Alþýðublaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 4
A Iþýftublaöið Fimmtutlagur 2. febr. Ií)56 Útgefandi: Alþýðuflofáuri**, Ritstjóri: Helgl Sœmun&uo*. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálnutru**. Blaðamenn: Björgvin Guðmuuist** *g Loftur Guðmundsso*. Auglýsingastjóri: Emilía Samáahióttír. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. 'Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðt* 8—lð. ’Asþriftarverð 15J30 i múnuði. t ItusasSl* 10. Leyniþráðurinn HVAÐ er vinstri stjórn að dómi kommúnista? Út- varpsræða Brynjólfs Bjarna sonar á mánudagskvöld var að ýmsu leyti ágætt og lær- dómsríkt svar við þeirri spurningu. Afstaða komm- únista er í stuttu máli þessi: Ef Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn leyfa kommúnistum að vera með í ríkisstjórn, þá eru þetta vinstri flokkar og foringjar þeirra velgerðamenn ís- lenzku þjóðarinnar. Detti hins vegar sömu aðilum í hug að mynda stjórn eða efna til samvinnu án kom- múnista, þá eru þetta orðnir óalandi og óferjandi hægri menn, sem landinu og sam- félaginu stafar háski af. Kommúnistar minnast ekk- ert á máleíni í þessu sam- bandi. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru góðir, ef þeir koma sér sam- an um stefnuskrá og skipun nýrrar ríkisstjórnar og gefa kommúnistum kost á þátt- töku. Nefndir flokkar eru hins vegar vondir, ef þeir mynda ríkisstjórn á grund- velli sömu stefnuskrár, en láta hjá líða að bjóða komm únistum skiprúm. Brynjólfi Bjarnasyni þýðir auðvitað ekkert að hafa svona tilburði í frammi. Alþýðuflokkurinn lætur málefni ráða þeirri afstöðu sinni, hvort hann efnir til stjórnarsamstarís eða hliðstæðrar samvinnu við aðra flokka. Öllum er kunnugt, að skoðanamun- ur jafnaðarmanna og kom múnista er mikill, þó að sitthvað sé flokkunum sameiginlegt í dægurmála baráttunni. Eigi Alþýðu- flokksmenn og kommún- istar að taka höndum saman, verður annar hvor aðilinn að slaka til um á- greiningsatriðiu. Jafnaðar- menn munu aldrei ganga til móts við utanríkis- stefnu og Rússlandstrú kommúnista. Leiðtogum Sósíalistaflokksins virðist óljúft að láta af austræna trúboðinu, þó að sá sé vilji fjölmargra heiðvirðra og ábyrgra manna, er greitt hafa þeim atkvæði undanfarin ár. Útvarps- ræða Brynjólfs Bjarnason ar tók a£ öl! tvímæli um þetta. Hann hefur ekkert lært og engu gleymt, og allir vita, að Brynjólfur ræður Sósíalistaflokknum í umboði Moskvu. Þannig er dómur staðreyndanna sá, að samstarfsgrundvöll- ur jafnaðarmanna og kom múnista sé ekki fyrir hendi. Kommúnistum stoðar ekk ert að grátbiðja Álþýðu- flokkinn að taka sig í stjórn. Þeir verða að sýna í verkinu hugarfarsbreytingu og skoðanaskipti til að slík- ar málaleitanir verði heyrð ar. Hitt liggur í augum uppi, að sú þróun væri æskileg. Sundrung verkalýðshreyfing arinnar veldur því, að vinn- andi stéttir njóta ekki þeirra áhrifa á stjórn landsins, sem þeim ætti að vera í lófa lagið. Þetta er árangur af klofningsstarfsemi kommún ista og auðvitað vatn á myllu íhaldsins. Leyniþráð- urinn þar á milli segir til sín í verkinu. Vissulega er það athygl- isvert, að Brynjólfur Bjarnason tekur afrit af málflutningi Morgunblaðs- ins undanfarnar vikur, þegar hann víkur að hug- myndinni um samstarf Iýð ræðissinnaðra andstæðinga íhaldsins. Honum er illa við þá tilhugsun í líkingu við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson. Samt þykist hann þess um kominn að svara Alþýðuflokknum um hneigð til samvinnu við í- haldið! Maðurinn