afstöðu og þroskavilja,
sem kenna megi við manndóm.
Þetta telst að vísu áróður, en
hann er færður í listrænan bún
ing og á erindi til allra, sem
unna kúguðum frelsis, fátæk-
um afkomu og vonlausum ham
ingju. Slíkur boðskapur mun
vissulega finna hljómgrunn í
sálum íslendinga. Eldurinn,
sem logar í Suður-Afríku,
brennur ekki á okkur sem bet-
ur fer, en harmleikurinn þar er
engum hugsandi manni og sið-
menntuðum óviðkomandi frem
ur en önnur óhæfuverk ein-
ræðisins og ofbeldisins. Undir-
ritaður fagnar því, að Almenna
bókafélagið skuli hafa valið
þessa skáldsögu Alans Patons
til útgáfu. Bjarni Benediktsson
fær kannskí orð að heyra hjá
valdhöfunum í ættlandi höfund
ar, ef Sjálfstæðisflokkurinn
Ivftir honum í tignarsæti utan-
ríkismálaráðherrans á ný og
Suður-Afríka gengur í Atlants-
hafsbandalagið eða ísland í
Kyrrahafsbandalagið, en mað-
urinn barf engrar afsökunar að
Mðia. Hann getur skilað því, að
íslendingum falli bókin vel í
geð og telji hana orð í tíma töl-
uð.
„Grát, ástkæra fósturmold"
er í senn listaverk og heimild-
arrit. Höfundinum er líka svo
mikíl alvara, að hann hefur
stofnað stjórnmálaflokk til bar
áttu gegn hatrinu, sem fordæmt
er í bókinni. Alan Paton gerist
postuli mannkærleika og sið-
menningar, og þess vegna geng
ur hann á hólm v?ð óheillaöfl-
in i ættlandi sínu. Hann berst
ekki til landvinninga eða stríðs
skaðabóta, heldur vakir fyrir
honum að hefja Suður-Afríku
úr myrkri til ljóss. Hann er hug
sjónamaður og rithöfundur, rit
höfundur og hugsjónamaður, og
vonandi spillist hann ekki af
stjórnmálabaráttunni, þó að
braut hennar reynist mörgum
góðum dreng sleip og torsótt.
Maðurinn virðist hafa góða
stjórn á skapsmunum sínum,
þó að honum sé mikið niðri
Skáldið Alan Paton.
fyrir. Hann notar ekki stóryrði
í sögu sinni, en lætur atburða-
rásina tala, rekur sögu og örlög
fólksins, sém hér á hlut að
máli, gerir myndina sterka og
sanna og orkar svo á hug les-
andans, að hver og einn verður
snortinn. Hér lætur rödd eins
manns í eyrum milljóna sem
hvöt þess og eggjun, að homo
sapiens þjóni skyldu vitsmuna-
verunnar og hætti að hegða sér
eins og villidýrið í skóginum
eða á fjallinu —- hafni grimmd
inni og hatrinu, en velji sam-
hjálpina og bróðurkærleikann.
Undirrituðum er ekki grun-
laust, að Alan Paton íaist til
stjórnarsamvinnu við jafnaðar-
' menn í Suður-Afríku, ef flokk-
ur hans á fyrir sér framtíð á-
hrifa og fylgis.
Andrés Björnsson hefur þýtt
söguna á kjarnmikla og fagra
íslenzku, kannski tekizt öllu
betur með fyrri hlutann, en
vaxið af verkinu í heild. Prent
smiðja og útgefandi eiga einnig
lof skilið fyrir’ sína hlutdeild.
Og Almenna bókafélagið ætti
við tækifæri að gefa út síðari
' skáldsögu Alans Patons, ef það
verður langlíft í landinu. Hún.
mun ekki síðri að dómi þeirra,
sem vilja að höfundurinn fái
bókmenntaverðlaun Nóbels.
Helgi Sæmundsson.
Herkilegt bókfræðilegt
kemur úl á bessu á
Skrá yfir allar bækur, blöð og tímarsí:
í bókasafni Gunnars HalL
Á ÞESSU ARI mun vera í
ráði að út verðí gefin nýstár-
leg bók hér á landi, er hún
skrá yfir bókasafn Gunnars
Hall, en það mun vera stærsta
bókasafn, sem nokkru sinm
hefur verið til á íslandi í elgu
einstaks manns. Eins og kunn
ugt er var Gunnar Hall ao-
eins 9 ára að aldri þegar hann
ifékk áhuga fyrir bókum og
söfnun þeirra, og síðan hefur
hann unnið að söfnuninni svo
að segja óslitið. Er óþarfi að
fjölyrða hér urn þá dýrgripi
sem þetta safn hefur að
geyma og hvergi eru til ann-
ars staðar, en aðrir mjög ó-
víða. Skal þess þó getið að í
safninu munu vera nær all-
ar bækur sem gefnar hafa ver
ið út hér á landi og spurnir
eru af, þó að vitanlega vanti
nokkrar, en ennfremur eru í
því flestir bæklingar, flugrit
og smárit, sem gefin hafa ver-
ið út og einnig blaðaúrklippur
um einstök málefni og menn.
bæði úr innlendum og erlend
um blöðum. Skal aðeins nefnt
hér í þessu sambandi það blaöa
úrklippusafnið, sem Gunnar
Hall kallar: „Stjálfstæðisbar-
áttu íslendinga", en í því eru
greinar úr dönskum blöðum
um þetta mál allt frá árinu
1855 til 1944. Tókst Gunnari
að afla sér þessa safns úr dán
arbúi Knud Berlins prófesscrs
og víðar að.
j Það er Gunnar Hall sjálfur,
' sem hefur tekið saman bóka-
: skrá þá, sem nú á að koma ut.
; Verður hún mikið verk, eða
um 600—800 blaðsíður, tví-
dálka í sama broti og bóka-
skrá Halldórs Hermannssonar
um Fiskesafnið, en það er eina
bókaskráin, í heild, sem gefin
hefur verið út um íslenzkar
, bækur.
j í þessu riti verður getið
hverrar bókar og rits og fylgt
í því efni eftirfarandi reglum:
, Heiti bókar og höfundar, þýð-
andi, ef um þýdda bók er að
ræða, ennfremur heftatölu og
| binda þegar um er að ræða
ibækur, sem þannig hafa ver-
ið gefnar út. Bókaskráinni er
skipt í aðalskrá og sérskrá,
!sem fjalla um einstaka bóka-
, flokka. Og eru þeir þessir:
| 1. Blöð og tímarit. I þeirrí
skrá og getið allt að eitt þus-
und íslenzkra blaða og tíma-
rita. Er þar getið tölublaðs-
fjölda þeirra, og er það mikils-
veíft atriði þegar um er að
ræða rit, sem lifað hafa
skamma hríð. Hafa slík rit
reynst bókasöfnum og einstakl
ingum erfitt \"(iðfangsefni. 2.
Leikrit. Þar eru talin nær öll
leikrit, sem prentuð hafa ver
ið á íslenzku bæði í bókar-
formi og í hlöðum og tímárk-
! um.
‘ Framhald á 7. síðu.