Alþýðublaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 2
AlþýSublaðið Fimmtudagur 2. febr. 1956 Nr. 3, 1956. nmg Aðiljum þeim, er það varða, er hér með bent á eíiir- farandi ákvæði 18^ greinar laga nr. 4, 1956. „Eigi mega heildverzlanir, smásöluverzlanir eða „iðnfyrirtæki hækka söluverð á innfluttum vöfum, „seitt tollafgreiddaf hafa verið (fyrir gildistöku „laga þessara, eða á vörum, sem framleiddar hafa „verið innanlands fyrir þann tírna. Aðiljum þeirn, „sem gjaldskyldir eru í framleiðslúsjóð, og smá- „söluverzlunum, ber að skila verðgæzlustjóra «11- „um verðútreikningúm til ársloka 1956, svo að „hægt sé að koma í veg fyrir óeðlilégar verð- „hækkanir. Innfluiningsskrifstofan setur reg’nr „um eftirlit með því, að farið sé eftir þessum „fyrirmælum.“ Samkvæmt ofangreindu er lagt fyrir hlutaðeig'andi áð- ilja að skila skrifstofunni tilgreindum verðreikning- um áður en sala hefst, eða innan 10 daga frá toll- afgreiðslu. Reykjavík. 1. febrúar 1956. Aðalfundur Flugvirkjafélags íslands verður haldinn miðvikú- daginn 8. febr. n.k. og hefst kl. 20,30 í Café Höll. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundastörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Bær brennur Framhald af 1. síðu. vakti fólkið þar. Síðan fór hann upp aftur til þess að sækja hlut, sem hann vildi hafa með sér. En er hann ætlaði niður stigann á ný, komst hann það ekki og varð að stökkva út um gluggann. Gunnlaugur bóndi hafði rétt aðeins tíma til að komast í símann og hringja á hjálp á næstu bæi, en varð að fara skyndilega úr honum, er eldúrinn nálgaðist. Þá var séndúr bíll hingað niður á Dal- vík til þess að sækja brunalið- ið, en er , það kom, var ekki hægt að bjarga húsinu, en hins vegar tó.kst að bjarga útihús- unum. Læknirinn fór með slökkviliðinú, en sem betur fór var ekki um nein meiðsl að ræða. K.S. SAMTÍNINGUR EINS OG EÐLILEGT ER urðu myndír Grace Kelly mjög vin- sælar í Monaco, eftir að hún hafði heitbundizt prins Raini- er. En þá kom upp kynlegt vandamál. Hlutverk hennar í flestum myndunum er þannig, að unnusta hennar geðjast ekki að því að þær séu sýnd- ar. Persónulegur ráðunautur prinsins, sem er Charles Pai- maro, 73 ára gamall, hefur neitað að sýndar yrðu neinar myndir, sem Grace Kelly leik ur í, nema prinsinn leyfi það. Hann hefur verið látinn fara yfir 12 úrvalsmyndir og engin þeirra hefur fengið náð fyrir augum hans. FRANS OSCAR Ribenskjöld í Jönáker í Svíþjóð heitir rit- höfundur einn. Hann hefur síðustu 32 ár skrifað ekki færri en 20 stórar skáldsögur, þar af eina, sem er 800 folíósíður og heitir „Min vilda álskar- inna“. En engin skáldsaga hans hefur verið gefin út. Höfundurinn er nú 80 ára. RÓÐURINN |j Barnasaga eftir Hallgrím Jónsson. 12. d a g u r „Munar oltkur nokkuð, pabbi?“ kallaði Kári. „Sérðu það ekki, drengur, það fluggengur? Við skulum róa jafnt og þétt, einatt smástyttist í land.“ Langa-lengi talaði enginn orð. — Allir réru af kappi. Bát- urinn hentist upp á báruhryggina og steyptist svo niður í dal- ina aftur. Oðru hvoru varð að ausa, því að mikið gaf á. „Ekki sér máður Tindinn, þegar báturinn er niðri í báru- dölunum,“ sagði Kári við sessunaut sinn. „Það þykir nú ekki svo mjög mikið, þó skeri af Tindinn, við erum öðru eins vanir,“ anzaði Gunnar. ,,Áj eruð þið vanir meiri báru en þetta?“ spurði Kári. „Já, já, það er oft miklu verra í sjóinn en nú, en þó er skrambans mikil kvika. Þér þætti nú bera á bárunni þeirri arna, ef við sigldum beitivind.“ „Ber ekki minna á bárunni, þegar siglt er?“ spurði Kári. „Ekki er það nú ætíð.“ Sverrir leit um öxl sér. Var þá ekki talað méira að sinni, en róið þegjandi. „Hvað er klukkan, pabbi?“ spurði Kári eftir nokkura þögn. Honum var farið að sárleiðast, hvað óttalega seint geltk. „Það er eitthvað kringum miðaftan,“ sagði Sverrir. „Hvenær verðum við þá komnir ,heim?“ spurði Kári. „Það er undir því komið, hvað þolnir við verðurn að róa, og hvort hann rýkur.“ „Eríu hræddur um að hann geri rok?