ætti að líta sjálfum sér nær og svara til dæmis þeirri at- hyglisverðu og tímabæru spurningu, hvernig gangi samningarnir milli Einars Olgeirssonar og Ólafs Thors um að kommúnistar láti íhaldinu í té meiri- hluta í síldarútvegsnefnd. Ólafúr þekkir leyniþráð- inn og les sig fimlega eft- ir honum, þegar hann þarf á sínum gamla góðvini, Einari Olgeirssyni, að halda. Eldhús „ELÐHÚSDAGURINN" í sænska ríkisþinginu ber sama svip og slíkir ,,eldhúsdagar“ annars staðar á Norðurlönd- um. Þar er drepið á öll hugsan leg mál og viðfangsefni og þing mennirnir haga orðum sínum svipað og gengur og gerist í öðrum norrænum þingeldhús- um. Að einu leyti voru þó eld- hússdagsumræðurnar í sænska þinginu frábrugðnar þeim norsku — þar var ekki minnzt á sameiginlegan norrænan markað. Hins vegar hafa sænsku blöðin rætt þetta mál í tilefni af þeirri mótspyrnu gegn því, sem vart varð í um- ræðunum um hásætisræðuna, Málið er og enn rætt í Norð- urlandaráðinu. KOSNINGASVIPUR Kosningar fara fram í Sví- þjóð á þessu ári, og báru eld- hússdagsumræðurnar því greini lega merki að þingmenn voru farnir að hugsa til bardagans í sumar. Um það virðast öll sænsku stjórnmálablöðin á einu máli. Frjálslynda blaðið „Dagens Nyheter“ segir að þessa hafi gætt um of og „Mor- gontidningen“ kallar eldhúss- dagsumræðurnar „forleik“ að kosningunum og segir að þær beri því vitni, að stjómarand- stæðingarnir muni haga kosn- ingabaráttunni á sama hátt og að undanförnu. Þá segir einnig að ræður stjórnarandstæðing- anna hafi verið þreytandi leið- inlegar, en þar mun þó varla að öllu leyti rétt með farið. Hjalmarsson, leiðtogi hægri- manna, sló að minnsta kosti á strengi gamanseminnar þegar hann fullyrti að skattamálaráð herrann hlyti að sofa órólega um þetta leyti. Varð það til þess að Gunnar Stráng fjár- málaráðherra lýsti yfir því að hann svæfi prýðilega. „Konan mín er þarna á áheyrendapöll- unum“, sagði hann, „og hún getur borið því vitni, að ég fór að sofa klukkan 23 í gærkvöldi og vaknaði ekki fyrr en vekj- araklukkan hringdi klukkan hálfátta í morgun!“ Báðum andstöðuleiðtogunum þóttu þessar upplýsihgar svo merkilegar að þeir báðu um orðið til andsvara, og síðan var deilt á stefnu stjórnarinnar í skattamálum á þann hátt sem venja er í þingeldhúsum. KJARNORKUSPRENGJUR Þá var rætt um kjarnorku- sprengjur. Það var Hjalmar- son, sem vakti máls á því, hvort sænski herinn ætti að búast kjarnorkuvopnum í varn arskyni. Ohlson var því fylgj- andi, en landvarnamálaráð- herrann, Thorstein Nilson, kvaðst ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu. Her- inn mætti að minnsta kosti ekki verða sér úti um kjarn- orkuvopn á neinn þann hátt, að það bryti í bága við hlut- Utan úr heimi: umræ leysisstefnu Svía, en aðstæður1 til slíkra vopnakaupa væru að svo stöddu heldur ekki fyrir hendi. Komst landvarnamála- ráðherrann þannig að orði. „Við getum ekki vænzt þess að komast yfir þessi leyndu og áhrifaríku eyðingavopn með þeim kostum og kjörum, sem við teljum sjálfsögð — að við megum ráða þeim sjálfir án nokkurra stjórnmálalegra eða annarra skuldbindinga“. Ef Svíar ættu hins vegar sjálfir að hefja framleiðslu á slíkum vopnum kvað hann til þess þurfa fjölda þjálfaðra sérfræðinga og of fjár, en ár- angursins yrði þó ekki að vænta fyrr en að mörgum ár- um liðnum. Þetta væri vanda- mál, bæði stjórnmálalegs og siðræns eðlis, og krefðist ná- kvæmrar vfirvegunar, sagði hann, og urðu ekki neinar flokkabundnar umræður um það mál. „ÓÁNÆGJA“ MEÐ STJÓRNINA