Alþýðublaðið - 15.01.1956, Síða 4

Alþýðublaðið - 15.01.1956, Síða 4
AlþýSublagjg Sunnudagur 15. janúar 1S56. Útgejandi: A1 þýðujlok\uri*n. Ritstjári: Helgl Scemundston. Fréttasijóri: Sigvaldi Hjálmarston. Biaðamenn: Björgvin Guðmunisso» og Loftur Guðmundsson. 'Augiýsingastjóri: Emilta Samáelsdóttír. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu S—10. Askriftaruerð 15J)0 d mánuði. í lausasðlu lfiO. Einkennileg þögn ENN EINU SINNI ber það til tíðinda, aS ísl'endingár frétta frá útlöndum um stór- mál, sem varðar framtíð lands og þjóðar. Hér er átt við tillögur þær, er nefnd efnahagssamvinnustofnunar Evrópu hefur lagt fram til lausnar á löndunarbanninu í Bretlandi og deilunni um stækkun íslenzku landhelg- Lnnar. Éftirgangsmunir hafa orðið til þess, að ríkisstjórn- in segist hafa tillögurnar til athugunar. Hins vegar lítur hún á þær sem óttalegan leyndardóm. Henni dettur ekki í hug að gefa út opin- bera tilkynningu, þar sem tillögurnar séu birtar. Hún kýs heldur að gefa hvers kon ar grunsemdum byr undir vængi, unz þær fljúga eins og ránfuglar og höggva goggnum í vinsældir hennar og áht, ef eitthvað er eftir af því tæi. Svo koma svardag- ar, og klögumálin ganga á víxl fyrr en varir. Hjá þessu væri hægt að komast með því að forðast leyndina og pukrið, segja þjóðinni sann- Leikann og leggja plöggin á borðið. En ríkisstjórnin er ófáanleg til þess. Hún vill heldur leyndina, tortryggn- ina og skammirnar. Bretar fara öðru vísi að. Tillögurnar hafa birzt í tveimur brezkum blöðum að minnsta kosti og eru þvi þar á vitorði allra, sem Iáta sig málið einhverju varða. Og þetta eru svo sení eng- in sorpblöð. Annað þeirra, The Times, er frægt fyrir að túlka löngum skoðanir brezka utanríkismálaráðu- neytisins, en hitt, Manchest er Guardian, eitt af gagn- merkustu blöðum heims- ins. Betri heimildir er naum ast hægt að hugsa sér. Bret ar lesa tillögurnar og ræða samtímis því, sem íslenzka ríkisstjórnin lítur á þær sem hernaðarleyndarmál. Stjórnarvöld Islendinga koma fram við þá líkt og villimenn, sem muni hlaupa fyrir hjörg eða kasta sér í stórfljótin, ef þeim sé trú- að fyrir fréttum og upplýs- ingum. En meðal annarra orða: Hvað er ríkisstjórnin búin að hafa tillögurnar lengi til athugunar? Orðaskipti á al- þingi virðast helzt gefa til- efni til að álykta, að um- hugsunarfresturinn sé aðeins nokkrir dagar. Alþýðublaðið lætur sér hins vegar detta í hug, að ríkisstjórnin hafi fengið tillögurnar í hendur einhvern tíma í haust og hefði þess vegna getað mynd að sér skoðun og markað af- stöðu fyrir löngu. Landsfeðr unum er ráðlegast að segja satt og rétt til um þetta at- riði undanbragðalaust, því að gangur málsins verður á- reiðanlega gerður heyrin- kunnur í Bretlandi. innan skamms. Ennfremur væri fróðlegt að fá einhverja skýr ingu á því, hvers vegna rík- isstjórnin lætur aldrei vítin sér að varnaði verða og hætt ir að þegja von úr viti um málefni, sem engin ástæða er til að dylja og vonlaust að leyna nema um stundarsakir. Hvað finnst hexmi vinnast við slíkt og þvílíkt athæfi? Og gerir hún sér kannski ekki ljóst fyrr en eftir á hverju sinni, hvað tapast við pukur þessarar einkennilegu þagnar? AlþýðublaSið ætlar ekki að gera ríkisstjórninni upp skoðanir eða afstöðu varð- andi lausn löndunarhanns- ins á Bretlandi og deilunn- ar um stækkun Iandhelginn ar. Slíkt nær engri átt. Hitt verður að fordæma miskunnarlaust, að íslend- ingar séu Ieyndir fréttum um málefni sín eftir að þær hafa verið prentaðar í er- lendum stórblöðum og teknar til umræðu af hlut- aðeigandi aðilum þar. Eng in menningarþjóð lætur stjórnarvöldin bjóða sér þvílíkt og annað eins. ÞaS er hneykslanleg móðgun, sem ekki á að líðast. Laumuspilið veldur óþörf- um og hvimleiðum deilum, sem aldrei kæmu til greina, ef þjóðin ætti þess kost að fella sinn dóm. Og ríkis- stjórnin ætti sjálfrar sín vegna að vængstýfa grun- semdirnar í stað þess að ala þær til stærðar og grimmdar ránfuglsins. Hún myndi nógu aumkunarverð samt. Gerlst áskrifendur bfaðsins. Álþýðublaðið E T K NESKU ferða-ritvélarnar hafa dálka-stilli og sjálfvirká spássíu- stíllingu. 