“ „O-nei, við verðum komnir heim fyrir klukkan níu, ef allt gengur vel, og hann rýkur kannske ekki fyrr,“ sagði Sverrir. í DAG er fimmtudagurinn 2. febrúar 1956. FLUGFERÐIR MAÐURINN OG KJARNORKAN Myndasaga — 7. Kjarnorkan. getur gereytt fillu, sem lífs er á jörðunni, og Ljarnorkan getur orðið mann- k.yninu ólýsanleg blessun. — Hálft kílógram af uraníum nægir til þess að knýja stóra ílugvél þrjú þúsund sinnum ; ringum jörðina. Að orku jafn gíldir það hálfa kílógram 250 þús. smálestum af kolum, — og það nægir iíka til að gereyða jb.eilli stórborg í Bandaríkjunum hefur kjarn orkan þegar verið tekin í þjónustu friðsamlegra starfa, varðveizlu matvæla, sjúkdóma ákvarðana og lækninga og bandarískir vísindamenn vinna að því með ýmsum sérfræð- ingum að nota kjarnorkuna til að auka uppskeruna, efla héil- brigði manna, bæta gamlar ''ramieiðslugreinar og koma á lót nýjum framleiðsiugreinum. Og þó segja vísindamennirn- ir, að það, sem tekizt hefur, sé ekkert í samanbui'ði við þao, sem í vændum er. Þegar skip og iðjuver verða knúin kjarn- orku og ísauðn heimskautanna verður breytt í gróðurríkar ak- urlendur, nýjar matjurtateg- undir, ræktaðar og nægt raf- magn framleitt handa öllum. Þar blasir fögur framtíð við gervöllu mannkyni í raun og sannleika. Flugfélag Islands h.f. Millilandaflugvélin Gullfaxi fer til aupmannahafnar og Ham borgar n.k. laugardag kl. 8.' Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar, Egilsstaða, Fáskrúðsfjarðar, Kópaskers, eskaupstaðar’ og Vestmannaeyja. — Á morgun er i mannaeyja. ráðgert að fljúga til Akureyrar-, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju bæjarklausturs og estmanna- eyja. éffum Ríkisskip. Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja fór frá Reykja vík í gærkvöldi vestur um land í hringferð. Herðubreið fer frá Reykjavík síðdegis í dag austur um land til Vopnafjarðar. Skjaldbreið er á Breiðafirði. Þyrill er væntanlegur til Rvík- ur í dag að vestan og norðan. Skaftfellingur á að fara frá Reykjavík á morgun til Vest- Loftleiðir h.f. Hekla millilandaflugvél Loft- leiða var væntanleg til Reykja- víkur snemma í morgun frá New York. Flugvélin fer áleið- is til Gautaborgar, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar kl. 8.00. SKIPAFÉÉTTIK Eimskip. Brúarfoss fer frá Antwerpen í dag 1.2. til Hull og Reykja- víkur. Dettifoss fer væntanlega frá Hamborg á morgun 2,2. til Rotterdam og Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Akranesi 31.1. til Rotterdam, Antwerpen og Hull. Goðafoss fer frá Sauðár- króki í kvöld 1.2. til Siglufjarð- ar og þaðan til Ventspils og Hangö. Gullfoss fór frá Leith 31.1. til Thorshavn og Reykja- víkur. Lagarfoss kom til New York 26.1. frá Reykjavík. Reykjafoss kom til Reykjavík- ur 30.1. frá Rotterdam. Selfoss fró frá Reykjavík 1.2, til Ghent. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 29.1, frá New York. Tungufoss fór frá Akureyri 28.1. til Bel- fast og Rotterdam. BLÖÐ OG TÍMARIT Skipadeild S.I.S. 'Hvassafell er í Hamborg. Arnarfell er í New York. Jökul- fell lestar á Austfjörðum. Dísar fell fór 25. þ.m. frá Hafnarfirði áleiðis til Patras og Piraeus. Litlafe 11 er á leið til Faxaflóa-22.20 Náttúrlegir hlutir. hafna. Helgafell er í Reykja-22.35 Sinfónískir tónleikar. vík. Appian er í Reykjavík. 23.15 Dagskrárlok. Samtíðin, 1. tölublað 23. ár- gangs er komið út mjög vandað og skemmtilegt. Efni: íslending ar eru í sárUstu hótelnauð (for-. ustugrein) eftir Lúðvíg Hjálm- týsson, Fjölbreyttir kvenna- þættir eftir Freyju. Skákþáttur eftir Guðm. Arnlaugss., Bridge þáttur eftir Árna M. Jónsson,' Ásarsaga: Hún kemur, þegar rökkvar. Framhaldssaga Drauga dyrnar. ,,Jónsmessudraumur“ í Þjóðleikhúsinu. Árbók skálda (ritfregn). Grein um kvik- myndastjörnuna Ingrid Berg- man. Samtíðarhjónin (leikþátt- ur) eftir Sonju. Skopsögur. Gefc raunir. Dægurlagstexti o. m. fl. Kápumyndin er af Marlon Brando. * Kvenfél. Óháða safnaðarins. Fundur annað kvöld í Eddu- húsí kl. 8,30. Útvarpið. 20.30 Tónleikar: Úr óperunni „Lucia di Lammermoor11 eft- ir Donizetti. 20.50 Biblíulestur. 21.15 Tónleikar: Cor de Grofc leikur lög eftir Chopin. 21.30 Útvarpssagan. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. I 22.10 Passíusálmar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.