Hvað stjórnmálalegar að- greiningarlínur flokkanna snertir, þá halda stjórnarand- stöðuflokkarnir því einkum fram, að draga þurfi úr ríkis- rekstrinum til eflingar einstak lingsframtakinu(, — ' er þettá orðið slagorð, sem þó sjaldan kemur fram á beinum tillög- um. „Óánægjan með ríkisstjórn ina“ er og annað slagorð mik- ið notað í umræðum, einkum þegar kosningar eru framund- an. Það var Erlander forsætis- ráðherra, sem krufði þessi slag orð andstæðinganna til mergj- ar við eldhúsdagsumræðurnar. Segir í „Morgon-Tidningen“, að hann hafi með ræðu sinni gefið andstæðingunum þess kost að ræða stjórnmálastefn- ur almennt, en enginn þeirra hafi verið reiðubúinn til þess. Að sjálfsögðu er fólk mis- jafnlega ánægt með ýmsa hluti, sagði forsætisráðherrann, og varðandi einstök atriði get- ur sú óánægja haft við rök að styðjast. En annars eðlis er svo sú óánægja, sem ekki get- ur orðið jákvætt framkvæmda afl. Jákvætt framkvæmdaafl er hins vegar sú óánægja, sem sprottin er af félagsmálalegri úrlausnarþörf, sprottin af ótt- anum við atvinnuleysi og sjúk dóma eða frelsisfjötrun. Neikvæð er hins vegar óá- nægja þeirra, sem gera sér von ir um, að stjórnarvöldin geti leyst öll vandamál á einu vet- fangi. Þeim fer nú sífellt fjölgandi, sem eignast geta hús og bif- reið og séð börnum sínum fyr- ir menntun, en til þess að þeim fari enn fjölgandi þarf aukið þjóðfélagslegt átak, bæði í byggingamálum, skólamálum og vegamálum. Það átak þarf ríkisstjórnin og ríkisstofnan- irnar að leysa af hendi í sam- einingu, þessar kröfur miða að bættum lífskjörum og þjóðfé- lagslegum framförum og því aðeins sjálfsagt að verða við þeim, sagði sænski forsætis- ráðherrann. (Arbeiderbladet} Frímerk jaþáttu ÞAÐ er næstum því rang- nefni að kalla þáttinn í þetta sinn frímerkjaþátt, því að ég hafði ætlað mér að minnast á jólamerkin, sem út voru gefin hér og á Norðurlöndunum fyr- ir síðustu jól. Jólamerki eru að verða á- kaflega vinsælt söfnunarefni og vitanlega riðu frímerkjasafn arar þar á vaðið. ÍSLAND Hér voru gefin út tvenns konar jólamerki, á vegum Thorvaldsensfélagsins í Reykja vík og kvenfélagsins Framtíð- in á Akureyri. Listmálarinn Kjarval teikn- aði jólamerkið að þessu sinni fyrir Thorvaldsensfélagið og er það að mörgu leyti skemmti legt hvað motiv og ramma snertir. Akureyrarmerkið sýnir mynd af kirkju í vetrarlandslagi og er það stílhreint og vel gert í alla staði. Það skemmtilegasta við það er vafalítið að aragrúi af afbrigðum hefur fundizt í upplaginu. Það var leiðinlegt að ekki skyldi vera haldið á- 4fram á sömu braut og í fyrra, að gefa út eitt stórt merkí á- samt fjórum litlum í hverri örk. FINNLAND Finnland gefur út í ár eins og svo oft áður fallegasta merkið á Norðurlöndum. Á- samt með danska merkinu eru nú Finnar farnir að gefa út merki þar sem nær öll merkin í örkinni eru frábirgðileg frá hvert öðru. Þetta er skemmti- leg nýjung og gerir söfnunina meir spennandi fyrir safnar- ann. SVÍÞJÓÐ Sænska merkið kalla sumir „nonfigurativa komposítion“, mál, sem listamenn skilja, en þýðir nánast myndlaus samsetn ing. Það er þó litauðugt og lít- unum skemmtilega fyrir kom- ið á myndfletinum, en litirnir eru: grænt, gult, rautt og svart. NOREGUR Norðmenn léku sér með jóla merkið sitt í ár, ef svo má segja. Það var gefið út í venju legum örkum með tveim mis- Framhald á 7. síðu. Gerlsf askrifendur bla^slns. Alþýðublöð ■ .. ... .. . . ■ J •> - v : : » ■ ■■ : ’i'iURid ■ : • ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.