44 lyklar. Eru jafn sterkar og vanalegar skrif- stofuvélar, en vega aðeins 6 kg. —Tilvalin jólagjöf. Einka-umboð Útsala: I4AIISIRADING COMPANY BÓKABÚÐ KROtt Klapparstíg 20. Sími 7373. Bankastræti2. Sími 5225. L tan úr heimi: Póllandssfjórn í erfrðfeikum meS rifhöíunda \UNARBORG. — Kommún- istar í Varsjá eru í einstæðum vanda staddir, sem skapazt hef ur af aðgerðum þeirra til að lokka aftur til Pólands land- flótta rithöfunda og aðra menntamenn. Þessi viðleitni hófst fyrír all- mörgum mánuðum síðan, og er liður í allvíðtækum ráðstöfun- um þeirra Sovétmanna til að stöðva hinn hvimleiða flótta- mannastraum frá löndum kommúnista. Hjá pólskum kommúnistum felst þetta eink- um í því að hlífa rithöfundum þar í landi, sem sakaðir erú um alvarlegt frávik frá flokkslín- unni við hefndaraðgerðum. VILJA EKKI STYGGJA LANDFLÓTTA HÖFUNDA Fréttir, sem borizt hafa frá áreiðanlegum heimildum í Pól- landi herma, að embættismenn þar séu tregir til að ráðast harkalega að óhlýðnum rithöf- undum af ótta við að styggja landflótta rithöfunda, sem ef til vill hefðu hug á að snúa aftur heim. Ástandið í bókmenntaheimi Póllands um þessar mundir er án efa mjög slæmt og reynist stjórnarvöldunum þar auk þess hið erfiðasta viðfangs. Stafar þetta einkum af þeim áhrifum, sem yfirlýsing frá stjórnarfundi pólska kommúistaflokksins í janúarmánuði, 1955, hefur haft, en henni var ætlað það hlut- verk að örva framleiðslu ,hæfra‘ ritsmíða með því að gefa and- ríkustu mönnum í Póllandi meira svigrúm. Þetta hafa rit- höfundar þar í landi auðsjáan- lega notfært sér, en túlkun þeirra á forskriftinni orðið önn ur en stjórnin og flokkurinn ætluðust til. HINIR ÓÁNÆGÐIR. Undanfarna mánuði hefur einn fremsti bókmenntaknapi kommúnista látið í það skína, að „einræði öreiganna neydd- ist ef tii vill til þess að beita valdi“ gegn þeim, er gerðu sig seka um „afhvarf frá stefn- unni“, en slíkt hefði mjög farið í vöxt undanfarið sökum hinn- ar misskildu og of frjálslyndu flokksforskriftar. Annar trygg- ur flokksmaður hefur stungið upp á því, að flett verði ofan af hinum seku rithöfundum og þeir einangraðir. Einn talsmaður kommúnista, M. Czewinski, hefur jáfnvel lát- ið svo ummælt í grein, er hann ritaði í pólskt bókmenntarit, að slíkur glundroði ríki nú meðal kommúnistarithöfunda þar, að svo virðist sem margar greinar þeírra hafi verið samdar í „hug- sjónalegu hóVuhúsi". OPINSKÁ GREIN. Roman Werfel, aðalritstjóri Trybuna Ludu, aðalmálgagns kommúnistaflokksins í Varsjá, hefur ritað óvenju opinskáa grein, sem lýsir, hvert ástand nú ríkir meðal bókmennta- manna í Póllandi. Blaðið Prav- da og Moskvuútvarpið birtu grein þessa hinn 24. ágúst s.l. Að því er bezt er vitað hefur hún ekki birzt í öðrum pólsk- um blöðum. í grein sinni fer Werfel ófögr uro. prðúm um það „hugsjóna- foræði“, sem nú ríki í Póllandi og kvað það vera „örugga gróðrastíu fyrir erlenda hug- sjónafræði og fjandsamleg á- hrif“. Hann sagði, að „lesi menn vandlega ýmsar greinar, sem birzt hafa undanfarna mánuði í bókmenntatímaritum okkar, og hlusti menn á rökræður í bókmenntafélögum, verði þeir þegar í stað varir við fjölda hugmynda, sem eru alrangar og hættulegar.“. „MEÐ RÓTTÆKUM, KERF- ISBUNDNUM, HLÍFÐAR- LAUSUM AÐGÉRÐUM“. Werfel bendir á, að eitt helzta ,,stefnufrávikið“ sé sú skoðun sumra rithöfunda, að „stjórnar- byltingin í:’Póllandi“ væri af- leiðing aðgerða Ráðstjórnar- hersins fremur en baráttu „al- þýðunnar11. „Það er mjög mikilvægt“, segir Werfel, ,,að hinir for- hertu útbréiðendur slíkra rang færslna verði fullkomlega ein- angraðir og útskúfaðir. Þetta er eingöngu hægt að framkvæma með róttækum, kerfisbundnum og hlífðarlausum aðgerðum.“ KRAKOWFYLKINGIN. Það er einkum einn hópur rithöfunda, sem hefur mætt harðri gagnrýni undanfarna mánuði. Hópur þessi er nefnd- ur „Krakowfylkingin“ og til- heyra honum margir ungir gagnrýnendur, sem starfa við útgáfu þá í Krakow, er nefnist Bókmenntalíf. Meðal þeirra synda, sem þess um rithöfundum eru bornar á (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.